1 / 39

Meltingarfærasjúkdómar

Meltingarfærasjúkdómar . Vélindabólga- Oesophagitis. Einkenni Brjóstsviði, kyngingarerfiðleikar Orsakir Þindarslit, bakflæði Sýking Áfengisneysla Meðferð Meðhöndla undirliggjandi orsök, lyfjagjöf . Þindarslit . Tvö afbrigði Hiatus hernia

reuel
Download Presentation

Meltingarfærasjúkdómar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Meltingarfærasjúkdómar Bogi Ingimarsson

  2. Vélindabólga- Oesophagitis • Einkenni • Brjóstsviði, kyngingarerfiðleikar • Orsakir • Þindarslit, bakflæði • Sýking • Áfengisneysla • Meðferð • Meðhöndla undirliggjandi orsök, lyfjagjöf Bogi Ingimarsson

  3. Þindarslit • Tvö afbrigði • Hiatus hernia • Hluti magans þrýstist gegnum efra magaopið upp í vélinda. • Afleiðingar: magasýra kemst upp í vélindað og veldur ertingu og bólgu • Diaphragmal hernia • Hluti magans þrýstist upp í brjóstholið gegnum rof á þind yfirleitt vinsta megin við vélinda. • Afleiðingar: öndunarerfiðleikar Bogi Ingimarsson

  4. Gastritis-magabólga • Einkenni • Vegna sýkinga (Helicobacter) • Meltingartruflanir, kviðverkir, slappleiki • Annarra orsaka • Uppþemba, brjóstsviði, ógleði, vindverkir • Orsakir • Sýkingar, óholl fæða, óreglulegt mataræði, áfengisneysla, lyfjaneysla, kaffidrykkja, reykingar • Greining • Magaspeglun, mótefnamæling • Meðferð • Lyfjameðferð Bogi Ingimarsson

  5. Magasár-Ulcus Ventriculi • Sár í magaslímhúð • Orsakir • Sýking: Helicobacter pylori • Lyf, efni sem trufla sýrujafnvægi magans • Áhættuþættir: streita, erfðir? • Einkenni • Verkur efst í kviðarholi, slappleiki, megurð, tjöruhægðir, brjóstsviði, lystarleysi, ógleði Bogi Ingimarsson

  6. Magasár-Ulcus Ventriculi • Greining • Magspeglun, mótefnamæling • Meðferð • Háð orsök • Sýklalyf, sýrubindandi lyf • Mataræði Bogi Ingimarsson

  7. Skeifugarnasár-Ulcus duodeni • Yfirleitt minni en magasár • Einkenni: m.a. • Hungurverkir sem lagast við mat og sýrubindandi lyf • Orsakir • Líklega oft HP bakteríusýking (?) • Greining • Magaspeglun og mótefnamæling • Meðferð • Sama og magasár, forðast ákv. fæðuteg, lyf og reykingar Bogi Ingimarsson

  8. Hugsanlegar afleiðingar maga og skeifugarnasára • Rof á maga og blæðing inn í kviðarhol • Lífhimnubólga (peritonitis) • Einkenni blæðandi magasára • Blóðug uppköst • Tjöruhægðir • Losteinkenni Bogi Ingimarsson

  9. Magakrabbamein – Cancer ventriculi • Oftast frá magslímhúð (adenocarcinoma) • Algengi meiri hjá körlum en hjá konum • Nýgengi • Einkenni • Megurð - lystarleysi • Slappleiki, ógleði • Blóðleysi - uppköst • Verkir eftir máltíðir • Blóð í hægðum Bogi Ingimarsson

  10. Magakrabbamein –Cancer ventriculi • Orsakir • Óþekktar • Tilgátur • Mataræði, neysluvenjur • Geymlsuaðferðir, arfgengi • Sýkingar, lyf, áfengi, tóbak • Magabrottnám • Tengsl við HP bakteríusýkingu (gatritis) • Greining • Magaspeglun- vefjasýni Bogi Ingimarsson

