1 / 13

Nútíminn 1900 e.Kr. – 2008 e.Kr.

Nútíminn 1900 e.Kr. – 2008 e.Kr. höf. Baldur A. Sigurvinsson Samfélagsfræði Saga, menning, samfélag Rimaskóli. Þjóðernishyggja og Jörundur hundadagakonungur. 1. kafli. Friedrich Engels. Félagslegar byltingar. Karl Marx. Félagslegar byltingar - stéttaátök

abe
Download Presentation

Nútíminn 1900 e.Kr. – 2008 e.Kr.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nútíminn1900 e.Kr. – 2008 e.Kr. höf. Baldur A. Sigurvinsson Samfélagsfræði Saga, menning, samfélag Rimaskóli

  2. Þjóðernishyggja og Jörundur hundadagakonungur 1. kafli Nútíminn 1900-2008

  3. Friedrich Engels Félagslegar byltingar Karl Marx • Félagslegar byltingar - stéttaátök • Börn verkafólks þrælaði í verksmiðjum og námum. • Vinnutíminn var langur, 14-16 tímar á dag. • Sjúkdómarherjuðu. • Ömurlegfátækrahælibyðu atvinnulausra, sjúkra og aldraðra. • Laun voru afar lág. • Stritið var óbærilegt og lífið stutt og gleðilítið. • Verkföll voru baráttutæki verkalýðsins en atvinnurekendur beittu oft fyrir sig í staðinn lögreglu, verkfallsbrjótum og verkbanni. • Til varð jafnaðarstefnan sem barðist fyrir samfélagslegu og efnahagslegu jafnrétti fólks. • Sósíalistarkölluðust þeir sem aðhylltust jafnaðarstefnuna en þeir vildu að ríkið þjónaði hagsmunum alls almennings og ætti atvinnutækin. • Rótttækari armur sósíalista voru kommúnistar en þeir aðhylltust kenningar Karls Marxog Friedrichs Engels, Kommúnistaávarpið(1848). • Þeir börðust gegn kapítalistum sem voru fjármagnseigendur (landeigendur og atvinnurekendur) fyrir hönd öreiganna (verkamenn og eignalausir). • Einnig varð til hreyfing stjórnleysingja (anarkista) sem börðust gegn hverskyns ríkisvaldi. 1 Nútíminn 1900-2008

  4. Þjóðernishyggjan Otto von Bismarck • Félagslegar byltingar – þjóðernisstefna og heimsvaldastefna • Þjóðernibyggt á sameiginlegri sögu, menningu, tungumáli, trú, osfrv. fór að skipta fólk máli. • Þjóðríkiðvarð til á þessum árum með þá hugmynd að ein þjóð eitt ríki. • Fjölmargar þjóðir fóru að berjast fyrir réttindum sínum sem afmörkuð eining, Þjóðverjar, Ítalir, Grikkir, ofl. • Járnkanslarinn Otto von Bismarckí Prússlandi náði að sameina mörg þýsk smáríki í eitt stórt og voldugt ríki árið 1871, Þýska ríkið. • Bismarck hafði þá tekið þýskumælandi lönd af Dönum og Austurríkismönnum en hins vegar mistekist að ganga milli bols og höfuðs á Austurríska keisaranum og því hélt það ríki velli þó veikt væri. • Allar nýjar og sundurlausar þjóðir þurfa að sameinast um eitthvað og það besta er utanaðkomandi óvinur, sigur Þjóðverja á Frökkum 1870-71, þjappaði þegnum hins nýja ríkis saman og veitti þeim samkennd. • Herinn, verksmiðjueigendur og verkalýðshreyfingin voru valdamestu hóparnir í Þýskalandi. 1 Nútíminn 1900-2008

  5. Þjóðernishyggjan • Félagslegar byltingar – þjóðernisstefna og heimsvaldastefna • Ný hráefni, nýir markaðirog meiri völdog auðæfisamfara yfirburðum í herbúnaði og hertækni gerði Evrópu að ósigrandi afli. • Evrópuríkin stofnuðu nýlendur með hervaldi um allan heim og brátt var mestallur auðurheimsins kominn íhendurnar áEvrópubúum eðaniðjum þeirra sembyggðu upp veldisitt með arðráninýlendnanna. • Rússland er eina ríkiðsem enn bítur fast ísínar nýlendur og erSíbería í dagóumdeilanlega hlutiRússlands. 1 Nútíminn 1900-2008 Þjóðernisskipting Rússlands

