1 / 33

Smærri hnettir

Smærri hnettir. Dvergreikistjörnur, smástirni, loftsteinar og halastjörnur. Dvergreikistjörnur. Fram til ársins 2006 voru reikistjörnurnar 9. Árið áður uppgötvaðist hnöttur sem var stærri en Plútó, utar í sólkerfinu og talinn tilheyra Kuiper beltinu (Eris).

janice
Download Presentation

Smærri hnettir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Smærri hnettir Dvergreikistjörnur, smástirni, loftsteinar og halastjörnur

  2. Dvergreikistjörnur • Fram til ársins 2006 voru reikistjörnurnar 9. • Árið áður uppgötvaðist hnöttur sem var stærri en Plútó, utar í sólkerfinu og talinn tilheyra Kuiper beltinu (Eris). • Þar sem líklegt er að utar séu enn fleiri hnettir af svipaðri stærð eða stærri en Plútó var ákveðið að búa til nýjan flokk fyrir þær stjörnur. • Þær kallast nú dvergreikistjörnur eða reikistirni.

  3. Þekktar dvergreikistjörnur • Dvergreikistjörnur eru mjög áþekkar reikistjörnum en minni og hafa ekki alltaf hreinsað braut sína af öðrum hnöttum. • Eins og er, eru fimm hnettir sem falla undir þennan flokk, það eru Plútó, Eris, Haumea, Makemake og Seres. • Auk þeirra eru fjórar sem líklega eru dvergreikistjörnur, Sedna, Orcus, Quaoar og 2007 OR10.

  4. Nokkrir hnettir handan Neptúnusar

  5. Plútó • Massi: 1 · 1022 kg = 0,0018 MJ • Radíus: 1140 km = 0,18 RJ • Eðlismassi: 2030 kg/m3 • Þyngdarhröðun: 0,3 m/s2 • Yfirborðshiti: - 230°C • Fjarlægð frá Sólu: 5913 milljón km = 39,4 Au.

  6. Braut Plútó • Braut Plútó er mjög aflöng, hringvik e = 0,249 • Sólnánd er í um 30 Au en sólfirrð er í um 50 Au. • Sólnánd var síðast 5. sept. 1989 en Plútó var innan brautar Neptúnusar frá 1979 til 1999. • Umferðartíminn er 248 ár. • Auk þess hallar brautin um 17° miðað við miðbaugsplan sólar.

  7. Yfirborð Plútó • Plútó er mjög fjarri sólu og því afar dauf. • Myndir frá Hubble sýna þó að yfirborðið endurvarpar ljósu vel. • Talið vera að mestu úr ís eða ljósu bergi. • Af myndum má greina óljóst landslag.

  8. Lofthjúpur Plútó • Mælingar hafa sýnt að Plútó hefur eilítinn lofthjúp, að mestu úr köfnunarefni (99,97%) en eitthvað af öðrum efnum, svo sem koltvísýringi og metani (CH4). • Hæð lofthjúps ef til vill um 60 km og þrýstingur við yfirborð um 0,8 μbar. Plútó eins og hann sést frá Hubble sjónaukanum

  9. Karon • Plútó fannst árið 1930 en 1978 uppgötvaðist að Plútó hefur tungl sem var nefnt Karon. • Karon er afar stórt tungl, með radíus um 600 km eða 53% af radíus Plútó. • Tvíreikistirni.

  10. Nix og Hydra • Árið 2005 fundust tvö lítil tung á braut um Plútó sem fengu nöfnin Nix og Hydra.

  11. Eris (Xena) • Tvær aðrar dvergreikistjörnur eru þekktar, Eris og Seres. • Eris (sem um tíma var nefnd Xena) fannst árið 2005 og reynist vera stærri en Plútó. • Vegna uppgötvunar hans var Plútó breytt í dvergreikistjörnu. • Hefur mjög aflaga braut.

  12. Seres • Seres uppgötvaðist 1801 og er langstærsta smástirnið í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. • Seres er 950 km í þvermál og massi þess um þriðjungur massa beltisins. Seres eins og hann sést frá Hubble sjónaukanum

  13. Kuiperbeltið • Flatur diskur smástirna í um 6 til 12 milljón km fjarlægð frá sólu. • Fyrsti hnöttur í beltinu fannst 1992 en 2002 höfðu fundist yfir 600. • Stærsti hnötturinn sem talinn er til beltisins er Eris en Plútó er næst stærstur. • Fjöldi smástirna í beltinu er talinn afar mikill.

  14. Oort skýið • Kúlulaga ský smástirna sem umlykur sólkerfið. • Þaðan koma halastjörnur með langan umferðartíma. • Talið að í skýinu séu yfir 1000 milljarðar halastjarna. • Heildarmassi skýsins talin vera nokkrum sinnum meiri en massi Jarðar.

  15. Smástirnabeltið • Belti smástirna á braut um sólu á milli Mars og Júpíters. • Samkvæmt reglu Titiusar-Bode ætti að vera þarna reikistjarna. • Möguleiki er að þar hafi byrjað að myndast reikistjarna sem síðan hafi brotnað upp vegna þyngdaráhrifa Júpíters. • Stærsti hnöttur beltisins er Seres.

  16. Regla Titiusar-Bode

  17. Halastjörnur • Smástirni sem berast frá Kuiperbeltinu eða Oortskýinu inn að miðju sólkerfisins vegna þyngdaráhrifa innri reikistjarnanna og Sólar. • Innst er kjarni að mestu úr bergryki og ís.

  18. Halinn • Þegar halastjarnan nálgast innri hluta sólkerfisins hitnar hún og þá losnar efni af yfirborðinu. • Efnið fýkur af henni, bæði vegna hreyfingarinnar og sólvindarins. • Tveir halar myndast, gashali sem ávallt er beint frá sólu og rykhali sem er sveigður vegna hreyfingar halastjörnunnar.

  19. Brautir halastjarna • Brautir halastjarna eru sporbaugar með miklu hringviki, þ.a. þær eru mjög aflangar. • Því fara þær mjög fjarri sólu í sólfirrð og hreyfast hægt. • Í sólnánd er hraði þeirra oft mikill. • Þær sem hafa stuttan umferðartíma eru í 5-10 Au í sólfirrð en þær sem hafa langan geta farið að ystu mörkum sólkerfisins.

  20. Loftsteinar • Loftsteinar kallast smástirni sem falla inn í lofthjúp Jarðar. • Flest eru það smá (aðeins rykkorn) að þau brenna upp áður en þau ná til Jarðar en skilja eftir sig ljósrák á himni. Þau kallast stjörnuhröp. • Stærri geta brotnað upp og náð til Jarðar sem litlar steinvölur. Það kallast hrapsteinar. • Einstaka sinnum koma mjög stórir hnettir sem geta valdið hamförum.

  21. Loftsteinahrinur • Reglulega gengur Jörðin í gegnum þyrpingar loftsteina. • Brautir þessara loftsteina skera braut Jarðarinnar. • Þá verða mjög mörg stjörnuhröp í einu. • Dæmi um þetta eru Leonítar.

  22. Þýðingar • Dwarf planets: Dvergreikistjarna eða reikistirni. • Asteroids: Smástirni. • Meteor: Loftsteinn. • Comet: Halastjarna.

More Related