320 likes | 467 Views
“A supertrip to Iceland”. Þorsteinn Ingi Sigfússon Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Eftirfarandi. Er dæmisaga þar sem nöfn, persónur og félög eiga ekki endilega stoð í raunveruleikanum
E N D
“A supertrip to Iceland” Þorsteinn Ingi Sigfússon Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Eftirfarandi • Er dæmisaga þar sem nöfn, persónur og félög eiga ekki endilega stoð í raunveruleikanum • Dæmisögunni er ætlað beint og óbeint að flytja margs konar boðskap um þróun íslenskrar ferðaþjónustu, frá stöðnun til nýsköpunar....
TEMA: Hvernig gæti íslensk ferðaþjónusta litið út árið 2020? • Við skulum fylgjast með ferð Rychman fjölskyldunnar frá Winnipeg í Kanada til Íslands árið 2020 og hafa til hliðsjónar póstkort af ferð Rychmansenior hingað til lands fjörtíu árum fyrr..1980..Gamla amman frú Rychman er með í ferðinni og rifjar upp gamla tíma...
Báðar ferðir hófust með flugi til Íslands • Sú yngri fór í einu flugi sumarið 2020 frá Winnipeg beint til Akureyrar • Sú eldri hafði farið með alls fjórum flugum og loksins lent í Keflavík sumarið 1980
Í ferðinni 1980 var lent í Keflavík klukkan 04:30 • Siðan ekið til Reykjavíkur með rútu sem kom við á leiðinni í Njarðvíkum, Vogum, Hafnarfirði og Kópavogi. • Grafarhljóð var í rútunni, nema hvað • Klukkan 06:00 var útvarpað veðurfregnum í útvarpi rútunnar.
Í ferðinni 2020 var tekið á móti gestunum á Akureyrarflugvelli klukkan 1630 með blómsveigum – gleym-mér-eium
Á Akureyri var gist á Hótel Davíð Stefánsson frá Fagraskógi • Persónulega tileinkuð herbergi • Kvöldsúkkulaði • Þrívíddarsjónvarp með plani um ferðina • Ljóðalestur • Nightcap • ZZZ
Þá rifjaðist upp að • Hótelið í ferðinni 1980 var á lofti iðnaðarhúsnæðis í Kópavogi með útsýni yfir vöruplan • (Reyndar hrósuðu allir pulsunum í sjoppunni við strætóskýlið á Smiðjuvegi)
Fyrsta daginn við Eyjafjörð var farið í hátæknivædda skoðunarferð yfir Vaðlaheiði • Svo var farið um litlu kafbrúna undir Goðafossi þar sem hægt er að sjá goðalíkneskin úr Íslandssögunni í heilmynd.... • Þaðan farið í Ásbyrgi þar sem nýja og ósýnilega hljóðkerfið var notað til þess að segja sköpunarsöguna í tónum og tali....
Það rifjaðist þá upp Að hópurinn 1980 sá reyndar bíómynd um gosið í Heklu 1947. Falleg mynd, hljóðlaus að vísu, en raunsæ frásögn af baráttu þjóðar við náttúruöflin. • Gaman að sjá íslenska leikara spreyta sig í leikbúningum frá Leikfélaginu á staðnum.
Kvöldið var spennandi • Nýtt Onzen – bað í japönskum stíl sem búið er að byggja norðan við Húsavík var heimsótt • Þar er hægt að baða sig í laugum með ýmis steinefni – ísúr og basísk • Sumir segja að súru böðin á Húsavík nái að hreinsa þungmálma úr líkamanum!
Það rifjaðist upp • Að hópurinn 1980 fékk hið nýja svokallaða “tourist menu” að borða á veitingastofu hótelsins við mjög vægu gjaldi
Eftir ljúft kvöld var farið í háttinn því daginn eftir beið • Hvalaskoðunarferð með köfun og veiðum á rauðátu sem var löðuð að með leysiljósi • Um kvöldið var samkeppni um bestu ljósmyndina úr ferðinni
Daginn eftir var heill dagur • Í vatnagarðinum við Húsavík/Mývatn • Hægt var að heimsækja “Galaxy Class” ræktina • Og slappa af á barnum sem helgaður er Náttfara landnámsmanni
Það rifjaðist þá upp að • Í ferðinni 1980 var boðið upp á bjórlíki – vodka sem blandað var við venjulegan pilsner – heilmikla nýsköpun þess tíma • Heilt kvöld með bjórlíki og dansi fram á rauða nótt.
