400 likes | 680 Views
Borgir. Borgarumhverfi og skipulag (bls. 266 – 285). Borgir. Borg er miðpunktur verslunar, viðskipta, samskipta, menntunar, menningar, afþreyingar og þjónustu Í borgum má finna átök andstæðra hugmynda en líka sköpun og örar breytingar
E N D
Borgir Borgarumhverfi og skipulag (bls. 266 – 285)
Borgir • Borg er miðpunktur verslunar, viðskipta, samskipta, menntunar, menningar, afþreyingar og þjónustu • Í borgum má finna átök andstæðra hugmynda en líka sköpun og örar breytingar • Í borgum má einnig finna þrengsli, eril, afbrot og ofbeldi Valdimar Stefánsson 2006
Borgvæðing • Flutningur fólks úr dreifbýlinu til borganna eru mestu fólksflutningar síðari tíma • Árið 1900 bjó 10% mannkyns í borgum • Árið 2000 bjó 50% mannkyns í borgum • Borgvæðingin er komin lengst í iðnríkjunum en verulega hefur dregið úr vexti borga þar • Sprenging hefur orðið í borgvæðingu þróunarríkjanna , þar hefur íbúafjöldi borga víða tvöfaldast síðustu tuttugu árin Valdimar Stefánsson 2006
Borgir – algild og afstæð lega • Algild lega borga segir eingöngu til um nánasta umhverfi hennar • Afstæð lega borga segir til um stöðu hennar gagnvart fjarlægum svæðum • New York hefur góða algilda legu: hafnarskilyrðin eru mjög hagstæð • New York hefur einnig góða afstæða legu: staðurinn liggur vel við samskiptum, bæði við Evrópu og meginland Ameríku Valdimar Stefánsson 2006
Borgvæðing – þjóðflutningar okkar tíma • Á fjórða árþúsundi f. Kr. urðu til borgir í Mesópótamíu með um og yfir 50.000 íbúa. • Um svipað leyti eða nokkru síðar einnig í Egyptalandi • Árið 1850 voru aðeins fjórar borgir með meira en eina milljón íbúa • Árið 2001 voru um 340 borgir með meira en milljón íbúa Valdimar Stefánsson 2006
Borgvæðing – þjóðflutningar okkar tíma • Vöxtur borga í Evrópu og N.-Ameríku verður fyrst verulega hraður á 19. öld samfara iðnvæðingu • Iðnbyltingin gjörbreytti samfélagsgerðinni: • Fólksflutningar úr sveitum til þéttbýlis • Ný atvinnutækifæri í iðnaði • Ör vöxtur borga Valdimar Stefánsson 2006
Borgarvæðingin í þróunarlöndum • Vandamál sem fylgja örum borgarvexti: • Fátækrahverfin stækka, misskipting verður enn sýnilegri • Borgarskipulag í molum: skortur á vatni, rafmagni og grunnþjónustu • Viðvarandi atvinnuleysi • Hröð náttúruleg fólksfjölgun • Sjúkdómar og vaxandi glæpatíðni • Heildaríbúafjöldi í borgum þróunarlandanna hefur vaxið um milljarð á síðustu 25 árum Valdimar Stefánsson 2006
Þéttbýlisstig • Þéttbýlisstig lands segir til um hve hátt hlutfall af íbúafjöldanum býr í þéttbýli • Það er misjafnt milli landa hvernig hugtakið þéttbýli er skilgreint: • Norðurlönd: 200 íbúar • Kanada: 1000 íbúar • V-Evrópa: 2000 íbúar • Afríka: 10000 íbúar • Japan: 50000 íbúar Valdimar Stefánsson 2006
Staðsetning borga • Við fljót • Fljótin voru nýtt til flutninga, t.d.ýmsar fornaldar- og miðaldaborgir • Á góðum landbúnaðarsvæðum sem miðstöð viðskipta og verslunar • T.d. margar gamlar borgir á meginlandi Evrópu sem þjónuðu sem miðstöðvar verslunar á milli Evrópu og Austurlanda • Í námunda við náttúruauðlindir • T.d. iðnaðarborgir Englands • Þar sem hafnarskilyrði eru góð • t.d New York Valdimar Stefánsson 2006
