1 / 10

Myndmál

Myndmál. Myndir nota skáld m.a. til að gera yrkisefnið sýnilegt. Skapa myndir úr orðum. Hin eiginlega mynd verður til í huga lesandans. Myndir geta einnig höfðað til annarra skynsviða en sjónar s.s. heyrnar, lyktar, bragðs og snertingar. Bein mynd.

ave
Download Presentation

Myndmál

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Myndmál • Myndir nota skáld m.a. til að gera yrkisefnið sýnilegt. • Skapa myndir úr orðum. • Hin eiginlega mynd verður til í huga lesandans. • Myndir geta einnig höfðað til annarra skynsviða en sjónar s.s. heyrnar, lyktar, bragðs og snertingar.

  2. Bein mynd • Einfaldasta gerð myndmáls er bein mynd eða myndræn lýsing. Það sem sagt er í ljóðinu og lesandi sér fyrir sér við lesturinn. • Við tvílyft hús hanga bleiur á snúru. • Í kvöldkulinu gjálpar vatnið og ýfist við fætur hegrans.

  3. Viðlíking • Í viðlíkingu er einhverju líkt við eitthvað annað. Liðirnir eru tengdir saman með samanburðarorði. • Dauðinn er eins og ósigrandi fjall. • Tíminn er eins og vatnið. • Sólin, sólin var hjá mér, eins og grannvaxin kona, á gulum skóm. • (líkt og, eins og, sem, svo sem, álíka)

  4. Myndhverfing • Líking þar sem samanburðarorðið er horfið. • Tvö svið sem ekki eiga saman venjulega eru tengd saman. • Lífið er draumur í dós • Sumir dagar eru hús • Myndhverfingar geta verið margþættar • En hugsunin rennur í farvegi upprunans • Ég teyga hljómdýrð þína þyrstum augum

  5. Persónugerving • Fyrirbæri sem alla jafna býr ekki yfir eiginleikum lífvera er gætt lífi. • Persónugerving er myndhverfing í eðli sínu. • Nú er sumarið komið á vakt; og ljósastaurarnir hanga aðgerðarlausir, • Ástin blakar vængjum og flýgur á brott • Þegar kvöldið kemur leggur borgin vanga sinn að votu malbikinu

  6. Þversögn • Þversögn er venjulega stutt setning, staðhæfing sem virðist fela í sér mótsögn • Fullyrðing sem ekki gengur upp • Því ekkert er til nema aðeins það sem ekki er til. • Því lífið breytir engu – nema því sem skiptir máli. • Óvenjulegt gildismat • Og sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín.

  7. Endurtekning • Hér er átt við efnislegar endurtekningar en ekki bragfræðilegar. • Endurtekin eru orð og hugsun er endurtekin með nýjum orðum. • Bíddu hérna Garún, Garún meðan ég flyt hann Faxa, Faxa upp fyrir garða, garða • Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð

  8. Andstæður • Menn hneigjast til að tjá heiminn í andstæðum sbr. gott og illt • Hvort ég er úti eða inni eins þá ég vaki og sef Ég lifi í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey • Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt

  9. Tákn • Vísa til tveggja svið. Jafnframt bókstaflegri merkingu liggur önnur merking að baki. Engin augljós tengsl eru milli þessara sviða. (sjá um tákn á smásögusíðunni)

  10. Vísun • Skáldið vísar til einhvers fyrir utan verkið og ætlast til að lesandinn þekki það. Vísunin getur verið fólgin í orðum, tilsvari eða nafni sem ættað er úr öðru verki eða veruleika. • Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum ám. (Ljóðaljóðin, 4,2) • Tennur þínar einsog röð hvítra fólksvagna. (Birgir Svan Símonarson)

More Related