280 likes | 438 Views
Stjórnspeki. Hvað er stjórnspeki?. Í stjórnspeki er aðferðum heimspekinnar, s.s. hugtaka- og rökgreiningu beitt á grunnhugtök stjórnmálanna Meðal þessara hugtaka eru réttlæti, frelsi, (mann)réttindi, eignarréttur, lýðræði, einræði
E N D
Hvað er stjórnspeki? • Í stjórnspeki er aðferðum heimspekinnar, s.s. hugtaka- og rökgreiningu beitt á grunnhugtök stjórnmálanna • Meðal þessara hugtaka eru réttlæti, frelsi, (mann)réttindi, eignarréttur, lýðræði, einræði • Stjórnspekin fjallar um þau málefni sem koma til vegna samfélags manna
Stjórnmál og siðferði • Á hverju byggjum við skoðanir okkar um stjórnmál? • Hefðum? • Utanaðkomandi þrýstingi? • Almennu gildismati? • Siðferðilegu gildismati?
Stjórnmál og siðferði (frh.) • Getur siðferðilegt gildismat okkar ráðist af stjórnmálaskoðunum? • Hafa aðrar hugmyndir okkar um lífið og tilveruna áhrif á stjórnmála-skoðanir? • Hefur menningin sem við lifum við áhrif á stjórnmálaskoðanir?
Stjórnmál og siðferði (frh.) • Til grundvallar heimspekikenningu um stjórnmál liggur: • Frumspekilegt viðhorf • Þekkingarfræðilegt viðhorf • Viðhorf til sálarfræði • Siðfræðileg afstaða
Hughyggja Díalektík G.W.F. Hegel (1770-1831)
Hegel (frh.) • Hegel taldi að raunveruleikinn væri andlegs eðlis, þ.e. að hreyfiafl sögulegrar þróunar sé Andinn (þ. Geist) • Andinn er frekar óljóst hugtak en hann má skilja sem Mannsandann í víðasta skilningi • Þróun mannsandans á sér stað með ákveðnum hætti: Hin díalektíska aðferð • Það sem þróast er hugmyndin (þ. Idea)
Díalektíkin Tesa Andtesa Syntesa
Díalektíkin (frh.) • Veruleikinn er í eðli sínu díalektískur • Tesan: hugtakið, þ.e. röklegt samband hugtaka og hugmynda • Andtesan: náttúran, þ.e. það sem fellur undir raungreinar t.d. eðlis- og efnafræði • Syntesan: heimspeki andans, þ.e. veruleikinn eins og honum er lýst í heimspeki, sálarfræði, siðfræði, guðfræði og listum
Díalektíkin (frh.) • Syntesan varðveitir bæði og eyðir tesunni og andtesunni • Því er allt það sem tilheyrir hugtakinu og náttúrunni innifalið í andanum • Ekkert eyðist því í hinni sögulegu þróun
Söguleg efnishyggja Díalektík Karl Marx (1818-1883)
Díalektísk efnishyggja • Marx tekur upp kenningu Hegels um díalektíska þróun sögunnar • Í stað hugmyndarinnar, sem Hegel taldi vera hreyfiafl sögunnar, setti Marx efnisleg skilyrði fólks • Marx aðhylltist upprunaefnishyggju • Sú kenning að efnið sé uppruni alls og að vitundin eigi rætur sínar í hinu efnislega
Hin hugmyndafræðilega yfirbygging Listir–vísindi–trúarbrögð–siðferði-bókmenntir o.s.frv. U n d i r s t a ð a n Framleiðsluöflin Framleiðsluafstæðurnar Söguleg efnishyggja • Hvert samfélag byggist upp af þremur grunnþáttum:
Þróun sögunnar • Hið stéttlausa þjóðfélag: • Þjóðfélag safnara og veiðimanna þar sem engin átti framleiðslutækin og ekki var um aðrar framleiðsluafstæður að ræða en að geta fætt og klætt sig og sína
Þróun sögunnar (frh.) • Stéttaskipt þjóðfélag: • Þjóðfélag jarðyrkju og húsdýrahalds • Mikil þörf fyrir ódýrt vinnuafl og því kemur þrælahald til sögunnar • Tvær stéttir: eigendur framleiðslutækjanna og hinir eignalausu – öreigarnir • Framleiðsluafstæðurnar þróuðust út í lénsskipulag og síðar í kapítalisma
