120 likes | 580 Views
Myndmál. Myndir nota skáld m.a. til að gera yrkisefnið sýnilegt. Skapa myndir úr orðum. Hin eiginlega mynd verður til í huga lesandans. Myndir geta einnig höfðað til annarra skynsviða en sjónar s.s. heyrnar, lyktar, bragðs og snertingar. Bein mynd.
E N D
Myndmál • Myndir nota skáld m.a. til að gera yrkisefnið sýnilegt. • Skapa myndir úr orðum. • Hin eiginlega mynd verður til í huga lesandans. • Myndir geta einnig höfðað til annarra skynsviða en sjónar s.s. heyrnar, lyktar, bragðs og snertingar.
Bein mynd • Einfaldasta gerð myndmáls er bein mynd eða myndræn lýsing. Það sem sagt er í ljóðinu og lesandi sér fyrir sér við lesturinn. • Við tvílyft hús hanga bleiur á snúru. • Í kvöldkulinu gjálpar vatnið og ýfist við fætur hegrans.
Viðlíking • Í viðlíkingu er einhverju líkt við eitthvað annað. Liðirnir eru tengdir saman með samanburðarorði. • Dauðinn er eins og ósigrandi fjall. • Tíminn er eins og vatnið. • Sólin, sólin var hjá mér, eins og grannvaxin kona, á gulum skóm. • (líkt og, eins og, sem, svo sem, álíka)
Myndhverfing • Líking þar sem samanburðarorðið er horfið. • Tvö svið sem ekki eiga saman venjulega eru tengd saman. • Lífið er draumur í dós • Sumir dagar eru hús • Myndhverfingar geta verið margþættar • En hugsunin rennur í farvegi upprunans • Ég teyga hljómdýrð þína þyrstum augum
Persónugerving • Fyrirbæri sem alla jafna býr ekki yfir eiginleikum lífvera er gætt lífi. • Persónugerving er myndhverfing í eðli sínu. • Nú er sumarið komið á vakt; og ljósastaurarnir hanga aðgerðarlausir, • Ástin blakar vængjum og flýgur á brott • Þegar kvöldið kemur leggur borgin vanga sinn að votu malbikinu
Þversögn • Þversögn er venjulega stutt setning, staðhæfing sem virðist fela í sér mótsögn • Fullyrðing sem ekki gengur upp • Því ekkert er til nema aðeins það sem ekki er til. • Því lífið breytir engu – nema því sem skiptir máli. • Óvenjulegt gildismat • Og sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín.
Endurtekning • Hér er átt við efnislegar endurtekningar en ekki bragfræðilegar. • Endurtekin eru orð og hugsun er endurtekin með nýjum orðum. • Bíddu hérna Garún, Garún meðan ég flyt hann Faxa, Faxa upp fyrir garða, garða • Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð
Andstæður • Menn hneigjast til að tjá heiminn í andstæðum sbr. gott og illt • Hvort ég er úti eða inni eins þá ég vaki og sef Ég lifi í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey • Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt
Tákn • Vísa til tveggja svið. Jafnframt bókstaflegri merkingu liggur önnur merking að baki. Engin augljós tengsl eru milli þessara sviða. (sjá um tákn á smásögusíðunni)
Vísun • Skáldið vísar til einhvers fyrir utan verkið og ætlast til að lesandinn þekki það. Vísunin getur verið fólgin í orðum, tilsvari eða nafni sem ættað er úr öðru verki eða veruleika. • Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum ám. (Ljóðaljóðin, 4,2) • Tennur þínar einsog röð hvítra fólksvagna. (Birgir Svan Símonarson)