1 / 25

Upphaf sögunnar

Upphaf sögunnar. 1. Upphaf mannkyns 2. Landbúnaðarbylting (bls. 14 – 20). Jarðsagan. Aldur jarðar er um 4600 milljón ár Fjögur skeið jarðsögunnar: Frumlífsöld (um 4000 milljón ár) Fornlífsöld (um 350 milljón ár) Miðlífsöld (um 150 milljón ár) Nýlífsöld (um 65 milljón ár). Nýlífsöld.

harper
Download Presentation

Upphaf sögunnar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Upphaf sögunnar 1. Upphaf mannkyns 2. Landbúnaðarbylting (bls. 14 – 20)

  2. Jarðsagan • Aldur jarðar er um 4600 milljón ár • Fjögur skeið jarðsögunnar: • Frumlífsöld (um 4000 milljón ár) • Fornlífsöld (um 350 milljón ár) • Miðlífsöld (um 150 milljón ár) • Nýlífsöld (um 65 milljón ár) Valdimar Stefánsson 2008

  3. Nýlífsöld • Nýlífsöld er skipt í tvo mjög mislanga hluta: • Tertíer sem hefst fyrir um 65 milljón árum og lýkur fyrir um 2,5 milljónum ára. Á tertíer var loftslag á jörðinni mjög stöðugt og mun hlýrra en það er í dag. • Kvarter sem hefst fyrir um 2,5 milljónum ára. Á kvarter einkennist loftslag af miklum sveiflum þar sem skiptast á kuldaskeið og hlýskeið. Kvarter er tími mannsins. Valdimar Stefánsson 2008

  4. Mannkynssagan • Mannkynssagan nær jafn langt aftur í tímann og mannkynið • Fjögur skeið mannkynssögunnar: • Forsögulegir tímar (um 4 milljónir ára) • Fornöld (um 3500 ár) • Miðaldir (um 1000 ár) • Nýöld (um 500 ár) Valdimar Stefánsson 2008

  5. Upphaf mannkyns • Aldur mannsins má rekja aftur á tertíer, allt að sjö milljónir ára aftur í tímann, er tiltekin ætt prímata tekur að greinast í þrjár ólíkar greinar: • Górillur • Sjimpansar • Menn Valdimar Stefánsson 2008

  6. Þróun mannsins - Suðurapi • Australopithecus (Suðurapi, sunnapi) kom fram í Afríku fyrir allt að fjórum milljónum ára • Gekk á tveimur fótum • líklega um 1,20 m á hæð • nokkrar skyldar tegundir • heilabú svipað að stærð og í sjimpansa • dó út fyrir um einum til tveimur milljónum ára Valdimar Stefánsson 2008

  7. Þróun mannsins - Hæfimaður • Homo habilis (hæfimaður) kom fram í Afríku fyrir um 2,5 milljónum ára • Fyrsta tegundin af ættkvíslinni Homo • notar eineggja áhöld úr steinvölum • byggir sér skýli • heilabú litlu stærra en sjimpansa • deyr líklega út fyrir um 1,5 milljónum ára Valdimar Stefánsson 2008

  8. Þróun mannsins - Reismaður • Homo erectus (reismaður) kom fram í Afríku fyrir um 2 milljónum ára • notar tvíeggja steináhöld og beislar eldinn • heilabú um helmingur af heilastærð nútímamanns en líkamshæð nærri okkar • flyst út fyrir Afríku (Jövumaðurinn) og þróast í átt til nútímamanns • deyr út fyrir um 200.000 árum Valdimar Stefánsson 2008

  9. Þróun mannsins – Hinn viti borni maður • Elstu ummerki Homo sapiens (hins vitiborna manns) eru talin um 300.000 ára gömul („for-sapiens“) en fyrir um 100.000 árum er hann víða kominn fram (Evrópa, Asía og Afríka) • Tvær tegundir eða tveir kynþættir? • Homo sapiens neanderthalensis • Homo sapiens sapiens Valdimar Stefánsson 2008

  10. Þróun mannsins – Neanderdalsmaðurinn • Neanderdalsmaðurinn er uppi frá því fyrir um 130.000 árum þar til fyrir um 40.000 árum (á síðasta kuldaskeiði ísaldar) • Lifði í Suður-Evrópu og í Suðvestur-Asíu • Fyrsta mannabyggð í köldu loftslagi • Greftrunarsiðir og hjúkrun sjúkra • Heilabú örlítið stærra en okkar • Dó út (eða blandaðist forfeðrum og formæðrum nútímamannsins?) Valdimar Stefánsson 2008

  11. Þróun mannsins – Cromagnon-maðurinn • Cromagnonmaðurinn (Homo sapiens sapiens) kemur fram í Evrópu fyrir um 50.000 árum síðan en er líklegast ættaður frá Afríku. • Hann er ættfaðir mannkynsins og dreifist um alla jörðina á næstu árþúsundunum. • S-Evrópa og S-Asía fyrir meira en 50.000 árum • Ástralía fyrir um 40.000 árum • N-Evrópa og N-Asía fyrir um 20.000 árum • Ameríka fyrir um 12.000 árum Valdimar Stefánsson 2008

  12. Valdimar Stefánsson 2008

  13. Upphaf menningar? • Fyrir um tveimur milljónum ára: Skipulagt búsvæði og tvíeggja steináhöld • Fyrir um 500.000 árum: Eldurinn beislaður og skipulagðar veiðar á stórum dýrum • Fyrir um 100.000 árum: Elstu greftranir (fyrstu trúarhugmyndir?) • Fyrir um 50.000 árum: Elstu listaverkin (hellamálverk) • Fyrir um 5.000 árum: Ritmálið kemur til sögunnar Valdimar Stefánsson 2008

