1 / 30

Upphafsár kalda stríðsins

Upphafsár kalda stríðsins. 1945 – 1949 Bls. 112-119. Heimurinn í lok seinni heimsstyrjaldar. Í lok síðari heimsstyrjaldar voru öll valdahlutföll í heiminum gengin úr skorðum og flest hinna gömlu stórvelda liðin undir lok

bess
Download Presentation

Upphafsár kalda stríðsins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Upphafsár kalda stríðsins 1945 – 1949 Bls. 112-119

  2. Heimurinn í lok seinni heimsstyrjaldar • Í lok síðari heimsstyrjaldar voru öll valdahlutföll í heiminum gengin úr skorðum og flest hinna gömlu stórvelda liðin undir lok • Fyrir stríð voru Bretland, Frakkland, Þýskaland, Sovétríkin, Bandaríkin og Japan í hópi ótvíræðra stórvelda, auk Ítalíu og Kína sem töldust á mörkunum • Eftir stríð voru það einungis tvö þeirra sem stóðu eftir og báru þá höfuð og herðar yfir öll hin; Sovétríkin og Bandaríkin • Sovétríkin voru þó mjög illa leikin eftir styrjöldina en staða Bandaríkjanna hafði í raun aldrei verið sterkari Valdimar Stefánsson 2007

  3. Hið nýja heimsveldi Bandaríkjanna • Bandaríkin nutu þess að engin átök höfðu átt sér stað í þeirra heimsálfu, heldur börðust hermenn þeirra allan tímann í öðrum heimsálfum • Bandaríkjamenn misstu einungis á milli tvö og þrjú hundruð þúsund menn á stríðsárunum sem var hlutfallslega nokkuð færra en Íslendingar misstu • Hins vegar var það Bandaríkin sem fjármagnaði styrjöldina og það voru fyrst og fremst þeirra vopn, skip, matvæli og flugvélar sem gerðu Bandamönnum kleift að vinna bug á Öxulveldunum Valdimar Stefánsson 2007

  4. Sameinuðu þjóðirnar • Til að tryggja árangurinn stofnuðu sigurvegararnir ný alþjóðasamtök sem nefnd voru Sameinuðu þjóðirnar og skyldu þau vera vettvangur friðsamlegrar sambúðar ríkja • Svo ekki færi fyrir þeim eins og Þjóðarbandalaginu á millistríðsárunum voru þeim tryggð mun víðtækari völd og öflugri tæki til að framfylgja stefnu sinni • Meðal annars gátu samtökin háð stríð í eigin nafni • Þrátt fyrir einlægan vilja til hins gagnstæða urðu Sameinuðu þjóðirnar þó í æ ríkari mæli einungis vettvangur fyrir deilur og átök Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á heimsvísu Valdimar Stefánsson 2007

  5. Kalda stríðið • Upptök kalda stríðsins hafa vafist fyrir sagnfræðingum og eru þeir engan veginn sammála um þau • Ríkjandi viðhorf á Vesturlöndum voru að kenna Sovétríkinum alfarið um spennuna í alþjóðamálum, útþenslustefna þess miðaði eindregið að heimsyfirráðum • Í Sovétríkjunum var þessu öfugt farið en þar var það talið augljóst að hið alþjóðlega auðvald og heimsvaldastefna hennar ætti alla sök á kalda stríðinu • Þessar deilur voru vitaskuld rammpólitískar og líklegast er að sannleikur málsins liggi þarna einhvers staðar á milli Valdimar Stefánsson 2007

  6. Samvinna austurs og vesturs • Þrátt fyrir góða samvinnu Bandamanna í stríðinu er nauðsynlegt að hafa í huga að allt frá byltingunni 1917 hafði Sovétríkjunum verið úthýst úr alþjóðlegri samvinnu • Það var því aðeins í fjögur ár, frá 1941 – 1945 sem Vesturlönd störfuðu með kommúnistunum í austri og, eins og síðar sýndi sig, einungis hin sameiginlega ógn, nasisminn, sem megnaði að tengja þessar andstæður saman • Í ljósi þess er það auðskildara að þetta samband skildi snöggkólna svona þegar óvinurinn sameiginlegi var af velli lagður Valdimar Stefánsson 2007

