1 / 13

8-3 Froskdýr

8-3 Froskdýr. Froskdýr eru hryggdýr sem á unga aldri líkjast fiskum, lifa í vatni og anda með tálknum en þegar þau eldast skríða þau flest upp á land og anda þá með lungum og húðinni. Öll froskdýr klekjast úr eggjum sem er hrygnt í vatni.

herve
Download Presentation

8-3 Froskdýr

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 8-3 Froskdýr • Froskdýr eru hryggdýr sem á unga aldri líkjast fiskum, lifa í vatni og anda með tálknum en þegar þau eldast skríða þau flest upp á land og anda þá með lungum og húðinni. • Öll froskdýr klekjast úr eggjum sem er hrygnt í vatni. • Tveir helstu hópar froskdýra eru froskar og salamöndrur. • Froskar eru með misheitt blóð og leggjast í vetrardvala þegar kólnar, grafa sig í jörðu og sofa yfir veturinn • Fyrst nefnast froskar halakörtur og líkjast þá fiskseiðum. Þeir anda með tálknum og nærast á vatnaplöntum. Svo rýrnar halinn, fætur myndast og lungu og dýrið skríður á land. Dýrin leita svo aftur í vatnið til að makast.

  2. 8-3 Froskdýr • Froskar eru rándýr sem veiða skordýr og önnur smádýr með slímugri tungu sem þeir skjóta út úr sér. • Salamöndrur eru ólíkar froskum, þær eru búklangar með hala og fætur þeirra eru styttri. • Þær eru háðar vatni, verpa eggjum sínum í vatni og sumar lifa í vatni allt sitt líf. • Engin froskdýr lifa í villtri náttúru Íslands.

  3. 8-4 Skriðdýr • Skriðdýr eru með misheitt blóð, anda með lungum og hafa þurra, hreisturkennda húð og verpa eggjum eða ala unga á landi. • Egg skriðdýra eru með leðurkenndri húð svo þau þorni ekki upp. Karldýrin frjóvga eggin í líkama kvendýra áður en skurnin myndast um eggin. • Flokkar núlifandi skriðdýra eru slöngur, eðlur, skjaldbökur og krókódílar. • Dæmi um skriðdýr sem eru útdauð eru t.d. risaeðlur. • Fæstar slöngur eru eitraðar en eiturslöngur hafa sérstaka kirtla sem framleiða eitur. • Slöngur hafa lélega sjón og heyrn en eru næmar á varma og tunga þeirra er afar næmt skynfæri.

  4. 8-4 Skriðdýr • Slöngur eru fótalausar og liðast áfram á kviðnum sem er alsettur hreisturplötum. • Eðlur ganga á fótum og hafa sæmilega heyrn. Þær eru flestar smávaxnar og lifa einkum á skordýrum. • Eðlur hafa margar aðferðir til að verjast óvinum sínum, t.d. að breyta litum (nota feluliti) eða að losa sig við halann. • Líkami skjaldbaka er hulin þykkum sterkum plötum sem mynda varnarskjöld. • Krókódílar verpa eggjum sínum í rotnandi gróður eða í sand og krókódílamóðirin gætir unganna fyrstu vikunnar, ólíkt öðrum skriðdýrum.

  5. 8-5 Fuglar • Fuglar eru fiðruð hryggdýr með jafnheitt blóð og verpa eggjum. • Dýr með jafnheitt blóð geta haldið líkamshita sínum stöðugum hver sem hiti umhverfisins er. • Egg fugla hafa um sig harða skurn úr kalki sem verndar ungann meðan hann klekst í egginu og innan hennar rúmast líka forði ungans. Súrefni berst inn í eggið gegnum skurnina og koltvíoxíð sömu leið út úr egginu. • Goggur fugla er mismunandi og mótast af því fæði sem fuglinn lifir á.

  6. 8-5 Fuglar • Fuglum er skipt í 5 meginhópa: • Spörfugla, þeir hafa svokallaðan setfót sem hentar vel til þess að grípa um trjágreinar. Dæmi um spörfugla eru skógarþrösturinn, músarrindill og hrafn • Sundfugla, þeir hafa sundfit milli tánna sem kemur sér vel þegar synt er og kafað. Dæmi um sundfugla eru endur, gæsir, fýll, náfar og svartfuglar. • Vaðfugla, eru háfættir og vaða í grunnu vatni til að leita að æti. Dæmi um vaðfugla eru spói, tjaldur og flamingói. • Ránfugla, dæmi um ránfugla eru haförnin, fálkin, smyrill og uglur • Ófleyga fugla, dæmi um ófleyga fugla eru strúturinn og mörgæsir.

