1 / 19

Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála Persónulegt heilsufarsyfirlit

Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála Persónulegt heilsufarsyfirlit. UT-Dagurinn 7. maí 2008. Gunnar Alexander Ólafsson, MA í opinberri stjórnsýslu Sérfræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu. Upplýsingatæknimál og heilbrigðisráðuneytið.

jenski
Download Presentation

Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála Persónulegt heilsufarsyfirlit

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismálaPersónulegt heilsufarsyfirlit UT-Dagurinn 7. maí2008 Gunnar Alexander Ólafsson, MA í opinberri stjórnsýslu Sérfræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu

  2. Upplýsingatæknimál og heilbrigðisráðuneytið • Heilbrigðisráðuneytið hefur lengi unnið að þróun upplýsingatækni í samræmi við stefnu þess á því sviði • Heilbrigðisupplýsingar eru flóknar og margþættar og erfitt getur verið að samræma þær, því þær eru varðveittar á mörgum stöðum og í mörgum kerfum • Mikil áhersla er lögð á öryggismál þar sem um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða

  3. Upplýsingatæknimál og heilbrigðisráðuneytið frh. • Ráðuneytið hefur stuðlað að þróun upplýsingatækni með: • Uppbyggingu Sögu kerfis og samræmingu á notkun þess • Þróun heilbrigðisnets, m.a. með innleiðingu rafrænna lyfseðla • Stuðla að samstarfi milli Landspítala og “Kragasjúkrahúsa” þar sem rafræn samskipti eru hornsteinn aukins samstarfs

  4. Upplýsingatæknimál og heilbrigðisráðuneytið frh. • Það eru mörg verkefni í gangi og margt framundan, eins og: • Rafræn sjúkraskrá • Frekari þróun heilbrigðisnets • Aukin notkun rafrænna lyfseðla • Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála • Persónulegt heilbrigðisyfirlit

  5. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála • Liður í stefnu Heilbrigðisráðuneytisins í upplýsingatæknimálum til 2012 er að gera landsmönnum kleift að nálgast með auðveldum hætti almennar upplýsingar um heilbrigðiskerfið og þjónustu þess

  6. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. • Þríþætt hlutverk UH - Einstaklingsmiðuð aðstoð, ráðgjöf og leiðbeiningar - Vefur með almennar upplýsingar um heilbrigðisþjónustuna - Upplýsingaveita um slys og sjúkdóma

  7. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. • Einstaklingsmiðuð aðstoð: Upplýsingaþjónusta hjúkrunarfræðinga sem er aðgengileg öllum, allan sólarhringinn • Netspjall • Tölvupóstsamskipti • Símtal Dæmi: Barn með háan hita á laugardags- kvöldi kl. 22, hvað á ég að gera?

  8. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. UH verður miðstöð þar sem hægt verður að: • bóka tíma hjá lækni á heilsugæslustöð, á göngudeild og hjá sérfræðingi með rafrænum hætti • beiðni um endurnýjun lyfseðils með tölvupósti • tengjast netspjalli sem verður aðgengilegt á vefsíðunni. Hægt verður að spjalla við hjúkrunarfræðing og spyrja um þjónustu og fá leiðbeiningar

  9. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. Netspjall • Auðveldar ákveðnum hópum í samfélaginu betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu • Fólk sem býr í dreifbýli og erlendis geta notfært sér þessa þjónustu • Unglingar sem geta með hjálp netspjalls fengið svör við spurningum (feimnismál) • Í Svíþjóð hefur verið opnuð sérstök heilsgæsla á netinu fyrir unglinga

  10. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. UH verður vefur um almennar upplýsingar • Framboð heilbrigðisþjónustu, hvar er heilsugæsla staðsett, sérfræðingar, apótek, sjúkrahús (leiðbeiningar), o.s.frv. • Með því að slá inn heimilisfang fást strax upplýsingar um næstu heilsugæslustöð, sjúkrahús, apótek o.s.frv.

  11. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. UH verður upplýsingaveita um slys og sjúkdóma • Regnhlíf yfir ýmsar upplýsingarveitur um heilbrigðismál, t.d. Krabbameinsfélag Íslands, Landlæknir, Mæðravernd, o.s.frv. • Veitir upplýsingar um forvarnir og heilsuvernd

  12. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. • Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála er útvíkkun á þjónustu sem veitt er í dag hjá heilsugæslunni í Glæsibæ. Þar er rekinn svokallaður upplýsingasími, símanúmer 1700. 60% tilvika eru afgreidd “á staðnum”.

  13. Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála,frh. • Þróun verkefnisins er hafin í heilbrigðisráðuneytinu • Verið er að meta þarfir og vinna að nánari skilgreiningu verkefnisins • Gert er ráð fyrir því að Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála verði komin í rekstur, ef forsendur og áætlanir ganga eftir, í árslok 2009

  14. Persónulegt heilsufarsyfirlit

  15. Persónulegt heilsufarsyfirlit Persónulegt heilsufarsyfirlit getur innihaldið: • Lyfjanotkun • Upplýsingar um bólusetningar • Ofnæmisupplýsingar • Greiðslur vegna heilbrigðiskostnaðar • Yfirlit yfir komur á heilsugæslustöð, legur á sjúkrahúsi eða á stofu hjá sérfræðingi

  16. Persónulegt heilsufarsyfirlit frh. Gögn um persónulegt heilsufar liggja á ýmsum stöðum innan heilbrigðiskerfisins • Lyfjanotkun (Lyfjagagnagrunnur Landlæknis) • Upplýsingar um bólusetningar (bólusetningagrunnur hjá Landlækni) • Ofnæmisupplýsingar (liggja hjá stofnunum) • Greiðslur einstaklings (hjá stofnunum og TR) • Yfirlit yfir komur á heilsugæslustöð, sjúkrahús eða til sérfræðings (hjá stofnunum, Landlækni og hjá TR)

  17. Persónulegt heilsufarsyfirlit frh. • Rafræn auðkenni eru forsenda fyrir aðgangi einstaklinga að sínu persónulega heilsufarsyfirliti • Gert er ráð fyrir því að einstaklingur geti auðkennt sig (eins og gert er í dag með bankareikninga) inn á sína síðu og fengið yfirlit yfir heilsufar sitt og heilsutengdar upplýsingar

  18. Persónulegt heilsufarsyfirlit frh. • Þróun verkefnis er hafið • Unnið er að nánari skilgreiningu og kostnaðargreiningu verkefnis • Gert er ráð fyrir því að verkefnið verði tilbúið, ef forsendur og áætlanir ganga eftir, í árslok 2011

  19. Takk fyrir

More Related