  7. Ólík sjónarmið í styrjaldarlok • Strax í styrjaldarlok var ljóst að hugmyndir Bandaríkjamanna og Sovétmanna um framtíð Evrópu fóru engan veginn saman • Bandaríkin stefndu að því að opna alla álfuna með frjálsu hagkerfi og lýðræðislegum stjórnarháttum sem hentuðu viðskiptasjónarmiðum þeirra best • Sovétríkin vildu hins vega fyrst og fremst tryggja öryggi ríkisins til framtíðar og þar var efst á forgangslistanum að sjá til þess að aldrei yrði ráðist aftur á ríkið úr vestri Valdimar Stefánsson 2007

  8. Lokaályktun Jalta-ráðstefnunnar • Í lokaályktun Jalta-ráðstefnunnar var kveðið á um hvernig koma ætti á friði í þeim löndum sem Þjóðverjar höfðu lagt undir sig í Suður- og Austur-Evrópu • Þar skyldi stofna bráðabirgðastjórnir sem í ættu sæti fulltrúar allra lýðræðislegra afla • Þær skyldu einbeita sér að því að koma á lýðræðislegum kosningum hið fyrsta • Síðar kom það svo í ljós að skilningur ráðamanna í austri og vestri á lýðræðishugtakinu var harla ólíkur Valdimar Stefánsson 2007

  9. Kommúnísk Austur-Evrópa • Í Póllandi var þegar komin á ríkisstjórn sem laut forystu kommúnista er styrjöldinni lauk • Hún hafnaði með öllu að pólska útlagastjórnin, sem starfað hafði í Bretlandi öll styrjaldarárin, fengi hlutdeild í stjórnun landsins en varð að láta undan vegna mikils þrýsings Vesturveldanna • Í Búlgaríu voru kommúnistar mjög fjölmennir og náðu völdum í kosningu • Annað var uppi í Rúmeníu þar sem Sovétmenn skipuðu konunginum að mynda ríkisstjórn vinveitta kommúnistum og komust upp með það þar sem í staðinn fengu Vesturveldin að ráða í Grikklandi í staðinn Valdimar Stefánsson 2007

  10. Deilumál Bandamanna • Í Bandaríkjunum var mikil andstaða við framgöngu Sovétmanna í Austur-Evrópu enda fjöldi innflytjenda upprunninn þaðan • Ágreiningur varð líka milli heimsveldanna um hersetu Sovétmanna í Íran því Vesturveldunum var í mun að halda þeim frá olíulindunum þar • Þriðja deilumálið var um áhrif Sovétmanna í Tyrklandi en þeir kröfðust þess að fá ótakmarkaðan siglingarétt um Bospórussund • Öll þessi deilumál áttu drjúgan þátt í því að samvinna Bandamanna tók að versna en fleira kom reyndar til Valdimar Stefánsson 2007

  11. Deilumál Bandamanna • Þýskalandi hafði verið skipt upp í fjögur herstjórnarsvæði, Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og Sovétmanna, og fyrsta árið eftir stríðið færðist misklíð Sovétmanna og fyrrum bandamanna þeirra sífellt í vöxt • Auk alls þessa komu einnig upp deilur í Asíu vegna ríkja sem Japanir höfðu hertekið og lágu að eða nærri Sovétríkjunum • Þannig varð þróunin sú að Sovétmenn urðu æ sannfærðari um Vesturveldin hygðust einangra þá frá umheiminum og Vesturveldanna töldu Sovétmenn róa öllum árum að heimsyfirráðum Valdimar Stefánsson 2007

  12. Járntjaldið fellur • Í marsmánuði árið 1946 flutti Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrirlestur í Bandaríkjunum þar sem hann tjáði sig um þá ógn sem hann taldi stafa af Sovétríkjunum • Í fyrirlestrinum sagði hann að járntjald hefði fallið í Evrópu, frá suðaustanverðu Miðjarðarhafi norður í Eystrasalt og skipt álfunni í tvennt • Þessum fyrirlestri hafa ýmsir sagnfræðingar lýst sem upphafi kalda stríðsins þótt aðrir vilji telja það hafa hafist nokkru síðar • Í það minnsta varð það málvenja á tímum kalda stríðsins á Vesturlöndum að tala um lönd Austur-Evrópu sem löndin austan við járntjaldið Valdimar Stefánsson 2007

