200 likes | 478 Views
Sovétríkin. Frá byltingu til heimsstyrjaldar 1917 – 1939 Bls. 74-81. Febrúarbyltingin 1917. Í árslok 1916 var rússneska keisaradæmið í algjörri upplausn
E N D
Sovétríkin Frá byltingu til heimsstyrjaldar 1917 – 1939 Bls. 74-81
Febrúarbyltingin 1917 • Í árslok 1916 var rússneska keisaradæmið í algjörri upplausn • Herinn hafði mátt þola nær látlausa ósigra og undanhald síðan 1915 og jafnt á vígstöðvunum sem heima fyrir svarf hungrið að en háværum kröfum um þingbundna stjórn mætti keisarinn með lögregluaðgerðum • Í febrúar 1917 fóru konur í Pétursborg í mótmælagöngu og keisarinn kallaði út herinn til að sundra göngunni en herinn hafði fengið nóg og gekk til liðs við mótmælendur • Keisarinn hafði þar með misst völd sín og sagði af sér nokkrum dögum síðar Valdimar Stefánsson 2007
Bráðbirgðastjórn frjálslyndra 1917 • Bráðabirgðastjórn skipuðum frjálslyndum borgurum tók við völdum af keisaranum • Stjórnin hét því að efna til frjálsra kosninga til stjórnlagaþings en jafnframt lofaði hún Bandamönnum áframhaldandi stríðsþátttöku • Á sama tíma voru bæði verkamenn og hermenn farnir að skipuleggja sig með því að setja á stofn ráð (sovét) og leið ekki á löngu áður en komið var upp tvöfalt valdakerfi í Rússlandi: bráðabirgðastjórnin og ráðin • Þegar leið á árið fór ágreiningur vaxandi á milli þessara tveggja valdastofnanna Valdimar Stefánsson 2007
Ágreiningur vex vorið 1917 • Í fyrstu höfðu ráðin einkum verið undir stjórn hægfara sósíalista og svonefndra þjóðbyltingarmanna en er á leið jukust áhrif róttækra sósíalista og bolsévikka • Á meðan verið var að brjóta keisaraklíkuna á bak aftur voru ráðin og bráðabirgðastjórnin samstíga en síðan kom í ljós að mikið bar á milli þeirra • Ráðin, og þá einkum bosévikkar, kröfðust skjótra umbóta, uppskiptingu lands og friðarsamninga við Miðveldin en stjórnin vildi halda að sér höndum heima fyrir fram yfir stjórnlagaþing og knýja Miðveldin til sigurs í stríðinu Valdimar Stefánsson 2007
Lenin kemur úr útlegð vorið 1917 • Inn í þessar kringumstæður kom Vladimír Lenin, leiðtogi bolsévikka, úr útlegð frá Sviss og setti þegar fram stefnu flokksins í þremur slagorðum: • Tafarlausan frið! Jarðnæði til bænda! Allt vald í hendur ráðunum! • Með þessu móti jókst fylgi bolsévikka hratt og réðu þeir orðið mestu í ráðunum að áliðnu sumri • Í september gerði Kornilov hershöfðingi uppreisn gegn bráðabirgðastjórninni og stefndi hersveitum sínum frá vígstöðvunum til Pétursborgar • Uppnám varð í stjórninni og þurfti hún að leita liðsinnis ráðanna til að kveða uppreisnina niður Valdimar Stefánsson 2007
Vladimír Iljitsj Lenin (1870 – 1924) • Lenin var einn af stofnendum flokks sósíaldemókrata árið 1883 en tuttugu árum síðar klofnaði flokkurinn í mensévikka og bolsévikka • Mensévikkar álitu að kommúnísk bylting væri ekki möguleg í Rússlandi fyrr en landið hefði iðnvæðst meira og borgarastéttin hefði innleitt kapítalismann en bolsévikkar voru ósammála því • Lenin var helsti leiðtogi bolsévikka og hugmyndafræðingur en hann leiddi rök að því að hægt væri að koma á kommúnísku þjóðfélagi í Rússlandi með sameiginlegri byltingu verkamanna og bænda • Eftir valdarán bolsévikka 1917 varð Lenin fyrsti leiðtogi hins nýja ríkis Sovétríkjanna Valdimar Stefánsson 2007
Októberbyltingin 1917 • Hláleg frammistaða bráðabirgðastjórnarinnar við uppreisn Kornilovs sneru almenningsálitinu enn meira frá þeim og til ráðanna • Lenin ákvað að nýta tækifærið og í október létu bolsévikkar og stuðningsmenn þeirra til skarar skríða og tóku völdin án þess að til alvarlegra átaka kæmi • Bráðabirgðastjórnin flúði land og bolsévikkar stofnuðu nýja stjórn sem eingöngu var skipuð flokksmönnum • Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að efna loforð sitt um frið og voru friðarsamningar undirritaðir í Brest-Litovsk í mars 1918 Valdimar Stefánsson 2007
