1 / 16

Íslenska tvö Kafli 6, bls. 290-299

Íslenska tvö Kafli 6, bls. 290-299. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Goð og menn í Snorra-Eddu. Goðin í Snorra-Eddu eru ekki algóð og fullkomin. Þau gera mistök, eru hégómleg, gráðug, óörugg með sig, óttast hið óþekkta, ljúga, svíkja og myrða.

azuka
Download Presentation

Íslenska tvö Kafli 6, bls. 290-299

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 6, bls. 290-299 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Goð og menn í Snorra-Eddu • Goðin í Snorra-Eddu eru ekki algóð og fullkomin. • Þau gera mistök, eru hégómleg, gráðug, óörugg með sig, óttast hið óþekkta, ljúga, svíkja og myrða. • Snorra-Edda segir einnig frá mönnum. • Ólíkt goðunum eru mennirnir hins vegar nálægt því að vera guðlegir. • Þeir kjósa sér aldrei auðvelt hlutskipti heldur gera til sín strangar siðferðiskröfur sem þeir hvika ekki frá þótt það kosti þá sjálfa hina mestu óhamingju. • Dæmi: Sigurður Fáfnisbani. • Sagan af Þjassa og Iðunni sýnir karlveldið í goðheimum. • Söguna segir guðinn Bragi manninum Ægi (Hlé) í veislu. • Samkvæmt henni virðist sjálfsagt að æsir ráðstafi ásynjum án samþykkis þeirra. • Sagan endar þó illa og ásum hefnist fyrir framkomu sína.

  3. Skáldskaparmál • Þjassi og Iðunn • Óðinn, Loki og Hænir fara í ferðalag. • Þeir fara um fjöll og eyðimerkur og verða brátt matarlausir. • Þeir veiða sér uxa og hyggjast sjóða hann sér til matar. • Illa gengur að sjóða uxann. • Þeir sjá örn í tré fyrir ofan sig og hann segist eiga sök á málinu. • Hann býðst til að aflétta álögum sínum ef æsir gefi sér fylli sína af uxanum. • Æsir játa því. • Þeim þykir örnin hins vegar éta heldur mikið.

  4. Skáldskaparmál • Þjassi og Iðunn, frh. • Loki reiðist og lemur örninn með stöng. • Örnin flýgur upp en stöngin situr föst í baki hans. • Hendur Loka eru bundnar við stöngina og hann hefst á loft. • Örninn segist sleppa Loka gegn því að Loki komi Iðunni til hans með epli sín. • Loki lofar því og er látinn laus. • Loki lokkar Iðunni svo út fyrir Ásgarð í skóg nokkurn. • Hann segist hafa fundið merkileg epli og biður hana að taka sín epli með til samanburðar. • Jötunninn Þjassi kemur þá í arnarham og flýgur burt með Iðunni.

  5. Skáldskaparmál • Þjassi og Iðunn, frh. • Þegar Iðunn er horfin taka æsir að eldast. • Loki er píndur til sagna og honum skipað að bjarga málum. • Hann biður Freyju að lána sér valslíki og flýgur í því til Jötunheima. • Þjassi jötunn er úti á sjó við veiðar. • Loki bregður Iðunni í líki hnetu og flýgur með hana í klónum áleiðis til Ásgarðs. • Þjassi kemst að því að Iðunn er horfinn og veitir Loka eftirför í arnarham. • Hann dregur mjög á Loka enda er örninn öflugri fugl en valurinn. • Loki nær að láta hnetuna falla niður við borgarvegg Ásgarðs. • Æsir kveikja bál og Þjassi flýgur beint í það.

  6. Skáldskaparmál • Þjassi og Iðunn, frh. • Skaði, dóttir Þjassa, verður mjög reið yfir láti föður síns. • Hún heldur til Ásgarðs til föðurhefnda. • Æsir bjóða henni sætt og segja að hún megi kjósa sér eiginmann úr þeirra hópi. • Hún fær hins vegar bara að sjá fætur ásanna og þarf að velja eftir þeim. • Skaði líst vel á fætur Njarðar en heldur að þeir tilheyri Baldri. • Skaði setur það sem skilyrði fyrir sáttagjörðinni að æsir geti fengið hana til að hlæja. • Loki bindur geitarskegg um kynfæri sín og lætur eins og trúður. • Skaði hlær og sættin er fullkomnuð. • Óðinn kastar augum Þjassa upp á himininn og gerir úr þeim tvær stjörnur.

  7. Hjónaerjur í goðheimum • Aðferðin sem æsir leyfa Skaði að nota til að velja sér mann reynist ekki vel. • Fljótlega kemur í ljós að hvorugt hjónanna vill flytja til hins. • Njörður vill búa nálægt sjó en Skaði uppi á fjöllum. • Ágreiningurinn skilur hjónin að. • Eftir þetta virðist Skaði vera talin til ásynja í Snorra-Eddu. • Hún er hins vegar ekki móðir barna Njarðar. • Móðir/mæður Freys og Freyju er(u) ekki tilgreind(ar). • Í Gylfaginningu segir frá því þegar Freyr verður ástfanginn.