  13. Innilokunarstefnan • Ljóst er að strax árið 1946 hafði stefna Vesturlanda gagnvart Sovétríkjunum gjörbreyst og átti sú stefnubreyting eftir að þróast út í fastmótaða utanríkisstefnu sem nefnd hefur verið innilokunarstefnan • Í Grikklandi brast á borgarastríð árið 1946 þar sem kommúnistum hafði verið ýtt til hliðar við stjórnarmyndun • Þeir hófu þá skæruhernað með stuðningi Júgóslava en Sovétmenn sátu hjá þar sem Grikkland tilheyrði Vesturveldunum • Bretar voru afar veikburða eftir stríðið og báðu um aðstoð Bandaríkjanna við að kveða kommúnistana í kútinn og var hún auðfengin Valdimar Stefánsson 2007

  14. Trumankenningin • Í yfirlýsingu sem Truman forseti gaf út þegar Bandaríkin blönduðu sér í Grikklandsmálið sagði hann það skyldu þjóðarinnar að hjálpa þeim þjóðum sem eiga í vopnaðri baráttu gegn minnihlutahópum eða sæta utanaðkomandi þrýstingi erlendra þjóða • Þetta er kjarni Trumankenningarinnar svonefndu en hún gaf í raun öllum þjóðum sem töldu sér ógnað af kommúnistum færi á að snúa sér til Bandaríkjanna um hjálp • Innilokunarstefnan og Trumankenningin urðu hornsteinar bandarískrar utanríkisstefnu næstu áratugina Valdimar Stefánsson 2007

  15. Þýsku hernámssvæðin • Þrátt fyrir að Berlín væri inn á sovéska hernámssvæðinu miðju hafði henni sem höfuðborg Þýskalands einnig verið skipt í fjögur hernámssvæði • Á hernámssvæði sínu höfðu Sovétmenn stuðlað að sameiningu sósíaldemókrata og kommúnista í einn flokk og réðu kommúnistar, í skjóli Sovétmanna, þar öllu, þótt mun fámennari væru • Þessu mótmæltu Bretar og Bandaríkjamenn harðlega og töldu það vera brot á samningum þeirra Bandamanna Valdimar Stefánsson 2007

  16. Vestur-Þýskaland verður til • Þetta leiddi til stefnubreytingar Breta og Bandaríkjamanna í málefnum Þýskalands • Í stað þess að halda Þýskalandi veiku og sundruðu með aðskildum hernámssvæðum ákváðu þeir að steypa saman hernámssvæðum sínum og búa þar til eitt efnahagssvæði • Frakkar voru heldur á bandi Sovétmanna í fyrstu þar sem þeim óaði við öllum hugmyndum sem sneru að því að styrkja Þýskaland á nokkurn hátt en létu þó undan bandalagsþjóðum sínum að lokum • Nýja efnahagssvæðið, er síðar var nefnt Vestur-Þýskaland, varð að veruleika árið 1947 og þáði þegar í stað Marshallaðstoð frá Bandaríkjunum Valdimar Stefánsson 2007

  17. Aðdragandi Berlínardeilunnar • Í framhaldinu tóku Vesturveldin einhliða ákvörðun um að breyta myntkerfinu á sínum hernámssvæðum með nýju þýsku marki • Þessi aðgerð, ásamt Marshallaðstoðinni hleypti nýju lífi í efnahagslífið í vesturhlutanum • Viðbrögð Sovétmanna urðu mjög hörð því þeir töldu nýju myntina merki þess að verið væri að stofna nýtt ríki í vesturhlutanum • Nýja myntin var líka látin gilda í Vestur-Berlín sem var inn á hernámssvæði Sovétmanna og það var meira en þeir gátu sætt sig við Valdimar Stefánsson 2007

  18. Berlínardeilan • Þann 24. janúar 1948 lokuðu Sovétmenn skyndilega öllum aðkomuleiðum til Berlínar og engar vörur gátu þá borist til vesturhluta borgarinnar • Stalín hefur líklega talið að með þessu gæti hann knúið Vesturveldin til að endurskoða stefnu sína í málefnum Þýskalands • Viðbrögðin urðu hins vegar allt önnur, eða hin fræga „loftbrú til Berlínar“ • Allag vörur sem tvær milljónir íbúa í Vestur-Berlín þörfnuðust voru fluttar þangað flugleiðina Valdimar Stefánsson 2007

