1 / 17

Hugleiðingar um lækningar á hjúkrunarheimilum á Íslandi

Hugleiðingar um lækningar á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Meredith Cricco Öldrunar- og lyflæknir Öldrunarheimili Akureyrar/Sjúkrahúsið á Akureyri 20. febrúar 2014. Yfirlit. Hverskonar lækningar? Hverskonar læknar? Hversu margir læknar? Hvernig skipulag? Hverjir þurfa að vera með?

nolcha
Download Presentation

Hugleiðingar um lækningar á hjúkrunarheimilum á Íslandi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hugleiðingar um lækningar á hjúkrunarheimilum á Íslandi Meredith Cricco Öldrunar- og lyflæknir Öldrunarheimili Akureyrar/Sjúkrahúsið á Akureyri 20. febrúar 2014

  2. Yfirlit • Hverskonar lækningar? • Hverskonar læknar? • Hversu margir læknar? • Hvernig skipulag? • Hverjir þurfa að vera með? • Hvernig sjúklingar? • Hvað þyrfti að breytast í umhverfinu?

  3. Aðeins um mig • B.A. í trúarbragðafræði og kynjafræðum, kom svo hingað í íslensku fyrir erlenda stúdenta • Engan áhuga á öldrunarmálum fyrir læknanám • Fyrsta sumarvinna: ræsting á Droplaugarstöðum • The rest is history... • Lyflækningar og öldrunarlækningar við University of Rochester í New York fylki • Sérnám í öldrun við Monroe Community Hospital • eina kennsluhjúkrunarheimili í Bandaríkjunum • 566 rúm, íbúar frá 6 vikna – 100+ ára • Mikið lagt upp á að kenna gæðaumbótastarf og stjórnun (medical directorship)

  4. Hvernig eru lækningar á hjúkrunarheimilum? • Afbragðsyfirlit yfir umfang læknisþjónustu: • Helga Hansdóttir og Jón Eyjólfur Jónsson, „Verksvið læknis á hjúkrunarheimili,“ Læknablaðið 2009, 95:187-91. • Heildrænar • Eftirlit með mörgum langvinnum sjúkdómum • Samskipti við marga fagaðila • Tengsl við aðstandendur - fjölskyldufundir • Horfa á „stóru myndina“ – markmið meðferðar • Proactívar: virkar, fyrirbyggjandi • Reglulegt eftirlit og lyfjayfirferð • Þeir sem leita læknis eru ekki endilega þeir sem þurfa til hans • Það sem íbúi/aðstandandi vill er ekki endilega það sem þarf • Þörf á að fækka lyfjum sem viðkomandi vill halda • Þörf á fyrirbyggjandi meðferð sem viðkomandi hefur ekki endilega áhuga á • Ræða um markmið meðferðar og meðferðartakmarkanir áður en sjúklingi hrakar

  5. Hvernig eru lækningar á hjúkrunarheimilum? • Mikil áhersla á almenna líknarmeðferð á öllum stigum • Möguleiki á sérhæfðri lífslokameðferð • Lágtækni frekar en hátækni: • Vandamál með getu hjúkrunarfræðinga: lífsmarkamælingar, lyfjagjafaskráning, æðaleggir, hjartalínurit • Halda skörpum skilum við sjúkrahúsumhverfi hvað varðar meðferðartakmarkanir • „Slow medicine“ • Gamalreynd lyf, en gagnreynd • Læknir er partur af stofnuninni, en sér: • Tekur þátt í gæðaumbótastarfi á heimilinu • Hefur rekstrarumhverfi heimilisins (og heilbrigðiskerfis í heild) í huga • Gætir hagsmuna sjúklinga sinna, ekki heimilisins

  6. Hvernig læknar? • Öldrunarlæknar vs. heimilislæknar • mismunandi nálgun • Hlutverk sérhæfðra hjúkrunarfræðinga • Geta sinnt minni háttar vandamálum án aðstoðar • Geta verið þar sem læknir er alla jafna ekki til staðar • Geta „drýgt“ læknismönnun talsvert • Aðalspurning: á staðnum eða ekki • Bæta gæði meðferðar • Læknismeðferð • Hjúkrunarmeðferð • Fækka innlögnum, sérstaklega óþarfa • Kuo Y, JAGS 2013, 61:1750-7 • Helmings meiri líkur á hugsanlega óþarfa innlögnum hjá læknum með <20% vinnutíma á hjúkrunarheimili • Spara pening (fyrir ríkið, ekki fyrir heimilið!)

  7. Hvernig á mönnunin að vera? • Haft samband við samtök öldrunarlækna í 14 löndum og spurt um staðla varðandi læknismönnun á hjúkrunarheimilum: • Bretlandi • Írlandi • Noregi • Svíþjóð • Dannmörk • Hollandi • Þýskalandi • Frakklandi • Sviss • Ísrael • Australíu • Nýja Sjálandi • Bandaríkjunum • Kanada • Hverjir svöruðu??

