1 / 25

Vatnið

Vatnið. 1. Ferskvatn (bls. 124 – 140). Vatnið!. Mikilvægasta auðlind jarðar Allt líf byggist á og er háð vatni Búseta og góð lífskjör eru háð aðgangi að vatni: Neysluvatn á heimilum Til ræktunar og matvælaframleiðslu Til iðnaðar. Vatnið - þurrkasvæði.

chibale
Download Presentation

Vatnið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Vatnið 1. Ferskvatn (bls. 124 – 140)

  2. Vatnið! • Mikilvægasta auðlind jarðar • Allt líf byggist á og er háð vatni • Búseta og góð lífskjör eru háð aðgangi að vatni: • Neysluvatn á heimilum • Til ræktunar og matvælaframleiðslu • Til iðnaðar Valdimar Stefánsson 2006

  3. Vatnið - þurrkasvæði • Um 35% íbúa í dreifbýli á þurrkasvæðum búa við skort á drykkjarvatni • Um helmingur íbúa hefur ekki vatn til þvotta • Meira en 10 milljónir deyja árlega vegna mengaðs vatns; flest þeirra ungabörn • Átök um vatn fara vaxandi og verða sífellt alvarlegri Valdimar Stefánsson 2006

  4. Níl • Níl er lengsta fljót jarðar og nær vatnasvið hennar frá miðbaug allt norður til Miðjarðarhafs og skiptist milli níu ríkja • Allt samfélagið í Egyptalandi grundvallast á Níl • U.þ.b. 50 milljónir manna búa á svæði sem er að flatarmáli um helmingur Íslands • Nílardalurinn er frjósöm slétta, um 10 til 20 km breið • Nánast allt það svæði er ræktað, náttúrulegt landslag allt horfið Valdimar Stefánsson 2006

  5. Níl • Til að tryggja aðgengi að vatni til áveitna og orkuframleiðslu ákvað egypska ríkisstjórnin að byggja stíflu við Aswân • Aswânstíflan var fullgerð árið 1971 og er 175 m há og tæpir 4 km á lengd • Uppistöðulónið, Nasservatn, er með stærstu manngerðu vötnum heims • Væntingar voru gríðarlegar en áætlanir gengu þó aðeins að hluta til eftir Valdimar Stefánsson 2006

  6. Níl – jákvæðar afleiðingar Aswânstíflunnar • Stækkun á ræktarlandi um þriðjung • Víða hægt að fá þrjár uppskerur á ári í stað einnar áður • Raforkuframleiðsla varð meiri; sér nú milljónum manna fyrir rafmagni • Iðnaður óx hröðum skrefum samfara raforkuframleiðslunni • Samgöngur og öll grunngerð samfélagsins batnaði Valdimar Stefánsson 2006

  7. Níl – neikvæðar afleiðingar Aswânstíflunnar • Þúsundir hirðingja neyddust til að færa sig • Frjósöm eðja berst ekki lengur yfir ræktarlönd neðan stíflunar og bændur verða því að kaupa dýran, tilbúinn áburð • Mjög kostnaðarsamt er að stækka ræktað land • Sardínumið undan ósum árinnar eru horfin; á móti kemur að mikil fiskveiði er í Nasservatni • Óshólmarnir fara minnkandi vegna minni framburðar fljótsins, landið verður æ votlendara • Sjórinn brýst sífellt lengra inn í landið • Sjúkdómar sem berast með vatni hafa breiðst út Valdimar Stefánsson 2006

  8. Vatnshvolf jarðar • Heimshöfin • Ár og stöðuvötn • Vatn bundið í snjó og jöklum • Vatn í jarðvegi og berglögum • Vatnsgufan í lofthjúpnum Valdimar Stefánsson 2006

  9. Hringrás vatnsins í heiminum • Stöðug hringrás frá jörðu til lofthjúps og til jarðar aftur: • Uppgufun frá hafi og stöðuvötnum, einnig öllum lífverum; um hálf milljón km3 árlega • Þéttist í lofthjúpnum og fellur til jarðar sem úrkoma • Drifkraftur þessarar hringrásar er sólarorkan Valdimar Stefánsson 2006

  10. Úrkoman verður að... • Yfirborðsvatni • Ár og stöðuvötn; vatn sem streymir til sjávar • Jarðvatni • Mestur hluti úrkomunnar sígur niður í jarðveginn og nýtist þá plöntum; berst síðan burt með uppgufun • Grunnvatni • Sé úrkoman meiri en svo að plöntur nái að nýta jarðvatnið sígur það enn lengra niður og sest þar til • Yfirborðsvatn og grunnvatn er það sem maðurinn hefur möguleika á að ná til og nýta, t.d. sem neysluvatn og fyrir iðnað Valdimar Stefánsson 2006

  11. Samspil manns og vatnsfalla • Stíflugerð: Áveituframkvæmdir til þess að auka framleiðslu í landbúnaði • Einkum á helstu áveitusvæðum jarðar • Stíflugerð: Raforkuframleiðsla til iðnaðar og heimilisnota • Sbr. Ísland; grundvöllur fyrir meiri fólksfjölda eða meiri velferð • Stíflugerð: til aukinnar ferskvatnsnotkunar • Einkum á helstu þurrkasvæðum jarðar Valdimar Stefánsson 2006

