1 / 31

Lögskýringarsjónarmið

Lögskýringarsjónarmið. Hugtakið. Lögskýringarsjónarmið vísar til einhverra atriða sem notuð eru til rökstuðnings við ákvörðun á efnislegu inntaki setts ákvæðis Hvaða atriði skal eða má nota til rökstuðnings við lögskýringu? Lögskýringarkenningar svara þessari spurningu með ólíkum hætti

Download Presentation

Lögskýringarsjónarmið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lögskýringarsjónarmið

  2. Hugtakið • Lögskýringarsjónarmið vísar til einhverra atriða sem notuð eru til rökstuðnings við ákvörðun á efnislegu inntaki setts ákvæðis • Hvaða atriði skal eða má nota til rökstuðnings við lögskýringu? • Lögskýringarkenningar svara þessari spurningu með ólíkum hætti • Hver er afstaða íslenskrar almennrar lögfræði í megindráttum?

  3. Lögskýringarsjónarmið og lögskýringarreglur • Hver er munurinn? • Lögskýringarsjónarmið • Mjög víðtækt hugtak - vísar til hvers konar rökstuðnings fyrir ákveðinni lögskýringu • Lögskýringarreglur • Vísar til fastmótaðra viðmiða um lögskýringu við ákveðnar aðstæður • Lögskýringarreglur er yfirleitt hægt að styðja við ákveðin lögskýringarsjónarmið • Sjá t.d. X. kafla í D.Þ.B.

  4. Flokkun lögskýringarsjónarmiða • Orð- og textafræðileg atriði • Tilurð og forsaga laga • Samræmisskýringar • Markmiðsskýringar • vilji löggjafans • tilgangur laga • Samanburðarskýring • Skýring með vísan til matskenndra sjónarmiða • Önnur sjónarmið

  5. Heimildarskýringar • Hvað er átt við með því að sum lögskýringarsjónarmið styðjist við heimild? • Atriði sem við getum staðreynt án þess að leggja mat á gildi þeirra (þ.e. hvort þau séu góð, æskilegt, eðlileg eða hagkvæm) • Hvaða lögskýringarsjónarmið styðjast við heimildir? • Athugið sérstaklega tilgang og samræmi - hvenær styðjast þessi atriði við heimildir og hvenær ekki?

  6. Matskenndar skýringar • Hvað er átt við með því að skýring sé háð mati? • Atriði sem við getum ekki staðreynt án þess að leggja mat á gildi ákvæðis • Hvaða lögskýringarsjónarmið styðjast við mat? • Athugið sérstaklega tilgang og samræmisskýringar

  7. Mat á lögskýringarsjónarmiðum • Engar settar reglur eru til um lögskýringu • Sbr. þó 3. gr. laga nr. 2/1993 • Sjá einnig ýmsa alþj. samninga - 6. gr. EES-samningsins og 17. gr. MSE • Við leggjum til grundvallar þau sjónarmið, sem eru almennt viðurkennt að nota skuli eða nota megi við lögskýringu

  8. Hvað er almennt viðurkennd aðferð við lögskýringar? • Við úrlausn á því hvað er almennt viðurkennt styðjumst við eins og endranær aðallega við réttarframkvæmd • Þegar íslensk réttarframkvæmd er virt í heild er ljóst að öll þau sjónarmið sem að framan greinir eru almennt viðurkennd sem lögskýringarsjónarmið • Réttarframkvæmd er hins vegar ekki mjög skýr um vægi eða forgang sjónarmiðanna • Við getum því þurft að taka afstöðu til álitaefna við lögskýringar án þess að styðja niðurstöðu okkar við það sem almennt er viðurkennt að íslenskum rétti • Við slíkt mat geta lögskýringakenningar m.a. haft þýðingu

  9. Fleiri lögskýringarsjónarmið koma til greina • Tiltekið lögskýringarsjónarmið á ekki alltaf við eða er nothæft sem rökstuðningur • Orð ákvæðis eru óráðin • Engin skýr löggjafarvilji verður fundinn  Leita verður til stoðar í öðrum sjónarmiðum • Fleiri lögskýringarsjónarmið geta stutt sömu niðurstöðu • vilji löggjafans er í samræmi við orð ákvæðis eins og þau verða skilin skv. almennri málvenju