  19. Berlínardeilan • Möguleikinn á að átök myndu brjótast út varð allt að því áþreifanlegur og einkum óttuðust menn þrennt: • Í fyrsta lagi að Sovétmenn skytu niður flutningavélar á leið til Berlínar • Í öðru lagi að þeir myndu reyna að taka alla borgina herskyldi, enda inn á þeirra hernámssvæði miðju • Þriðji möguleikinn var sá að Vesturveldin reyndu að vera fyrri til og brytust með her landleiðina til Berlínar • Ekkert af þessu gerðist þó Valdimar Stefánsson 2007

  20. Tvö ríki Þýskalands • Þegar Sovétmönnum varð ljóst að Vesturveldin gátu séð Berlín fyrir vistum loftleiðis gáfust þeir upp og opnuðu landflutningaleiðirnar á ný eftir tæplega eins árs þrátefli • Loftbrúin var mikill áróðurssigur fyrir Vesturveldin og reyndar skipulagslega einnig mikið afrek • Þegar Vestur-Þýskaland var svo formlega stofnað sem sjálfstætt ríki var öllum ljóst að Þýskaland var klofið í tvennt • Skömmu síðar varð Alþýðulýðveldið Þýskaland til í Austur-Þýskalandi og næstu fjörtíu árin voru tvö aðskilin ríki í Þýskalandi Valdimar Stefánsson 2007

  21. Marshallaðstoðin • Efnahagsástandið var mjög bágborið víðast hvar í Evrópu eftir stríðið, auk eyðileggingar stríðsins sjálfs bættist við gífurlegt flóttamannavandamál og stórfelldur uppskerubrestur víða um álfuna • Pólitískar afleiðingar þessa ástands voru m. a. þær að vinstri flokkar efldust og virtist sem kommúnískir flokkar kæmust jafnvel til valda sums staðar í Vestur-Evrópu í lýðræðislegum kosningum • Bandaríkin höfðu af þessu þungar áhyggjur, ekki aðeins vegna pólitísku sveiflunnar, þar sem efnahagsleg upplausn Evrópu myndi óhjákvæmilega leiða til minnkandi viðskipta og þar af leiðandi minnkandi velmegunnar Valdimar Stefánsson 2007

  22. Marshallaðstoðin • Vegna þessa tóku Bandaríkjamenn þá ákvörðun að bjóða Evrópuríkjunum upp á veglega efnahagsaðstoð, Marshallaðstoðina svo nefndu, aðalega í formi styrkja en einnig var nokkur hluti lánaður • En aðstoðin var skilyrðum háð, þar sem Bandaríkjamenn kröfðust þess að allar þær þjóðir sem urðu aðilar að aðstoðinni veittu þeim greiðan aðgang að öllum gögnum um efnahagslíf sitt • Sovétríkjunum og Austur-Evrópu stóð þessi aðstoð til boða sem öðrum Evrópuríkjum en krafan um upplýsingaaðgang reyndist þeim hins vegar um megn og því afþökkuðu þeir boðið Valdimar Stefánsson 2007

  23. Marshallaðstoðin • Flest ríki Vestur-Evrópu þáðu aðstoðina með þökkum, þar á meðal Ísland sem fékk hlutfallslega mest allra á hvern íbúa, alls um 30 milljón dollara • Í heild nam Marshallaðstoðin þrettán milljörðum dollara, mest voru það vörur og varningur þannig að bandarísk fyrirtæki græddu einnig aðstoðinni • Þessi áætlun Bandaríkjanna reyndist afar árangursrík, hún jók mjög neyslu og hagvöxt í þeim ríkjum sem hana þáðu auk þess að draga úr áhrifum kommúnista og minnka kjörfylgi þeirra • Svar Sovétríkjanna var stofnun Comecon árið 1949 en það var eins konar efnahagsbandalag Austur-Evrópu Valdimar Stefánsson 2007

  24. Fall Tékkóslóvakíu • Snemma árs 1948 tóku kommúnistar völdin í Tékkóslóvakíu þegar leit út fyrir slæma kosninganiðurstöðu fyrir flokkinn • Þar með var öll Austur-Evrópa fallin undir kommúnismann en valdaránið í Tékkóslóvakíu vakti þó sterkari viðbrögð í Vestur-Evrópu en áður þar sem ríkið var rótgrónara í lýðræðinu en önnur ríki Austur-Evrópu • Með þessu varð endanlega ljóst að Sovétmenn ætluðu sér að stýra ríkisstjórnum allra ríkja á áhrifasvæði sínu Valdimar Stefánsson 2007

