1 / 24

Handbók um ritun og frágang Kafli 1, bls. 11-22

Handbók um ritun og frágang Kafli 1, bls. 11-22. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Ýmsar gerðir ritsmíða. Í kaflanum eru nefndar 25 tegundir ritsmíða sem flestar lúta svipuðum lögmálum varðandi undirbúningsvinnu og efnistök. Þó hefur hver og ein sín sérkenni.

ilario
Download Presentation

Handbók um ritun og frágang Kafli 1, bls. 11-22

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Handbók um ritun og frágangKafli 1, bls. 11-22 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Ýmsar gerðir ritsmíða • Í kaflanum eru nefndar 25 tegundir ritsmíða sem flestar lúta svipuðum lögmálum varðandi undirbúningsvinnu og efnistök. Þó hefur hver og ein sín sérkenni.

  3. Blaðagreinar • Eru af ýmsum toga: • Sumar hverjar eru á persónulegum nótum. • Sumar eru e.k. rökfærsluritgerðir. • Sumar eru e.k. heimildaritgerðir. • O.s.frv.

  4. Bókmenntaritgerðir • Gerð grein fyrir ákveðnu bókmenntaverki eða einstökum þáttum þess. • Bókmenntaritgerðir fylgja oft ákveðnu formi, þ.e. ingangur, flétta, persónulýsingar... • Varast ber að ritgerðin verði einungis endursögn. Meginatriðið er að nemandinn velti fyrir sér efni bókarinnar á sjálfstæðan hátt og sýni fram á getu til að nota bókmenntafræðileg hugtök í umfjöllun sinni.

  5. Bréf • Bréfum má skipta gróflega í tvo flokka eftir viðtakanda: • Formleg bréf • Kunningjabréf • Efnisinnihaldið er mjög mismunandi en formið er sameiginlegt: • Staður og dagsetning ofarlega til hægri á síðunni. • Ávarp til viðtakanda tveimur til þremur línum neðar. • Kveðja og undirskrift tveimur til þremur línum fyrir neðan megintexta.

  6. Endursagnir • Ítarlegri en útdrættir. • Markmiðið er að endursegja texta, ekki endilega að stytta hann!

  7. Fréttir • Nauðsynlegt fyrir fréttamann að hafa í huga hvaða upplýsingar lesandinn vill fá. • Fyrirsögnin verður að vekja athygli lesandans svo að hann vilji lesa lengra. • Einnig er reynt að koma grunnupplýsingum á framfæri í upphafi fréttar, s.s. hvað hafi gerst, hvenær, hver hafi lent í því sem um ræðir, hvernig og hvers vegna.

  8. Fundargerðir • Á formlegum fundum er vanalega kosinn ritari sem skráir niður það helsta sem fram fer á fundinum. • Oftast skrifar ritarinn uppkast en færir svo fundargerðina í þar til gerða bók eða birtir hana á Netinu. • Í upphafi fundargerðar er sagt frá því hvar fundurinn var haldinn og hvenær. Stundum er fjölda fundarmanna einnig getið. • Í fundargerðinni er röð ræðumanna fylgt. • Í lokin fylgja ályktanir og samþykktir fundarins. • Ritarinn undirritar svo fundargerðina.

  9. Heimasíða – veftexti • Texti sem birtist á tölvuskjá og er annaðhvort vistaður á Netinu eða á geisladisk. • Við skrif veftexta þarf að hafa í huga að höfundur veit ekki hvað viðtakandi kann eða hvers vegna hann leitar og getur ekki vænst þess að textinn sé lesinn frá upphafi til enda. • Eitt helsta einkenni veftextans eru tenglar (e. links) þar sem notanda gefst kostur á að: • fara á annan stað í sama texta • fara úr einum texta í annan texta á sömu heimasíðu eða sömu grein á geisladisk • yfirgefa veftextann eða heimsækja aðra staði á vef eða disk.

  10. Heimildaritgerðir – rannsóknarritgerðir • Að vissu leyti byggja allar ritsmíðar á heimildum. • Í skólum er vani að kalla ritsmíð sem byggir á söfnun og úrvinnslu upplýsinga um ákveðið efni heimildaritgerð. • Við gerð heimildaritgerðar eru það ekki talin fullnægjandi vinnubrögð að endursegja eina heimild. • Ritgerðin á að vera ein heild þótt inn í hana sé skeytt beinum og óbeinum tilvitnunum úr margvíslegum heimildum.

  11. Hlutalýsingar • Notaðar í iðnaði ýmiss konar, leiðbeiningabæklingum, auglýsingum og skýrslum af ýmsu tagi. • Hlutnum þarf að lýsa þanning að sá sem les lýsinguna fái nokkuð ljósa mynd af því hvernig hann lítur út og til hvers hann er notaður.

  12. Lesendabréf – persónulegar ritgerðir • E.k. „mér finnst”-ritgerð. • Tilgangurinn er að skrifa persónuleg viðhorf til einhvers, rifja upp minningar, lýsa skoðun á einhverju eða segja frá tilfinnngalegri reynslu.