  10. Lögskýringarsjónarmið rekast á • Fleiri lögskýringarsjónarmið geta stutt andstæðar niðurstöður • Greinargerð (löggjafarviljinn) er í ósamræmi við skýringu samkvæmt orðanna hljóðan • Ákvæði skv. orðanna hljóðan og greinargerð er í ósamræmi við þjóðarétt (samræmi) • Verður ráðið af dómafrakvæmd að ákveðin lögskýringarsjónarmið hafi forgang gagnvart öðrum? • Ef ekki, þá er val á lögskýringarsjónarmiði háð mati þegar svona stendur á

  11. Einstök lögskýringarsjónarmið

  12. Skýring samkvæmt orðanna hljóðan • Texta- og orðskýring • Sérstök rök þurfa að koma til svo að vikið sé frá skýringu samkvæmt orðanna hljóðan • H 1989:239 (dráttarvél) • H 1994:79 (innflutningur á skinku) • Óljóst af dómaframkvæmd hver þessi sérstöku rök eru • Flest lögskýringarsjónarmið hafa í einhverjum tilvikum leitt til frávika frá orðanna hljóðan

  13. Tilefni og ástæður laga • Tilefni laga getur veitt vísbendingar um tilgang eða markmið laganna • H 1938:77 (gullforði) • Ástæður og rök laga tengjast sömuleiðis tilgangi eða markmiði lagareglu • H 1940:370 (heysáta), H 1964:138 (steinkast)

  14. Forsaga laga • Forsaga laga getur veitt vísbendingu um hvernig sambærilegar reglur hafa áður verið skýrðar áður • Forsaga getur veitt upplýsingar um hvernig réttarástandi var hagað áður en lög voru sett • Sjá t.d. H 1938:57 (heimabakstur) - heimabakstur ekki talinn falla undir handiðnað • Breyttar sögulegar aðstæður • H 1995:2417 (Geir Waage) og H 1990:2

  15. Samræmisskýringar • Leitast er við að skýra lög þannig að rétturinn myndi eina skipulega heild • Komið í veg fyrir mótsagnir • Stuðlað að því að sambærileg tilvik fái sambærilega úrlausn • H 1964:138 (sératkvæði) • Lagasamræmi víkur yfirleitt víkur fyrir skýrum lagatexta eða vilja löggjafans í aðra átt - Hvers vegna?

  16. Samræmisályktanir • Samræmi milli ákvæðis og ákvæða annarra lagábálka • Notkun hugtaka - sjá dóma í D.Þ.B. • Sama réttaratriði - sjá dóma í D.Þ.B. • Eyðuákvæði - sjá dóma í D.Þ.B. • Tilvitnanir til annarra laga - sjá dóma í D.Þ.B.

  17. Samræmi innan lagabálks • Skýra á ákvæði lagabálks í samræmi við önnur ákvæði hans • Sbr. t.d. skýringar á mannréttindaákv. STS • Reglugerðir ber að skýra til samræmis við sett lög • Reglugerð ber að skýra til samræmis við heimildarlög sín • Reglugerð ber að skýra þannig að hún gangi ekki gegn öðrum settum lögum

  18. Skýring í samræmi við meginreglur • Áður hefur verið rætt um meginreglur laga • Ef lagaákvæði á að víkja frá meginreglum þurfa orð þess almennt að vera skýr um það • Að öðrum kosti er ákvæði skýrt til samræmis við meginreglu • Oft orðað svo að frávik beri að skýra þrengjandi í samræmi við meginreglur • Sjá dóma í D.Þ.B.

  19. Skýring í samræmi við eðli máls • Áður hefur verið rætt um eðli máls • Eðli máls hefur fyrst og fremst þýðingu sem lögskýringarsjónarmið • Sjá dóma í D.Þ.B. • Eðli máls felur í sér mjög matskennt sjónarmið

  20. Skýringar í samræmi við fordæmi • Í dómi getur hafa verið tekin afstaða til álitaefna við lögskýringu og tiltekinni skýringu slegið fastri • Almennt ber að fylgja fordæmi um tiltekna lögskýringu nema sérstök rök standi til annars • Óþarfi er að kanna öll viðeigandi lögskýringar-sjónarmið - nægilegt að vísa til fordæmisins • Hægt að líta á dóm þar sem ákvæði er skýrt sem lögskýringargagn í stað réttarheimildar til fyllingar ákvæði • Sjá að öðru leyti umfjöllun um fordæmi sem rh.

  21. Skýringar í samræmi við réttarvenju • Venja um tiltekna lögskýringu ákvæðis getur myndast • Hjá handhöfum allsherjarvalds • Hjá almenningi • Sjá dóma í D.Þ.B.