  14. Umskiptin miklu • Fyrir um 10.000 – 12.000 árum síðan verða ein stærstu umskipti mannkynssögunnar: • Lok síðasta kuldaskeiðs (ísaldar) • Upphaf nútíma í jarðsögunni • Lok fornsteinaldar • Nútímamaðurinn á öllu byggðu bóli jarðar • Upphaf landbúnaðarsamfélagsins • Upphaf stórfelldrar fólksfjölgunar Valdimar Stefánsson 2008

  15. Upphaf akuryrkju • Elstu menjar um akuryrkju eru meira en 10.000 ára gamlar • Þær virðist hefjast á nokkrum óháðum stöðum á jörðinni á tímabilinu frá 8500 f. Kr. til 2.500 f. Kr. • Líklegur orsakavaldur er loftslagsbreyting við lok síðasta kuldaskeiðs Valdimar Stefánsson 2008

  16. Upphafssvæði akuryrkju • Frjósami hálfmáninn (Suðvestur-Asía) • Fyrir um 10.500 árum: hveiti, bygg, baunir og ólífur • Kína (Austur-Asía) • Fyrir um 9.500 árum: hrísgrjón, hirsi • Nýja-Gínea (Suðaustur-Asía) • Fyrir um 9.000 árum: sykurreyr og bananar • Mið-Ameríka • Fyrir um 5.500 árum: maís, baunir og kúrbítur Valdimar Stefánsson 2008

  17. Húsdýrahald • Húsdýrahald virðist hefjast á svipuðum tíma og akuryrkjan á hverjum stað • Frjósami hálfmáninn: kindur og geitur • Kína: svín og silkiormar • Indland: kýr • Mið-Ameríka: kalkúnn • S-Ameríka: lamadýr Valdimar Stefánsson 2008

  18. Valdimar Stefánsson 2008

  19. Afleiðingar akuryrkjubyltingar • Aukin fólksfjölgun (mannfjöldi nær tuttugufaldast á 4.000 árum) • Aukin verktækni, nýsteinöld gengur í garð (sigðir, leirker, arður, vefnaður) • Aukið þéttbýli (Jeríkó 9.000 ára gömul) • Umframframleiðsla matvæla leiðir til þess að stéttaskipting og sérhæfing kemur fram • Minnkun skóga (sviðuræktun, húsdýrahald) Valdimar Stefánsson 2008

  20. Við lok forsögulegs tíma • Upphaf fljótsdalamenningar • Efrat og Tígris (Mesópótamía um 3.500 f. Kr.) • Níl (Egyptaríkið um 3.000 f. Kr.) • Indus (Indland um 2.500 f. Kr.) • Huang He (Kína um 2.500 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008

  21. Yfirlit: Þróun mannsins • Elstu sporin um 4 milljón ára gömul • innan við 0.1 % af aldri jarðar • Elstu minjar hámenningar um 40.000 ára • um það bil 1% af aldri mannkyns • Fyrsti hlekkur: Sunnapi • 4 milljón til 2,5 milljón ár síðan • Annar hlekkur: Hæfimaður • 2,5 milljón til 1,5 milljón ár síðan • Þriðji hlekkur: Reismaður • 2 milljón til 200 þúsund ár síðan Valdimar Stefánsson 2008

  22. Tímabilaskipting sögunnar • Forsögulegir tímar • frá örófi alda til um 3000 f. Kr. • Sögulegir tímar: • Fornöld • frá því um 3000 f. Kr. til um 500 e. Kr. • Miðaldir • frá því um 500 til um 1500 • Nýöld • frá því um 1500 Valdimar Stefánsson 2008

  23. Tímabilaskipting sögunnar: fornöld • Fornöld (Grikkland) • Mínósk menningin: um 2000 f. Kr. til um 1500 f. Kr. • Mýkenumenning: um 1500 f. Kr. til um 1200 f. Kr. • Myrku aldirnar: um 1200 f. Kr til um 800 f. Kr. • Nýlendutíminn: um 800 f. Kr. til um 500 f. Kr. • Klassíski tíminn: um 500 f. Kr. til 323 f. Kr. • Helleníski tíminn: 323 f. Kr. til 31 f. Kr. (eða til 392 e. Kr.) • Fornöld (Rómarveldi) • Lýðveldistíminn: um 500 f. Kr. til 31. f. Kr. • Keisaratíminn: 31. f. Kr. til 476 e. Kr. (lok fornaldar) Valdimar Stefánsson 2008

  24. Tímabilaskipting sögunnar: Evrópa • Miðaldir • Ármiðaldir: um 500 – um 800 til um 1000 • Hámiðaldir: um 800 til um 1000 – um 1200 til um 1300 • Síðmiðaldir: um 1200 til um 1300 – um 1500 (1453, 1492, 1517) • Endurreisn: um 1300 – um 1650 • Nýöld • Árnýöld: um 1500 – um 1750-1800 Valdimar Stefánsson 2008

  25. Tímabilaskipting sögunnar: Ísland • Miðaldir • Landnámsöld: um 870 – 930 • Þjóðveldisöld: 930 – 1262 • Síðmiðaldir: 1262 – 1550 • Nýöld • Rétttrúnaðartíminn: 1550 – 1662 • Einveldistíminn: 1662 - 1848 Valdimar Stefánsson 2008

More Related