1 / 6

Setning er orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta.

Málvísi Aðal- og aukasetningar. Setning er orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta. Málsgrein er gerð úr a.m.k. einni setningu. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað málsgrein getur verið margar setningar.

ogden
Download Presentation

Setning er orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Málvísi Aðal- og aukasetningar Setninger orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta. • Málsgrein er gerð úr a.m.k. einni setningu. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað málsgrein getur verið margar setningar. • Setningum er skipt í tvo flokka, aðalsetningar og aukasetningar. Málbjörg / SKS

  2. málvísi Aðalsetningar Aðalsetningareru sjálfstæðar setningar sem ekki eru felldar inn í aðrar setningar. Þær hefjast stundum á samtengingu sem þá er kölluð aðaltenging. • Helstu aðaltengingarnar eru: og, eða, en, heldur, enda, bæði … og, annaðhvort … eða, hvorki ... né. • Aðalsetningar geta verið ósjálfstæðar en með því að bæta inn í þær ákveðnum setningarhlutum sem vantar má gera þær sjálfstæðar. Dæmi: A A A [Konan var heima um helgina] [og æfði söng] [en maðurinn fór í bíó]. Málbjörg / SKS

  3. málvísi Aukasetningar Aukasetningar hefjast á aukatengingu. Þær eru alltaf ósjálfstæðar. Algengar aukatengingar eru t.d.: sem, þegar, hvort, að, ef, enda þótt, þó að , eins og, nema, til þess að, vegna þess að. Dæmi: A Au Au [Konan var heima] [þegar maðurinn hringdi] [þó að hún svaraði ekki]. Málbjörg / SKS

  4. málvísi Aukasetningar Aukasetningar hefjast á aukatengingu. Þær eru alltaf ósjálfstæðar. Það merkir að þær geta ekki staðið einar sem fullgild málsgrein. Algengar aukatengingar eru t.d.: sem, þegar, hvort, að, ef, enda þótt, þó að , eins og, nema, til þess að, vegna þess að. Dæmi: A Au Au [Konan var heima] [þegar maðurinn hringdi] [þó að hún svaraði ekki]. Málbjörg / SKS

  5. málvísi Aukasetningar Aukasetningum má skipta í þrjá flokka eftir merkingu: a) tilvísunarsetningar, b) fallsetningar, c) atvikssetningar. 1. Tilvísunarsetningar Þær hefjast allar á tengingunni sem. Þetta er konan [sem syngur svo vel]. 2. Fallsetningar Þeim er skipt í tvo flokka eftir því hver tengingin er: a) Skýringarsetningar: að Maðurinn sagði [að konan syngi vel]. b) Spurnarsetningar: hvort Maðurinn spurði [hvort konan syngi vel]. Málbjörg / SKS

  6. málvísi Aukasetningar 3. Atvikssetningar Þeim er skipt í sjö flokka eftir tengingu og merkingu: a) Orsakarsetningar: vegna þess að Maðurinn hlustaði lengi[vegna þess að konan söng svo vel]. b) Skilyrðissetningar: nema Maðurinn fer heim[nema konan syngi]. c) Afleiðingarsetningar: svo að Konan syngur vel [svo að maðurinn hlustar lengi]. d) Viðurkenningarsetningar: þó að Konan syngur[þó að maðurinn hlusti ekki]. e) Tilgangssetningar: til þess að Konan syngur lengi[til þess að maðurinn verði glaður]. f) Samanburðarsetningar: eins og Konan syngur[eins og henni sé borgað fyrir það]. g) Tíðarsetningar: þegar Maðurinn hlustar[þegar konan syngur]. Málbjörg / SKS

More Related