500 likes | 737 Views
Þekkingarfræði. Skilgreining á þekkingu. Þekking er sönn skoðun Þekking er staðreynd sem ekki hefur tekist að afsanna Þekking er það sem sannað er án allra vísana í hluti eða fyrirbæri sem geta breyst. Þrískipting þekkingarfræðinnar. Raunhyggja vs. Rökhyggja. Römm Raunhyggja:
E N D
Skilgreining á þekkingu • Þekking er sönn skoðun • Þekking er staðreynd sem ekki hefur tekist að afsanna • Þekking er það sem sannað er án allra vísana í hluti eða fyrirbæri sem geta breyst
Raunhyggja vs. Rökhyggja • Römm Raunhyggja: • Öll þekking byggð á reynslu • Skynfærin veita okkur nægilega nákvæmar upplýsingar um heiminn • Það eitt sem byggt er á reynslu af heiminum, auk reynslu af þeim lögmálum sem þar gilda, er réttnefnd þekking
Raunhyggja vs. Rökhyggja (frh.) • Römm Rökhyggja: • Öll þekking byggð á skynseminni (þ.e. rökum) • Skynfærin veita okkur villandi upplýsingar um heiminn • Það eitt sem byggt er á skynseminni einni, s.s. stærðfræði og rökfræði, er réttnefnd þekking
Þekkingarfræði í fornöld - Sókrates • Var efahyggjumaður að því leyti að hann trúði ekki á að sönn þekking (epistêmê) væri möguleg • Menn geta þó náð langt ef þeir gera sér grein fyrir þessari staðreynd
Þekkingarfræði í fornöld - Sókrates • Ljósmóðuraðferðin • Sálin er frá upphafi „þunguð” af þekkingu • Til þess að auðvelda fæðinguna þarf ljósmóður • Sönn þekking fæst ekki með því að rannsaka skynheiminn, heldur þarf að seilast yfir hann, þ.e. í heim frummynda
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Aristóteles (384-322 f.Kr.) • Hafnaði rökhyggju Platóns • Taldi frummyndirnar ekki eiga sér sjálfstæða tilvist • Gerði greinarmun á formi og efni • Formi má líkja við frummynd
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Markhyggja (tilgangshyggja, teleólógía) • Allir (lifandi) hlutir leitast við að verða eitthvað annað eða meira en þeir eru • Veruleikinn stjórnast af einhverjum tilgangi eða ákveðnu markmiði • Sá máttur sem þessu stýrir er guð • guð er hreint form (án alls efnis) og óhreyfanlegur, handan tíma og rúms
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Markhyggja (frh.) • Tíminn er eilífur • Tími og hreyfing eru það sama • Hreyfingu má skilgreina sem breytingu frá einum tímapunkti til annars • Hreyfing hlýtur að vera upprunin í einhverju sem ekki hreyfist sjálft • ERGO: guð er óhreyfður frumhreyfill alls • guð setti heiminn af stað og skiptir sér ekki af honum upp frá því
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Þekkingarfræðin • Skynjun einstakra hluta • Sértekning hins almenna eðlis hlutarins út frá tilfallandi eiginleikum • Eðliseiginleikar teknir saman í skilgreiningu, t.d. Tegundarheiti • Slík skilgreining er réttnefnd þekking
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles Fjórfættur Loðinn HUNDUR Tryggur Spendýr Lítill Geltir
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Öflun þekkingar er ákveðið ferli • Frá hinu sérstaka til hins almenna • Tilleiðsla • Sértekningar má svo nota í rökhendu (syllogisma) þar sem ályktað er frá hinu almenna til hins sérstaka • Afleiðsla
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Tilleiðsla: Hundur 1 er loðinn Hundur 2 er loðinn … Hundur n er loðinn => Allir hundar eru loðnir
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Afleiðsla: Allir hundar eru loðnir Sámur er hundur => Sámur er loðinn
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Form og efni • Hlutir eru búnir til úr efni • Formið er það sem einkennir þá • Hvað er það sem orsakar formið?
