170 likes | 341 Views
Menningarframlag múslíma. Menning í stórveldi íslamstrúar. Uppgangur í arabaheiminum. Á 7. öld varð til nýtt stórveldi við Miðjarðarhafið, í kjölfar Íslamstrúar sem upp kom á Arabíuskaganum í byrjun þeirrar aldar
E N D
Menningarframlag múslíma Menning í stórveldi íslamstrúar
Uppgangur í arabaheiminum • Á 7. öld varð til nýtt stórveldi við Miðjarðarhafið, í kjölfar Íslamstrúar sem upp kom á Arabíuskaganum í byrjun þeirrar aldar • Á ríflega einni öld náði þessi trú að breiðast út alla norðurströnd Afríku, norður eftir botni Miðjarðarhafs og í austur yfir Mesópótamíu og Persíu allt að Indlandi • Með trúnni breiddist út sameiginleg ritmenning, heimsmynd og vísindi sem áttu rætur allt aftur í hellenisma fornaldar Valdimar Stefánsson 2006
Íslömsk trú • Nafnið íslam er dregið af arabískri sögn fyrir að gefa sig (guði) á vald en orðið yfir fylgjendur hennar, múslima, er af sömu rót • Íslam deilir með kristinni trú og gyðingdómi þeim kjarna að hinn eini almáttugi guð, skapari alheimsins, hafi birt mönnum vilja sinn með milligöngu spámanna • Á meðal spámanna íslam eru Abraham, ættfaðir gyðinga, sem arabar líta á sem ættföður sinn, Móses, meginspámaður gyðinga, og Jesú Kristur Valdimar Stefánsson 2006
Múhameð spámaður • Múslimar trúa því að Múhameð hafi verið sá spámaður sem lauk boðun guðs til manna og að í boðskapnum sem Kóraninn, helgirit múslima, geymir sé að finna óspillta boðun guðs til manna • Múhameð fæddist árið 570 í borginni Mekka, sem liggur á gömlum verslunarleiðum frá frjósamasta hluta Arabíuskagans og Indlandshafi til Miðjarðarhafs • Um þrítugt, þegar hann var orðin efnaður kaupmaður í Mekka, tók hann að berjast gegn vaxandi ójöfnuði og skurðgoðadýrkun jafnframt því að boða trú á einn almáttugan guð Valdimar Stefánsson 2006
Múhameð spámaður • Ráðandi öfl í Mekka tóku boðskap Múhameðs afar illa enda mátti líta á hann sem beina árás á valdakerfi, siði og trú borgarbúa. • Nokkur fjöldi fólks tók trú en þar kom að hann þurfti að flýja til nágrannaborgarinnar Medína til að bjarga lífi sínu • Þar var stofnað nýtt samfélag undir forystu Múhameðs og miðast tímatal múslima við þann atburð, árið 622 • Tæpum áratug eftir flótta Múhameðs frá Mekka féll borgin í hendur hins ört vaxandi safnaðar múslima • Múhameð lést sama árið 632 en hafði þá komið styrkum fótum undir hin nýju trúarbrögð Valdimar Stefánsson 2006
Kóraninn • Múslimar trúa því að Kóraninn hafi orðið til með þeim hætti að engill guðs birtist Múhameð og skipaði honum að læra og hafa yfir óbreytt orð guðs og bera þau til manna • Þess vegna eru öll orð Kóransins hrein orð guðs • Múslimar hafa engan átrúnað á Múhameð og gera því ekki af honum myndir • Lög múslima eru byggð á Kóraninum en einnig á ummælum, dómum og siðum sem með beinum hætti mátti rekja til Múhameðs og nánustu samferðamanna hans Valdimar Stefánsson 2006
Menningarframlag múslíma • Mikilvægasta framlag Araba og annarra múslíma til heimsmenningarinnar er fólgið í því að þeir tileinkuðu sér menningarstrauma ólíkustu þjóða og veittu þeim í einn farveg • Það var einkum í Sýrlandi sem þeir kynntust bókmenntum fornaldar • Heimspekingar múslíma kappkostuðu að útskýra kenningar Aristótelesar og einnig gætti þar áhrifa frá nýplatónskunni Valdimar Stefánsson 2006
Avicienna • Avicienna (Ibn Sina, 980 – 1037) var læknir og heimspekingur í Persíu • Hann kenndi nýplatónska útstreymiskenningu um sköpun heimsins • Vegna einhvers konar útstreymis frá guði urðu til mismunandi hvel, allt frá hinu fulkomnasta til hins ófullkomna efnisheims • Þessi kenning var varla samræmanleg sköpunarsögu gyðinga sem Múhameð samþykkti Valdimar Stefánsson 2006