Borgarastyrjöld 1918 – 1920 • Friðarsamningurinn við Miðveldin tryggðu þó ekki hinni nýju stjórn langan frið • Fyrrum hershöfðingjar úr her keisarans komu fótum undir heri til að berjast gegn bolsévikkum • Nefndust þeir „hvítliðar“ en herir bolsévikka „rauðliðar“ og nutu hvítliðar stuðnings Bandamanna sem litu á friðarsamningana sem svik við sig • Leon Trotsky, einum af forvígismönnum bolsévikka, var falið að skipuleggja her verkamanna og bænda, rauða herinn svonefnda, og tókst honum að koma á fjölmennum og vel starfhæfum her á undraskömmum tíma Valdimar Stefánsson 2007
Borgarastyrjöld 1918 – 1920 • Í upphafi borgarastríðsins höfðu hvítliðar betur, dyggilega studdir af Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum, en er á leið kom í ljós mikill innbyrðis ágreiningur milli hersveita hvítliða • Það sem skipti þó sköpum var að bændur héldu tryggð við bolsévikka og stóðu einarðlega gegn liðsveitum hvítliða, þar sem þeir óttuðust mjög að vera sviftir nýfengnu jarðnæði ef bolsévikkar yrðu brotnir á bak aftur • Árið 1920, þegar borgarastríðið hafði geisað í tvö ár tókst rauðliðum loks að vinna fullnaðarsigur á her hvítliða og reka þá endanlega úr landi Valdimar Stefánsson 2007
Innrás Pólverja 1921 • Borgarastríðinu var vart lokið þegar hið nýstofnaða Pólland gerði innrás í Sovétríkin og hafði landvinninga í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu strax á upphafsmánuðunum • Síðan snerist gangur stríðsins og hrakti rauði herinn Pólverja á flótta • Dyggilega studdir af frönskum liðsveitum tókst þó Pólverjum að endurheimta landvinningana • Lenin hafði vonast eftir stuðningi pólskrar verkalýðsstéttar en þjóðernishyggjan varð hinni sósíalísku alþjóðahyggju yfirsterkari og urðu lyktir stríðsins þær að stór hluti Hvíta-Rússlands og Úkraínu komst undir yfirráð Pólverja Valdimar Stefánsson 2007
Stríðskommúnisminn • Á tímum borgarastríðsins og innrásar Pólverja fylgdu bolsévikkar efnahagsstefnu sem nefnd var stríðskommúnismi • Markmið þessarar stefnu var að hámarksafköst í atvinnulífinu á sem skemmstum tíma og var það gert með mikilli miðstýringu og þjóðnýtingu fyrirtækja • Í öngþveiti borgarastríðsins gekk stefnan engan veginn upp og varð mikil fólksfækkun í stórborgunum því margir flúðu í sveitina þar sem meiri líkur voru á að finna sér eitthvað til matar • Árið 1921 varð alvarlegur uppskerubrestur og milljónir manna týndu lífi í hungursneyðinni sem fylgdi í kjölfarið Valdimar Stefánsson 2007
NEP – stefnan • Eftir hungursneyðina beitti Lenin sér fyrir því að slakað yrði á alræðishyggju stríðskommúnismans • Ný stefna var sett fram, svokölluð NEP-stefna, en hún byggðist á því að bændum var á nýjan leik heimilt að selja framleiðslu sína á frjálsum markaði og smærri fyrirtæki í verslun og þjónustu vour einkavædd og gert að framleiða vörur sem eftirspurn væri eftir • Stórbændum, kúlökkum, var heimilað að taka jarðnæði á leigu og styðjast við aðkeypt vinnuafl • Trotsky og fleiri forvígismenn flokksins gagnrýndu þessa stefnu hart en Lenin hafði sitt fram Valdimar Stefánsson 2007
Jósef Stalín – Andlát Lenins • Á þessum árum tók Jósef Stalín að vera meira áberandi í flokksstarfinu en þótt hann hefði verið þátttakandi í byltingunni frá upphafi hafði lítið á honum borið fram til þessa • Hann var orðinn aðalritari flokksins og krafti þess embættis jók hann áhrif sín svo lítið bæri á • Um þetta leyti veiktist Lenin og lést skömmu síðar og upphófst þá mikil valdabarátta á meðal eftirmanna hans • Trotsky hafði komið sér illa með því að mótmæla stefnu Lenins, bæði í efnahagsmálum og utanríkismálum, en Trotsky taldi nauðsynlegt að vinna að úbreiðslu byltingar til annarra landa þar sem Sovétríkin voru einangruð á alþjóðavísu Valdimar Stefánsson 2007
