1 / 31

Þyngd

Þyngd. Eðlisfræði 1 V/R 15. fyrirlestralota 8. kafli í Fylgikveri, 13. kafli hjá Benson. 13. Þyngd: Yfirlit . Sbr. Benson 265, en breytt. Aðdragandinn að aflfræði Newtons Þyngdarlögmálið Staðarorka vegna þyngdar, brautir hluta og hnatta Tregðumassi og þyngdarmassi

bayard
Download Presentation

Þyngd

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þyngd Eðlisfræði 1 V/R 15. fyrirlestralota 8. kafli í Fylgikveri,13. kafli hjá Benson

  2. 13. Þyngd: Yfirlit Sbr. Benson 265, en breytt • Aðdragandinn að aflfræði Newtons • Þyngdarlögmálið • Staðarorka vegna þyngdar, brautir hluta og hnatta • Tregðumassi og þyngdarmassi • Sviðshugtakið, þyngdarsvið, þyngdarhröðun • Þyngdarhröðun og virk hröðun við jörð • Þrjú lögmál Keplers um hreyfingu reikistjarna • Setning Newtons um þyngdarsvið frá kúlu • Sjávarföll, orsakir þeirra og einkenni

  3. Hvað vissu menn? - 1 Myndir úr Heimsmynd á hverfanda hveli II

  4. Hvað vissu menn? - 2 • Þekktu til dæmis umferðartíma T og fjarlægðir r fyrir tungl og reikistjörnur • Fá þannig hornhraða w = 2p/T og síðan hröðun a = w2r • Til dæmis er atungl = g/3600 • Það er lykillinn að sögunni um eplið og tunglið því að rtungl = 60 repli • Svo vissu menn auðvitað fjöldamargt annað af þessu tagi

  5. Hvað gerði Newton? • Menn eins og Galíleó og Descartes höfðu áttað sig á meginatriðum tregðulögmálsins • Menn voru líka að nálgast F = k/r2 • (en hvorki hvað það þýðir nákvæmlega né hvað k væri) • En Newton tengdi þetta allt saman í eina heild með F = ma og þyngdarlögmálinu

  6. Hver var Newton? • Isaac Newton, 1642-1733 • Fæddur föðurlaus, erfið æska, sérkennilegt barn, föndrari, síðar hvumpinn einfari, vafasöm siðfræði á köflum, prófessor og síðar við myntsláttu, náði mikilli viðurkenningu, jarðaður í Westminster Abbey með viðhöfn, engan veginn “dæmigerður” vísindamaður! • Skoðum nokkrar myndir frá sama stað og áður

  7. Mynd af Ísak • Ísak hafði ánægju af að láta mála af sér myndir Mynd úr bókinni Undur veraldar, Reykjavík: Mál og menning 1998, þar birt með leyfi National Portrait Gallery í London

  8. Æskuheimilið og eplið

  9. Eplið og tunglið • Hvað er breytt frá fyrri mynd á síðustu glæru? • Hvað táknar breytingin? • Svarið er hér

  10. Titilsíða og spegilsjónauki

  11. Gervitungl og halastjarna

  12. Massi og þyngd • Massinn m er efnismagn, eiginleiki hlutar, mældur í kg, á skálavog • Þyngdin W = mg er þyngdarkrafturinn sem verkar á hlutinn, ekki eiginleiki hlutar heldur háð stað og jafnvel tíma, mæld í N, t.d. á gormvog

  13. Þyngdarlögmálið F. 29-30, B. 266 • Þyngdarkraftur milli tveggja punktmassa m1 og m2 er alltaf aðdráttarkraftur eftir línunni milli þeirra og hefur stærðina F = G m1m2/r2 • þar sem G er svokallaður þyngdarstuðull, og r er fjarlægðin milli massanna. • Ath.: Villa í fyrstu málsgrein í 13.1 hjá Benson, bls. 266: Ekkert hægt að álykta af F = ma

  14. Staðarorka í þyngdarsviði F. 31, B. 159 • Tengsl krafts og staðarorku: F = - gradU, UB-UA = A F.ds • Þetta gefur fyrir U, ef við setjum U() = 0: U = - GmM/r • Gera má Taylor-nálgun fyrir r = Rj + y, y << Rj: DU = mgy • Heildarorkan er E = ½ m v2 - GmM/r B

  15. Reglan um samlagningu krafta B. 266-267 • Mismunandi kraftar, t.d. kraftar frá mismunandi hlutum, leggjast saman sem vigrar: F1 = F12 + F13 + ... + F1N • Athugið að massi á milli hefur ekkert að segja!

  16. Tregðumassi og þyngdarmassi 1 B. 267-268 • Táknið m í F = ma lýsir tregðumassa mt; viðbrögðum við krafti • Massinn m í þyngdarlögmálinu F = GMm/r2er hins vegar þyngdarmassi mþ ; tengist þyngdarkrafti frá hlutnum og á hann.

  17. Tregðumassi og þyngdarmassi 2 • Fyrir hlut við yfirborð jarðar fæst: F = mta = mtg = GmþMj/Rj2 g = (mþ/mt) GMj/Rj2 = (mþ/mt) g0 • En tilraunir sýna alltaf sama g, óháð efninu í hlutnum! • Þetta leiðir af sér jafngildislögmál almennu afstæðiskenningarinnar

  18. Hugtakið þyngdarsvið B. 269 • Þyngdarkrafturinn berst milli hlutanna án þess að þeir snertist, og smýgur um allt rúmið óháð öðru sem þar er • Þetta fannst (og finnst!?) mörgum skrýtið. Newton sjálfur lét gott heita og sagði um það fræg orð: Ég skálda ekki tilgátur (Hypotheses non fingo) • Smám saman sættu menn sig við þetta með hjálp sviðshugtaksins sem var að þróast á sama tíma í rafsegulfræði (rafsvið, segulsvið; Faraday o.fl.)

