1 / 6

Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi - samningur

Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi - samningur. Gunnar Þorgeirsson 14. desember 2012. Samþykkt ársfundar 18. október 2012.

gary
Download Presentation

Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi - samningur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi - samningur Gunnar Þorgeirsson 14. desember 2012

  2. Samþykkt ársfundar 18. október 2012 • ,, Ársfundur þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, haldinn á Hellu 18. október 2012, samþykkir að skipa 5 manna starfshóp til að endurskoða starfsemi og skipulag þjónustusvæðisins með það að markmiði að einfalda stjórnskipulagið og auðvelda upplýsingaflæði til aðildarsveitarfélaganna og skapa þeim betri yfirsýn yfir rekstur málaflokksins. Jafnframt kanni starfshópurinn möguleika á samruna félagsþjónustusvæðanna á starfssvæðinu. Lögð er áhersla á að starfshópurinn starfi hratt og örugglega og skili skýrslu og tillögum fyrir 1. desember nk. þannig að hægt verði að taka afstöðu til tillagna hans í desember. Miðað verði við að hugsanlegar breytingar taki gildi 1. janúar 2013.

  3. Skipan starfshóps • Í áframhaldi af þessari samþykkt voru eftirtaldir skipaðir í starfshóp um endurskoðunina: Gunnar Þorgeirsson og Sandra Hafþórsdóttir af hálfu stjórnar SASS, Aldís Hafsteinsdóttir frá Félagsþjónustu Árnesþings, Ásta Stefánsdóttir frá Sveitarfélaginu Árborg og Björk Arnardóttir frá félagsþjónustusvæði Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Með starfshópnum starfaði Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS.

  4. Meginniðurstöður og tillögur • Hvorki er hljómgrunnur fyrir stofnun byggðasamlags né uppskiptingu í þrjú þjónustusvæði. • Ekki er áhugi fyrir sameiningu félagsþjónustusvæðanna í eina heild. • Því var ákveðið að endurskoðunin beindist fyrst og fremst að endurbótum á núverandi skipulagi. • Meginatriðið í tillögum starfshópsins að breyttum samningi er að skipuð verði 3 manna stjórn í stað núverandi stjórnarfyrirkomulags. Hún verði skipuð einum fulltrúa frá hverju þjónustusvæði úr hópi framkvæmdastjóra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna sveitarfélaga og starfi í nánum tengslum við þjónusturáðið. Þannig verði tryggð nánari tengsl stjórnar og sveitarfélaganna sem sjá um þjónustuna. Þá er lagt til að haldnir verði fundir aðildarsveitarfélaganna tvisvar á ári til að tryggja aukið upplýsingaflæði og samráð. • Gerðar voru ýmsar smávægilegar lagfæringar og orðalagsbreytingar á samningnum

  5. Stjórn þjónustusvæðisns 4.1 • Stjórn þjónustusvæðisins skal skipuð þremur fulltrúum, einum frá hverju félagsþjónustusvæði sem tilnefna sína fulltrúa. Stjórnin skal skipuð úr hópi framkvæmdastjóra sveitarfélaga eða sveitarstjórnarmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður þjónusturáðs, sjá gr. 5.4., situr að jafnaði fundi stjórnarinnar sem tengiliður ráðsins við stjórnina. Stjórn þjónustusvæðisins annast almenna stjórnun samningsins og ber ábyrgð á framkvæmd hans gagnvart aðildarsveitarfélögunum.

  6. Verkefni stjórnar 4.2 Stjórn þjónustusvæðisins hefur yfirumsjón með fjármálum þjónustusvæðisins. Í þessu felst meðal annars: • áætlanagerð og eftirlit vegna rekstrarsjóðs þjónustusvæðis, • umsjón með gerð sameiginlegs ársreiknings þjónustusvæðisins, • tillögur um jöfnunarframlög og verklagsreglur í því sambandi, • tillögur um framlög vegna ófyrirséðra útgjalda og verklagsreglur í því sambandi, • Söfnun upplýsinga frá aðildarsveitarfélögum um ráðstöfun sveitarfélaganna á fjármunum sem ætlaðir eru til málaflokksins.

More Related