Stalín nær völdum • Andstæðingar Trotskys töldu mikilvægasta verkefnið vera að auka útflutning á landbúnaðarafurðum og nýta síðan tekjurnar til uppbyggingar þungaiðnaðar • Stalín lagði fram kenninguna um sósíalisma í einu landi, gegn kenningum Trotskys um alþjóðabyltinguna • Þessum deilum lauk síðan með því að Trotsky einangraðist og var rekinn úr flokknum árið 1927 • Í kjölfarið varð Stalín ótvíræður leiðtogi flokksins og arftaki Lenins Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta fimm ára áætlunin • Strax eftir valdatöku sína skipti Stalín um stefnu í efnahagsmálum og tók upp stefnu andstæðings síns, Trotskys • Árið 1928 leit fyrsta fimm ára áætlunin dagsins ljós en í henni var gerð heildaráætlun fyrir landið um hvað skyldi framleiða og hversu mikið næstu fimm árin • Í samræmi við þessa heildaráætlun voru síðan gerðar áætlanir fyrir einstök héruð og einstakar verksmiðjur • Sérstök stofnun í Moskvu sá um þessa áætlanagerð og þótti hún ekki alltaf taka nægilegt tillit til aðstæðna í fjarlægðum byggðum ríkisins Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta fimm ára áætlunin • Þegar í ljós kom að ekki væri unnt að standa við áætlunina gripu flokksfulltrúar og forstjórar til þess ráðs að falsa útkomuna og urðu þessar falsanir brátt helsti ágalli áætlunarbúskapsins • Í fyrstu fimm ára áætluninni var lögð áhersla á undirstöðuframkvæmdir, vatnsorkuver, olíuiðnað, námagröft og þungaiðnað • Einnig var unnið stórátak í menntun, allt frá grunnskóla til æðri menntunar • Ákveðið var að steypa saman smájörðum bænda í stór samyrkjubú þar sem beitt var nýtísku framleiðsluaðferðum svo brauðfæða mætti þjóðina en bændur snerust öndverðir við þessu og víða kom til harðra átaka Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta fimm ára áætlunin • Meðal annars brugðust bændur við samyrkjubúunum með því að eyðileggja uppskeruna svo fallið yrði frá þessum áætlunum en stjórnin keyrði breytingarnar í gegn með góðu eða illu og reyndar aðallega illu • Milljónir bænda, sem sýndu mótþróa, voru sendar í vinnubúðir þar sem þeir unnu kauplaust við ýmsar stórframkvæmdir í iðnaði • Framleiðslan í landbúnaði minnkaði stórkostlega og víða ríkti hungursneyð • Alls er talið að fimm til tíu milljónir manna hafi látið lífið í samyrkjuherferðinni Valdimar Stefánsson 2007
Næstu fimm ára áætlanirnar • Næstu tvær fimm ára áætlanir Stalíns höfðu svipað meginmarkmið, eflingu þungaiðnaðar og grunnframleiðslunnar • Gerðir voru samningar við þýsk og bandarísk stórfyrirtæki við hönnun á raforkuverum og stáliðjum og Fordverksmiðjurnar reistu dráttarvéla- og bifreiðaverksmiðjur • Iðnframleiðslan jókst risaskrefum og margir íbúar Vesturlanda litu vonaraugum til Sovétríkjanna í upphafi 4. áratugarins þegar heimskreppan reið yfir hið kapítalíska hagkerfi en sneyddi alveg hjá því sovéska Valdimar Stefánsson 2007
Ofsóknir og hreinsanir • Árið 1936 var samþykkt í æðsta ráði Sovétríkjanna ný stjórnarskrá sem átti að tryggja íbúum ríkisins öll helstu mannréttindi • Strax í kjölfarið hófust síðan ofsóknir gegn mörgum af helstu forkólfum flokksins og gamlir byltingamenn voru handteknir unnvörpum • Brátt tóku valdsmenn að draga hina ákærðu fyrir dómstóla þar sem þeir játuðu á sig hinar ótrúlegustu sakargiftir og hlutu ýmist langa fangelsisvist eða dauðadóm fyrir • Meirihluti þeirra sem sátu í miðstjórn flokksins í valdatíð Leníns var dæmdur til dauða Valdimar Stefánsson 2007
Ofsóknir og hreinsanir • Hver réttarhöldin ráku önnur og þúsundir manna og kvenna hlutu dauðadóm og voru teknar af lífi en enn fleiri komu þó aldrei fyrir rétt heldur hurfu í skjóli nætur • Enn fleiri voru sendir í vinnubúðir, án dóms og laga, þar sem þeir voru látnir vinna að framgangi fimm ára áætlunarinnar við hinar hörmulegustu aðstæður • Hreinsununum lauk árið 1938 eftir að sjálfir stjórnendur leyniþjónustunnar höfðu orðið fyrir barðinu á þeim, svo og flestir færustu hershöfðingjar rauða hersins en það reyndist dýrkeypt er Þjóðverjar réðust inn í landið þremur árum síðar Valdimar Stefánsson 2007