Þróun sögunnar (frh.) • Kommúnismi: • Framleiðslutækin eru í eigu yfirstéttarinnar (kapítalistanna) • Firring: Menn eru firrtir þeim virðisauka sem vinna þeirra hefur í för með sér • Bylting: Óánægja magnast meðal öreiganna og endar með byltingu þar sem verkalýðurinn tekur framleiðslutækin í eigin hendur
Þróun sögunnar (frh.) • Ríkisvaldið, sem hefur hingað til verið kúgunartæki kapítalismans, verður nú kúgunartæki öreiganna • Framleiðsluöflin eru í örum vexti og að því kemur að leggja má ríkisvaldið niður þar sem hlutverki þess er lokið • Með styttri vinnutíma gefst meiri tími til iðkunar heimspeki og lista – sem er það eina sem raunverulegu máli skiptir
Þrjú díalektísk lögmál • Megindabreyting leiðir til eiginda-breytingar • Óánægja kraumar undir niðri þar til mælirinn fyllist og öreigarnir gera byltingu • Barátta og eining andstæðna • Öreigar og kapítalistar eru andstæður en þurfa þó á einingu að halda því að vissu leyti stefna þessir aðlilar að sama marki • Neikvæði neikvæðisins • þjóðfélagsgerðir eru ávallt neitun á fyrri þjóðfélagsgerð sem aftur eru neitun...
Réttlæti sem sanngirni John Rawls (1921–2002)
Réttlæti sem sanngirni • Rawls vill komast að því hvaða skilyrði hið ‘réttláta samfélag’ þarf að uppfylla • Til þess að komast að því hver þessi skilyrði eru verður að skapa ákveðnar aðstæður • Upphafsstaðan: Þar eru einstakling-arnir undir fávísisfeldi (e. veil of ignorance) • þeir hafa ekki tiltækar upplýsingar um eigin stöðu, hæfileika eða stétt
Sáttmálinn • Upphafstöðunni má lýsa sem málfundi þar sem þáttakendur eru skynsamir og hafa eigin velferð að leiðarljósi • Skynsamt fólk með eigin hagsmuni að leiðarljósi mun komast að samkomulagi um tvær meginreglur
Reglurnar • Hver maður skal njóta eins mikils frelsis og kostur er svo framarlega sem frelsi hans skerði ekki frelsi annarra • Lífsgæðum skal deila jafnt nema önnur skipting komi sér betur fyrir hina verst settu • Fyrri reglan (frelsisreglan) hefur forgang fram yfir þá seinni
Lágríkið Robert Nozick (1938-2002)
Eignarréttur • Grundvöllur kenningar Nozick er að einstaklingurinn hafi ákveðin grunn-réttindi m.a. eignarrétt á sjálfum sér • Verkefni ríkisins er að tryggja þessi réttindi • Skattheimta til fjáröflunar fyrir heilbrigðis-, skóla-, og samgöngu-kerfi er hreint rán
Eignarréttur (frh.) • Hinum skilyrðislausa rétti til eigin lífs fylgir rétturinn til að viðhalda lífinu, þ.e. rétturinn til að nýta auðlindir náttúrunnar • Nozick færir rök fyrir því að í kapítalísku markaðshagkerfi sé nýting náttúru-auðlinda með besta móti • Því yfirfærist rétturinn til eigin lífs yfir á eignarrétt almennt
Eignarréttur (frh.) • Hafi menn komist yfir eign á réttmætan hátt í frjálsum viðskiptum, sem gjöf eða sem arf, eru þeir réttmætir eigendur • Það er því aðferðin sem notuð er til þess að komast yfir hluti en ekki skipting gæðanna sem er réttlát eða óréttlát
Ríkisvald • Ríkið hefur tvennskonar hlutverk: • Að sjá til þess að menn virði réttindi annarra • Að sjá til þess að samningar séu ekki brotnir • Allt umfram þetta tvennt er óheimil valdbeiting og gengur gegn grunn-réttindum borgaranna
Ríkisvald (frh.) • Ekki má skylda neinn til þáttöku í ríkinu • En þar sem hag manna er best borgið undir verndarvæng þess munu lang flestir sjá sér hag í þátttöku • Eðli ríkisvaldsins er það sama og frjálsra félaga enda er hlutverk þess skýrt og afmarkað