  12. Samspil manns og vatnsfalla • Vatni er veitt á um 17% af akurlendi jarðar • Stærstu áveitusvæðin, með allt að 80% af aðgengilegu vatni til áveitna, eru í A- og S-Asíu, BNA, Rússlandi, Úkraínu og Mið-Asíu. • Þar sem úrkoma er mikil en árstíðabundin er vatni safnað í uppistöðulón til að jafna rennsli ánna yfir árið • Stórar stíflur eru reistar á þurrkasvæðum til þess að bæta aðgengi að ferskvatni Valdimar Stefánsson 2006

  13. Samspil manns og vatnsfalla • Stíflur gjörbreyta lífsskilyrðum fyrir plöntur, dýr og menn • Uppsöfnun sets og næringarefna í lónum getur leitt til þess að setlög og gróður fylli lónið á skömmum tíma • Sölt í áveituvatni safnast fyrir í jarðveginum og geta valdið eyðileggingu hans • Aukin fólksfjöldi vegna áveituframkvæmda leiðir til nýrra vandamála Valdimar Stefánsson 2006

  14. Vatnsflóð • Algengustu náttúruhamfarir í heiminum • Eru oft eðlilegur þáttur í vistkerfum fljóta og viðhalda þannig frjósemi akurlendis • Fyrstu menningarríkin urðu til við slíkar aðstæður og eru enn í dag með þéttbýlustu svæðum jarðar Valdimar Stefánsson 2006

  15. Ástæður vatnsflóða • Mikil rigning • Einkum vegna monsúnrigninga í hitabeltinu • Miklar leysingar • Þar sem snjór safnast fyrir yfir vetrartímann • Eldvirkni undir jökli • Dæmi: Gjálpargosið sem olli Skeiðarárhlaupi 1996 • Búseta mannsins • Skógeyðing, náttúrulegu landslagi umbylt, regn á ekki eins greiða leið í jarðveginn og áður Valdimar Stefánsson 2006

  16. Afleiðingar vatnsflóða • Á síðustu árum hafa afleiðingar flóða farið síversnandi • Eyðing skóga veldur því að vatnið berst hraðar til ánna • Meiri jarðvegur skolast burt og berst til sjávar • Óshólmar fyllast af leðju og taka ekki við eins miklu vatni Valdimar Stefánsson 2006

  17. Aukið þéttbýli – aukin flóðahætta • Malbikaðar götur og húsþök loka yfirborði landsins • Öflug holræsakerfi flytja mikið vatnsmagn á skömmum tíma út í árnar • Brýr og önnur mannvirki við árbakka þrengja árfarvegi • Flóð verða í eldri borgarhlutum þar sem gömul holræsakerfi mynda flöskuháls Valdimar Stefánsson 2006

  18. Stíflur • Raforkuframleiðsla með fallvötnum hófst í lok 19. aldar • Um 18% raforku í heiminum framleidd með vatnsorku (1998) • Á næstu árum er búist við mikilli aukningu í vatnsorkuverum, sérstaklega í Suður – Ameríku, Suður – Asíu og Kína Valdimar Stefánsson 2006

  19. Stíflur • Kostir: • vatn er orka sem mengar ekki • vatn er endurnýjanlegur orkugjafi • Ókostir: • óafturkræf umhverfisáhrif • hætta á hörmungum ef stífla brestur Valdimar Stefánsson 2006

  20. Kárahnjúkastíflan • Afl: 690 MW • Hæð stíflu: 199 m • Stærð lóns: 57 km2 • Rýmd lóns: 2,1 milljarðar m3 Valdimar Stefánsson 2006

  21. Aswânstíflan • Afl: 2100 MW • Hæð stíflu: 175 m • Stærð lóns: 5250 km2 • Rýmd lóns: 135 milljarðar m3 Valdimar Stefánsson 2006

  22. Vatn sem auðlind • Vatn er mikilvægasta neysluvaran í heiminum • Öll búseta mannsins byggist á aðgengi að vatni • Vatnsskortur setur samfélögum takmörk • Um einn milljarður manna í þróunarlöndunum býr við skort á góðu drykkjarvatni Valdimar Stefánsson 2006

  23. Vatnsskorturinn • Framtíðarvandamál mannkyns: • Vaxandi íbúafjöldi • Víða er gengið of ört á grunnvatn, það nær ekki að endurnýja sig, brunnar og borholur þorna • Neysluvatn víða mengað, sjúkdómar breiðast út • Aðgengi að vatni er mjög misskipt í heiminum • Ferskvatnsnotkun hefur vaxið gríðarlega í heiminum undanfarna áratugi • Víða um heim er þegar orðinn alvarlegur vatnsskortur Valdimar Stefánsson 2006

  24. Deilur um vatn • Vatnasvið Nílar skiptist milli níu ríkja • Vatnsskortur í mörgum ríkjum, vaxandi fólksfjöldi og kröfur um meira vatn • Í Miðausturlöndum: • Deilur Ísraelsmanna og nokkurra arabaríkja um takmarkaðar vatnsbirgðir Valdimar Stefánsson 2006

  25. Nytjavatn á Íslandi • Vatnsnotkun á hvern mann á Íslandi með því mesta sem þekkist • Um 1000 rúmmetrar á sek. af vatni streyma upp í lindum og á lindasvæðum á Íslandi: • Mikil lindasvæði eru víða á landinu • Íslenska neysluvatnið er yfirleitt efna- og gerlasnautt • Spár eru um að vatnið gæti orðið okkar helsta útflutningsafurð í framtíðinni Valdimar Stefánsson 2006

More Related