1 / 10

Nútímasjávarútvegur

Nútímasjávarútvegur. Upp úr aldamótunum 1900 komu fyrstu vélbátarnir til sögunnar. Byrjað var á að smíða þilfar á litla árabáta og setja í þá vélar. Fyrsti íslenski togarinn var gerður út frá Hafnarfirði, en 1905 hófst togara- útgerð frá Reykjavík. Fjölgaði togurum fram til 1930.

umay
Download Presentation

Nútímasjávarútvegur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nútímasjávarútvegur • Upp úr aldamótunum 1900 komu fyrstu vélbátarnir til sögunnar. Byrjað var á að smíða þilfar á litla árabáta og setja í þá vélar. • Fyrsti íslenski togarinn var gerður út frá Hafnarfirði, en 1905 hófst togara- útgerð frá Reykjavík. Fjölgaði togurum fram til 1930. • Frá því um 1970 hafa skuttogarar verið allsráðandi. Þeir eru margir stórir og afkastamikil veiðitæki.

  2. Nútímasjávarútvegur • Vélvæðing fiskiskipaflotans hafa fylgt ýmis vandamál. Flotinn notar mikið eldsneyti, svart- og gasolíu. • Olía fer í sjóinn og loftmengun verður vegna reyks. • Sorp s.s. matarleifum, umbúðum, kassar o.fl. var fleygt í sjóinn. • Núna er sorp og úrgangur fluttur í land til eyðingar.

  3. Nútímasjávarútvegur • Veiðarfæri hafa breyst. Áður voru notuð færi, lína og net. Nú hafa bæst við botnvörpur, reknet, hringnót og dragnót auk sérveiðafæra. • Veiðafærin eru flest úr nylo- efnum og eyðast seint. • Skip tína stundum netum og geta slík net veitt árum saman engum til gagns. • Net full af dauðum fiski eru mengunarvaldur. Þau eru kölluð drauganet.

  4. Úrgangur sjávarafla • Lengi tekur sjórinn við, merkir að það sé óhætt að láta alls konar úrgang í sjóinn, það myndi allt hverfa. • Nú vita menn að þetta er ekki rétt. • Samt er miklu hennt í hafið, ekki síst úrgangi sjávarafla. • Ekki er leifilegt að koma með óslægðan fisk á land. Slægja þarf um borð og ísa fiskinn í kassa.

  5. Nútímasjávarútvegur • Slóginu er hent fyrir borð og verður fæða vargfugls. Þetta getur orðið til þess að þessum fuglum fjölgar um of en þeir geta verið smitberar salmonellu. • Þegar aflinn er unninn í landi fellur til meiri úrgangur, s.s. Roð og bein sem úr er unnið mjöj. • Oft fer þó einhver í sjóinn með frárennsli.

  6. Nútímasjávarútvegur • Allan úrgang sjávarafla mætti nýta, annaðhvort sem hráefni í skepnufóður eða áburð til uppgræðslu lands. Kjörið samstarfsverkefni útgerðar og landgræðslu. • Fiskur er mikilvægasta útflutningsvara okkar og ætti losun á fiskúrgangi að vera með sómasamlegum hætti. • Ísland er þekkt fyrir vandaðar fiskafurðir og ætti hráefnisnýting og snyrtimennska að vera forgangsatriði í veiðum og vinnslu aflans.

  7. Nauðsyn á jafnvægi í lífríki hafsins • Fjöldi lífvera á heimkynni sín í sjónum s.s. helstu nytjafiskarnir okkar, þorskur, ýsa, karfi síld og loðna. Fæða fiskanna eru ýmsar aðrar lífverur. Fækki þessum lífverum mikið geta lífsskilyrði fiskanna gjörbreyst svo að þeim er hætta búin. Fjölgi einhverri tegund aftur á móti of mikið þarf að veiða meira af henni til að halda jafnvægi og eðlilegri hringrás. • Lífkeðjan í sjónum er ein heild þar sem engan hlekk má vanta.

  8. Nauðsyn á jafnvægi í lífríki hafsins • Í hafinu í kringum Ísland eru líka spendýr, bæði selir (land- og útselur) og hvalir (skíðis- og tannhvalir). • Nytjar af sel: Skinn, spik og kjöt. • Nytjar af hval: Kjöt, spik, lýsi og skíði. • Selir éta 5-13 kg. af fiski á dag og keppa því við manninn um fæðu. • Selurinn hýsir hringorm sem berst í fiskinn eftir fæðukeðjunni og er oft mikið af honum í þorskinum. Þetta er kostnaðarsamt í vinnslu á fiskinum og því áríðandi að selnum fjölgi ekki of mikið við landið.

  9. Nauðsyn á jafnvægi í lífríki hafsins • Hvalir geta étið allt að 4 tonnum af æti á dag en borða svo kannski ekkert hluta úr árinu. • Friðun á hvölum mikið deilumál í áratugi. • Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti að hætta hvalveiðum 1986-1990. Íslendingar samþykktu að stunda vísindaveiðar frá 1983-1990 en þá var öllum veiðum hætt.

  10. Nauðsyn á jafnvægi í lífríki hafsins • Orðið landhelgi er notað um það svæði á sjónum sem liggur að landi og við höfum yfirráð yfir. Landhelgina á öll þjóðin sameiginlega. Alþingi setur reglur um notkun hennar. • Um 1900 var landhelgin 3 sjómílur, síðan 4, þá 12, 50 og í 200 sjómílur eins og hún er í dag. • Með yfirráðum á 200 sjámílna landhelgi getum við haft betri stjórn á öllum veiðum. • Slík aflastjórnun er nauðsynleg til þess að engin fisktegund verði ofveidd.

More Related