260 likes | 422 Views
1.2 Ég og hinir. 1. hluti - Sjálfsmyndin. Félagsleg hlutverk. Hlutverkin sem þú hefur í raunveru-leikanum segja til um hvernig aðrir vænta þess að þú hegðir þér. Hlutverkin segja einnig til um hvernig þú væntir þess að aðrir hegði sér. Félagsleg hlutverk.
E N D
1.2 Égoghinir 1. hluti - Sjálfsmyndin
Félagsleghlutverk • Hlutverkin sem þú hefur í raunveru-leikanum segja til um hvernig aðrir vænta þess að þú hegðir þér. • Hlutverkin segja einnig til um hvernig þú væntir þess að aðrir hegði sér.
Félagsleghlutverk • Ef það væru engar leikreglur til að fara eftir myndi enginn vita hvernig hann/hún ættu að hegða sér í samskiptum við aðra. Samfélagið yrði óstarfhæft.
Félagsleghlutverk • Þú hefur fjölmargar stöður og hlutverk sem þú leikur eftir mismunandi reglum. • Dæmi: bróðir/systir, frændi/frænka, nemandi ...
Félagsleghlutverk • Til að rannsaka hvaða væntingar fylgja ólíkum hlutverkum getum við reynt að brjóta reglurnar sem fylgja hlutverkunum. • Athugaðu að fólk getur brugðist illa við ef þú brýtur reglur sem fylgja þeim hlutverkum sem þú leikur.
Félagsleghlutverk • Staða og hlutverk eru eins og tvær hliðar á sama peningi. • Staða er kyrrstætt hugtak sem segir til um hver þú ert. Dæmi: nemandi. • Hlutverk: Þú verður að leika stöðuna. Dæmi: góður/slæmur nemandi.
Félagsleghlutverk • Í lífinu sjálfu eru engar nákvæmar reglur sem segja hvernig við eigum að leika stöðu. Hver og einn verður að leika sína stöðu/stöður af fingrum fram. • Ef þú ferð út fyrir þau mörk sem teljast eðlileg fyrir stöðuna eru aðrir fljótir að senda þér skilaboð með ýmsum hætti (t.d. augnráði) um að svona geri maður ekki.
Í hringiðuvæntinga (bls. 29) • Á hverjum degi eru gerðar fjölmargar kröfur til þín – um hvað þú eigir að gera eð ekki að gera og hvernig þú eigir að hegða þér. • Búðu til lista yfir nokkrar af þeim stöðum sem þú hefur og hvaða væntingar fylgja stöðunum.
Í hringiðuvæntinga (bls. 29) • Sjálfsmynd þín hefur breyst töluvert frá því þú varst barn (bls. 30). Hvernig? • Reyndu að svara eftirfarandi spurningum (eða hugsaðu um þær alla vega út frá þér): Hver ertu? Hvað viltu? Hvers vegna ertu eins og þú ert? Hver eru markmið þín? Hvað viltu vera? Hvernig finnst öðrum þú vera?
Hópar (bls. 30) • Einstaklingar sem hafa samskipti sín á milli mynda hóp. Samskiptin fara venjulega eftir væntingum sem einstaklingar í hópnum hafa hver til annars. • Hópur er ólíkur þyrpingu, en með þyrpingu er átt við fólk sem af tilviljun er statt á sama stað á sama tíma.
Hópar (bls. 31) • Hópar eru venjulega flokkaðir í tvennt eftir því hvernig samskipti innan þeirra fara fram: • Frumhópar: Litlir hópar. Samskipti innan þeirra eru náin, óformleg og vara lengi. • Dæmi: Fjölskyldur, vinir
Hópar (bls. 31) • Fjarhópar: Fólk á fremur stutt, ópersónu-leg samskipti sín á milli og veit lítil sem engin deili hvert á öðru. Fjarhópar eru yfirleitt myndaðir til að ná ákveðnu markmiði og eru samskipti innan þeirra mótuð af því. • Dæmi: Krakkar í öðrum árgöngum í þínum skóla, Fjésbók (Facebook)
Félagslegirrammar (bls. 31) • Við tilheyrum mörgum misstórum hópum, sumir raðast hver utan á annan en aðrir skarast. • Minnsti hópurinn í lífi þínu er fjölskyldan, svo kemur bekkurinn, skólinn og sveitarfélagið. Ysti hópurinn er alheimssamfélagið (sjá mynd 1.1. bls. 32).
