220 likes | 433 Views
25. Vetrarmorgunn. Rúmlega 13 ár hafa liðið frá því síðasta bindi lauk. Á heimilinu eru: Bjartur ~ Finna, Hallbera gamla, Ásta Sóllilja (13 ára), Helgi (u.þ.b. 12 ára), Gvendur (10 ára ?) og Nonni (7 ára) Sögumaður er Nonni litli, 7 ára.
E N D
25. Vetrarmorgunn • Rúmlega 13 ár hafa liðið frá því síðasta bindi lauk. • Á heimilinu eru: Bjartur ~ Finna, Hallbera gamla, Ásta Sóllilja (13 ára), Helgi (u.þ.b. 12 ára), Gvendur (10 ára ?) og Nonni (7 ára) • Sögumaður er Nonni litli, 7 ára.
Hægan, hægan upplýkur vetrardagurinn sínu norræna auga. Frá því hann kiprar hvarmana í fyrsta sinn, uns hann hefur lyft þúngum augnalokunum til fulls, líður ekki aðeins stund eftir stund, - nei, tímabil líður eftir tímabil um hinar órannsakanlegu fjarvíddir morgunsins, heimur eftir heim, einsog sýnir blinds manns, veruleikur eftir veruleik, og eru ekki leingur til, - það birtir.
Eyktir hans, - dagmál, hádegi og nón eru einsog löndin þángaðsem við ætlum þegar við erum orðin stór, kvöld hans eins fjarlægt og sá dauði sem ýngsta syni hjónanna var trúað fyrir í gær, dauðinn sem tekur lítil börn frá mæðrum þeirra og lætur prestinn sýngja þau niðrí garð hreppstjórans, sá dauði þaðansem einginn geingur aftur einsog í sögunum hennar ömmu, sá dauði sem vitjar þín þegar þú ert orðinn svo gamall að þú ert aftur orðinn barn.
25. Vetrarmorgunn, frh. • Samband Nonna við móður sína er mjög innilegt. • Ímyndunarafl Nonna er fjörugt. • Finna hefur nýverið eignast barn sem dó. Bjartur og hún hafa misst 4 börn. • Ásta Sóllilja og Nonni litli eru oft þreytt. • Nonna dreymir mat.
26. Dagur • Lýst er daglegu lífi í Sumarhúsum. • Hreppstjórinn kemur í heimsókn. Hann býður Ástu Sóllilju að koma til náms að Útirauðsmýri. • Kvenfélagið í sveitinni vill að Bjartur kaupi kú. • Hreppstjórinn er fylgjandi stofnun kaupfélags í eigu bænda. • Hreppstjórinn gefur Ástu Sóllilju tvær krónur.
27. Kvöld • Ásta Sóllilja vill fara að Útirauðsmýri til að læra kristindóm. • Bjartur neitar en segist í staðinn lofa henni með sér í kaupstað í vor.
28. Bókmentir29. Sækýrin • Bjartur kennir Ástu Sóllilju að lesa rímur. • Komið er með kú í Sumarhús. Bjartur er ekki hrifinn! Hann krefst þess að borga kúna. • Allt hitt heimilisfólkið er hrifið af kúnni, Finna þó einna mest. • Börnin braggast.
30. Stórmenni • Hreppstjórinn kemur í heimsókn, ásamt Ingólfi Arnarsyni og Auði. • Hreppstjórinn vill endurgreiða Bjarti kýrverðið því kýrin var gjöf frá kvenfélaginu. Bjartur tekur ekki við fénu. • Ingólfur er á atkvæðaveiðum - vill fá Bjart til að styðja sinn flokk, sem m.a. vill stofna kaupfélög. • Bjartur lætur ekki sannfærast og verður á endanum reiður.
31. Um saung Finna og Nonni litli sitja kúna fyrstu dagana í haganum. Þetta eru hamingjudagar og þau mæðginin ræða margt. Finna segir honum sögur af huldufólki sem hjálpar mönnunum.
32. Um heiminn • Ásta Sóllilja fer með Bjarti í kaupstað. • Bjartur verslar við Bruna (Túlíníus Jensen) kaupmann, þótt búið sé að stofna kaupfélag. • Þau fara í bókabúð en Örvar-Odds saga er ekki til svo Bjartur kaupir Mjallhvíti handa Ástu Sóllilju.
