1 / 24

67. Aðalfundur LÍÚ október 2006

67. Aðalfundur LÍÚ október 2006. Vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða Dr. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur LÍÚ. Vistkerfisnálgun: Mikilvægt hugtak sem verið er að þróa.

carney
Download Presentation

67. Aðalfundur LÍÚ október 2006

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 67. Aðalfundur LÍÚ október 2006 Vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða Dr. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur LÍÚ

  2. Vistkerfisnálgun: Mikilvægt hugtak sem verið er að þróa • Almennur skilningur á að huga þarf betur að vistkerfisþáttum við stjórnun fiskveiða. Þetta mun hafa marga kosti í för með sér. • Ákvarðanir verða að byggja á vísindalegri þekkingu. • Mikilvægt er að úr verði hagnýt aðferðafræði sem hægt er að vinna eftir. • Í erindi þessu mun ég reyna að gefa yfirsýn yfir alþjóðlega umræðu.

  3. Uppbygging erindis • I. Sögulegur aðdragandi • II. Mikilvægir þættir vistkerfisnálgunar • III. Frekari þróun

  4. I. Sögulegur aðdragandi

  5. Vinna KÞ á þessu sviði • Í dagskrárstjórn alþjóðlegrar ráðstefnu um málið frá okt. 2005. Ráðstefnan var haldin í Bergen í lok sept. 2006. • Flutti erindi á Bergen-ráðstefnunni. • Formaður norræns starfshóps um hugtakið vistkerfisnálgun. • Verkefnin eru hluti af undirbúningi Norðurlanda undir fund Fiskveiðinefndar FAO í mars 2007.

  6. Hvað felst í hugtakinu vistkerfisnálgun?Óútfyllt ávísun í upphafi • Í ályktun Reykjavíkurráðstefnu FAO um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar (október 2001) var lögð áhersla á að taka skyldi aukið tillit til vistkerfisþátta. • Hvað fólst í þessu? Ég spurði marga þátttakenda. • Sérhver sem ég spurði hafði skýra hugmynd um hvað þetta þýddi. • Hugmyndir manna voru mjög ólíkar! • Ljóst var að skýra þyrfti hugtök á þessu sviði. • Síðan hefur mikið verið ritað um málið og átök orðið um hugmyndir.

  7. Þróun hugmynda:Fyllt út í myndina • Samningur um verndun líffræðilegar fjölbreytni: Vistkerfisnálgun almennt. • Ályktun Reykjavíkurráðstefnu FAO 2001. • Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2002.

  8. Skuldbindingar • Úr framkvæmdaáætlun fundar um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2002: • “Hvetur til beitingar vistkerfisnálgunar eigi síðar en 2010, með hliðsjón af Reykjavíkuryfirlýsingunni um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfinu og ákvörðunar V/6 á fundi aðildarríkja samnings um vernd líffræðilegra fjölbreytni.” • Einnig samþykkt að endurreisa skuli ofveidda stofna svo fljótt sem verða má og ekki síðar en 2015.

  9. Næstu skref • Álit sérfræðingahóps FAO 2003 -- nálgunin fer að taka á sig mynd. • Samráðsfundur Sþ 2006: myndin tekur að skýrast. • Bergen-ráðstefnan 26.-28. sept. 2006: Skýr mynd. • ► Fiskveiðinefnd FAO, mars 2007.

  10. II.Mikilvægir þættir vistkerfisnálgunar við stjórn fiskveiða, eins og það hugtak er að mótast

  11. Hvað er vistkerfisnálgun? • Skipulagshugmynd í grunninn. • Samræming milli atvinnugreina (lárétt): fiskveiðar, ferðamennska, áhrif þéttrar byggðar á strandsvæði, olíuvinnsla, námavinnsla á hafsbotni, megnunarmál o.s.frv. • Málefni hverrar atvinnugreinar fyrir sig (lóðrétt) • viðurkennt að hver grein hafi forræði sinna mála (samráðsfundur Sþ 2006); • hér á eftir fjallað um sjávarútveginn.

  12. Tveir þræðir hafa tekist á um vægi • Áhersla á stjórnun mannlegra athafna. • Áhersla á vísindi: • víðfeðm vistkerfi (LME), stjórnun vistkerfa (ecosystem management), auknar rannsóknir og kostnaður. • Fyrrnefndi þráðurinn eflist.