  19. En hvað er svið? B. 269 • Svið í eðlisfræði er fall af stað og tíma sem lýsir einhverri eðlisfræðistærð og segir etv. til um áhrif á hlut á þessum stað og tíma. Dæmi: • Hitasvið (hiti sem fall af stað og tíma) • Vindur • Loftþrýstingur • Kraftsvið: • þyngdarsvið, rafsvið, segulsvið • Sum þessara sviða eru vigursvið (vector fields)

  20. Nánar um þyngdarsvið B. 269-270 m • Þyngdarsvið er eiginlega kraftur á massaeiningu. Ef uppsprettan er punktmassinn M er sviðið g = F/m = - (GM/r2) ur • Þyngdarkraftur á massann m í þyngdarsviði er W = m g • samanber F = q E fyrir rafsvið r g ur M

  21. Hröðun við yfirborð jarðar 1 B. 270 (gölluð framsetning) • Þyngdarsviðið við yfirborð jarðar er g = W/m = -(GMj/Rj2)ur (gerum ráð fyrir að jörðin sé samhverf kúla)

  22. B. 270 (gölluð framsetning) Hröðun við yfirborð jarðar 2 • Hluti af g fer í hringhreyfinguna um möndul jarðar: g = ac + g’ • Staðalgildi er 981 cm/s2 en ac er ca. 3,4 cm/s2 á miðbaug. Auk þess eru önnur frávik í því g’ sem við mælum. r g g’ ac ac = w2r

  23. Lögmál Keplers • Reikistjörnurnar hreyfast um sól eftir sporbaugum þar sem sólin er í öðrum brennipunktinum. • Strikið milli sólar og reikistjörnu fer alltaf yfir sama flatarmál á sama tíma • Annað veldi umferðartímans er í hlutfalli við þriðja veldi meðalfjarlægðar frá sól: T2 = ka3

  24. Takmarkaðar og ótakmarkaðar brautir um jörð F. 30, 32; B. 272. • E = ½ mv2 – GMm/r varðveitt • Ef E > 0 getur r orðið óendanlegt • Þetta gerist ef v > vesc = Ö(2GM/Rj) • Upphafshraði fyrir hringhreyfingu er vc = Ö(GM/Rj)

  25. Þyngdarsvið frá samfelldri massadreifingu F. 33 (sértilvik), B. 273-274 • Þyngdarlögmálið um punktmassa gefur dg = - G dm/r2 ur • Athugið að stefnan á dg er breytileg eftir dm! • Notað á reglulega hluti, sbr. reglu Newtons á næstu glæru dm ur dg P

  26. Setningar Newtons um þyngdarsvið frá kúlu F. 32-34, B. 273-274. • Utan við kúluskel með jafnri massadreifingu er þyngdarsviðið eins og allur massinn væri í miðju kúlunnar (sýnt með heildun) • Innan í slíkri kúluskel er þyngdarsviðið frá henni 0, sbr. mynd hér til hliðar: Áhrif jafnast út. P

  27. Sjávarföll: Tvisvar á dag B. 277 • Ef jörðin stæði kyrr væri flóð aðeins einu sinni á dag • En jörðin er á hreyfingu um sameiginlega massamiðju í kerfinu jörð-tungl • Það er hröðunin í þeirri hreyfingu sem skiptir sköpum

  28. Sjávarfallakraftarnir • Það er stigull kraftsins (gradient, breyting með stað) sem skiptir máli (sbr. líka sól-tungl). Massinn hægra megin “vill falla” hraðar en massamiðjan, en massinn vinstra megin hægar. Sama mundi gilda um okkur til dæmis í falli inn að svartholi.

  29. Samanburður á þyngdarkröftum frá sól og tungli • Hlutfall þyngdarsviðs frá sól og tungli hér á jörðinni er gs/gt = Msrt2/Mtrs2 = 180 • Stór tala: Sólin togar miklu meira í okkur og jörðina en tunglið!

  30. Samanburður á sjávarfallakröftum frá sól og tungli • Sjávarfallakraftar F eru hins vegar í hlutfalli við stigul þyngdarsviðsins, þ.e.a.s. við 1/r3 í stað 1/r2. Því fæst Fs/Ft = Msrt3/Mtrs3 = 0,46 • Þessi tala er talsvert minni en 1 og því ræður tunglið meiru um sjávarföll en sólin þó að hún hafi sitt að segja • Athugið að fjarlægðirnar rs ogrt eru svolítið breytilegar og hlutfall þeirra í þriðja veldi breytist enn meira. Þess vegna eru stórstraumsflóðin misjafnlega mikil!

  31. Nokkur atriði um sjávarföll • Tvisvar á sólarhring (yfirleitt) • Fara mjög eftir stöðum: • Lítil í innhöfum • Líka lítil hæðarbreyting í tilteknum punktum í úthöfum, en þá miklir straumar (Færeyjar) • Magnast upp á vissum stöðum (trektir) • Sums staðar aðeins einu sinni á sólarhring • Fylgja tungli frekar en sól: Færast um ca. 50 mín. á dag • Stórstreymi og smástreymi v. samspils tungls og sólar • Samanber svar 1, svar 2 og svar 3 á Vísindavefnum og leitarorð eins og þyngdarleysi, andþyngd, svarthol

More Related