  8. Gylfaginning • Freyr og Gerður • Gymir hét maður en kona hans Aurboða. • Hún var bergrisaættar. • Dóttir þeirra hét Gerður og var allra kvenna fegurst. • Dag einn gekk Freyr í Hliðskjálf og sá yfir alla heima. • Þegar hann leit í norðurátt sá hann Gerði og heillaðist af fegurð hennar. • Frey hefndist fyrir að stelast í hásæti Óðins því þegar hann gekk frá því var hann fullur af harmi. • Hann hætti að borða og sofa og talaði ekki við nokkurn mann. • Njörður kallaði Skírni, skósvein Freys, á sinn fund og bað hann að komast að því hvað gengi að Frey.

  9. Gylfaginning • Freyr og Gerður, frh. • Freyr sagði Skírni að hann hefði séð konu svo fagra að hann myndi skjótt deyja ef hann fengi hana ekki fyrir eiginkonu. • Hann bað Skírni að fara í bónorðsför fyrir sig. • Skírnir samþykkti það gegn því að fá sverð Freys sem borgun. • Sverðið var þeim kostum búið að það vóst (barðist) sjálft. • Skírnir bað Gerðar fyrir hönd Freys og fékk hennar. • Þá kvað Freyr þessa vísu: Löng er nótt löng er önnur, hve mega eg þreyja þrjár? Oft mér mánaðar minni þótti en sjá hálf hýnótt.

  10. Gylfaginning • Freyr og Gerður, frh. • Þetta er ástæðan fyrir því að Freyr var vopnlaus þegar hann barðist við jötuninn Belja og varð því að drepa hann með hjartarhorni. • Bragi segir að Freyr muni iðrast þess að hafa látið sverð sitt þegar að ragnarökum kemur.

  11. Tungumál kynjanna • Sögurnar hér á undan fjalla öðrum þræði um áhuga á gagnstæðu kyni. • Þjassi – Iðunn • Freyr – Gerður • Skaði – Njörður • Í öllum sögunum skortir mikið á að konur og karlar noti tungumálið og tali saman á árangursríkan hátt.

  12. Tungumál kynjanna • Á undanförnum árum hafa málvísindamenn sýnt ólíkri málnotkun kynjanna áhuga. • Kynbundin málnotkun er liður í því að viðhalda hefðbundnum hlutverkum kynjanna. • Kynin eru að ýmsu leyti ólík: • líkamshæð • vöðvastærð • líkamsfita • þroski • lífslengd • rödd og tónfall

  13. Tungumál kynjanna • Málnotkun • Rannsóknir sýna að karlar og konur nota ekki tungumálið á sama hátt. • Liggur munurinn í tungumálinu sjálfu? • Endurspeglar málnotkun hefðbundin kynjahlutverk í samfélaginu? • Í sumum samfélögum nota karlar og konur ekki sömu orð um sömu hluti: • Í japönsku heitir vatn „mizu“ í munni karls en „ohiya“ í munni konu. Í munni konu er sögnin að borða „kuu“ hjá körlum en „taberu“ hjá konum. • Í mörgum tungumálum er fornafnið ég mismunandi eftir því hvort sá sem talar er karl eða kona.

  14. Tungumál kynjanna • Málnotkun, frh. • Það er útbreiddur misskilningur að konur tali meira en karlar. • Rannsóknir sýna að þegar karlar og konur tala saman eru karlar líklegri til þess að grípa fram í fyrir konum en öfugt. • Þegar karlar tala saman gengur samtalið gjarnan út á samkeppni, stríðni, íþróttir og það að gera eitthvað saman. • Konur tala aftur á móti oft saman um sjálfar sig, tilfinningar, tengsl við aðra, heimili og fjölskyldu. • Konur og karlar eru ekki ávörpuð á sama hátt. • Konur eru líklegri til að vera ávarpaðar af ókunnugum með gæluorðum en karlar. • Mynstrin í samtölum kynjanna endurspegla þannig oft þau valdahlutföll sem ríkja í þjóðfélaginu.

  15. Tungumál kynjanna • Tungumál og jafnrétti • Því hefur verið haldið fam að málnotkun kynjanna sé svo ólík að hægt sé að tala um ólíka málfarslega menningarheima kynjanna. • Kynin læri að nota tungumálið til ólíkra hluta, sérstaklega í samtölum, og mismunurinn leiði oft af sér misskilning. • Hvað merkir mhmm í samtölum kvenna? • En karla? • Hvernig getur það leitt til misskilnings?! • Er nauðsynlegt að jafna út kynjamun í íslensku máli?

  16. Til umræðu • Rifjaðu upp bernsku þína. Var þér kennt að tala í samræmi við kynferði þitt? Hverjar voru fyrirmyndir þínar í málfarslegu tilliti? Á hvern hátt tengist það hvernig þú lærðir málið því hvernig þú notar tungumálið í dag? • Ef markvisst yrði reynt að jafna út kynjamun í íslensku, hvort ætti þá að kenna strákum kvennamál eða stelpum karlamál?

More Related