1 / 19

Málþing Alþýðusambands Íslands, 23. september 2008, ”Málefni barna, hvert viljum við stefna?”

Málþing Alþýðusambands Íslands, 23. september 2008, ”Málefni barna, hvert viljum við stefna?” Barnasáttmáli S.Þ.: ábyrgð foreldra og samfélags. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofa. Efnisyfirlit. Hvað getum við lært af sögunni? Úrlausir í uppeldi

enye
Download Presentation

Málþing Alþýðusambands Íslands, 23. september 2008, ”Málefni barna, hvert viljum við stefna?”

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Málþing Alþýðusambands Íslands, 23. september 2008, ”Málefni barna, hvert viljum við stefna?” Barnasáttmáli S.Þ.: ábyrgð foreldra og samfélags Bragi Guðbrandsson forstjóriBarnaverndarstofa

  2. Efnisyfirlit • Hvað getum við lært af sögunni? • Úrlausir í uppeldi • Breytingar á uppeldisskilyrðum barna nútímans • Bölsýni eða bjartsýni • Barnasamningu S.Þ, vegvísir til betra uppeldis • Tilmæli Evrópráðsins um stefnu til eflingar foreldrahæfni • Aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna • Hvað svo?

  3. Lýðveldið og kreppa í uppeldismálum • Uppeldiskreppa á tímum örra samfélagbreytinga • Frá hinu “þögla” uppeldi til hins “ræða” • Frumbyggjabörnin og kynslóðin sem ekki kann barnauppeldi í breyttu umhverfi • Útgönguleiðir: • á kunnugar slóðir, agi, eftirlit og sveitadvöl • að “skapa barnamenningu í borgarsamfélagi” og stofnanavæðing uppeldis • þekking á þörfum barna í breyttu umhverfi

  4. Uppeldisvandi og úrlausnir Aðgerðir: Samfélaglegar úrlausnir • Útgönguleiðir Aðlögun: Ný sýn, foreldra-færni og fjölskylduábyrgð Andóf: Varðveisla menningararfs

  5. Barnið og breytt fjölskyldugerð • Veruleg fjölgun hjónaskilnaða/sambúðaslita • Fjölgun barnsfæðinga utan hjónabands • Fjölgun einstæðra foreldra • Raðsambúð, raðgifting og fjölgun stjúpfjölskyldna • Lækkun fæðingatíðni og hækkandi aldur mæðra • Minni meðalstærð fjölskyldna • Full atvinnuþátttaka beggja foreldra • Aukin fjölbreytni sambúðar- og búsetuforma, lífsstílss og siðvenja í umburðarlyndara fjölmenningarsamfélagi • Einbúafyrirkomulag, sambúð samkynhneigðra, einstaklinga með fötlun og fólks af ólíkum þjóðernum

  6. Að ógleymdum öðrum þáttum... • Verkefnarýrnun fjölskyldunnar • Nútíma stofnanauppeldi og sífellt minni samvera • Tæknivæðing bernskunnar • Margmiðlunaruppeldi • Nýir ógnvaldar í umhverfi • Vímuefni, kynferðisofbeldi osfrv.

  7. “Bölsýnissjónarmiðið” • Siðferðileg hnignun, sem börn bíða tjón af: • tilfinninga- og félagslega vegna skilnaðar foreldra • skorti á föðurímynd • vanmáttur vegna ófullnægjandi uppeldis og fátæktar • Grunngildin hverfa: tryggð, trúnaður, traust, skyldurækni og ábyrgð víkja fyrir eigingirni/einstaklingshyggju • flótti frá trúnaðarskyldum í persónulegum samböndum • neysluhyggja og hömululeysi í kynferðismálum • Félagsleg upplausn og óstöðuleiki • “löskuð foreldrafærni” – lífsgæðakapplaup og starfsframi • andfélagsleg og sjálfseyðandi hegðun, afbrot og geðraskanir

  8. “Bjartsýnissjónarmiðið” • Einstaklingsfrelsi en ekki einstaklingshyggja • einstaklingar skapa eigin lífssögu og sjálfsmynd • samskipti lúta lögmálum virðingar hamingju og gagnkvæmrar fullnægingu • Lýðræðisvæðing samskipta kynjanna sem og barna og fullorðinna • hefðbundin verkaskipting víkur fyrir jafnræði í félagstengslum • konan er ekki lengur háð yfirburðarstöðu karlmannsins • Skapar jafnvægi sjálfstæðis og nándar einstaklinga • “umbreyting nándar” og bætt gæði persónulegra tengsla • makar koma og fara en tengsl barns og foreldris lifa áfram

  9. Hver er veruleikinn? • Enginn einn veruleiki heldur margir • Frá sjónarhóli barnsins: fljótandi og flókin félags- og tilfinningatengsl, hegðunarreglur og gildismat • Vísbendingar eru um að andstæður í uppeldisskilyrðum barna séu að skerpast • Rannsóknir sýna að foreldrar gera yfirleitt sitt besta: þeir leitast við að finna jafnvægi á milli andstæðra hlutverka, axla ólíkar skyldur þar sem þarfir barnsins eru í fyrirrúmi...samkvæmt þeirra besta skilningi, þekkingu og getu.

