1 / 7

Líffræði verkefni

Líffræði verkefni. Hróbjartur Sigríðarson. Ríkin fimm og einkenni þeirra. Í flokkunarkerfinu sem ég nota er lífverum skipt í fimm ríki. Ríkin fimm eru: dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr.

amish
Download Presentation

Líffræði verkefni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Líffræði verkefni Hróbjartur Sigríðarson

  2. Ríkin fimm og einkenni þeirra. • Í flokkunarkerfinu sem ég nota er lífverum skipt í fimm ríki. • Ríkin fimm eru: dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr. • Skiptingin í þessi 5 ríki endurspeglar hins vegar ekki þróun lífveranna eins og menn telja að hún hafi verið.

  3. Í ríki dreifkjörnunga finnum við t.d. Gerla(bakteríur). Dreifkörnungar eru einfrumungar, þá skortir líka ýmis frumulíffæri sem finna má í frumum annarra lífvera. Dreifkjörnungar greina sig frá öðrum lífverum að því leiti að erfðaefni þeirra er ekki í sérstökum frumukjarna sem finna má í frumum annarra lífvera. Dreifkjörnungar

  4. Frumverur • Ríki frumvera nær yfir flestar einfruma lífverur sem búnar eru kjarna. Ildýr Frumverurna voru fyrstu lífverur sem voru með kjarna. Þær frumverur sem uppi voru fyrir milljónum ára eru taldar hafa verið forfeðu allra sveppa, plantna og dýra, og að sjálfsögðu forfeður þeirra lífvera sem uppi eru núna. • Sumar frumverur eru grænleitar og geta nýtt sér orku sólar til að framleiða eigin fæðu og byggingarefni úr lofti og vatni, þær ljóstillífa og eru því frumbjarga.

  5. Sveppir • Í ríki sveppa eru allir hattsveppir, t.d. Kúalubbi og berserkjasveppur. Svo eru fleiri sveppir eins og myglusveppur. • Flestir sveppir eru fjölfruma lífverur. • Sveppum var áður skipað í ríki með plöntum en rannsónir sýna æ betur að margt skilur þessar lífverur að. • Frumuveggur er sterkur varnarhjúpur um frumur sveppa og plantna og hjá sveppum er hann úr allt öðru efni en frumuveggur háplantna. • Það varðar þó mestu að sveppir eru ófrumbjarga og því háðir öðrum lífverum um fæðu.

  6. Plöntur • Í plönturíkinu eru allar fjölfruma og heilkjarna lífverur, bæði þær sem vaxa á þurrlendi og þær sem lifa í vatni. • Fjölmargar lífverur plönturíkisins eru vafalaust kunnuglegar. Í þeim hópi eru t.d. Blómplöntur, þar á meðal tré og runnar, burknar, mosar og ýmis þörungar.

  7. Dýr • Í dýraríkinu eru eingöngu fjölfruma lífverur. • Líkt og margar plöntur og sumir sveppir hafa flest dýr sérhæfða vefi, lífæri og líffærakerfi. • Dýr greina sig frá plöntum að því leiti að þau hafa ekki blaðgrænu í frumum sínum og eru því ófrumbjarga. Þau nærast á frumbjarga plöntum eða öðrum ófrumbjarga lífverum.

More Related