1 / 14

HUGMYNDAFRÆÐI STJÓRNMÁLASTEFNUR

HUGMYNDAFRÆÐI STJÓRNMÁLASTEFNUR. Frjálshyggja. Elst nútíma stjórnmálastefna eða hugmyndafræði, verður til sem hugmyndagrunnur borgarastéttar og réttlætir þær breytingar sem verða í iðnbyltingu, þróun kapitalismans og valdatöku borgarastéttar.

paco
Download Presentation

HUGMYNDAFRÆÐI STJÓRNMÁLASTEFNUR

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. HUGMYNDAFRÆÐISTJÓRNMÁLASTEFNUR

  2. Frjálshyggja • Elst nútíma stjórnmálastefna eða hugmyndafræði, verður til sem hugmyndagrunnur borgarastéttar og réttlætir þær breytingar sem verða í iðnbyltingu, þróun kapitalismans og valdatöku borgarastéttar.

  3. Grundvöllur og áhrif frjálshyggjunnar í nútímasamfélaginu Hugmynd frjálshyggjunnarum hámörkun verðmætasköpunar er grundvallarhugmynd í nútímaþjóðfélaginu. Markaðskerfið (kapítalisminn) felur í sér misskiptingu eða ójafna skiptingu milli fólks.

  4. Stjórnmálin snúast mjög mikið um afstöðuna til þessarar misskiptingar: • Markaðshyggjan (hægrisinnuð frjálshyggja) vill sem minnst (eða engin) afskipti ríkisvaldsins af skiptingunni. Þýðir að mikill ójöfnuður verður, en hann er einmitt hvati kerfisins og því réttlætanlegur. • Félagsleg frjálshyggja og umbótasinnuð jafnaðarstefna: Ríkið hafi afskipti eða áhrif og stýri skiptingunni á meiri eða minni hátt, t.d. með löggjöf um skatta, almannatryggingar og reglum um samkeppni. • Jafnaðarstefna, róttæk (vinstrisinnuð umbótastefna eða byltingarsinnuð): Ríkið skipuleggi framleiðsluna og stýri skiptingunni til jöfnunar milli fólks. Áætl­unar­búskapur í stað frjáls markaðar. Stefnan á vesturlöndum liggur mest á miðju þessara sjónarmiða, ítarútfærsla lengst til hægri eða til vinstri er hvergi í framkvæmd, sjónarmið vinstri sinnaðra eða hægri sinnaðra stjórnvalda einkennast af áherslum í sitt hvora áttina og oft einhverjum breytingum í þeim dúr.

  5. Helstu heimspekingar frjálshyggjunnar • Thomas Hobbes (1588-1679): Er á tímum veikrar en vaxandi borgarastéttar. Verndun eignarréttar og samkeppni, sterkt ríkisvald til að halda uppi reglu. • John Locke (1632-1704): Pólitísk réttindi fyrir alla. • Jean-JacquesRousseau (1712-1778): Ríkisvaldið er sáttmáli fólksins um fyrirkomulag, á að þjóna fólkinu. • Adam Smith (1723-1790): Afskiptaleysisstefna, frjáls markaður með gróðahyggju sem drifkraft hámarkar verðmætasköpunina. Undirstöðukenningar hagfræðinnar um markaðinn. • Jeremy Bentham (1748-1832): Mest hamingja fyrir sem flesta, ríkisvaldið hafi áhrif til að stýra í þessa átt, einhver takmörkun á hinum frjálsa markaði. Félagsleg sjónarmið. • Herbert Spencer (1820-1903): Ofuráhersla á afskiptaleysi ríkisvaldsins og kenning um að þeir hæfustu lifi í samkeppnisþjóðfélaginu. Áhrifamikilar hugmyndir, einkum í USA, en botnlausar!

  6. Hugtök frjálshyggjunnar • Laissez-faire: “lát oss í friði” – ríkisvaldið á að láta borgarana afskiptalausa, slagorð efnahagslegrar /markaðssinnaðrar frjálshyggju – afskiptaleysisstefnan. • Ósýnileg hönd markaðarins: Adam Smith lýsti lögmálum markaðarins svona – ósýnileg hönd leiðir menn áfram að bestu lausnum, jafnvægið á markaðinum kemur sjálfkrafa. • Þjóðfélagsdarwinismi:Spencer setti fram kenninguna um “hinir hæfustu lifa” í sam­keppnis­þjóðfélaginu, þetta tóku hinir ríku upp sem trúarbrögð og trúðu því að þeir sjálfir væru úrvalið en afgangurinn af þjóðfélaginu væri rusl eða þannig... Það má ekki hjálpa smælingjunum með ríkisafskiptum því þá er verið að raska lögmálunum um að þeir hæfustu lifi. Góðgerðarstarfsemi þar sem ríkir gefa fátækum var svo sem í lagi … • Nytjastefnan: Bentham og sú stefna að allt eigi að miða að sem mestri hamingju fyrir sem flesta. Ríkið verður að hafa einhver afskipti af skiptingunni, ekki bara hrein markaðslögmál. Félagsleg áhersla að ríkið miðli milli þegnanna…