  10. Á krossgötum • Jesper Juul, þekktur danskur uppeldisfræðingur: • “Foreldrar nútíðar standa frami fyrir sögulega einstæðu verkefni. Þeir þurfa bókstaflega að endurskapa samskipti manns og konu og ekki síður ábyrgð sína og leiðandi uppeldishlutverk gagnvart börnum – í samræmi við gildi mannúðar og mannvirðingar með það að markmiði að varðveita þá bestu eiginleika sem æskan býr yfir”. • Á hvern hátt er unnt að liðsinna foreldrum við að leysa hið “sögulega verkefni”?

  11. Aðgerðir, Andóf og Aðlögun • Aðgerðir: • Kvenfrelsisbaráttan • Nútíma stofnanalausnir • Andóf: • Hin “þögla andstaða”, afneitun úrlausnarefna • Heimgreiðslur til foreldra • Aðlögun: • Efling foreldrafærni

  12. Takmarkanir samfélagslegra aðgerða • Jafnrétti karla og kvenna: • Aukin þátttaka á sviðum atvinnulífs, menntunar, menningar og stjórnmála • “Velferðarfeminisminn” tilheyrir fortíðnni • Andsvar karlanna: sjálfmiðuð viðbrögð • Börnin afgangsstærð • Annmarkar stofnanaþjónustu • Vanhæfni til að mæta óseðjandi kröfum • Miðstýrðar ríkisstofnanir og rússneskt biðlistafyrirkomulag • Sjálfhverfir starfshættir

  13. Barnasáttmáli Sþ. - tæki til breytinga • Barnið sem gerandi, handhafi sjálfstæðra réttinda í stað hins þögla viðtakanda • Hið tvöfalda eðli sáttmálans: • hið “lýsandi” (descriptive): lögvarinn réttur • hið “leiðbeinandi” (normative): “það sem barni er fyrir bestu” • Flokkun efnisákvæða: • Að veita, réttur til að njóta lífsgæða, t.d. menntunar, heilsuverndar • Að vernda, t.d. réttur til verndar gegn vanrækslu, ofbeldis • Að vera með, rétturinn til þátttöku

  14. Tilmæli Evrópuráðsins (2006)19 um stefnu til eflingar foreldrahæfni • Forsendur: samfélagsbreytingar síðustu ára, meginreglur Barnasáttmála Sþ. og besta þekking í uppeldisfræðum • Tilraun til að “aðgerðabinda” eða “þýða” grundvallarréttindi barnsins fyrir: • Foreldra, til hagnýts uppeldis • Fagfólk, til hagnýtrar leiðsagnar • Stjórnvöld, til raunhæfra aðgerða

  15. Tilmæli Evrópuráðsins: Sameiginleg ábyrgð í uppeldi • Vakning í uppeldismálum: • Umönnun og uppeldi sameiginleg ábyrgð foreldra og stjórnvalda, með skilgreindum réttindum og skyldum • Samfélagslegar úrlausnir stjórnvalda: • Samræming atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs • Samfélagsþjónusta á sviði umönnunar og uppeldis • Tilfærslukerfi til útrýmingar fátæktar • Foreldraábyrgð: • efling uppeldishæfni með öflun þekkingar

  16. Undirstöðuatriði jákvæðs uppeldis:“Ölumst upp saman!” • Nærandi stuðningur (nurture) • ást, umhyggja og tilfinningalegt atlæti • Kjölfesta og leiðsögn (structure) • reglufesta til að skapa öryggi, sanngjörn og sveigjanleg mörk, miðlun gilda og fyrirmynda • Viðurkenning (recognition) • hlustun, samræða við og þátttaka barns í ákvörðunum • Efling sjálfsvitundar (empowerment) • trú á getu barns og hæfileika þess til að þroskast • siðferðisleg grunngildi og andlegt næring

  17. Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna Samráðshópur skal gera tillögur um framkvæmd: • Barnasáttmála S.þ. m.t.t. athugasemda Barnaréttarnefndarinnar frá 2003 • Tilmæla Evrópuráðsins til eflingar foreldrafærni • Samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi Samráðsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar til samhæfingar fjölskylduábyrgðar og þátttöku í atvinnulífi

  18. Aðgerðaráætlunin lofar góðu! • Kveðið er á um fjölmargar samfélagsúrlausnir til að styrkja stöðu fjölskyldna og barna, t.d. lengingu fæðingarorlofs, • Uppeldisfræðsla og þjálfun í foreldrafærni, einkum við fæðingu fyrsta barns, foreldra barna á unglingsaldri og foreldra barna með sérþarfir • Starfsfólk í ungbarnaeftirliti, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla fái þjálfun til að miðla þekkingu í uppeldismálum

  19. Barnið í brennidepli? • Á hátíðarstundu • Orð og athafnir: misræmi • Fjölmiðlaupphlaup og yfirborðsumræða • Þekkingarsamfélagið og nýting auðlinda • Virkjum “mennskuna” (ekki bara orkulindir jarðar, sem og kvennorkuna!)

More Related