Félagslegirrammar (bls. 31) • Hópar sem þú tilheyrir eru mikilvægir því þeir einkenna þig og hafa áhrif á hver og hvernig þú ert. • Þú „bergmálar“ hópana sem þú tilheyrir.
Félagslegirrammar (bls. 32) • Sumir hópar sem þú tilheyrir liggja hver utan á öðrum. Dæmi: Íslenska þjóðin telur allar fjölskyldur landsins, líka þína. • Aðrir hópar sem þú tilheyrir skarast. Dæmi: Þú átt heima á ákveðnum stað/landi en átt margt sameiginlegt með unglingum annars staðar í heiminum.
Vinirogvinátta (bls. 33) • Á unglingsárum skipta vinir oft meira máli en fjölskyldan. • Þú lærir að vera hluti af hópi með vinum þínum. • Við lok unglingsáranna hafa flestir myndað sterk og varanleg vináttusambönd.
Vinirogvinátta (bls. 33) • Stelpur:Mynda gjarnan eitt eða tvö náin trúnaðarsambönd sem aðrir eiga ekki aðgang að. • Strákar:Vináttusambönd milli þeirra eru ekki eins sterk og hjá stelpunum. Þeim finnst mikilvægara að vera viðurkenndir meðlimir hóps en að eiga besta vin.
Vinirogvinátta (bls. 33) • Ertu sammála lýsingunum um vináttu stráka annars vegar og stelpna hins vegar sem fjallað er um á bls. 33? • Lýstu þínum vinahópi. Hver er munurinn á vini og kunningja?
Vinirogvinátta (bls. 33) • Við 14-15 ára aldur fara að myndast fjölmennari hópar sem bæði kynin eiga aðild að og þar myndast oftast fyrstu parasamböndin. • Finnst þér að það ætti að setja einhverjar reglur um hvenær unglingar mega stofna til parasambanda (t.d. út frá aldri)? Rökstyddu svarið.
Kossar (bls. 33) • Kossar menningartengdir, á sumum svæðum kyssist fólk t.d. ekki. • Af hverju kyssist fólk? • Kossar geta haft kynferðisleg áhrif. • Kossar eru notaðir til að sýna væntumþykju og til að styrkja tengsl milli fólks.
Kossar (bls. 33) • Sumir atferlisfræðingar (þeir sem kanna hegðun manna og dýra) telja að kossar hafi þróast frá þeirri útbreiddu hegðun dýra að þefa hvert af öðru. • Inúítar heilsast gjarnan með því að núa saman nefjum. Prófaðu þá aðferð næst þegar þú ætlar að kyssa einhvern.
Kynhlutverk (bls. 33) • Kynhlutverk eru allar þær væntingar sem gerðar eru til einstaklinga út frá kynferði þeirra. Þau eru ein af mikilvægustu og áhrifaríkustu hlutverkum sem við höfum. • Af hverju leika strákar og stelpur ólík kynhlutverk? Hvaða hegðun eða atriði einkenna frekar stráka en stelpur hér á landi? Heldur þú að þessi einkenni séu þau sömu alls staðar á landinu/alls staðar í heiminum?
Kynhlutverk (bls. 34) • Flestar kynbundnar væntingar lærum við af foreldrum okkar. Litlar stelpur herma eftir mömmu sinni og litlir strákar herma eftir pabba sínum. • Sum kynhlutverk eru líffræðilega ákvörðuð en flest þeirra eru lærð. Með því er átt við að samfélagið kennir okkur hvernig við eigum að hegða okkur miðað við kyn. Kynhlutverk eru breytileg eftir menningarheimum.
Erfðireðauppeldi (bls. 35) • Við spurningunni um hvort erfðir eða uppeldi hafi meira að segja við að útskýra mótun þína og hvernig þú ert er ekki til neitt einfalt svar. • Mismunandi kröfur og væntingar til kynja snúast ekki bara um hvað þú gerir heldur líka um persónulega eiginleika.
Erfðireðauppeldi (bls. 35) • Staðalmyndir: Einfaldar, yfirdrifnar og oft fordómafullar lýsingar um alla einstaklinga innan sérstaks hóps. • Staðalmyndir um stráka: ágengir, virkir, líkamlega sterkir. • Staðalmyndir um stelpur: auðmjúkar, óframfærnar og fúsar til að laga sig að aðstæðum.
Hluta 1.2 erlokið • Hérlýkurglósumúrhluta 1.2 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 37 og 38.