120 likes | 557 Views
Sýklafræði 103. Stoðglærur. 8. kafli Veirur og veirusjúkdómar.
E N D
Sýklafræði 103 Stoðglærur Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veira er minnsta “örvera” sem þekkist og er lítið annað er kjarnsýrusameind (DNA/RNA flóki) með próteinhjúp. Veirur greinast eingöngu í rafeindasmásjá við mikla stækkun. Algeng stærð veira er u.þ.b. 50-100 nm (nánómetrar). Allar veirur eru háðar hýsilfrumu um fjölgun og viðhald. Flokkaðar í dýraveirur, plöntuveirur og bakteríu- veirur. Eingöngu dýraveirur sýkja menn. • Fyrsta veiran (svo vitað sé) fannst árið 1892. Það var tíglaveira sem sýkir lauf tóbaksplöntu (Ivanowski). • Byggingarlag veira. Hefur algera sérstöðu í efnisheimi örvera. • 1. Veirukjarni, annað hvort DNA eða RNA kjarnsýra án históns. Aðeins önnur hvor gerðin finnst í hverri veiru. Fjöldi veirugena er frá 10 (plöntuveirur) og upp í 500 gen (bakteríuveirur). Genafjöldi í dýraveirum er 100 til 200. • 2. “Kjarnaprótein”. Sumar veirur hafa viðhengisprótein sem tengist veirukjarnsýru (t.d. Inflúensuveira) sem er af mismunandi sameindagerð. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirukápa. Gerð úr próteinum. Kápa í dýraveirum er gerð úr minni kápueiningum (capsomer), sem eru formaðar í fimmhyrninga og sexhyrninga. Þannig verður til marghyrnd veirukápa (icosahedral), jafnvel í lögum. Fjöldi kápueininga er mjög breytilegur. Kápugerð mótar stærð og útlit veiru. • Veiruhjúpur. Veirur með veiruhjúp eru kallaðar hjúpaðar veirur, en veirur án hans kallast naktar veirur. Hjúpurinn er oftast gerður úr lípópróteinum. Veira nær í hjúphráefnið í frumuhimnu sýktrar hýsilfrumu. • Veirugaddar. Próteingaddar sem teygjast út úr veiruhjúp. Gaddarnir auðvelda veiru að ná til bráðar (hýsilfruma) og sýkja hana. Dæmi: Inflúensuveira hefur veirugadda : próteinið Haemagglútín (H) og ensímið neurominidasa (N). Veirugaddar geta stökkbreyst. Veirugaddar eru líka til staðar í HIV-veiru. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirufjölgun. Veirur eru lífrænar en lífvana efnisagnir utan hýsilfrumu. Ef þær hitta á réttu hýsilfrumuna þá yfirtaka (öðlast líf) gen veirunnar stjórnbúnað hýsilfrumu, sem framleiðir veiruprótein og gen í nýjar veirur. Hið fullkomna sníkjulíf. • Ferli veirufjölgunar: fer fram innan tiltekinnar hýsilfrumu • 1. Veirufesting. Veira festir sig með veirugöddum á frumuhimnu hýsilfrumu • 2. Veiruinnrás. Veira kemur veirukjarnsýru fyrir í hýsilfrumu eða fer í heilulagi inn í • hýsilfrumu og afklæðist þá veirukápu. Notar ensím (veirugaddur) til að koma sér • fyrir í hýsilfrumu. • 3. Myrkurferli. Veira yfirtekur prótein-stjórnbúnað hýsilfrumu, hýsilfruma myndar • mikið magn af mRNA (mótandi RNA) af veirugerð til undirbúnings veiruprótein- • myndun. • 4. Risferli. Hýsilfruma myndar mikið magn einstakra hluta í nýjar veirur, bæði gen og • prótein. • 5. Samsetning. Einstakir byggingarhlutar eru settir saman í nýjar veirur. • 6. Hýsilsundrun (lysis). Hýsilfruma deyr og út flæða nýmyndaðar veirur. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirubinding. Flestar veirur eru smithæfar/smitnæmar (virulens) og fjölga sér tiltölulega hratt í líkama manna (sbr. að framan). Það tekur sem dæmi aðeins u.