  22. Skýring í samræmi við þjóðarétt • Almennt ber að skýra lög til samræmis við þjóðarétt • Sjá dóma í D.Þ.B. Sjá einnig dóm Hæstaréttar í máli 236/1999 16. des. 1999 (Erla María) • Eru H 1990:2 og H 1992:174 dæmi um lögskýringu eða er settum ákvæðum vikið til hliðar á grundvelli þjóðaréttar? • Sérregla lögfest í 3. gr. laga nr. 2/1993 • Bætir ákvæðið einhverju við hina almennu lögskýringarreglu?

  23. Sett lög og vilji • Sett lög verða óhjákvæmilega til fyrir vilja einhvers eða einhverra • Þannig er hægt að búa til viðmið (norm) með nánar tilteknum aðferðum • Þegar þetta viðmið hefur verið búið til er það "til" án tillits til vilja höfundanna • Í undantekningartilvikum getur viðmiðið orðið annars efnis en höfundarnir ætluðust til

  24. Vilji löggjafans sem lögskýringarsjónarmið • Hvers vegna er vilji löggjafans lögskýringarsjónarmið? • Rökbundin nauðsyn? • Ákveðnum aðilum er fengið vald til að setja samfélaginu reglur • Órökrétt að þær reglur, sem þessir aðilar setja, séu einhvers annars efnis en þeir ætluðust til • Lýðræðisleg sjónarmið?

  25. Hvar finnum við vilja löggjafans • Orð ákvæðisins sjálfs hljóta að vera besta heimildin fyrir vilja löggjafans • Handhafar löggjafarvalds tjá vilja sinn með lagatextanum • Handhöfum löggjafarvalds er kunnugt um hvaða aðferðir eru almennt viðurkenndar við lögskýringu textans • Leggja verður til grundvallar að handhafar löggjafarvalds noti tungumálið á hefðbundinn hátt og meini það sem þeir segi • Undirbúningsgögn lagasetningar

  26. Takmörk vilja löggjafans • Vilji löggjafans getur verið takmarkaður við að tiltekin texti verði að lögum • Handhafar löggjafarvalds kunna ekki að hafa neina afstöðu til hvernig beita eigi lögunum eða hvaða markmiðum þau eigi að þjóna • Vilji löggjafans getur verið ósamstæður • T.d. engin skýr meirihlutavilji verður fundinn á fjölskipaðri lögjafarsamkomu • Vilji löggjafans getur verið út í hött

  27. Ímyndaður vilji löggjafans • Ef vilji löggjafans verður ekki fundinn • Eigum við að reyna að komast að því hvað löggjafinn hefði viljað? Eða • Eigum við að styðjast við önnur lögskýringarsjónarmið? • Ímyndaður vilji löggjafans er uppfinning dómarans og felur í sér afstöðu hans (en ekki lögjafans) um hvernig skýra beri ákv. • Ályktanir um það sem löggjafinn "vildi sagt hafa" eiga lítið skylt við vilja löggjafans

  28. Til hvers stendur vilji löggjafans • Vilji löggjafans getur staðið til þess að ákvæði sé beitt með ákveðnum hætti með hliðsjón af tilteknu tilviki • Vilji löggjafans getur staðið til þess að ákvæði þjóni tilteknum markmiðum • Í þessu tilviki er vilji löggjafans heimild um tiltekinn tilgang sem hægt er að nota við lögskýringu

  29. Tilgangur • Með tilgangi laga er átt við að þau eigi að þjóna einhverjum hagsmunum • Tilgangur verður stundum studdur við heimildir • Tilgangsákvæði í lögum • Undirbúningsgögn • Í öðrum tilvikum verður ályktað um tilgang án stuðnings við heimildir • Rifjið t.d. upp dóma Evrópudómstólsins í máli Van Gend en Loos og Costa gegn Enel

  30. Tilgangur laga sem lögskýringarsjónarmið • Tilgangur studdur við heimildir - tilgangur eða markmið löggjafans • Sjá dóma í D.Þ.B. • Tilgangur ekki studdur við heimildir - mat dómarans sjálfs • Sjá dóma í D.Þ.B.

  31. Matskennd sjónarmið o.fl. • Vísað til efnisraka, lagaraka, ríkjandi stefnu, almennra viðhorfa • Verður almennt heimfært undir meginreglur laga og eðli máls • Skýring með hliðsjón af mannréttindum • Skýring með hliðsjón af meginreglum laga

More Related