  7. 8-5 Fuglar • Flug fugla: • Beinin eru hol að innan og því léttari • Fjarðrirnar skiptast í dúnfjaðrir sem einangra vel gegn kulda og þakfjaðrir • Lengstu fjaðrirnar eru á vængjunum og stéli. • Fuglar helga sér ákveðið svæði, svokallað óðal, en það svæði ætlar fuglinn aðeins sér og sínum til afnota • Fuglar tjá sig með söng og eru þá t.d. að biðla til maka eða vara við óvinum. • Fuglar tjá sig einnig með skærum litum fiðurs eða með hreiðurgerð og biðla þannig til maka. • Sumir fuglar kallst farfuglar og þeir halda sig jafnan þar sem æti er mest hverju sinni. Þeir eru mjög ratvísir og nota m.a. sól og stjörnur til að rata.

  8. 8-6 Spendýr • Spendýr eru hærð, að minnsta kosti á fósturstigi, eru með jafnheitt blóð og mjólkurkirtla sem framleiða mjólk handa ungviðinu. • Einkenni spendýra: • Sum eru mjög hærð og feldurinn gerir þeim kleift að lifa á mjög köldum svæðum • Öll spendýr anda með lungum, líka þau sem lifa í sjó eins og selir og hvalir. • Hjartað er fjögurra hólfa og annar helmingur þess dælir blóði gegnum lungum og hinn helmingurinn dælir súrefnisríku og næringarríku blóði um allan líkamann. • Taugakerfið er afar flókið og heilinn er fullkomnari en hjá nokkrum öðrum dýrum • Frjóvgun fer fram innan líkama spendýra. • Skipta má spendýrum í 3 flokka: nefdýr, pokadýr og fylgjudýr.

  9. 8-6 Spendýr • Nefdýr eru frumstæðustu spendýrin. Þau verpa eggjum sem klekjast út utan líkamans og í stað spena eru op sem mjólkin vætlar út um. Aðeins 3 tegundir nefdýra lifa á jörðinni og allar í Ástralíu. • Pokadýr verpa ekki eggjum heldur fæðast ungar þeirra afar vanþroskaðir og skríða strax í poka á kvið móðurinnar og þroskast þar. Dæmi um pokadýr eru kengúrur og kóalabjörn. • Hjá fylgjudýrum þroskast unginn í líkama móðurinnar og fær súrefni og næringu frá henni á fósturskeiði í gegnum sérstakt líffæri sem kallast fylgja (legkaka). • Fylgjudýr skiptast í 15 ættbálka.

  10. 8-6 Spendýr • Fylgjudýr: • Skordýraætur, frumstæð spendýr sem lifa helst á skordýrum, t.d. moldvörpur og broddgeltir. • Leðurblökur, eru einu fleygu spendýrin, sjá illa en heyra vel, lifa á skordýrum. • Rándýr, spendýr sem eru sérlega löguð til veiða og hafa kvassar tennur og klær. Flest lifa á landi og dæmi um ættir rándýra eru kattardýr, hunda og bjarndýr. Auk þess eru selir og rostungar sem lifa í sjó. • Tannleysingjar, m.a. maurætur, beltisdýr og letidýr.

  11. 8-6 Spendýr • Fílar, gleggsta einkenni þeirra er raninn. Fílar eru stærstu dýr á landi. Aðeins tvær tegundir lifa nú þ.e. afríkufíllinn og asíufíllinn. • Hófdýr og klaufdýr, hófdýr eru grasbítar og meginþungi þeirra hvílir aðeins á einni tá á hverjum fæti en hjá klaufdýrum hvílir allur þungi líkamans á þriðju og fjórðu tá sem eru búnar hornskóm. Þessir tveir skór kallast klaufir. Mörg klaufdýr jórtra. Í hópi hóf- og klaufdýra eru t.d. hestar, nautgripir, sauðkindur, geitur, svín og úlfaldar, svokölluð húsdýr því af þeim fáum við kjöt og mjólk, hár í klæði og fatnað. Einnig notum við þau til burðar og reiðar.

  12. 8-6 Spendýr • Nagdýr og nartarar, eru með sérstaka gerð framtanna sem eru einstaklega vel fallnar til að naga hvaðeina sem þær finna. Nagdýr hreyfa jaxlanna fram og aftur þegar þau mala fæðuna en nartarar hreyfa jaxlanna til hliðar. Dæmi um nagdýr eru t.d. mýs og rottur en nartarar eru t.d. hérar og kanínur. • Hvalir og sækýr, hvalir eru stór lagarspendýr, stærstu dýr sem vitað er til að hafi lifað á jörðu. Hvalir skipast í tannhvali og skíðishvali. Sækýr eru jurtaætur sem lifa á grunnum sjó, minna á fíla. Þær geta bjargað sér á landi í skamman tíma en ekki hvalir.

  13. 8-6 Spendýr • Prímatar, eru hálfapar, apar og menn. Einkenni þeirra er að þeir eru með grip á höndum og fótum. Er þannig að fjórir fingur eða fjórar tær grípa á móti þumalfingri eða stórutá. Eru flestir með flatar neglur og hafa augu framan á höfðinu. Hafa vel þroskað heilabú, engin þó eins þroskað og maðurinn sem býr til flóknari verkfæri en nokkur önnur skepna. Hefur sá eiginleiki gert manninn að drottnara jarðar.

More Related