  8. Kurteisasta þjóð í heimi...

  9. Svör: • Frá Kanada: 4 svör á næstu klukkustundum, allir vísa í Paul Katz, fyrrverandi yfirmann minn í Rochester, núna í Toronto • Í Kanada: 25 sjúklingar/hálfan dag (250 í 100% starfi) • Í Hollandi: 100 sjúklingar/heilt starf (50 ef endurhæfing) • Í Bandaríkjunum: 200+ sjúklingar/heilt starf (50-100 ef endurhæfing) MEÐ þremur sérhæfðum hjúkrunarfræðingum per lækni • Svar frá Írlandi - en engar tölur • 93-bls. PDF, þar af ½ bls. um hjúkrunarheimili • Nánast öll læknisþjónusta frá heimilislæknum • Svar frá samtökum hjúkrunarheimilalækna í Hollandi í fyrradag • Engar fastar tölur, reiknað út frá þyngd sjúklinga • Einnig tekið tillit til getu hjúkrunarfræðinga, landafræði

  10. Mönnunarviðmið úr Læknablaðsgrein • Mat FÍÖ: • 0,4 klst. per langtímasjúkling (1 læknir á 100 sj.) • 1,2 klst. per skammtímasjúkling (1 læknir á 33 sj.) • Norsk viðmið: • 0,33 klst. per langtímasjúkling (1 læknir á 90 sj. - ??) • 0,5 klst. per heilabilunarsj. með atferlistruflun (1 á 60) • 1,5 klst. per skammtímasjúkling (1 læknir á 26 sj.) • 3 klst. per endurhæfingarsjúkling (1 læknir á 13 sj.) • 5 klst. per sérstakt lífslokameðferðarrými (1 á 8 sj.) • Skv. FÍÖ ætti ég að vera í 159% starfi; í Noregi 155%

  11. Hvernig skipulag? • Læknar ráðnir beint af heimilinu • Vandamál: faglegt sjálfstæði • Verktakaþjónusta keypt af sjúkrahúsi eða fyrirtæki reknu af læknum • Samkvæmt lögum er skylda að hafa yfirlækni í stjórn • Föst laun vs. borgað fyrir hvert verk vs. laun skv. gæðum (pay for performance) vs. sambland • Ef per verk, þarf að verðmeta teymisfundi, flettifundi, o.s.fr. • Erfiðleikar með að meta gæði á hjúkrunarheimilum • Gæði metin út frá útkomum (RAI) eða ferlum (ACOVE) • Rafræn skráning: okkar vinna er oftast í samfellu

  12. Hvaða aðrar stéttir þurfa að vera með? • Öldrunarlæknar vita lækna best um nauðsyn þverfaglegs samstarfs • Ekki nógu mikið samstarf með sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum á ÖA • Alltof margar fagstéttir vantar á íslenskum hjúkrunarheimilum: • Lyfjafræðinga • Næringarfræðinga • Félagsráðgjafa/sálfræðinga • Tannfræðinga/tannlækna • Geðlækna • Talmeinafræðinga (sjá einnig um kyngingarvandamál í Bandaríkjunum) • RITARA

  13. Hvernig sjúklingum eigum við að sinna? • Vaxandi þörf á sértækri meðferð • S0ndunæring • Ytri öndunarvélarmeðferð, tracheostomia, öndunarvél? • Blóðskilun? • Öldrunarheimili vs. Hjúkrunarheimili: • Bara aldraðir, með mismiklar þarfir, sumir sjálfbjarga? • Er rétt að dvalarrýmisíbúar njóti samskonar læknisþjónustu? • Allir með hjúkrunarþarfir, óháð aldri? • Sérstakar deildir fyrir yngri íbúa? (ekki-harmonikku-deildir) • Hvernig á að nýta skammtímapláss?

  14. Núningspunktar/streita með skammtímapláss • Plássin skilgreind sem „hvíldarpláss“ en fólkið sem kemur þarf oft mikla læknisþjónustu og hjúkrun • Ekki verið undir eftirliti hjá heimilislækni, margt óunnið • Fólk sem samþykkir ekki að sækja um fast pláss (vegna fjárhagserfiðleika hjá maka eða heilabilunar): „redding“ • Óstabílir, veikjast brátt í dvölinni • Koma af sjúkrahúsinu eftir bráð veikindi eða í bið • Einstaka manneskja kemur í „hvíld“: stabíl, en umönnunaraðilinn er í útlöndum eða í elektívri aðgerð • Framtíð: skammtímainnlagnir með óákveðinn útskriftardag og meiri endurhæfingu

  15. Hvað þarf að breytast í umhverfinu? • Heilsugæsla: sinnir orðið bráðum tilfellum + lyfseðlum í gegnum síma • Horfið frá upprunalegri nálgun heimilislækninga, að fylgja eftir langvinnum sjúkdómum og hugsa um manneskjuna sem heild • Vantar eftirlit: ath. blóðþrýsting, blóðprufur, verkun lyfja • Gamalt fólk komið með heimahjúkrun = þarf ekki lengur lækni • Alltof margir hressast talsvert við að koma á hjúkrunarheimili og fá loksins uppvinnslu og meðferð (og fækkun á lyfjum) • Sjúkrahúsafgreiðsla bæði fyrir og eftir innlögn á hjúkrunarheimili • Álitið tilgangslaust að reyna að bæta ástand hjá öldruðum • „Slow medicine“ – á slæman hátt! • Léleg samskipti við útskrift á hjúkrunarheimili

  16. Hvað með heildarkostnaðinn? • Það vantar að horfa á heildarmyndina og hætta að reyna að færa kostnað á milli stofnana • Ambulant aðgerð og útskrift sama dag = færri möguleikar á mistökum, minna óráð, betri líðan hjá íbúa, minni kostnaður fyrir sjúkrahúsið og samfélagið – en hjúkrunarheimilið fær feitan reikning • Öldrunarlæknir getur sparað kerfinu margföld launin sín með því að sinna sem mestu á heimilinu og forðast tilgangslausar meðferðir/innlagnir

More Related