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Orsakahugtakið • Tilgangsorsök – sá tilgangur sem vakti fyrir þeim sem gaf hlutnum form • Gerandaorsök – hreyfiaflið sem knýr atburðinn áfram • Efnisorsök – efnið sjálft • Formleg orsök – form hinnar endanlegu afurðar
Þekkingarfræði í fornöld - Aristóteles • Orsakahugtakið • Sá sem þekkir allar fjórar orsakir hlutarins/fyrirbærisins hefur öðlast fulla þekkingu á hlutnum/fyrirbærinu
Þekkingarfræði á nýöld • René Descartes (1596-1650) • Leitaðist við að leggja grunn að öruggri þekkingu
Þekkingarfræði á nýöld - Descartes • Hinn skipulegi efi • Efast skal um allt sem efast verður um • Skilningarvitin geta leitt okkur á villigötur og við erum fórnarlömb blekkinga og drauma. Jafnvel Guð getur blekkt okkur • Ég hugsa, þess vegna er ég til (Cogito ergo sum) • Efi => Hugsun => Tilvist
Þekkingarfræði á nýöld - Descartes • Fullkomleikarökin fyrir tilvist Guðs • Ég efast => ég er ófullkomin • Hugmyndin um ófullkomleika krefst þess að til sé eitthvað sem er fullkomið til samanburðar • Hugmyndin um fullkomleika getur ekki átt upptök sín hjá mér, hún hlýtur að rekja rætur til einhvers sem er fullkomið í raun og veru • ERGO: Til er Guð
Þekkingarfræði á nýöld - Descartes • Eftirleikurinn auðveldur: • Guð er fullkominn og hefur því ekki blekkt manninn heldur gætt hann skynsemi • Við getum því treyst skynseminni þegar við greinum á milli sannleika og lygi, draums og veruleika • Með hugsun getum við því ekki aðeins öðlast stærðfræðilega þekkingu, heldur líka eðlisfræðilega þekkingu, þ.e. þekkingu byggða á reynslu
Þekkingarfræði á nýöld • John Locke (1632-1704) • Fulltrúi „heilbrigðrar skynsemi”
Þekkingarfræði á nýöld - Locke • Sálin er óskrifað blað – Tabula Rasa – sem reynslan ristir rúnum sínum • Ef til væru meðfæddar hugmyndir, eins og Descartes talaði um, væru til hugmyndir sem allir væru sammála um • Slíkar hugmyndir eru ekki til • ERGO: Engar meðfæddar hugmyndir
Þekkingarfræði á nýöld - Locke • Tvenns konar efniviður hugsana: • Skynjun ytri hluta (ytri skynjun) • Íhugun innra starfs sálarinnar (innri skynjun) • Öll þekking sprottin af þessum rótum
Þekkingarfræði á nýöld - Locke • Afstæði og algildi • Ef öll þekking er sprottin af reynslu og reynsla fólks er ólík er þá þekking afstæð? • Locke greinir á milli tvennskonar eiginleika hluta: • Frumeiginleikar • Annars stigs eiginleikar
Þekkingarfræði á nýöld - Locke • Frumeiginleikar: • Þeir eiginleikar sem tilheyra hlutunum sjálfum, óháð skynjandanum • Þéttleiki, rúmtak, lögun, hreyfing og fjöldi • Annars stigs eiginleikar • Þeir eiginleikar sem eru háðir þeim sem skynjar hlutinn • Litur, hljóð, bragð o.s.frv.
Þekkingarfræði á nýöld - Locke • Hinn ytri heimur er því til en kann þó að vera ólíkur þeim heimi sem við skynjum að einhverju leyti • Þekking er því að sumu leyti algild en að einhverju marki afstæð
Þekkingarfræði á nýöld • George Berkeley (1685-1753) • „Esse est percipi” „Að vera er að vera skynjaður”
Þekkingarfræði á nýöld - Berkeley • Reynsla okkar af hinum ytra heimi er eingöngu byggð á skynhrifum • Sjón, heyrn, snertiskyn, lyktarskyn, bragðskyn • Skynhrifin eru það eina sem hefur áhrif á vitund okkar um hluti hins ytra heims • Annars konar aðgang höfum við ekki að hlutunum
Þekkingarfræði á nýöld - Berkeley • Það sem við skynjum eru ekki efnislegir hlutir heldur vissir eiginleikar (annars stigs eiginleikar): • Ljós og litir • Hljóð • Hart/mjúkt, heitt/kalt o.s.frv. • Ilmur/fnykur • Sætt/súrt, salt/beiskt
Þekkingarfræði á nýöld - Berkeley • Þessir eiginleikar, sem oft eru eignaðir hlutunum sem slíkum, eru eingöngu til í vitund þess sem skynjar þá • Er til hljóð sem enginn heyrir eða ljós sem enginn sér? • Allt snýst um hina skynjandi vitund • Allar setningar um efnislega hluti má þýða sem setningar um skynreynslu
Þekkingarfræði á nýöld - Berkeley • Niðurstaðan er því þessi • Allt sem er til er til í vitund einhvers • Vitund verður því að forsendu fyrir tilvist ákveðinna hluta • það að einhver skynji Hallgrímskirkju er nauðsynleg forsenda þess að hún sé til • Þetta sjónarmið má gera trúverðugra með því að gera ráð fyrir möguleikanum á skynjun • Ef einhver liti á Hallgrímskirkju væri hún til