  7. Íhaldsstefnan Kom á eftir frjálshyggjunni sem viðnám gegn breytingum til markaðssamfélags og lýðræðishugmynda. Var hugmyndafræði aðalsins á þessu stigi. Var oft meiri aftur­haldsstefna en íhaldsstefna. Síðar varð íhaldsstefnan hugmyndafræði borgarastéttar, það varð þegar borgaralegt skipulag (kapítalismi – lýðræðisþróun/kerfi) var orðið ríkjandi. Íhaldsstefnan lagar sig að þjóðfélaginu þegar það er orðið rótgróið. Íhaldsstefnan er alla jafnan hugmynda­fræði valdastéttar eða þeirra sem betur standa. Meira að segja í kommúnistalöndunum sem kenndu sig við róttæka jafnaðarstefnu þar urðu valdhafarnir mjög íhaldssamir – öfgaíhaldssamir eða fasistar.

  8. Slagorð: Það sem er gamalt og gróið hlýtur að vera gott. • Markaðssinnuð og félagsleg íhaldsstefna. Áhersla á sterkt ríkisvald er áberandi hjá íhaldsmönnum. Áherslan að haldið sé uppi lögum og reglu. Hinn sterki leiðtogi er þýðingarmikill. Hjá félagslegri íhaldsstefnu kemur fram áhersla á að þeir fátæku megi ekki verða of fátækir, það getur lamað þjóðfélagið. Þjóðfélagið er líkt og líkami og hann verður að vera heilbrigður. Þjóðin verður að standa saman.

  9. Íhaldsheimspekingar og hugtök • EdmundBurke: varðveislusjónarmiðið með röksemdinni að það eigi að varðveita það sem hafi reynst vel ... Hugtök • Hinn sterki leiðtogi • Þjóðin og þjóðarlíkaminn

  10. Jafnaðarstefna Kom síðast fram af stjórnmálastefnum nútímans, þegar “massasamfélag” nýju iðnaðarborganna varð til með mikilli misskiptingu birtist stefnan sem afl öreigastéttarinnar. Í átökum verkalýðs og borgarastéttar átti sívaxandi afl verkalýðs að færa valdið til hans líkt og borgarastéttin hafði tekið völdin úr höndum aðalsins. Jafnaðarsamfélag átti að spretta upp í þessu umróti þar sem enginn skyldi eða vildi “arðræna” annan. • Byltingarsinnuð jafnaðarstefna varð öflug og vildi hraðar breytingar. • Umbótasinnuð jafnaðarstefna verður ofan á sem stefna hægfara breytinga þar sem sífellt er stefnt að umbótum í átt til jöfnuðar. Hugtök

  11. Heimspekingar / hugmyndafræðingar • Marx og Engels • Kommúnistaávarpið varð stefnuyfirlýsing • Fræðirit og pólitísk rit Marx mikilvægur grundvöllur hugmyndafræðinnar • Lenín • Réttlæting byltingarinnar – “Heimsvaldastefnan” o.fl. • Maó • Réttlæting byltingarinnar – “Rauða kverið” • Bernstein • Leiðtogi sósíaldemókrata í Þýskalandi

  12. Fasismi og nasismi Öfga-öfga-íhaldssjónarmið? Til að skoða hugmyndafræðilega þætti og skilja þá betur getur verið gott að setja þá í samhengi við sjónarmið íhaldsstefnu sem er þá mögnuð upp í mjög öfgakennt form.

  13. Fasismi/nasismi Alræðisvald ríkisins undir stjórn einræðisherrans, geðþóttastjórnun og ógnarstjórn með leynilöggu – pyntingar o.s.frv. Afneitun skynseminnar og rík mannfyrirlitning, fjöldinn er heimskur og verður að treysta á yfirburðafólkið Kynþáttahyggja nasista felur í sér rosalega lagskiptingu, einn hópur er öðrum æðri og neðst eru “úrhrök” samfélagsins. Efst er úrvalið (socialdarwinism) þ.e. foringinn og yfirburðakynþáttur hans. Foringinn – einræðisherrann Þjóðarremba, ein þjóð æðri öðrum ..... Íhaldssjónarmið • Sterkt ríkisvald til að halda upp lögum og reglum • Vantrú á skynsemi • Lagskipting er mikilvæg t.d. hafa stéttir sín nauðsynlegu hlutverk, ójöfnuður er bara eðlilegur af því einstaklingarnir eru misjafnir. • Sterkur leiðtogiÁherslan á þjóðina (þjóðernisstefna) • Þjóðarremba, ein þjóð æðri öðrum .....

  14. Heimspekingar og hugmyndafræðihöfundar Helst má nefna “Mein Kampf” þar sem Hitler setur fram hugmyndir sínar. http://en.wikipedia.org/wiki/Mein_Kampf http://www.youtube.com/watch?v=lZQ4yQDIf5k&feature=related http://www.youtube.com/watch?v=sw837zt81nw http://www.youtube.com/watch?v=_Q-6H4xOUrs http://www.youtube.com/watch?v=PuqJGajVJC8&feature=related http://www.youtube.com/watch?v=qtL4oxDRbTg

More Related