Svo var farið af stað inn að jökulrótum • Um Öskju og inn í Kverkfjöll – að hluta til í þyrlum upp á jökulinn • Og loks gist á hótelinu sem búið er að gera inni í Vatnajökli • Gönguskíði • Svigskíði
Daginn eftir • Var ýmis konar fróðleikur um jörðina, jarðhitann, eldgos og neðansjávarhryggi • Og um kvöldið konsert þar sem kynnt var fusion tónlist og farið frá Jóni Leifs til Bjarkar, Atla Heimis, Gunna Þórðar og Lay Low
Það rifjaðist reyndar upp • Að bjórlíkið hafði farið misvel í menn og dagurinn eftir ballið fór í hvíld og endurhæfingu • Eiginlega missti hópurinn úr einn dag
Svo kom íslenskt slagveður uppi á jöklinum • Slagveður er bara hluti af upplifuninni • Þá hentaði vel að fara í Landnemasetrið í Vatnajökulsþjóðgarði þar sem hægt var að leika landnema – skrýðast klæðum þess tíma og lifa sig inn í heim fyrri alda • Gott var að geta hreiðrað um sig í þægilegum sófum innan dyra í jöklinum; horfa út og sötra vískí, framleitt úr íslensku byggi .....
Eins gott að ferðabæklingurinn innihélt íslenskt slagveður sem gæði! Ifyoudo not liketheweatherinIceland – justwaitfiveminutes!
Þá rifjaðist upp • Að hópurinn 1980 hafði staðið af sér slagveður með því að heimsækja safn allra ársskýrslna Kaupfélags Dalfjarðar og skoðað skinnbrókasafnið í Víkurfirði
Einn daginn var skipt í fjögur lið • Gönguhópur kleif Jökultind • Ísklifurhópur seig niður í Jökulgliðru • Vísindahópur skoðaði hraun sem runnið hafði undir jökli. • Letihópur chillaði við hlaðið heima
Um kvöldið var áttatíu rétta sushi-hlaðborð úr íslensku hráefni Nammi - namm
Þá rifjaðist upp • Að það góða við að fara frá Reykjavíkursvæðinu norður á land 1980 var það helst að pulsurnar í sjoppunum breyttust úr SS í Goða; - töluverður bragðmunur • Og samlokurnar í sjoppunum breyttu líka um gerð... Alls staðar var hægt að fá sósu og salat
Lengi lifi íslensku árstíðirnar! • Sumardagarnir eru svo langir að sólarhringurinn getur virkað eins og tveir fyrir einn! • Íslenska veturinn þarf að fylla með menningarvitum – innra og ytra ljósi!
Ferðin 2020 var afar fjölbreytt hún bauð upp á: • Náttúruupplifun • Heilsuferðaþjónustu • Matarupplifun • Söguskoðun • Jöklaskoðun • Hvalaskoðun • Tónlist og menningu • Þjónustu á háu stigi • Óvissu – stýrða óvissu • Afslöppun • Næði
Íslensk ferðaþjónusta tekur stöðugum framförum:ÞESS VEGNA KEMUR KANADÍSKA FJÖLSKYLDAN HINGAÐ AFTUR • Gæði í ferðaþjónustu aukast hratt • Ferðaþjónustan speglar okkur sem þjóð • RYCHMAN FJÖLSKYLDAN Í SÖGUNNI OKKAR MUN ÖRUGGLEGA MÆLA MEÐ FERÐ TIL ÍSLANDS – “A SUPERTRIP TO ICELAND”!
IMPRA á Nýsköpunarmiðstöð • Gleðst yfir því að fá að taka þátt í verkefnum með íslensku ferðaþjónustunni. • Ég vil byrja á því að þakka hinu ágæta samstarfsfólki mínu fyrir að leggja sig fram við að bæta þessa mikilvægu grein. • Einnig ykkur, ferðaþjónustuaðilar, fyrir samstarfið.
Sprenging hjá Impru/NýsköpunarmiðstöðFjölgun ferðatengdra verkefna og fyrirtækja 2000-2008
Íslensk ferðaþjónusta: Þið eruð á réttri leið!
Takk fyrir this@nmi.is Þakkir fá hinir fjölmörgu starfsmenn IMPRU á Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir árvekni og dugnað við handleiðslu og aðstoð við ferðaþjónustuverkefni víða um landið... Þakkir fá ferðamálafrömuðir um allt land fyrir samvinnuna...