Borgir fornaldar • Súmerar í Mesópótamíu bjuggu í borgríkjum. Hofið var miðpunktur þess og miðstöð trúar og stjórnsýslu • Fyrir 500 f. Kr. uxu borgir skipulagslítið • Grikkland; borgir byggðust í kringum torg (agora). Þar voru allar helstu stjórnarstofnanir Valdimar Stefánsson 2006
Borgarskipulag kemur til sögu • Um 500 f. Kr. • Grískar nýlenduborgir víða um Miðjarðarhaf • Borgir byggðar eftir reitaskipulagi, kerfi beinna gatna og opin svæði í miðjunni • Rómverjar byggðu sínar borgir eftir þessu skipulagi. Forum (torgið) var miðdepill og hjarta borgarinnar Valdimar Stefánsson 2006
Borgir á miðöldum • Borgir miðalda byggðust oft í brekku upp frá vík eða fljóti • Oftast voru þær umluktar borgarmúrum til varnar árásum óvina • Miðaldaborgir voru óskipulagðar, gatnakerfi óreglulegt en jafnan torg í miðbænum og væri einhver aðalgata opnaðist hún út á torgið • Á endurreisnartímanum tóku menn að reisa borgir samkvæmt rómverskri forskrift Valdimar Stefánsson 2006
Borgir á miðöldum • Vaxandi viðskipti milli heimshluta ýtti undir vöxt sumra borga: • Fjarverslun, t.d. á milli Norður-Evrópu og Austurlanda ýtti undir og efldi borgir í Mið-Evrópu og á Norður-Ítalíu • Borgir urðu til gjarnan þar sem leiðir skárust, við skipgeng fljót og byggðust oft í kringum kastala þar sem margir leiguliðar bjuggu í grenndinni • Á síðmiðöldum eflast hafnarborgir (Vestur-Evrópa og borgir víða við Eystrasalt) vegna vaxandi fiskveiða og efnahagslegs mikilvægis þeirra • Margar borgir urðu til vegna Hansasambandsins (13.öldin) Valdimar Stefánsson 2006
Iðnaðarborgir • Iðnaðarborgir tóku að setja svip sinn á landslagið á Mið-Englandi, N-Frakklandi, á Ruhrsvæðinu í Þýskalandi, á N-Ítalíu og austast í Bandaríkjunum á 19. öld • Nýr hópur borgarbúa, iðnverkamenn, bjuggu við þröngan kost og bágborin lífskjör, loftmengun, skort á hreinu vatni og lélegt fráveitukerfi • Þessar borgir líða í dag fyrir atvinnuleysi, brottflutning fólks og efnahagslega hnignun Valdimar Stefánsson 2006
Þjónustu- og upplýsingaborgir • Vaxandi mikilvægi þjónustugreina hefur valdið umtalsverðum breytingum í mörgum borgum nútímans • Mannafl, vörur og upplýsingar þurfa alltaf að vera innan seilingar án þess þó að vera alveg á sama stað • Nútímaborgir eru því tengipunktar í neti sem samanstendur af öflugu flutninga- og samskiptakerfi Valdimar Stefánsson 2006
Hlutverk og áhrifasvæði borga Valdimar Stefánsson 2006
Landnotkun borga • Þrjár algengar gerðir borga í Evrópu og Norður-Ameríku: • Hringjalíkan • Geiralíkan • Fjölkjarnalíkan • Nær allar borgir hafa miðbæ þar sem nær eingöngu er að finna starfsemi sem hefur efni á að borga háa húsaleigu Valdimar Stefánsson 2006
Hringjalíkan (frá því um 1930) • Miðborg (CBD: Central Business District) er í miðju hringjalíkansins, umkringd svæði með gömlu íbúðarhúsnæði og smáiðnaði • Þar fyrir utan er svæði með verkamannabústöðum • Enn lengra er svæði með nýrra og rúmbetra íbúðarhúsnæði milli- og yfirstéttar • Þannig liggja svæðin hvert utan á öðru eins og hringir í lauk Valdimar Stefánsson 2006
Hringjalíkan Valdimar Stefánsson 2006
Geiralíkan (frá því um 1940) • Geiralíkan lýsir borgum þar sem landnotkun skiptist í geira sem líkjast helst kökusneiðum • Hver geiri hefur sín sérkenni, íbúðarbyggð, iðnað o. s. fr. • Lega og útbreiðsla geiranna ræðst að miklu leyti af vegum og járnbrautum sem liggja eins og geislar út frá miðborgunum • Vöxtur borganna á sér einkum stað meðfram þessum flutningaleiðum Valdimar Stefánsson 2006
