1 / 8

Tengsl manna og umhverfis

Tengsl manna og umhverfis. Umræðustjóri: Elín R. Líndal Aðalritari: Guðjón Bragason. Skipulags- og byggingarmál. Almennt góð sátt í hópnum um alla kafla en mest umræða um samgöngur, fjarskipti og ferðaþjónustu Hópurinn styður tillögur um ný markmið um:

Download Presentation

Tengsl manna og umhverfis

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tengsl manna og umhverfis Umræðustjóri: Elín R. Líndal Aðalritari: Guðjón Bragason

  2. Skipulags- og byggingarmál Almennt góð sátt í hópnum um alla kafla en mest umræða um samgöngur, fjarskipti og ferðaþjónustu Hópurinn styður tillögur um ný markmið um: Einföldun og samræmingu löggjafar um skipulags- og byggingarmál og áherslu á eðlilegan málshraða við gerð umsagna um skipulagsáætlanir. Tillaga um breytingu varðandi málshraða úrskurðarnefndar. 3.4.6 Endurskoðun jarðalaga og landbúnaðarlöggjafar, 3.4.7 Skipulag á haf- og strandsvæðum, 3.4.8 Endurskoðun löggjafar um lögheimilisskráningu, 3.4.9

  3. Sjálfbær þróun og umhverfismál Hópurinn styður tillögur um: Þrjú ný markmið um ferðaþjónustu, 3.4.15, 3.2.10 og 3.2.23. - Tillaga um enn eitt nýtt markmið um ferðaþjónustu, sem verði útfært nánar að loknu landsþingi, sem snýr að bæði innanlands- og millilandaflugi, til að dreifa umferð ferðamanna um landið. Hópurinn styður nýtt markmið um orkumál, 3.4.16, en nokkur umræða varð um stefnu um raflínur og lögð til orðalagsbreyting Hópurinn styður ný markmið um fráveitumál og loftslagsmál, með örlitlum breytingum, 3.4.17 og 3.4.18 Hópurinn telur nýtt markmið um stjórn vatnamála ekki nógu skýrt og þurfa frekari umfjöllun í stjórn sambandsins, 3.4.19.

  4. Samgöngur og fjarskipti Mjög mikil umræða um þennan kafla en ágætt samkomulag um meginatriði: Hópurinn leggur til að nýtt markmið verði útfært um mikilvægi góðra samgangna um allt land Hópurinn leggur til breytingar á markmiði um vistvænar samgöngur, til að leggja aukna áherslu á gerð göngu- og hjólastíga (ekki bara á höfuðborgarsvæðinu), 3.4.21 Hópurinn leggur til að markmið um innanlandsflug verði útfært nánar, 3.4.22. Áhyggjur m.a. vegna skorts á viðhaldi flugvalla sem leiðir til minna flugöryggis og að hækkun flugfargjalda leiði til þess að innanlandsflug standi varla undir nafni sem almenningssamgöngur.

  5. Samgöngur og fjarskipti (frh.) Hópurinn styður nýtt markmið um markvissa uppbyggingu hágæða fjarskiptakerfis fyrir alla landsmenn, 3.4.23 Rætt um að það sé mikilvægur réttur allra landsmanna að njóta öruggra fjarskipta, þ.e. net-, síma- og ljósvakasambands

  6. Brunamál og almannavarnir • Hópurinn styður nýtt markmið um eflingu slökkviliða, 3.4.24 • Einnig styður hann nýtt markmið um að hafnar verði viðræður um að sjúkraflutningar verði verkefni sveitarfélaga, 3.4.25, en leggur til þá breytingu að við bætist orðin: • „þar sem aðstæður gera það hagkvæmt“. • Ekki endilega hagsmunamál fyrir dreifbýl sveitarfélög. • Hópurinn leggur til nýtt markmið um almannavarnir: Sambandið skal leggja áherslu á trygga aðkomu sveitarfélaga við áætlanagerð í almannavörnum, svo sem við gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna náttúruvár, enda bera sveitarfélög ábyrgð á gerð viðbragðsáætlana samkvæmt lögum um almannavarnir.

  7. Meginmarkmið og leiðarljós Hópurinn ræddi allmörg markmið í öðrum köflum og var sammála flestum þeirra: Í umræðu um fjármálakafla var nefnt að fara mætti einfaldari leiðir til að styrkja tekjugrunn sveitarfélaga, svo sem með því að heimila hækkun útsvars. Stuðningur við markmið um ferðaþjónustu, 3.2.10 og 3.2.23 Stuðningur við markmið um fiskeldi sem atvinnugrein, 3.2.22 Smávægilegar ábendingar um orðalag nokkurra markmiða.

  8. Hlutverk sambandsins Tillaga um nýtt markmið í kafla 2 um Hlutverk sambandsins: „Að aðstoða sveitarfélög við að innleiða rafræna stjórnsýslu“ Tekið er undir markmið um rekstur Brussel-skrifstofu sambandsins, 3.1.20, en nefnt var að gera mætti úttekt á starfsemi skrifstofunnar til að upplýsa betur um gagnsemi hennar fyrir sambandið og sveitarfélögin almennt enda um tilraunaverkefni að ræða.

More Related