  11. Magakrabbamein –Cancer ventriculi • Meðferð • Skurðaðgerð, geislar, lyfjameðferð • Horfur • Góðar ef uppgötvast í tíma • Forvarnir • Borða trefjaríka fæðu • Minnka saltneyslu • Hófsemi í mat og drykk Bogi Ingimarsson

  12. Sjúkdómar í gallvegum • Gallsteinar (cholelithiasis) • Gallblöðrubólga (cholecystitis) • Gall myndast í lifur við niðurbrot rauðfrumna. • Gall er samsett úr bilirúbíni og kólesteróli. Bogi Ingimarsson

  13. Gallsteinar • Gallsteinar myndast í gallblöðru og gallrásum, þegar gallsölt falla út og hlaða á sig kólesteróli. • Einkenni • Ógleði – vanlíðan eftir fituríka máltíð • Miklir verkir ef steinn er í gallrásum • Gula, kláði, ljósar hægðir, dökkt þvag • Hitahækkun við sýkingu í gallblöðru. Bogi Ingimarsson

  14. Gallsteinar • Orsakir • Óþekktar- tengsl við hátt kólesteról í blóði • Algengar meðal kvenna en karla • Meðferð • Skurðaðgerð • Steinar brotnir og gallblaðra fjarlægð Bogi Ingimarsson

  15. Brisbólga - Pancreatitis • Alvarlegur sjúkdómur • Bæði til bráð og langvinn • Einkenni • Miklir verkir í kviðarholi með leiðni aftur í bak og upp í brjóst. • Miklar meltingartruflanir • Blóðmynd: Hækkun á amýlasa (meltingarensím) • Truflanir á blóðsykri mögulegar Bogi Ingimarsson

  16. Brisbólga - Pancreatitis • Orsakir • Æxli í brisi eða stífla í gallrásum sem stíflar brislosun. • Áfengisneysla • Meðferð • Fasta, vökvi í æð, verkjalyf • Fylgikvillar sjúkdóms • Sykursýki, fæðuóþol, viðvarandi brisbólga. Bogi Ingimarsson

  17. Kviðslit- Hernia • Rof eða þynning á ytri lífhimnu. • Líffæri eða vefir þrýstast út og mynda útbungun á húð • Algengt í nafla og nára • Orsakir • Meðfæddur galli á lífhimnu • Afleiðing aðgerðar á kvið • Yfirleitt kemur kviðslit ekki fram nema við aukinn þrýsting í kviðarholi t.d. Hósta, barnsburð, rembing. Bogi Ingimarsson

  18. Kviðslit- Hernia • Fylgikvillar • Drep og sýking ef kviðslitið klemmist og blóðflæði til þess stöðvast. • Meðferð • Aðgerð eða sérstök belti sem styðja við kviðvegginn. Bogi Ingimarsson

  19. Þarmalömun (ileus) • Skortur á þarmahreyfingum (peristalsis) • Einkenni • Kviðverkir stöðugt eða með hléum • Þaninn kviður, enginn garnahljóð • Hvorki hægðir né vindur • Illa lyktandi brúnleit uppköst, • Þurrkur Bogi Ingimarsson

  20. Þarmalömun (ileus) • Orsakir • Stífla í meltingarvegi t.d. æxli, samgróningur, hægðir • Vegna lyfja, svæfingar eða verkjalyfja • Greining • RRöntgenmynd af kvið, hlustun á kvið • Meðferð • Háð orsök, aðgerð við stíflu, lyf í æð sem auka þarmahreyfingar. Ekkert um munn fyrr en þarmastarfsemi er komin í gang. Bogi Ingimarsson

  21. Lífhimnubólga (peritonitis) • Lífhimna • Tvöföld himna sem klæðir líffæri kviðarhols og kviðarholið sjálft að innan • Einkenni • Bráðir kviðverkir, eymsli, sótthiti, ógleði, uppköst • Orsakir • Afleiðing annarra sjúkdóma, botnlangabólgu o.fl • Afleiðingar • Getur leitt til losts ástands, há dánartíðni hjá eldra fólki. Bogi Ingimarsson