þ.b. 24 til 36 klukkustundir frá smiti inflúensuveiru þar til sjúkdósmeinkenni koma fram í smitþega. Þá eru til svokallaðar tempraðar veirur sem sýkja en sjúkdómseinkenni koma fram á lögum tíma. Þær eru kallaðar hæggengar veirur. • Fyrir kemur að tempraðar veirur valda ekki dauða hýsilfrumu heldur skilja þær eftir erfðabút (gen) í hýsilfrumu sem síðan innlimast í erfðaefni (litning) hýsilfrumunnar. Hýsilfruman er erfðabreytt (stökkbreytt) og breytingin flyst síðan í dótturfrumur með frumuskiptingu. Vitað er að veirur hafa með þessum hætti erfðabreytt bakteríum (barnaveikisbaktería) og sömuleiðis er vitað að veirur valdið krabbameinum í mönnum. Dæmi: HPV veira (undirstofn) veldur forstigsbreytingum í leghálsi kvenna. EB veira veldur lymphoma (eitlakrabbammein) í börnum. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veiruræktun • Eins og fram hefur komið eru veirur innanfrumusýklar og verða því ekki ræktaðar á sama hátt og bakteríur. Veirur eru því aðeins ræktaðar í lifandi frumum. • Ræktun í lifandi tilraunadýrum. Gömul aðferð sem lítið er notuð í dag. Þó eru mýs ennþá notaðar í ákveðnum tilvikum. • Ræktun á hænueggjum. (frjóvguðum). Aðferð sem hentar vel við fjöldaframleiðslu á tilteknum veirutegundum (t.d. Í sambandi við bóluefnisgerð). Veira einagruð á efnatæknilegan hátt. • Frumuræktun (vefjaræktun). Vefur er brotin niður í frumur með ensímum, Frumunum er komið fyrir í ræktunarumhverfi (ræktunarflöskur). Þær mynda einfrumulag eða frumulínu. Veiru er komið fyrir í frumunum. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Sjúkdómsvaldandi RNA veirur • Veirukjarni er með RNA – kjarnsýru. Veirur eru oftast hjúpaðar en líka naktar. Breytileg stærð • 1. Pólíóveira veldur mænusótt sem getur valdið lömun. Bólusett gegn veirunni. • 2. Rhinoveirur valda kvefi (rhinitis). Mjög fjölbreyttar. Engin ákveðið lyf þekkt sem • koma í veg fyrir kvef. • 3. Orthomyxoveira veldur inflúensu. A stofn er einkum í umferð. Athuga vakaskipti • og vakarek. Skoða H- og N-þætti veirunnar. Bólusett gegn veirunni. • 4. Paramyxóveira (undirstofnar) veldur hettusótt (mumps), mislingum (measels) og • Rubella veira veldur rauðum hundum. Sjúkdómarnir kallaðir “barnasjúkdómar” • Bólusett gen veirunum. • 5. Retroveirur. HIV –veira. Athuga HIV1 og HIV2, sjúkdómseinkenni veirunnar. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Sjúkdómsvaldandi DNA veirur • Veirukjarni er úr DNA-kjarnsýru. Veirur ýmist hjúpaðar eða naktar og misstórar. • 1. Adenóveirur valda margs konar sýkingum eftir gerð, m.a. hálsbólgu, öndunar- • færasýkingum og niðurgangi í börnum. • 2. Herpes-veirur. Fremur stórar hjúpaðar veirur. • * Herpes simplex I (HSV I) – áblástursveira • * Herpes simplex II (HSV II) – kynfæra áblástur • * Varicella zoster – hlaupabóla • * Herpes zoster – ristill • * CMV veira – fósturskaði o.fl. • * EB-veira - einkirningssótt (mononucleosis) • 3. Hepatit veirur. Veirur sem valda lifrarbólgu (hepatitis). • 4. Papilloma veira – HPV –veira. Til í mörgum undirstofnum. Veldur Verucca- sýkingum –vörtum – á hörundi og kynfærum. Leghálsfrumubreytingar. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson
8. kafliVeirur og veirusjúkdómar • Veirusýkingar á Íslandi Höfundarréttur: Bogi ingimarsson