90 likes | 210 Views
Dagskrá. Réttur til umsóknar um atvinnu og atvinnuleysisbætur. Réttur til hlutabóta. Réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga.(einyrkja) EURES atvinnuleit í Evrópu (E303). Vinnumálastofnun. Allir sem misst hafa launaða vinnu og eru færir til flestra almennra starfa eiga rétt á að sækja um.
E N D
Dagskrá • Réttur til umsóknar um atvinnu og atvinnuleysisbætur. • Réttur til hlutabóta. • Réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga.(einyrkja) • EURES atvinnuleit í Evrópu (E303)
Vinnumálastofnun • Allir sem misst hafa launaða vinnu og eru færir til flestra almennra starfa eiga rétt á að sækja um. • Tekjutengdar atvinnuleysisbætur í 3 mánuði á bótatímabili • Atvinnuleysisbætur eru greiddar út einu sinni í mánuði fyrir einn mánuð í einu sem nær yfir tímabilið 20. – 19. næsta mánaðar
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur • Fyrstu 10 daga atvinnuleysis eru greiddar út grunnatvinnuleysisbætur sem eru 136.023 kr. á mánuði m.v. 100% bótarétt (50.216) • Eftir þann tíma hefjast tekjutengdar atvinnuleysisbætur í 3 mánuði sem eru reiknaðar 70% af heildarlaunum á ákveðnu viðmiðunartímabili en þó aldrei hærri en 220.729 kr. á mánuði (315.000 -195.000) • Greitt er með hverju barni undir 18 ára kr. 251 á dag eða 5.439 á mán.
Viðmiðunartímabil tekjutengdra bóta • Launamaður: Miða skal við meðaltal heildarlauna á 6 mánaða tímabili sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus • Sjálfstætt starfandi: Miða skal við heildarlaun á 6 mánaða tímabili árið á undan
Hlutastörf • Dæmi 3: Launamaður hefur 250.000 kr. í mánaðarlaun fyrir fullt starf en þarf að minnka við sig starfshlutfall um 25% vegna samdráttar. Hann sækir um 25% atvinnuleysisbætur en hefði talist að fullu tryggður samkvæmt lögunum hefði hann misst starf sitt að öllu leyti. • Hefði hann misst starf sitt að öllu leyti hefði hann átt rétt á 175.000 kr. Í tekjutengdar atvinnuleysisbætur og þar sem hann sækir um 25% bætur á hann rétt á 43.750 kr. á mánuði. • Tekjur fyrir 75% starfshlutfallið 187.500 • 25% atvinnuleysisbætur 43.750 • Samtals 231.250 • á mánuði í allt að 12 mánuði.
Sjálfstætt starfandi • Sjálfstætt starfandi einstaklingur telst fullnægja skilyrðum laganna um stöðvun rekstrar hafi hann tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundins atvinnuleysis hans. • Staðfestingu skattyfirvalda um að tilkynning hafi borist þeim skal skila til Vinnumálastofnunar með umsókn um atvinnuleysisbætur. • Skilyrði fyrir greiðslu bóta eru þau að hann skili staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega og virðisaukaskattsskýrslu á tveggja mánaða fresti. • Sjálfstætt starfandi einstaklingi er heimilt að taka að sér tilfallandi verkefni samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta. Tekjur hans fyrir þau skulu koma til frádráttar atvinnuleysisbótunum og er frítekjumarkið að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði.
Upplýsingar fyrir þá sem hyggjast fara til útlanda í atvinnuleit. • Fyrir Brottför: • Sækja um E-303 en það er staðfesting á rétti til atvinnuleysisbóta í EES landi. • Umsóknarfrestur varðandi vottorðið er 4 vikur fyrir brottför. Gildistími E-303 vottorðsins er allt að 3 mánuðir. • Atvinnuleitandi þarft að hafa hafa þegið bætur samfellt í fjórar vikur fyrir brottför og ekki hafnað atvinnutilboði. • Atvinnuleysisbætur erlendis eru sama upphæð og hér en greitt í mynt viðkomandi lands.