Geiralíkan Valdimar Stefánsson 2006
Fjölkjarnalíkan (eftir 1950) • Í stærstu borgunum þróast gjarnan nokkrir miðborgarkjarnar • Þetta stafar af því að vegalengdir verða of miklar til þess að ein miðborg nægi fyrir alla borgina • Í kringum hvern miðborgarkjarna þróast síðan íbúðabyggð, verslunarsvæði, iðnaðarsvæði o. s. fr. Valdimar Stefánsson 2006
Fjölkjarna-líkan Valdimar Stefánsson 2006
Miðbæjarsvæði (CBD) • Miðbærinn er kjarni og hjarta hverrar borgar: • Miðpunktur banka- og fjármálastarfsemi, verslun, þjónusta og menning af ýmsu tagi • Íbúaþéttni er lítil • Áður fyrr bjuggu margir á miðbæjarsvæði • Lóðaverð er hátt • Mikil samkeppni um aðstöðu Valdimar Stefánsson 2006
Önnur svæði borgarinnar • Íbúðasvæði voru áður í miðbænum en nú er það svo að eftir því sem fjær dregur miðbænum vex íbúaþéttnin • Þegar kemur að útjaðri dregur aftur úr íbúðaþéttni • Iðnaðarsvæði voru áður nær miðbænum en hafa í dag flust út í útjaðra borga þar sem lóðaverð er lægra Valdimar Stefánsson 2006
Samspil borga • Borgir verka á umhverfi sitt þannig að mikið framboð vöru og þjónustu dregur til sín fólk frá stórum svæðum • Borgir ráða því yfir svæði sem er stærra en þær sjálfar og kallast þetta svæði upplönd viðkomandi borgar • Borgir mynda ákveðið mynstur sín á milli þar sem langt er á milli stórra borga, litlar borgir eru nærri þeim stóru og meðalstórar borgir mitt á milli þeirra stóru Valdimar Stefánsson 2006
Hvað er þéttbýli? • Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum: • Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð á milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra • Hagstofa Íslands notar aðrar forsendur: • Þéttbýli er staður þar sem yfir 200 manns búa • Samkvæmt þeirri skilgreiningu var ekkert þéttbýli til á Íslandi fyrr en við upphaf 19. aldar Valdimar Stefánsson 2006
Þéttbýli á Íslandi • Allt þar til fyrir um 200 árum síðan var ekkert þéttbýli á Íslandi • Þéttbýlismyndun á Íslandi er stórfelldasta og markverðasta breyting sem orðið hefur á samfélaginu frá upphafi • Nú búa yfir 90% landsmanna í þéttbýli og þar af um 2/3 landsmanna á höfuðborgarsvæðinu Valdimar Stefánsson 2006
Þéttbýlismyndun á 19. öld á Íslandi • Verslunareinokun aflétt í lok 18. aldar, nýir markaðir opnast fyrir saltfisk og sauðasala til Bretlands hefst • Þilskipaútgerðin hefst um miðja 19. öld, ný atvinnutækifæri skapast við sjávarsíðuna • Vaxandi mikilvægi sjávarafurða í útflutningstekjum • Fólksfjölgun veldur skorti á jarðnæði þegar líða tekur á 19. öldina • Umsvif Norðmanna við landið, síld- og hvalveiðar, sköpuðu vinnu fyrir marga • Almenn velmegun eykst, læknisþjónusta batnar • Vélvæðing í sjávarútvegi í upphafi 20. aldar umbyltir samfélaginu Valdimar Stefánsson 2006
Frá sjálfsþurft til markaðsbúskapar á Íslandi • Verslunin gefin alfrjáls árið 1855 • Íslendingar taka verslunina smátt og smátt í sínar hendur, innlend kaupmannastétt verður til • Stofnun kaupfélaga, sauðasalan, bændur fengu reiðufé fyrir vöru sína, það eflir verslun í þorpunum • Innlendur gjaldmiðill 1875 • Landsbanki Íslands stofnaður 1886, Íslandsbanki stofnaður 1903, þar með fékk vaxandi útgerð aðgang að lánsfé sem skort hafði löngum • Afnám vistarbandsins hraðaði þéttbýlismynduninni • Vöruskipti á hröðu undanhaldi, peningum fjölgar í umferð Valdimar Stefánsson 2006