Averroës • Averroës (Ibn Rushd, 1126 – 1198) var dómari í Sevilla á Spáni • Hann boðaði hreina kenningu Aristótelesar um eilífan alheim sem hvorki hefði upphaf né enda • Þar sem þessi kenning var engan vegin í takt við Kóraninn né sköpunarsögu gyðinga fullyrti hann að sá sannleikur sem þar væri boðaður miðaðist við almúgann en til væri sannleikur heimspekinnar sem væri æðri hinum trúarlega sannleika • Averroës varð fyrir miklum árásum rétttrúnaðarmúslima og lauk því svo að hann varð að flýja land yfir til Afríku Valdimar Stefánsson 2006
Stærðfræði • Þegar Rómarveldi tók að hnigna hætti Alexandría að gegna forystuhlutverki í stærðfræðiiðkun í heiminum • Um tíma tóku Indverjar forystuna en við valdatöku Araba í Vestur-Asíu stuðluðu þeir að verulegri grósku í greininni • Það var einkum í hornafræði og algebru sem þeir komust langt fram úr fyrirrennurum sínum Valdimar Stefánsson 2006
Stærðfræði • Frá Indverjum þáðu Arabar tugakerfið með núlli og sætisritháttinn • Hinn nýi ritháttur var miklu einfaldari og hagkvæmari en fyrri talnakerfi, t. d. þau grísku og rómversku • Arabískir og síðan evrópskir kaupmenn veittu hinu nýja kerfi brautargengi og kynntu það í Evrópu en þar öðlaðist það ekki endanlega viðurkenningu fyrr en komið var fram á nýöld Valdimar Stefánsson 2006
Vísindi • Um aldamótin 800 var stofnaður háskóli – Hús viskunnar – í Bagdad • Þar var bæði mikið bókasafn og stjörnuathugunarstöð og tóku Arabar upp heimsmynd Ptólemaiosar en bættu ekki miklu við þessa grein • Arabar tóku það upp eftir Grikkjum að taka mið af gangi himintungla í landafræði og ákváðu hnattstöðu eftir lengd og breidd Valdimar Stefánsson 2006
Landafræði • Landkönnuðurinn Edrísi (Al Idrisi 1099 – 1180) starfaði um skeið í Palermó á Sikiley • Hann taldi jörðina kyrrstæðan hnött og líkti stöðu hennar í rúminu við rauðuna í miðju eggs • Honum tókst að gera heimskort sem náði yfir meginhluta Evrópu, lengra suður eftir Afríku en áður hafði þekkst og austur eftir Asíu til Kyrrahafs Valdimar Stefánsson 2006
Læknisfræði • Í læknisfræði héldu Arabar áfram starfi fornaldarlækna, einkum Galenosar • Þeir sköruðu fram úr í lyfjafræði og opnuðu fyrstu raunverulegu lyfjabúðina á 10. öld • Lyfjafræðiskólar þeirra urðu fyrirmynd evrópskra skóla, sérstaklega háskólinn í Salernó á Ítalíu • Avicenna ritaði læknisfræðiritið Kanon sem varð grundvallarrit í greininni fram á nýöld Valdimar Stefánsson 2006
Ljósfræði • Eitt merkasta framlag Araba til heimsmenningarinnar var ljósfræðin (optik) en hún markaði djúp spor í bæði eðlisfræði og læknisfræði • Þekking þeirra á gerð augans varð til þess að þeir komu fram með linsur fyrir sjóndapra • Arabar lögðu grundvöllinn að ljósfræðinni sem síðar átti eftir að koma fram með sjónauka, smásjár og ljósmyndavélar Valdimar Stefánsson 2006
Efnafræði • Í efnafræði gerðu Arabar fjöldann allan af áhugaverðum tilraunum þótt grundvöllur fræðinnar, alkemían, væri reyndar kolvitlaus • Alkemía (gullgerðarlist) gengur út á það að allir málmar séu einungis blanda af kvikasilfri og brennisteini í ákveðnum hlutföllum • Þrátt fyrir þennan alranga grundvöll uppgötvuðu alkemistar m. a. efni eins og alkahól, ýmsar ólífrænar sýrur og málmblöndur auk þess að bæta aðferðir við eimingu, síun og hitun efna Valdimar Stefánsson 2006
Hnignun í vísindum • Strax á 8. öld klofnaði kalífaríki múslima þegar máraríkið á Spáni setti á fót eigin stjórn og ekki tókst að sameina það á ný • Árásir, einkum úr austri, þar sem bæði Tyrkir og mongólskar gresjuþjóðir herjuðu á ríkið, drógu mikinn mátt úr allri menningarstarfsemi • Á endanum náðu Tyrkir völdum og þá hafði frægðarsól íslamskrar menningar hnigið til viðar Valdimar Stefánsson 2006