  6. Jörundur hundadagakonungur og fyrsta íslenska byltingin • Jørgen Jørgensen eða Jörundur hundadagakonungur eins og hann er nú oftast kallaður hér á landi, fæddist þann 29. mars 1770 í Kaupmannahöfn. • Hann lærði sjómennsku á unga aldri og lagðist í ferðalög með breska hernum, m.a. til S-Afríku og Tasmaníu í Ástralíu. • Eftir það gerðist hann hermaður í danska sjóhernum og í stríði þeirra við Breta var Jörundur og félagar hans teknir til fanga af Bretum. • Jörundi bauðst sökum enskukunnáttu sinnar og þekkingar á Íslandi að gerast túlkur breska stórkaupmannsins Samuels Phelps. • Var það ætlun Phelps að kaupa tólg af Íslendingum til sápugerðar i Bretlandi. • Komu þeir síðan til Íslands þann 25. júní árið 1809. • Þetta var á tímum einokunarverslunarinnar, Danir og Englendingar áttu í stríði og því var þeim félögum meinað að versla við Íslendinga sem almennt bjuggu við þröngan kost og kúgun, bæði af hendi danskra yfirvalda og fámennrar íslenskrar höfðingjastéttar. Jørgen Jørgensen ,öðru nafni Jörundur hundadagakonungur 1 Nútíminn 1900-2008

  7. Jörundur hundadagakonungur og fyrsta íslenska byltingin Fáni Jörundar fyrir Ísland, þrír flattir þorskar á bláum fleti. • Skipið hafði aðeins legið fimm daga við akkeri íReykjavíkurhöfn en þann tíma hafði Phelpssápukaupmaður notað til að skipuleggja valdaránþar sem Jörundi var falið að vera uppreisnarleiðtogi. • Þennan dag stormuðu heilir 13 menn upp íLandsstjórabústaðinn við Austurvöll og handtóku þarTrampe greifa og landsstjóra og settu í gæsluvarðhald. • Daginn eftir lýsti Jörundur yfir sjálfstæði Íslands með plaggi í 11 liðum sem hófst með þeim fleygu orðum ,,Allur danskur myndugleiki skal upp hafinn á Íslandi”. • Jörundur lýsti sjálfan sig verndara hins nýfædda lýðveldis og hófst handa við að tryggja mikilvægustu undirstöður byltingarinnar, þ.e. varnir landsins og áframhaldandi uppgang sjálfstæðis Íslendinga. • Gömlum fallbyssugörmum sem áttu að vernda höfuðstaðinn, væntanlega fyrir hinum vanmáttuga danska sjóher, var komið fyrir í virki við Reykjavíkurhöfn þar sem Seðlabanki Íslands nú stendur. 1 Nútíminn 1900-2008

  8. Jörundur hundadagakonungur og fyrsta íslenska byltingin • Til að standa vörð um byltinguna sjálfa kom Jörundur sér upp lífvarðasveit og er það í fyrsta sinn í sögu Íslands fyrr og síðar sem til var nokkurs konar íslenskur her. • Voru grænleitir einkennisbúningar saumaðir á hermenn hans og þeir útbúnir eins vel og hægt var miðað við aðstæður. • Jörundur leit á sig sem gæslumann valda yfir Íslandi þar til Íslendingar sjálfir gætu farið að stjórna hinu nýja sjálfstæða ríki. • Var þetta viðhorf hans mjög í anda upplýsingastefnunnar. • Hinn velviljaði gæslumaður Íslands kom á eftirtöldum breytingum í íslensku stjórnarfari: • viðskiptahöftum var aflétt, • skattar lækkaðir um helming, • verð á mjöli lækkað stórlega, • skuldir við danska ríkið og danska kaupmenn voru þurrkaðar út. Lífverðir Jörundar;fyrsti íslenski herinn? 1 Nútíminn 1900-2008

  9. Jörundur hundadagakonungur og fyrsta íslenska byltingin • Og Jörundur var umhyggjusamur gæslumaður, það má hann eiga. • Hann reið um Norðurland þvert og endilangt til að kynnast þegnum sínum og gefa fyrstu orðum nýju stjórnarskrárinnar verklegt gildi. • Hann stóð sig svo vel að enn þann dag í dag syngja Íslendingar um rúsínurnar sem hann gaf norðlenskum fátæklingum og fótinn sem hann á að hafa rekið skörungslega í botninn á dönskum embættismönnum. • Það er engin tilviljun að þetta gerðist við upphaf 19. aldar og í raun má líta á það sem lítinn hluta af gríðarlegu uppreisnartímabili. Bandaríkin höfðu brotist til sjálfstæðis og komið á fulltrúalýðræði aðeins um aldarfjórðungi áður og franska byltingin hafði gert sitt gagn og haft áhrif um gervöll Vesturlönd. Í löndum latnesku Ameríku voru miklar þjóðfrelsishreyfingar í gangi, þrælauppreisnir voru tíðar og aðeins fimm árum áður höfðu svartir þrælar á Haítí hrifsað til sín völdin fyrir fullt og allt. • Hann var uppfullur af hugmyndum upplýsingartímabilsins um að allir ættu að njóta friðar, hamingju og frelsis í þessu lífi jafnt sem því næsta. • Hann vildi gera Ísland að nýstárlegu lýðveldi (hefur vafalítið litið til frönsku byltingarinnar og hinna ungu Bandaríkja) með fornu lýðræðisskipulagi, þ.e. endurreisa hið forna Alþingi og fá Íslendingum völdin í hendur. Reykjavík um aldamótin 1800. Nútíminn 1900-2008

