1 / 9

Sýklafræði 103

Sýklafræði 103. Stoðglærur. 8. kafli Veirur og veirusjúkdómar.

billie
Download Presentation

Sýklafræði 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sýklafræði 103 Stoðglærur Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  2. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veira er minnsta “örvera” sem þekkist og er lítið annað er kjarnsýrusameind (DNA/RNA flóki) með próteinhjúp. Veirur greinast eingöngu í rafeindasmásjá við mikla stækkun. Algeng stærð veira er u.þ.b. 50-100 nm (nánómetrar). Allar veirur eru háðar hýsilfrumu um fjölgun og viðhald. Flokkaðar í dýraveirur, plöntuveirur og bakteríu- veirur. Eingöngu dýraveirur sýkja menn. • Fyrsta veiran (svo vitað sé) fannst árið 1892. Það var tíglaveira sem sýkir lauf tóbaksplöntu (Ivanowski). • Byggingarlag veira. Hefur algera sérstöðu í efnisheimi örvera. • 1. Veirukjarni, annað hvort DNA eða RNA kjarnsýra án históns. Aðeins önnur hvor gerðin finnst í hverri veiru. Fjöldi veirugena er frá 10 (plöntuveirur) og upp í 500 gen (bakteríuveirur). Genafjöldi í dýraveirum er 100 til 200. • 2. “Kjarnaprótein”. Sumar veirur hafa viðhengisprótein sem tengist veirukjarnsýru (t.d. Inflúensuveira) sem er af mismunandi sameindagerð. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  3. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirukápa. Gerð úr próteinum. Kápa í dýraveirum er gerð úr minni kápueiningum (capsomer), sem eru formaðar í fimmhyrninga og sexhyrninga. Þannig verður til marghyrnd veirukápa (icosahedral), jafnvel í lögum. Fjöldi kápueininga er mjög breytilegur. Kápugerð mótar stærð og útlit veiru. • Veiruhjúpur. Veirur með veiruhjúp eru kallaðar hjúpaðar veirur, en veirur án hans kallast naktar veirur. Hjúpurinn er oftast gerður úr lípópróteinum. Veira nær í hjúphráefnið í frumuhimnu sýktrar hýsilfrumu. • Veirugaddar. Próteingaddar sem teygjast út úr veiruhjúp. Gaddarnir auðvelda veiru að ná til bráðar (hýsilfruma) og sýkja hana. Dæmi: Inflúensuveira hefur veirugadda : próteinið Haemagglútín (H) og ensímið neurominidasa (N). Veirugaddar geta stökkbreyst. Veirugaddar eru líka til staðar í HIV-veiru. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  4. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirufjölgun. Veirur eru lífrænar en lífvana efnisagnir utan hýsilfrumu. Ef þær hitta á réttu hýsilfrumuna þá yfirtaka (öðlast líf) gen veirunnar stjórnbúnað hýsilfrumu, sem framleiðir veiruprótein og gen í nýjar veirur. Hið fullkomna sníkjulíf. • Ferli veirufjölgunar: fer fram innan tiltekinnar hýsilfrumu • 1. Veirufesting. Veira festir sig með veirugöddum á frumuhimnu hýsilfrumu • 2. Veiruinnrás. Veira kemur veirukjarnsýru fyrir í hýsilfrumu eða fer í heilulagi inn í • hýsilfrumu og afklæðist þá veirukápu. Notar ensím (veirugaddur) til að koma sér • fyrir í hýsilfrumu. • 3. Myrkurferli. Veira yfirtekur prótein-stjórnbúnað hýsilfrumu, hýsilfruma myndar • mikið magn af mRNA (mótandi RNA) af veirugerð til undirbúnings veiruprótein- • myndun. • 4. Risferli. Hýsilfruma myndar mikið magn einstakra hluta í nýjar veirur, bæði gen og • prótein. • 5. Samsetning. Einstakir byggingarhlutar eru settir saman í nýjar veirur. • 6. Hýsilsundrun (lysis). Hýsilfruma deyr og út flæða nýmyndaðar veirur. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  5. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirubinding. Flestar veirur eru smithæfar/smitnæmar (virulens) og fjölga sér tiltölulega hratt í líkama manna (sbr. að framan). Það tekur sem dæmi aðeins u.