32. Um heiminn, frh. • Ásta Sóllilja og Bjartur gista á gistihúsi í Firði. Þar eru menn að drekka og sumir láta ófriðlega. • Þau sofa í sömu koju. • Ástu Sóllilju er kalt og hún hjúfrar sig að föður sínum. • Bjartur snertir hana - hvar?
32. Um heiminn, frh. • Bjartur áttar sig og hrindir henni frá sér - hann rýkur út! • Ástu Sóllilju finnst hún vera sek um eitthvað. • Þau halda heim en talast ekki við.
33. Kúgunmannanna • Hreppstjórinn kemur því til leiðar að Fríða verður vinnukona hjá Bjarti. • Fríða talar mjög mikið, en slíkt hefur ekki tíðkast í Sumarhúsum. • Ásta Sóllilja les Mjallhvíti og hrífst mjög af sögunni. • Lýst er mikilli vinnuhörku við heyskapinn í Sumarhúsum; börnin vinna 16 klst. vinnudag.
33. Kúgun mannanna, frh. • Fríða kallar Bjart „helvlítis þrælahaldara.“ • Smám saman hafa orð Fríðu um kúgun mannanna áhrif á börnin, sérstaklega Helga. • Þetta er óþurrkasumarið mikla; rignir stanslaust.
34. Stórviðburðir • Það kemur gestur, sunnanmaður, og fær að tjalda í landi Bjarts. • Kýrin Búkolla ber og heimilisfólkið hrífst af kálfinum (nema Bjartur). • Bjartur slátrar kálfinum og færir Bruna kaupmanni efni í steik.
35. Gesturinn • Sunnanmaðurinn færir Ástu Sóllilju nýveiddan fisk og fugl. Hallbera gamla segir að nýmeti valdi ofsakláða. • Næsta sunnudag færa Ásta Sóllilja og Nonni sunnanmanni mjólk. Ásta Sóllilja er mjög feimin. • Ásta Sóllilja fylgist með tjaldinu og sér manninn stefna niður í sveit, seint um kvöld.
36. Byggíng • Jón hreppstjóri og Ingólfur Arnarson hafa stofnað kaupfélag í Firðinum. Verðstríð og alls kyns undirboð tíðkast nú, í samkeppni kaupfélagsins og Bruna. • Bjartur ákveður að byggja. Hann ætlar að byggja nýtt fjárhús.
37. Eitt smáblóm • Bjartur setur á með djarfasta lagi. • Fólkið þrífst óvenju vel þennan vetur. • Kominn er nýr prestur í sveitina, séra Theódór. (Bjartur hefur ekki mikið álit á skoðunum þessa prests á fjárbúskap.) • Sæst er á að Ásta Sóllilja bíði eitt ár og fermist með Helga.
37. Eitt smáblóm, frh. • Bjartur finnur blóðmarkaða kind í haganum. • Nonni litli finnur útsprunginn fífil - eitt eilífðar smáblóm - sem er óvenjulegt að vetri. • Á föstudaginn langa versnar veðrið og í marga daga er aftakaveður.
38. Stríðið • 5 daga stórhríð geisar. • Taðan dugir ekki bæði handa fénu og kúnni. • Nytin er að detta úr kúnni. • Féð er mjög ormaveikt. • Finna vill að Bjartur fái lánað hey fram í sveit. Bjartur harðneitar.
39. Dauði á vorin • Bjartur hefur nú mistt 25 ær, úr ormaveiki og vesöld. Kýrin stendur orðið ekki upp. • Auður á Útirauðsmýri fær að gista í Sumarhúsum, ásamt fylgdarmanni. Hún er á leið suður að gifta sig, gestinum sem tjaldaði í fyrrasumar á landi Bjarts. Auður er ólétt og farið að sjást á henni.
39. Dauði á vorin, frh. • Bjartur þvingar Helga til að hjálpa sér að slátra kúnni. • Finna hnígur niður í fang móður sinnar (og deyr skömmu síðar).