  10. Jörundur hundadagakonungur og fyrsta íslenska byltingin • En voru Íslendingar tilbúnir fyrir svo róttæka breytingu á eigin högum? • Þann 22. ágúst 1809 sigldi breskt herskip í mestu makindum inn í Reykjavíkurhöfn, handtók hinn milda “konung” Íslendinga og kom þar með aftur á dönskum myndugleik – enginn Íslendingur kom honum til hjálpar. Hvað ef? • Valdarán Jörundar gaf Íslendingum ómetanlegt og einstakt tækifæri til þess að hrifsa til sín sjálfstæði undan Danaveldi upp á eigin spýtur. • Einokunin hefði runnið út í sandinn, reyndar varð það bein afleiðing af “byltingu” Jörundar að Bretar tóku að versla við Íslendinga og þar með hefði verið kominn rekstrargrundvöllur fyrir alvöru hagkerfi sem hvorki reiddi sig á aumingjabætur frá danska ríkinu né léti fámenna innlenda höfðingjastétt ráða yfir sér. • Það má jafnvel gera ráð fyrir því að byltingin hefði komið betur út efnahagslega fyrir almúgann en íslensku yfirstéttina sem þegar hagnaðist gífurlega á einokunarfyrirkomulaginu. 1 Nútíminn 1900-2008

  11. Þjóðernishyggja, rómantík og lýðræðisstefna • Þjóðernishyggja = sú hugmynd aðþjóð sé grunneining samfélagsins og eini lögmæti grundvöllur fyrir ríkismyndun – ein þjóð eitt ríki. • Öfgarþjóðernishyggju – að blöndun þjóða sé af hinu illa og að sumar þjóðir séu öðrum æðri sem aftur leiðir til ofsókna og þjóðernismorða. Dæmi um þetta eru ofsóknir nasista, Júgóslavíustríðið, þjóðarmorðin í Rúanda, ofl. • Ópólitísk þjóð = lítill eða enginn áhugi á að gera þjóðina að pólitískri heild. • Pólitísk þjóð = að stefna markvisst að því að mynda pólitíska einingu, oftast ríki, utan um ákveðna þjóð. • Rómantík = að láta tilfinningar njóta sín óháð skynsemi. • Rómantísk þjóðernishyggja = tilfinningaheit ást manna á landi sínu og þjóð, samruni rómantíkur og þjóðernishyggju. Íslenska fjallkonan – táknmynd hins kvenlæga í íslenskri þjóðernishyggju 1 Nútíminn 1900-2008

  12. Þjóðernishyggja, rómantík og lýðræðisstefna • Danski málvísindamaðurinn Rasmus Kristian Rask hélt því fram að íslenska væri forn sameiginleg tunga Norðurlandabúa, tungumálið sem talað var á Norðurlöndum á Víkingaöld og langt fram á miðaldir. • Þetta forna mál gaf hann nafnið íslenskaí staðinn fyrir dönsk tungasem Íslendingar höfðu notað um tungumál sitt fram að því. • Rask átti mikinn þátt í því að efla þá trú að Íslendingar varðveittu fornan menningararf Norðurlandabúa í formi tungumálsins og handritanna. • Hugmyndir upplýsingastefnunnar áttu sér nýja birtingarmynd í þjóðernishyggjunni og kröfunni um að almenningur fengi að velja þá fulltrúa sem stjórnuðu henni – lýðræði. • Kröfurnar um lýðræði og þjóðernið urðu sífellt háværari þrátt fyrir mikla kúgun konungsvaldsins í Evrópu. • Því varð það þróunin að almenningur fengi að velja sér fulltrúa á svokölluðum stéttaþingum. • Hins vegar höfðu einungis efnaðir karlmenn rétt til að kjósa – um 10-20% hverrar þjóðar. Rasmus Kristian Rask 1 Nútíminn 1900-2008

  13. Þjóðernishyggja, rómantík og lýðræðisstefna • Í Danmörkuum 1830 voru stofnuð fjögur stéttaþing: • 1. Holstein. • 2. Slésvík. • 3. Jótland. • 4. Dönsku eyjarnir (Ísland og Færeyjar þar á meðal með þrjú sæti). • Íslendingar voru hins vegar ekki nógu sáttir við þess skipan mála. • Ármann á Alþingi = tímarit Baldvins Einarssonar í Kaupmannahöfn þar sem viðraðir voru hugmyndir um forna menningu Íslendinga og að stofnað yrði sér stéttaþing fyrir Íslendinga á Þingvöllum. • Fjölnir= stofnað 1835 eftir að Baldvin dó, þjóðernissinnað blað þar sem Ísland var mært sem fagurt land með glæsilega menningu sem verðskuldaði að vera elskað og endurreist. Þar birtust í fyrsta sinn ættjarðarljóð Jónasar Hallgrímssonar. Jónas Hallgrímsson Ísland! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best? 1 Nútíminn 1900-2008

More Related