1 / 20

Járneitrun

Járneitrun. Rúnar Bragi Kvaran 25. mars 2011. Járn í líkama. Eðlilegt járnmagn í líkama er 3-4 g: Hemóglóbín um 2,5 g Mýóglóbín, cýtókróm og katalasar um 400 mg Transferrín í plasma um 3-7 mg Afgangur í geymslu ferritíns eða hemósíderíns

sharla
Download Presentation

Járneitrun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Járneitrun Rúnar Bragi Kvaran 25. mars 2011

  2. Járn í líkama • Eðlilegt járnmagn í líkama er 3-4 g: • Hemóglóbín um 2,5 g • Mýóglóbín, cýtókróm og katalasar um 400 mg • Transferrín í plasma um 3-7 mg • Afgangur í geymslu ferritíns eða hemósíderíns • Járntap er um 1 mg/dag, aðallega með saur en eykst um 0,7-1 mg/dag við tíðablæðingar. • Járnupptaka er um 10% af þeim 10-20 mg sem eru í daglegri vestrænni fæðu.

  3. Járneitrun • Bráð járneitrun er járnofhleðsla í líkama sem verður vegna of mikillar járninntöku. • Járn er algeng orsök eitrunar hjá börnum og eru 19 þúsund tilfelli árlega hjá börnum undir sex ára í Bandaríkjunum: • Aðgengi að járntöflum er gott • Töflurnar geta verið spennandi í útliti • Töflunum er oft ávísað til kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu • Fæðing systkinis innan þriggja mánaða fyrir járneitrun er áhættuþáttur • Járn er leiðandi dánarorsök af völdum eitrana meðal barna yngri en sex ára.

  4. Hvers vegna er járn eitrað? • Venjulega vernda transferrín og ferritín frumur líkamans fyrir skaðlegum áhrifum frís járns. • Þegar skyndileg aukning verður í járninntöku hætta þau að anna eftirspurn. • Frítt járn í blóði eykst og er járn flutt í auknum mæli inn í frumur líffæra með hátt hlutfall transferrín viðtaka (t.d. hjarta og lifur).

  5. Hvers vegna er járn eitrað? • Er ætandi og veldur frumudrepi í slímhúð meltingarvegar. • Truflar háræðagegndræpi. • Veldur breytingum á himnum hvatbera. • Hindrar ensímferli í Krebs-hringnum. • Óvirkjar oxandi fosfórun. • Bein æðavíkkandi áhrif. • Hindrar próteasa í sermi t.d. þrombín. • Veldur framleiðslu sindurefna sem brjóta niður frumuhimnur og valda þar með frumuskemmdum.

  6. Losun sindurefna • Innan fruma hvatar járnið Haber-Weiss hvarfi sem leiðir til losunar sindurefna sem valda vefjaskemmdum:

  7. Birtingarmynd járneitrunar Iðulega skipt í fimm fasa sem skarast nokkuð í tíma • 30 mín. – 6 klst. eftir inntöku: Meltingarfæraeinkenni • 6 – 24 klst. eftir inntöku: Meltingarfæraeinkenni ganga til baka • 6 – 72 klst. eftir inntöku: Lost og efnaskiptasýring • 12 – 96 klst. eftir inntöku: Lifrarskaði • 2 – 8 vikum eftir inntöku: Þarmaastífla

  8. Birtingarmynd – Fasi 1 • Einkenni þessa fasa eru vegna ætandi áhrifa járns á slímhúð meltingarvegarins: • Kviðverkir • Uppköst – jafnvel blóðug • Niðurgangur • Tjörusvartar hægðir • Slappleiki • Lost – háræðaleki, blæðing, niðurgangur og bólga • Efnaskiptasýring

  9. Birtingarmynd – Fasi 2 • Í þessum fasa virðist sem sjúklingnum sé að batna þar sem meltingarfæraeinkenni ganga til baka. • Járn ertir slímhúð meltingarvegar ekki jafnmikið. • Járn frásogast í vefi líkamans og vetnisjónum er seytt í skiptum út í blóðið og orsaka vaxandi efnaskiptasýringu. • Sjúklingum í þessum fasa þarf að fylgjast vel með: • Merki um skert blóðflæði? • Hröð öndun vegna efnaskiptasýringar? • Þvagþurrð vegna þurrks?

