1 / 17

Fjárlagaferlið

Fjárlagaferlið. Örn Hauksson, sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 25. mars 2010. Fjárlagaferlið - helstu þátttakendur. Alþingi. Fjárlaganefnd/ fagnefndir þingsins. Ríkisstjórn. Ráðherrar. Fjármálarh. og oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Ráðherranefnd.

Download Presentation

Fjárlagaferlið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fjárlagaferlið Örn Hauksson, sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 25. mars 2010

  2. Fjárlagaferlið - helstu þátttakendur Alþingi Fjárlaganefnd/ fagnefndir þingsins Ríkisstjórn Ráðherrar Fjármálarh. og oddvitar ríkisstjórnarflokkanna Ráðherranefnd Fjárlaga-, fjárreiðu-, starfsm.- tekju- og skattaskrifstofa Fjármálaráðuneyti Ráðherra og ráðun.stjóri Fagráðuneyti Fagráðh., ráðuneytisstj., skrifstofur Forstöðumaður/Fjármálastjóri Stofnanir

  3. Leikreglur Ríkisstjórnin setur markmið um tekjur, gjöld og afkomu ríkisins með tillitit til efnahagslegra markmiða Ríkisstjórnin skiptir gjöldunum með því að ákveða útgjaldaramma hvers ráðuneytis og hagræna undirramma Ráðuneyti skiptir ramma sínum á stofnanir og liði Stofnun skiptir útgjaldaheimild milli verkefna sinna og gjaldategunda

  4. Fjárlagaferlið 2010

  5. Hlutverk fjárlaga • Mótun, afgreiðsla og framkvæmd fjárlaga er eitt megin verkefni stjórnvalda á hverjum tíma. • Gegnir stefnumótunarhlutverki ríkisstjórnarinnar um hvernig fjármunum ríkisins er varið. • Fjárlög og staða ríkisfjármálanna hafa mikið að segja um ástand hagkerfisins og er yfirleitt ráðandi þáttur við að meta horfur í efnahags- og atvinnulífi. • Vægi ríkisfjármála mun aukast næstu misserin.

  6. Breytingar á ferlinu síðustu ár • Árið 1998 eru fjárlög sett fram á rekstrargrunni, en voru áður færð á greiðslugrunni. • Rammaskipulag við undirbúning fjárlaga árið 1992. • Efling langtímaáætlunar í ríkisfjármálum. • Hlutverk fjáraukalaga þrengt. • Ferli árangursstjórnunar tekið upp.

  7. Helstu veikleikar • Frá því fjárlagafrumvarpi er lagt fram þar til fjárlög eru samþykkt hafa útgjöld síðustu ár aukist að jafnaði um 1,5-2%. • Rammafjárlagagerðin nær ekki í gegnum allt ferlið þar til fjárlög eru afgreidd, þar sem Alþingi er ekki bundið að römmum. • Hlutfall fjáraukalaga af fjárlögum hefur verið ennþá meira eða um 6%. Um 2/3 er vegna nýrra ákvarðann og hallareksturs. • Rammar gliðna því einnig verulega við framkvæmdina.

  8. Helstu veikleikar • Langtímaáætlun hefur haft of lítið vægi og lítil umræða skapast um hana á Alþingi og innan ríkisstjórnar. • Skort hefur á pólitískri umfjöllun og skuldbindingu. • Auknar tekjur fram að hruni leiddu af sér aukin útgjöld. Rammar stækkuðu því umfram sett markmið.

  9. Úrbætur • Aukið vægilangtímaáætlunar og markmiða um aðlögun ríkisfjármála. • Skýrsla fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum. • Samráðshópur stjórnarflokkana. • Ríkisendurskoðun, áform um aukið eftirlit með markmiðum fjárlaga, t.d. með því að birta umfjöllun eftir hvert fjárlagaár.

  10. Úrbætur • Rammi um heildarútgjöld til 4 ára verði bindandi. Fyrstu 2 árin verði ramminn fastur á nafnvirði nema verðlagsfrávik verði umfram 1,5%. • Útgjaldarammar ráðuneyta verði bindandi og haldi sér í gegnum allt fjárlagaferlið og því ekki breytt eftirá, s.s. með málum sem borin eru upp í ríkisstjórninni, nema annað lækki jafn mikið. • Alþingi, leggja meiri áherslu á markmið fjárlaga í stað afgreiðslu einstakra tillagna. • Auknar tekjur, þ.á m. óreglulegar tekjur, á tímabilinu umfram áætlunina gangi til að bæta afkomu ríkissjóðs.

  11. Úrbætur • Í heildarrammanum verði óráðstafað útgjaldasvigrúm til að mæta verðlagsfrávikum og ófyrirséðum málum sem nemi 1%–2% útgjalda. Aðrar ákvarðanir og frávik verði að rúmast innan rammans. • Í fjáraukalögum verði tekið fyrir framlög til nýrra verkefna, aukins umfangs eða rekstrarhalla stofnana umfram setta ramma. • Framkvæmd fjárlaga verði hert verulega og óheimilt verði að draga á fjárveitingar framtíðar heldur verði að grípa til mótvægisaðgerða.

  12. Verkefnið framundan • Samstarfsáætlunin með AGS felur í sér að frum-jöfnuðurinn verði orðinn jákvæður árið 2011 og heildarjöfnuðurinn árið 2013. • Áformað var að bati frumjafnaðar yrði um 3-4% af VLF að meðaltali á ári og að frumjöfnuður verði bættur um u.þ.b. 16% af VLF á tímabilinu frá 8% halla árið 2009. • Aðlögunarferlið byggir á langtímaáætluninni og þeim markmiðum sem sett hafa verið.

  13. Möguleg sviðsmynd Tekjur og gjöld, % af VLF Afkoma ríkissjóðs, % af VLF * Áfallin vaxtagjöld v. IceSave skuldbindinga ekki innifalin í útgjöldum. * 192 ma.kr. tapaðar kröfur frátaldar í útgjöldum 2008 og líka sala Landsímans 2005

  14. Umskiptin í ríkisfjármálunum 2005 - 2010 Tekjur og skuldir, % af VLF Vaxtagjöld, % af VLF * Áfallin vaxtagjöld v. IceSave skuldbindinga ekki innifalin í útgjöldum.

  15. Áhrif kreppunnar á samsetningu útgjalda - skiptingin árið 2010 -

  16. Sameiginlegt verkefni stjórnvalda • Framgangur áætlunarinnar um ríkisfjármálin er knýjandi sameiginlegt verkefni stjórnvalda, bæði stjórnsýslunnar og þingsins. • Það kallar á samstöðu um bæði markmið og leiðir og að gengið verði til verks með samstilltu og gegnsæu verklagi. • Með aðgerðaáætluninni fylgdu áform um að skerpa á umgjörð rammafjárlagagerðar til að tryggja betur framgang hennar.

  17. Takk fyrir.

More Related