  25. Tilurð Atlantshafsbandalagsins • Í kjölfar falls Tékkóslóvakíu greip um sig mikill ótti í ýmsum ríkjum Vestur-Evrópu • Bretland, Frakkland og Benelux-löndin stofnuðu með sér hernaðarbandalag, Vestur-Evrópusambandið og hófst hervæðing þar á ný og skuldbundu ríkin sig til að fara öll í stríð ef á eitt yrði ráðist • Sökum hins mikla herstyrks Sovétríkjanna, sem nú voru orðin kjarnorkuveldi, jókst þeirri hugmynd fylgi að fá Bandaríkin til að taka þátt í þessu hernaðarsamstarfi • Þannig varð Atlantshafsbandalagið (Nató) til Valdimar Stefánsson 2007

  26. Atlantshafsbandalagið • Atlantshafbandalagið var hernaðar- og varnarbandalag ríkja við Atlantshaf og Miðjarðarhaf • Auk þeirra ríkja sem voru í Vestur-Evrópusambandinu voru stofnríkin Bandaríkin og Kanada auk Evrópuríkjanna Danmerkur, Noregs, Ítalíu, Portúgals og Íslands, síðar bættust Grikkland og Tyrkland í hópinn • Stofnun Atlantshafsbandalagsins var í samræmi við innilokunarstefnu Bandaríkjanna og voru fleiri bandalög, í Ameríku, Asíu og víðar, stofnuð til að mynda hring utan um kommúnistaríkin og hindra að þau færðu út kvíarnar Valdimar Stefánsson 2007

  27. Atlantshafsbandalagið • Vinstrisinnar á Vesturlöndum töldu flestir að Atlantshafsbandalagið hefði verið stofnað að undirlagi Bandaríkjanna sem árásarbandalag gegn Sovétríkjunum • Þannig myndi stofnun þess skipta heiminum enn frekar upp í tvær andstæðar fylkingar og væri þess vegna bein ógnun við heimsfriðinn • Mikil andstaða var því víða í Vestur-Evrópuríkjum, þar sem kommúnistar nutu einhvers fylgis, við inngöngu þeirra í bandalagið og kom þar jafnvel til harðra átaka Valdimar Stefánsson 2007

  28. Innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið • Á Íslandi kom til mestu átaka í sögu lýðveldisins á Austurvelli þann 30. mars 1949 þegar Alþingi samþykkti inngönguna í Atlantshafsbandalagið • Verkalýðsfélögin í Reykjavík höfðu boðað til útifundar, á meðan á þingfundi stæði, til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu • Eftir fundinn safnaðist saman talsverður fjöldi fólks framan við þinghúsið þegar þingið átti að greiða atkvæði um málið, sumir til að styðja inngöngu en flestir þó til að mótmæla • Sósíalistaflokkurinn var eini flokkurinn sem stóð algjörlega gegn inngöngunni en tveir þingmenn Alþýðuflokksins greiddu atkvæði gegn inngöngu auk eins þingmanns Framsóknarflokksins Valdimar Stefánsson 2007

  29. Innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið • Lögreglan var með mikinn viðbúnað þar sem hún óttaðist að reynt yrði að ráðast inn í þingið og hafði sér til fulltyngis fjölmenna sveit sjálfboðaliða • Brátt tók grjót að dynja á Alþingishúsinu svo varla var þar heil rúða eftir á framhliðinni • Ruddist þá lögregla og sjálfboðaliðar út á Austurvöll og kom þar til snarpra átaka sem lauk með því að lögreglan sprengdi fjölda táragassprengja og tvístaðist þá loks hópurinn • Ellefu menn hlutu dóm fyrir þátt sinn í átökunum og misstu kosningarétt sinn uns þeir voru náðaðir 1957 – þegar sósíalistar áttu loks hlut að ríkisstjórn á ný Valdimar Stefánsson 2007

  30. Varsjárbandalagið • Árið 1955 gekk Vestur-Þýskaland í Atlantshafsbandalagið og sama ár stofnuðu Sovétríkin svo til Varsjárbandalagsins • Auk Sovétríkjanna voru í Varsjárbandalaginu Austur-Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía sem sagði sig reyndar úr því nokkrum árum síðar • Stofnun Varsjárbandalagsins jók vitaskuld enn á spennuna í Evrópu og nú stóðu tvö hernaðarbandalög með ógrynni vopna og óvíga heri hvor andspænis öðrum og ógnuðu heimsfriðinum Valdimar Stefánsson 2007

More Related