  10. Birtingarmynd – Fasi 3 • Lost: • Þurrkur: Vegna vökva- og blóðtaps fyrstu klst. • Óeðlileg dreifing: Minnkað viðnám æða og og aukið gegndræpi æða. Orsök er óþekkt • Hjarta: Áhrif járns á hjartavöðvafrumur eftir 24-48 klst. • Efnaskiptasýring: • Losun vetnisjóna út í blóð við frásog járns í vefi • Mjólkursýring vegna þurrks, skerts blóðflæðis og vanvirkni hvatbera

  11. Birtingarmynd – Fasi 4-5 • Lifrarskaði: • Verður ekki hjá öllum sem fá járneitrun • Lifrin er mjög útsett fyrir járni og mikil efnaskipti eru í lifrarfrumum • Lifrarbilun er næstalgengast dánarorsökin í kjölfar járneitrunar á eftir losti á grundvelli þurrks • Þarmastífla: • Komin til vegna örvefsmyndunar í meltingarvegi • Oftast staðsett við útflæðisop maga • Kemur í ljós með uppköstum

  12. Mismunagreiningar • Niðurgangspest. • Matareitrun. • Inntaka annarra efna sem valda uppköstum: • Salícýlöt • Bólgueyðandi lyf • Ætandi efni • Teófyllín • Arsenik • Fleiri lyf og efni

  13. Hversu mikið járn er eitrað?- Breytilegar upplýsingar- • Meltingarfæraeinkenni geta komið fram við járninntöku á bilinu 10-20 mg/kg. • Meðalalvarleg eitrunareinkenni koma fram við inntöku járns yfir 40 mg/kg. • Inntaka járns yfir 60 mg/kg veldur alvarlegum eitrunareinkennum og er mögulega lífshættuleg. Dæmi: 20 kg barn sem gleypir 60 stykki af pillum sem innihalda 20 mg af járni er mögulega í lífshættu.

  14. Greining • Járneitrun er fyrst og fremst klínísk greining. • Mikilvægt að komast að: • Hversu margar töflur? • Hversu þungar? • Hversu hátt hlutfall járns í töflum? • Hversu langt síðan?

  15. Rannsóknir • Framkvæmdar til stuðnings klínískri greiningu. • Blóðrannsóknir: Blóðhagur og deilitalning, járn, sölt, kreatinin, glúkósi, amínótransferasar, bílírúbín, blóðgös, PT, aPTT, flokka og krossa. • Röntgenmynd af kvið skal taka ef járninntaka var yfir 40 mg/kg eða afgerandi einkenni.

  16. Járntöflur í maga

  17. Atriði sem benda til alvarlegrar eitrunar • Járninntaka yfir 60 mg/kg. • Hæsta gildi s-járns yfir 90 µmól/L (4-6 klst. eftir inntöku). • Viðvarandi alvarleg einkenni: • Uppköst, niðurgangur og/eða breytt andlegt ástand • Kerfiseinkenni: • Hraður hjartsláttur, hröð öndunartíðni, skert blóðflæði og/eða lækkaður blóðþrýstingur • Fjöldi lýsandi taflna á röntgenmynd af kvið.

  18. Meðferð • Fyrsta skrefið er að veita viðeigandi stuðningsmeðferð og stöðga lífsmörk: • 0,9% NaCl í æð til þess að bæta blóðflæði, lækka hjartsláttartíðni og hækka blóðþrýsting • Öndunaraðstoð eftir þörfum • Þarmaúthreinsun með t.d. GoLYTELY lausn ef óleystar töflur í meltingarvegi: • 250 – 2000 mL/klst. um munn • Deferoxamín er klóbindiefni sem binst frásoguðu járni og skilur það út með sér í þvagi (rósavínslitað). Notað ef meðalalvarleg eitrun: • 15 mg/kg/klst. í æð

  19. Fyrirbyggjandi aðgerðir • Barnalæsingar á umbúðir járns og fjölvítamína sem innihalda járn. • Geymist þar sem börn ná ekki til. • Hafa umbúðir og töfluform járns óaðlaðandi fyrir börn.

More Related