1 / 12

Námsmat – I Próf Námskrárfræði og námsmat Mars 2006

Námsmat – I Próf Námskrárfræði og námsmat Mars 2006. MÞ/JK. Hvað hlutverki þjónar skólinn sem stofnun? Markmið, inntak, mat.

mya
Download Presentation

Námsmat – I Próf Námskrárfræði og námsmat Mars 2006

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Námsmat – IPrófNámskrárfræði og námsmat Mars 2006 MÞ/JK

  2. Hvað hlutverki þjónar skólinn sem stofnun? Markmið, inntak, mat... • Við verðum að svara því hver tilgangur skólastarfsins er og hvaða markmiðum við viljum ná, hvernig námsreynslu þarf til, hvernig kennsluaðferðir þarf til og hvernig við hyggjumst meta... - Ralph W. Tyler 1949 • Á 20. öld tíðkaðist að setja fram sundurgreind og mælanleg og atferlismarkmið sbr. flokkunarkerfi Benjamins Blooms og félaga: Vitsmunasvið, leiknisvið og viðhorfa/tilfinningasvið.

  3. Flokkun Blooms og fél... Vitsmunasvið - stigbundið kerfi Nýmyndun – skapandi hugsun Mat – gagnrýnin hugsun Greining Greining Beiting Skilningur Þekking - minni

  4. Samræmd „vitpróf” á 20. öld • Eitt af aðalhlutverkum skólans er að þaulkynnast hverjum nemanda og uppgötva með öllum hugsanlegum ráðum, til hvers hann er bezt fallinn og hjálpa honum til að velja sér lífsstarf samkvæmt viti hans, hneigð og hæfni. Sérstök bók ætti að fylgja honum frá upphafi. Þar væri skráð ekki aðeins öll skólasaga hans, heldur og upplýsingar að heiman og úr umhverfinu. Þótt vitprófleysi ekki alla þessa þraut, eru þau einn sá meginþáttur, sem ekki má án vera. Steingrímur Arason 1948

  5. Samræmd „vitpróf” á 20. öld • Ýmist stuðst við hópbundna („relatífa“) túlkun niðurstaðna og einkunnagjöf...

  6. Samræmd „vitpróf” á 20. öld • ...eða námskrárbundna/markmiðabundna („absolúta“) túlkun niðurstaðna og einkunnagjöf. • Nefndarálit 1972 er hallast frekar að þessu af því „obbi seinfærra nemenda á naumast möguleika á öðru en lágum einkunnum“ í hópbundna kerfinu „...og því er líklegt, að kerfið meini þeim námshvatningu, sem önnur kerfi gætu hugsanlega miðlað.“

  7. Samræmd „vitpróf” á 20. öld • Árin 1977 til 1984 var notast við einkunnakerfið A, B, C, D og E og lagað að normaldreifingu þannig að einkunnina A fengu 7%, B fengu 24%, C fengu 38%, D fengu 24% og E fengu 7%. • Núgildandi reglugerð frá 2000: Samræmdar einkunnir og námsþáttaeinkunnir. • Til stuðnings við túlkun á frammistöðu nemenda getur framkvæmdaaðili birt og notað einkunnakvarða er veita gagnlegar og túlkanlegar upplýsingar um kunnáttu og stöðu nemenda til viðbótar við samræmdar einkunnir og námsþáttaeinkunnir.

  8. Gildi samræmdra prófa og áhrif (washback) á skólastarf • Kostir: Trygging þess að allir fáist við mikilvæga þætti í námi, viðhalda almennum gæðum (standards), tækifæri til samanburðar á árangri, tryggja stýringu og eftirlit, tækifæri til að skoða stöðu menntunar í landinu, t.d. að gefa skólum tækifæri að bera árangur sinn við árangur annarra, sterk ytri hvatning (mótivasjón). • Gallar: Samanburður og röðun geta haft skaðleg áhrif á nám og námsáhuga, stuðla að stöðlun og einsleitni náms, rýra möguleika skóla og einstaklinga til að rækta sérkenni sín og sérstæða hæfileika, í andstöðu við einstaklingsviðmið, tilhneiging til að líta á niðurstöður sem algild, vísindaleg sannindi.

  9. Dæmi um athyglisverð áhrif prófa... • Afleiðingar opinberra prófa oft skrýtnar sbr. “Lake Wobegon-áhrifin” > Ótrúlegum aðferðum beitt til sýna árangur yfir landsmeðaltali. • Sömu stöðluðu prófin með sömu gömlu viðmiðunum notuð ár eftir ár, prófkennsla stunduð, slökum nemendum sagt að sitja heima á próftíma, nemendum hjálpað í prófum, svindl leyft o.s.frv. • Prófaiðnaðurinn og allir ánægðir! Nationally Normed Elementary Achievement Testing in America's Public Schools: How All 50 States Are Above the National Average –J.J. Cannell 1987

  10. Hvað gerist í „svarta kassanum“? (Inside the black box) Input Output Áhrif frá pósitívisma, raunhyggju og atferlishyggju: Nám er röklegt, línulegt og mælanlegt Áhrif frá rökhyggju og hugsmíðihyggju: Nám er flókið, ófyrirséð, afstætt og erfitt að meta

  11. Staðsetning samræmdra „vitprófa” í sögunni Samræmd mælikerfi. Tæknihyggja.Vísindalegar mælingar. Bjöllukúrfan kemur til sögunnar: Gauss, Galton, Darwin, Binet... Tilhneiging til samræmingar á öllum sviðum. Helst allt lagt undir samræmdar mælistikur. Kynbótahugmyndir.. Heimur raðar og reglu. Viðurkenning fjölbreytileika –einstaklingsviðmið-margbreytilegt þjóðfélag, hnattvæðing. Staðlar-samræmd viðmið (standards). Kröfur um hæfni (competences) • Umræðan um samræmd próf á Íslandi hefst um aldamótin 1900 • Steingrímur Arason kynnir til sögunnar samræmd próf með vísindalegum mælingaaðferðum frá Bandaríkjunum 1921 • Samræmd landspróf hafa verið haldin hérlendis nánast óslitið frá árinu 1929. • Ýmist stuðst við „absolúta“ eða „relatífa“ túlkun. Fjölmenning-ósamræmdar mælingar, óskýr viðmið, ólík gildi, mörg ólík tungumál. Kaótískur heimur Samr. vitpróf á Íslandi 1900 2000 2050 2100 1850 1700 1750 1950 1800

  12. Framtíð samræmdra „vitprófa“? • Rúnar Sigþórsson HA: „Eru samræmd próf barn liðins tíma, ein af lausnum gærdagsins á viðfangsefni morgundagsins?“ • Síaukin fjölbreytni og fjölþjóðleg menning, kröfur um einstaklingsmiðaða kennsluhætti og skóla fyrir alla er ógnun við samræmd „vitpróf“ í því formi sem við þekkjum þau í dag. • EN...krafa hvers einstaklings um að fá sig metinn „með öllum hugsanlegum ráðum, til hvers hann er bezt fallinn … samkvæmt viti hans, hneigð og hæfni. – hlýtur að lifa áfram • - M.ö.o.: Inntak og aðferðir námsmats mun líklega breytast, einnig túlkun niðurstaðna!

More Related