60 likes | 248 Views
Landafundir Evrópumanna. II.8. Landafundir. Tyrkir náðu Konstantínópel á sitt vald 1453. Kröfðust tolla af skipum sem sigldu í gegnum Bosporosund. Evrópuþjóðir reyndu að finna aðra leið að Asíumarkaðnum. 1487 sigldu Portúgalir eftir vesturströnd Afríku og komust suður fyrir Góðravonahöfða.
E N D
Landafundir • Tyrkir náðu Konstantínópel á sitt vald 1453. • Kröfðust tolla af skipum sem sigldu í gegnum Bosporosund. • Evrópuþjóðir reyndu að finna aðra leið að Asíumarkaðnum. • 1487 sigldu Portúgalir eftir vesturströnd Afríku og komust suður fyrir Góðravonahöfða. • 1498 sigldi svo Vasco de Gama til Indlands. • Þessar siglingar skiluðu gríðarlegum hagnaði.
Kólumbus • Ítalinn Kristófer Kólumbus (1451-1506) sannfærði konung Spánar um að til væri styttri leið til Indlands en fyrir Góðravonahöfða. Það væri að sigla beint í vestur frá Evrópu. • 1492 sigldi Kólumbus til Ameríku. • Hann hélt sjálfur að hann hefði fundið nýja siglingaleið til Indlands. • http://www.dailymotion.com/video/xnl7l_christopher-columbus-cartoon_fun
Astekar og Inkar • Fyrstu áratugina eftir fund Ameríku flykktust Spánverjar þangað í von um skjótfenginn gróða. • Spænskar nýlendur stofnaðar. • Spánverjar náðu valdi á nýlendunum með: • hernaði • indjánar höfðu ekki mótefni gegn evrópskum sjúkdómum. • Olli það miklum mannfelli næstu áratugina, jafnvel allt að 80% fækkun meðal frumbyggja.
Þrælaverslun • Þeir sem högnuðust á nýlendunum til lengri tíma voru þó Englendingar og Hollendingar en ekki Portúgalir og Spánverjar. • Indjánarnir dugðu illa á plantekrunum og voru þrælar fluttir frá Afríku en þeir voru harðgerðari og ekki jafn viðkvæmir fyrir veikindum. • Talið er að 11-12 milljónir þræla hafi verið fluttir frá Afríku til Ameríku 1500 -1880. • Þrælaverslunin hindraði þróun í Afríku og olli samfélagslegri stöðnun.