Þekkingarfræði á nýöld - Berkeley • Berkeley slær tvær flugur í einu höggi: • Kynnir Guð til sögunnar sem hinn eilífa skynjara • Heimurinn á sér eilífa tilvist í vitund Guðs • „Sannar” tilvist Guðs með því að benda á að án hans „hoppi hlutir inn og út úr tilvist” sem stangast á við heilbrigða skynsemi
Þekkingarfræði á nýöld • David Hume (1711-1776) • Róttæk raunhyggja
Þekkingarfræði á nýöld - Hume • Það eina sem er til eru beinar skynjanir og hugmyndir • Allar hugmyndir eiga rætur að rekja til skynjana • Samsettar hugmyndir, t.d. „penni á borði” eiga uppruna sinn í fleiri en einnar skynjunar • Óhlutbundnar hugmyndir, t.d. „Snjómaður” eða „orka” verður líka að vera hægt að rekja til skynreynslu
Þekkingarfræði á nýöld - Hume • Hume hafnar öllum hugmyndum um sjálf • Menn skynja ekki sjálf og hafa þ.a.l. ekki reynslu af því • Það sem við verðum vör við þegar við lítum í eigin barm er aðeins straumur hugmynda og skynjana • Fyrir Hume er sjálfið því ekki „fastur kjarni” heldur tilfallandi „klasi” hugmynda og skynjana
Þekkingarfræði á nýöld - Hume • Hume hafnar öllum hugmyndum um nauðsyn orsakahugtaksins • Við höfum einungis reynslu af því að einn atburður fylgi öðrum, en ekki af því að um orsakatengsl sé að ræða • Við skynjum ekki orsakir • Þ.a.l. eiga hugmyndir okkar um orsakir ekki rætur að rekja til reynslu
Þekkingarfræði á nýöld - Hume • Við höfum því enga þekkingu á nauðsynlegum tengslum í veruleikanum heldur aðeins af tengslum milli hugmynda • Þessi tengsl eru þar að auki algerlega háð tilviljunum: Það að vatn hafi soðið við 100°C hingað til er engin trygging þess að það muni gera það hér eftir • Þ.a.l. er ekki hægt að draga almennar ályktanir um nauðsyn af einstökum tilvikum (tilleiðsla)
Þekkingarfræði á nýöld - Hume • Hvernig geta menn lifað án einhverskonar hugmynda um orsök og afleiðingu? • Menn verða að sætta sig við óvissuna • Það þýðir þó ekki að við getum ekki sætt okkur við tilleiðsluþekkingu í hinu daglega lífi; það verðum við einfaldlega að gera
Þekkingarfræði – Nýöld • Immanuel Kant (1724-1804) Forskilvitleg heimspeki
Þekkingarfræði – Kant • Verður bæði fyrir áhrifum af raunhyggju Humes og rökhyggju í anda Descartes • Kant gat illa sætt sig við þá efahyggju um þekkingu sem af heimspeki Hume leiðir • Lausn hans felst í að hafa endaskipti á hlutunum • Orsakalögmálið býr í okkur sjálfum, ekki í hinum ytri hlutum
Þekkingarfræði – Kant • Skynreynsla á upptök í hlutunum sjálfum -- „Ding an sich” • Hráefni þekkingar er því eiginleikar hluta sem eru skynjaðir • Það sem gerir okkur kleyft að vinna úr þessum skynreynsluheimi býr hins vegar í okkur sjálfum
Þekkingarfræði – Kant • Forskilvitleg heimspeki – Transzendental Philosophie • Þær upplýsingar sem skynfærin veita um hluti eru í sjálfu sér ekkert annað en safn skynmynda • Það sem þarf til þess að vinna úr þessu safni er einhverskonar „tæki” eða „ferli” til að flokka upplýsingarnar og meðhöndla
Þekkingarfræði – Kant • Þetta „tæki” eða „ferli” kallar Kant hugkvíar (kategoríur) • Við höfum ekki öðlast reynslu fyrr en einstakar skynmyndir hafa verið feldar undir ákveðin hugtök • Kvíarnar eru það tæki sem skynsemin notar til að henda reyður á skynreynsluna • Hugmyndin um orsök og afleiðingu er ein af hugkvíunum
TÍMI og RÚM Magn Eining Fjöldi Heild Vensl Eðlislægni og tilvist Orsakir og fylgni Samfélag Eiginleikar Raunveruleiki Neitun Takmörkun Háttur Möguleiki–Hið ómögulega Vera-Óvera Nauðsyn-Tilviljun
Þekkingarfræði – Kant • Kant vildi sýna fram á að orsakalögmálið væri nauðsynlega meðfætt • Greinarmunur á rök- og raunhæfingum • Greinarmunur á fyrirfram og eftirá sannindum • Nauðsyn tryggð með því að gera grein fyrir apriori raunhæfingum
Þekkingarfræði – Kant • Rökhæfingar eru sannar vegna gerðar tungumálsins og rökfræð-innar en ekki vegna reynslu • Umsögnin segir ekkert meira en frumlagið og því hefur engin ný þekking orðið til • Raunhæfingar öðlast sanngildi (eða eru staðfestar) með reynslu • Í umsögninni felst ný þekking um heiminn
Þekkingarfræði – Kant • Hugkvíarnar eru ekki sálfræðileg fyrirbæri heldur heimspekileg • Byggja á heimspekilegri íhugun á þekkingarfræðilegum skilyrðum allrar reynslu • Kenning Kants, eins og kenning Humes, er ekki frumspekileg heldur þekkingarfræðileg • Kant segir ekkert um hlutinn í sjálfum sér