Þróun skipulagshugmynda • Um 1870 kemur Sigurður Guðmundsson málari með hugmyndir um skipulag og nýtingu Arnarhóls og Laugardals • Árið 1916 gefur Guðmundur Hannesson læknir út ritið: Um skipulag bæja • Árið 1921 koma út fyrstu lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa: allir staðir með yfir 500 manna byggð skipulagsskyldir • Ný lög voru sett 1938 þar sem þéttbýli með 200 íbúa varð skipulagsskylt Valdimar Stefánsson 2006
Þróun skipulagshugmynda • Samkvæmt lögum frá 1964 urðu allir staðir með 100 manna byggð eða meira skipulagsskyldir • Með breytingu við skipulagslögin árið 1978 varð landið allt skipulagsskylt nema land lögbýla • Ný skipulags- og byggingalög voru síðan samþykkt á Alþingi 1997 þar sem sérstaða lögbýla var afnumin Valdimar Stefánsson 2006
Upphaf Reykjavíkurborgar • Upphaf þéttbýlis í Reykjavík má rekja til verksmiðjuþorpsins sem Skúli fógeti stofnsetti þar árið 1752 með hlutafélaginu Innréttingarnar • Um aldamótin 1800 höfðu biskupsembættin, Lærði skólinn og Landsyfirréttur verið flutt til Reykjavíkur • Þessar breytingar, ásamt tugthúsbyggingu og landlæknissetri gerðu Reykjavík að stjórnsýslustöð landsins Valdimar Stefánsson 2006
Þróun Reykjavíkur • Þegar Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi árið 1786 voru íbúar bæjarins 167 og innan við 10 timburhús stóðu í bænum • Um 1840 voru timburhúsin orðin 40 og íbúafjöldinn kominn í um 900 manns • Um aldamótin 1900 voru íbúar orðnir á sjöunda þúsund og þá voru fimm aðrir bæir komnir með yfir 1000 íbúa Valdimar Stefánsson 2006
Skipulag Reykjavíkur • Fyrsti vísir að heildarskipulagi fyrir höfuðstaðinn varð ekki til fyrr en á þriðja áratug 20. aldar og tók til svæðisins innan Hringbrautar (bls. 280) • Fyrsta heildarskipulagið kom ekki fyrr á sjöunda áratugnum, þ. e. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962 – 1983 (bls. 281) Valdimar Stefánsson 2006
Skipulagsmál • Hlutverk skipulags: • Að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar • Að tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll • Skipulag getur verið: • Aðalskipulag • Deiliskipulag • Svæðisskipulag Valdimar Stefánsson 2006
Aðalskipulag • Aðalskipulag nær til alls lands eins sveitarfélags • Þar skal sett fram stefna um framtíðarþróun byggðar í sveitarfélaginu; landnotkun, samgöngur, byggðamynstur og umhverfismál • Þar er til dæmis ákveðið hvað svæði sveitafélagsins á að nota undir íbúðabyggð, þjónustu og atvinnustarfssemi; hvað eigi að vernda og hvar umferðaræðar eigi að liggja Valdimar Stefánsson 2006
Deiliskipulag • Deiliskipulag nær til einstakra svæða eða reita innan sveitarfélags • Þar er aðalskipulagið útfært nánar fyrir viðkomandi svæði • Í deiliskipulagi er fjallað um landnotkun, byggðamynstur, þéttleika byggðar, lóðastærðir, húsagerð o. fl. Valdimar Stefánsson 2006
Svæðisskipulag • Svæðisskipulag tekur yfir tvö eða fleiri sveitarfélög sem mynda heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti • Þar er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um þá þætti byggðarþróunar og landnotkunar sem talin er þórf á að samræma Valdimar Stefánsson 2006