þ.b. 24 til 36 klukkustundir frá smiti inflúensuveiru þar til sjúkdósmeinkenni koma fram í smitþega. Þá eru til svokallaðar tempraðar veirur sem sýkja en sjúkdómseinkenni koma fram á lögum tíma. Þær eru kallaðar hæggengar veirur. • Fyrir kemur að tempraðar veirur valda ekki dauða hýsilfrumu heldur skilja þær eftir erfðabút (gen) í hýsilfrumu sem síðan innlimast í erfðaefni (litning) hýsilfrumunnar. Hýsilfruman er erfðabreytt (stökkbreytt) og breytingin flyst síðan í dótturfrumur með frumuskiptingu. Vitað er að veirur hafa með þessum hætti erfðabreytt bakteríum (barnaveikisbaktería) og sömuleiðis er vitað að veirur valdið krabbameinum í mönnum. Dæmi: HPV veira (undirstofn) veldur forstigsbreytingum í leghálsi kvenna. EB veira veldur lymphoma (eitlakrabbammein) í börnum. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  6. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veiruræktun • Eins og fram hefur komið eru veirur innanfrumusýklar og verða því ekki ræktaðar á sama hátt og bakteríur. Veirur eru því aðeins ræktaðar í lifandi frumum. • Ræktun í lifandi tilraunadýrum. Gömul aðferð sem lítið er notuð í dag. Þó eru mýs ennþá notaðar í ákveðnum tilvikum. • Ræktun á hænueggjum. (frjóvguðum). Aðferð sem hentar vel við fjöldaframleiðslu á tilteknum veirutegundum (t.d. Í sambandi við bóluefnisgerð). Veira einagruð á efnatæknilegan hátt. • Frumuræktun (vefjaræktun). Vefur er brotin niður í frumur með ensímum, Frumunum er komið fyrir í ræktunarumhverfi (ræktunarflöskur). Þær mynda einfrumulag eða frumulínu. Veiru er komið fyrir í frumunum. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  7. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Sjúkdómsvaldandi RNA veirur • Veirukjarni er með RNA – kjarnsýru. Veirur eru oftast hjúpaðar en líka naktar. Breytileg stærð • 1. Pólíóveira veldur mænusótt sem getur valdið lömun. Bólusett gegn veirunni. • 2. Rhinoveirur valda kvefi (rhinitis). Mjög fjölbreyttar. Engin ákveðið lyf þekkt sem • koma í veg fyrir kvef. • 3. Orthomyxoveira veldur inflúensu. A stofn er einkum í umferð. Athuga vakaskipti • og vakarek. Skoða H- og N-þætti veirunnar. Bólusett gegn veirunni. • 4. Paramyxóveira (undirstofnar) veldur hettusótt (mumps), mislingum (measels) og • Rubella veira veldur rauðum hundum. Sjúkdómarnir kallaðir “barnasjúkdómar” • Bólusett gen veirunum. • 5. Retroveirur. HIV –veira. Athuga HIV1 og HIV2, sjúkdómseinkenni veirunnar. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  8. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Sjúkdómsvaldandi DNA veirur • Veirukjarni er úr DNA-kjarnsýru. Veirur ýmist hjúpaðar eða naktar og misstórar. • 1. Adenóveirur valda margs konar sýkingum eftir gerð, m.a. hálsbólgu, öndunar- • færasýkingum og niðurgangi í börnum. • 2. Herpes-veirur. Fremur stórar hjúpaðar veirur. • * Herpes simplex I (HSV I) – áblástursveira • * Herpes simplex II (HSV II) – kynfæra áblástur • * Varicella zoster – hlaupabóla • * Herpes zoster – ristill • * CMV veira – fósturskaði o.fl. • * EB-veira - einkirningssótt (mononucleosis) • 3. Hepatit veirur. Veirur sem valda lifrarbólgu (hepatitis). • 4. Papilloma veira – HPV –veira. Til í mörgum undirstofnum. Veldur Verucca- sýkingum –vörtum – á hörundi og kynfærum. Leghálsfrumubreytingar. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  9. 8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirusýkingar á Íslandi Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

More Related