  22. Botnlangabólga (Appenditis) • Einkenni • Verkur hægra meginn í kvið frá nafla niður í nára • Sleppieymsli. Ef ýtt er vinstra meginn í kvið, þá kemur fram verkur hægra meginn í kvið. Hiti, uppköst, ógleði. • Einkenni geta bæði verið bráð og langvinn. • Orsök • Óþekkt að mestu, hægðatregða, sýking • Afleiðingar • Lífhimnubólga ef botnlangi springur. Bogi Ingimarsson

  23. Hægðatregða (Obstipatio) • Skilgreining: Ef hægðir eru sjaldnar en á 5 daga fresti. • Tvö afbrigði • 1 Hægðir óeðlilega lengi að fara gegnum ristill, mikið frásog að vatni og fallristill fyllist af litlum hægðakögglum. • 2 Hægðir safnast fyrir í bugaristli, endaþarmur fyllist af hægðum og hann verður ónæmur fyrir þrýstingi. Bogi Ingimarsson

  24. Hægðatregða (Obstipatio) • Orsakir • 1 hreyfingarleysi, rangt mataræði, skortur á vökva (vefjaþurrkur) • 2 Stundum vegna ofnotkunar hægðalyfja, sem eyðileggja eðlileg taugaviðbrögð í endaþarmi. • Í báðum teg. ýmis lyf, t. d. parkódín • Áhættuþættir • Aldur, rangt mataræði, hreyfingarleysi. Bogi Ingimarsson

  25. Ristilæxli (Cancer coli) • Bæði til góðkynja og illkynja • Mörg ristilæxli byrja sem góðkynja húðsepi • Nýgengi • Karlar með hærra nýgengi en konur • Afbrigði • Hægra og vinstra ristilæxli. • 60-70% ristilæxla í botnristli og bugaristli Bogi Ingimarsson

  26. Ristilæxli (Cancer coli) • Hægra ristilæxli • Hægvaxta æxlisvöxtur í botnristli • Slappleiki, megurð, blóðleysi • Vinstra ristilæxli • Vex í bugaristli, myndar vessandi sár, • Hægðatregða, sortusaur, ógleði, uppköst. Bogi Ingimarsson

  27. Ristilæxli (Cancer coli) • Orsök og Áhættuþættir • Óþekkt, fylgni við fituríkt og úrgangssnautt mataræði, hægðatregða • Bólgusjúkdómar (colitis) í ristli líklegur undanfari • Erfðir (ættlægni) • Meðferð • Skurðaðgerð, oft tilbúinn þarfagangur, lyf • Horfur góðar ef uppgötvast áður en meinvörp koma. Bogi Ingimarsson

  28. Lifur –hlutverk • Lifrin er efnaverksmiðja líkamans og miðstöð efnaskipta. • Afeitrar lyf og önnur efni (Kupffer frumur) • Umbreytir afgangs orkuefnum í geymsluforða. • Glúkósu í glykógen. • Sundrar próteinum og myndar þvagefni (urea) • Myndar plasmaprótein • Geymir ADEK vítamín og járn • Myndar gall og storkuþætti Bogi Ingimarsson

  29. Blóðflæði um lifur • Lifur er stærsti kirtill líkamans (1-1,5 kg). • Lifrin er bæði innkirtill og útkirtill • Lifrarslagæðar flytja súrefnisríkt blóð til lifrar. • Lifrarportæð flytur næringarríkt bláæðablóð frá þörmum til lifrar. Lifrarbláæð til holæðar. • Blóð frá lifrarslagæðum og lifrarportæð blandast í lifur og streyma um háræðakerfi lifrar. • Þetta tryggir að lifrarfrumur fái nóg af næringarefnum og súrefni til þess að starfa. • Lifrarportæð liggur milli tveggja háræðakerfa. Bogi Ingimarsson