  13. Ný vísindi? • Snýst um stjórnun mannlegra athafna með tilliti til vistkerfa, byggt á þekkingu hvers tíma. • Snýst einungis að litlu leyti um ný vísindi, en þó er ávallt þörf á bættri þekkingu á vistkerfum. • Aðlaga þarf rannsóknir og þekkingu að nýrri nálgun. • “Ekki láta vísindamennina stýra þessu – málið snýst um stjórnun.” (Fyrirlesari frá áströlskum stjórnvöldum á ráðstefnunni í Bergen.)

  14. Nýjar kröfur? • Heildstæð sýn með áherslu á mannlega þáttinn, hagræna og félagslega hvata o.þ.h. Mikið verk óunnið á þessu sviði. • “Maðurinn er hluti af vistkerfinu.” Skilgreiningaratriði. Jákvætt. • Ekki nýjar kröfur skilgreindar í einstökum atriðum heldur krafa um samræmda framkvæmd skuldbindinga.

  15. Kjarni málsins:Snýst um framkvæmd • Taka saman í eina heildarmynd það sem þegar hefur verið samþykkt í hafréttarsáttmálanum, úthafsveiðisamningnum, siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum og fleiri alþjóðlegum samþykktum og hrinda því í framkvæmd. • Þessar samþykktir hafa að geyma ítarleg ákvæði um stjórn fiskveiða. • Gerð er krafa um framkvæmd þess sem hefur verið lofað þannig að sjálfbær þróun og nýting gangi upp. • Byggir á því sem þegar er gert í fiskveiðistjórnun. • Jákvæð umræða um tryggan nýtingarrétt á náttúruauðlindum.

  16. Lykilþættir • Góð umgengni um vistkerfi og vernd líffræðilegs fjölbreytileika. • Áhersla á stjórnun auðlindanýtingar. • Sjálfbærar veiðar. • Takmörkun sóknargetu – víðast aðal aðgerðin. • Vernd viðkvæmra vistkerfa. Svæðalokanir. • Samspil stofna og tegunda. • Varúðarnálgun. Áhættustýring. • Hagrænir og félagslegir þættir og hvatar. • Koma í veg fyrir ólöglegar og stjórnlausar veiðar. • Minnka neikvæð áhrif annarra greina. • Aðkoma fleiri aðila að umræðu og ákvörðunum.

  17. Hvað er í húfi?Sjónarmið í alþjóðlegri umræðu • Í húfi er réttur sjávarútvegsins til að stjórna fiskveiðum á eigin forsendum. (sbr. ummæli ráðstefnuþátttakanda frá kanadískum stjórnvöldum.) • Reynir á pólitískan vilja: Mun sjávarútvegurinn framkvæma skuldbindingar sínar, eða mun hann missa tökin til stofnana á sviði umhverfismála? • Alþjóðlegt samhengi. Mikið í húfi fyrir sjávarútveginn, tími takmarkaður.

  18. III.Frekari þróun: Nokkrir þættir sem huga þarf að

  19. Þarf að forgangsraða á hverjum stað. • Aðstæður og vandamál eru mismunandi í mismunandi heimshlutum. • Fagleg hæfni og efnahagslegir burðir eru breytilegir. • Alls staðar þarf að forgangsraða. • Forgangsröð og aðgerðir verða mismunandi á mismunandi svæðum.

  20. Umfang vistkerfa og hafréttarsáttmálinn • Lagarammi fiskveiðistjórnunar er hafréttarsáttmálinn og úthafsveiðisamningurinn. • Hafréttarsáttmálinn felur strandríkjum réttindi og skyldur. • Vistkerfi þekja afar misstór svæði. Áhersla á stór vistkerfi (LME). • Þróa þarf vistkerfisnálgun innan þess ramma sem þjóðaréttur skapar: • Strandríki, samningar milli ríkja, svæðisbundnar fiskveiðistjórnunarstofnarir (t.d. NEAFC og NAFO).

  21. Vistsvæði ICES

  22. Umræða og upplýsing:Hvað veit fólk og skilur og samþykkir? • Stjórnvöld þurfa að skilja skuldbindingar sínar. • Stjórnendur fiskveiða þurfa að vita og skilja hvað í hugtakinu felst. • Hagsmunaaðilar þurfa að vita hvers er vænst. Þörf er á víðtækari umræðu. Þetta er mikilvægt fyrir jákvæða þróun leiðbeinandi hugtaks.

  23. Vinnan heldur áfram • Enn er mikil þróun og gerjun hugmynda. • Næsti áfangi verður fundur fiskveiðinefndar FAO í mars 2007.

  24. “Leitið einfaldleikans og vantreystið honum!” • A.N. Whitehead, heimspekingur Takk fyrir!

More Related