  13. Mannlýsingar • Algengar í viðtölum, ævisögum, afmælisgreinum og minningargreinum. • Matsatriði hvað á að hafa með og hverju á að sleppa. • Meginreglan þó sú að manninum er lýst jafnt ytra sem innra. • Mikilvægt að afla sér upplýsinga um líf mannsins og störf.

  14. Ritdómar • Að því leyti ólíkir bókmenntaritgerðum að í þeim er ekki fjallað um afmarkað efni í bókinni heldur lagt mat á hana í heild. • Ritdómur hefst yfirleitt á upplýsingum um bókina, þá tekur við örstuttur útdráttur og síðan setur gagnrýnandi fram skoðanir sínar á bókinni. Að lokum koma niðurstöður úttektarinnar, þ.e. heildarmat á bókinni.

  15. Ritfregnir • Örstuttar fréttatilkynningar um bækur án þess að lagt sé mat á þær eða fjallað um einstaka þætti þeirra. • Í ritfregnum koma einungis fram staðreyndir um bókina: heiti, höfundur, útgáfufyrirtæki, útgáfustaður, útgáfuár, blaðsíðutal og örstuttur efnisútdráttur.

  16. Ritgerðir á erlendum málum • Ritgerðir á erlendum málum lúta í öllum meginatriðum sömu lögmálum og aðrar ritgerðir. • Gæta verður þess að fylgja reglum þess tungumáls sem um ræðir varðandi stafsetningu og greinarmerkjasetningu. • Einnig ber að gæta þess að í heimildaskrá er stundum raðað í stafrófsröð eftir inntaksorðum, ekki smáorðum, s.s. greini.

  17. Rökfærsluritgerðir • Rökrætt um spurningu eða staðhæfingu. • Höfundur verður að reyna að finna sem flestar hliðar á málefninu og leita röksemda sem allra víðast. • Tvenns konar sjónarmið, með og á móti tilteknu efni, eru rauði þráðurinn í ritgerðinni. • Gott þykir að setja fyrst fram veik rök máli sínu til stuðnings en geyma aðalrökin þar til rétt áður en niðurstaða fæst. • Sjá mynd af uppbyggingu rökfærsluritgerðar á bls. 17. • Ekki er gott að ganga fram hjá veigamiklum rökum þótt þau „henti” ekki ritara.

  18. Skýrslur • Venjulega greinargerð vegna athugana, tilrauna eða rannsókna sem fram hafa farið. • Gerð grein fyrir þeim niðurstöðum sem athugandinn hefur fengið. • Sjá hugsanlega kaflaskiptingu skýrslu á bls. 18.

  19. Smásögur • Stutt frásögn sem gerist á stuttum tíma. • Persónur eru fáar og sagan snýst um einn meginatburð. • Eins og aðrar textasmíðar skiptist smásagan í inngang (sviðssetningu), meginmál (flækju) og lokaorð (niðurstöðu).

  20. Starfsumsókn • Staður og dagsetning tilgreind. • Um hvaða starf er sótt, hvar var það auglýst. • Upplýsingar um umsækjanda. • Hvaða kröfur gerir umsækjandi. • Hvar hefur umsækjandi starfað áður og hvenær getur hann hafið störf. • Kveðja og undirskrift ásamt heimilisfangi, símanúmeri og netfangi. • Gögn sem fylgja umsókninni.

  21. Tækifærisræður • Það getur skipt máli þegar texti er saminn hvort ætlunin er að flytja hann munnlega eða hvort hann er ætlaður til aflestrar. • Huga þarf vel að mismunandi raddblæ, áherslum og látbragði. • Stundum er tækifærisræða samin út frá orðtaki eða málshætti. • Miklu varðar að finna tón sem hæfir tilefninu (gamansaman, persónulegan o.s.frv.)

  22. Útdrættir • Texti er styttur þannig að aðeins aðalatriði hans koma fram. • Oft er miðað við að texti sé styttur um þriðjung til fjórðung miðað við upprunalega lengd. • Gott er að vinna útdráttinn þannig textinn sé lesinn vandlega og strikað undir lykilorð eða –setningar.

  23. Verklýsingar • Mataruppskriftir, leiðbeiningar um samsetningu ýmissa hluta, s.s. húsgagna o.fl. • Fram þarf að koma hvaða efni á að nota, hvaða verkfæri og síðan er lýsing á því hvernig og í hvaða röð skuli vinna verkið.

  24. Viðtöl • Hvaða tækni á að beita? • Skrifa niður athyglisverða punkta úr samtalinu? • Nota segulband og vinna úr viðtalinu síðar? • Gæta verður heiðarleika gagnvart viðmælanda; hafa rétt eftir og gæta þess að áhersla lendi á réttum þáttum viðtalsins. • Nauðsynlegt er að hafa í huga mismun á talmáli og ritmáli. • Velja verður frásagnaraðferð: • Viðmælandi hefur orðið og segir frá. • Spurningar og svör eru birt og skráð orðrétt, oft með mismunandi letri til aðgreiningar. • Spyrjandi endursegir frásögn viðmælanda.

More Related