  30. Lifrarsjúkdómar • Gallitarefni (bilirubin) myndast við niðurbrot blóðrauða í milta. • Lifrin tekur það upp og breytir því úr fitu leysanlegu efni í vatnsleysanlegt efni með hjálp ensíma í lifur. • Vatnsleysanlegt bilirubin skilst út úr líkama með galli, lítilsháttar með þvagi. • Gallitarefni gefa hægðum lit. • Fituleysanlegt gallitarefni er eitrað • Eðlileg blóðgildi 5-10mg/líter • Í gulu 18-20 mg/líter eða meira Bogi Ingimarsson

  31. Lifrarsjúkdómar • Gula er megin einkenni lifrarsjúkdóma • Í gulu hækkar gallitarefni í blóði og fellur út í vefjum. • Húð og augnhvíta fá á sig gulleitan blæ. • Gall skilst út í skeifugörn. • Orsakir gulu aðllega þrennskonar Bogi Ingimarsson

  32. Orsakir gulu • Pre-hepatísk gula • Mikið niðurbrot á rauðum blóðkornum, lifrin hefur ekki undan að umbreyta og útskilja gallitarefnin. • Hækkun á fituleysanlegu bilirúbini getur valdið heilaskemmdum. Bogi Ingimarsson

  33. Orsakir gulu Hepatísk gula (intrahepatísk gula) Skemmd í lifrinni sjálfri eða vanþroski. Lifrarbólgur (hepatitis A, B, C), eitranir Nýburagula, fyrirburagula, ensímkerfið í lifur ekki nógu þroskað til þess að breyta gallitarefnum úr fituleysanlegu í vatns leysanlegt. Hækkun á fituleysanlegu gallitarefni Bogi Ingimarsson

  34. Orsakir gulu • Post-hepatísk gula • Stíflugula • Hindrun á rennsli galls frá lifur t. d. vegna steins í gallvegum eða æxlis í brisi. • Hækkun verður á vatnsleysanlegu bilirúbini og það frásogast upp í blóðrás. • Þvag verður gult og hægðir ljósar. Bogi Ingimarsson

  35. Lifrarbólga (Hepatitis) • Lifrarbólga er dreyfð bólga í lifur. • Vægur frumudauði, oft einkennalaus eða lítil • Lifrardrep, bráð lifrarbilun, dauði • Orsakir • Veirusýkingar. • Eiturefni, sum lyf. Bogi Ingimarsson

  36. Lifrarbólga A • Veiran þrífst í meltingarvegi. Greinist í saur • Berst með saur um munn. • Meðgöngutími 2-7 vikur. • Veldur meltingartruflunum, megurð, • Flensueinkennui, lifrarstækkun, ógleði • Hægðir verða ljósar og þvag dökkt. • Fylgikvillar yfirleitt engir og viðkomandi losnar við veiruna (ónæmi), en lengi slappur. • Meðferð, gengur yfir, smitgát og handþvottur • Hægt að bólusetja Bogi Ingimarsson

  37. Lifrarbólga B • Veiran þrífst í blóði og líkamsvessum. Greinist þar. • Smitast við blóðblöndun, kynmök og frá móður til fósturs. • Meðgöngutími 1-6 mánuðir. • Greining: mótefnamæling • Einkenni svipuð og við lifrarbólgu A • Gengur yfir í u.þ.b. 85% tilfella. • 10% verða krónískir smitberar, 1% fá króníska virka lifrarbólgu • 5% fá væga viðvarandi lifrarbólgu, skorpulifur og lifrarfrumukrabbamein. Bogi Ingimarsson

  38. Lifrarbólga B • Meðferð • Engin til lækninga, stuðningsmeðferð með interferóni. • Fyrirbyggjandi aðgerðir • Bólusetning Bogi Ingimarsson

  39. Lifrarbólga C • Veiran þrífst í blóði, mjög smitnæm • Stungusmit, algeng hjá sprautufíklum. • Meðgöngutími 1-5 mánuðir. • Einkenni: svipuð og í A og B en engin gula. • Greining: mótefnamæling • Horfur: sumir losa sig við veiruna • 50%fá langvinna fylgikvilla, 20% fá skorpulifur og lifrarfrumukrabbamein. • Lækning: Interferón ef uppgötvast snemma (20%) • Bóluefni ekki til. Bogi Ingimarsson

More Related