E N D
Hekla Um Heklu
Hekla er álitin vera gosmiðja í eldstöðvakerfi sem talið er vera um 40 km langt og um 7 km breitt. Hekla hefur verið virk síðan síðla á ísöld en fjallið sjálft er mjög ungt. Meginhluti fjallsins er frá þrískiptu eldgosaskeiði sem hófst fyrir um 7000 árum með miklu gjóskugosi. Stór gjóskugos urðu svo síðar, fyrir um 4000 árum og 2900 árum, en lítið er vitað um blandgos fyrr en á sögulegum tíma. Hekla og samnefnt eldstöðvakerfi eru á mörkum eystra gosbeltis og Suðurlandsbrotabeltis. Hekla er ekki á rekbelti, eins og ætla mætti af svo órólegu eldfjalli. Hún virðist ekki tengjast neinni eldvirkri sprungurein. Álitið er að hún standi á ófullburða sprungurein sem nái frá Tungnaá vestur fyrir Selsund. Eldvirkni Heklu vefst því enn fyrir fræðimönnum nútímans.
Fróðleiks moli • Hekla gaus seinast árið 2000 Áður fyrr hélt erlent-fólk ásamt íslendingum að Hekla væri leið niður í helvíti og þetta væri göng til eldsfjallsins Etnu á Ítalíu.
Smá ljóð um Heklu • Hekla þú ert hlálegt fjallað haga þér til svona.Einatt kemur öskufallúr þér góða kona.
Þjóðsaga • Útlendingar, sem skrifuðu um Ísland, byrjuðu snemma að skrifa um eldfjöllin á Íslandi. Sérstaklega þó eitt eldfjall, Heklu. Í vinsælli og myndskreytri bók, sem hét Saga norrænna þjóða og kom út í Róm á 16.öld, er Hekla að sjálfsögðu með. Í bókinni er sagt að gígur eldfjallsins sé botnlaus og þar sé hreinsunareldur þeirra sem hafa dáið syndugir. Í nágrenninu birtist oft fólk sem hafi drukknað í sjó og virðist svo ljóslifandi að vinir heilsi því með handa-bandi og bjóði því heim. Þá stynji sjódrukknaða fólkið og segi að það komist ekki, það verði að fara í Heklu.
Hekla gaus: • 1913 Austan Heklu • 1947 Hekla • 1970 Hekla • 1980 Hekla • 1981 Hekla • 1991 Hekla • 2000 Hekla
ELDVIRKNI! • Ísland er mikið eldfjallaland og er í hópi virkustu eldfjallasvæða á jörðinni. Eldvirknin hefur lagt til nær allt það efni sem landið er byggt upp úr. Sú uppbygging er talinn hafa byrjað fyrir nálega 20 milljónum ára. Eldgos á Íslandi takmarkast við ákveðin svæði sem liggja þvert yfir landið. Þessi svæði eru nefnd gosbelti og á þeim hefur gosið að minnsta kosti frá því að ísöld hófst fyrir 3 milljónum ára
HEKLA! • Flest öll Heklu gos í sögulegum tíma hafa verið blandgos. Gosefnin eru hraun og gjóska en einnig fylgja gosgufur vatnsgufur. Gosin hefjast yfir leit á gjóskugosi en fljótlega hraun að renna. Gjóskumyndun er langmest fyrstu klukkstundir gossins, en eftir það fer að draga úr henni og eftir fyrsta sólarhringinn eða svo berst lítið af gosefnum frá fjallinu sem gjóskar. Eftir það ræður hraun rennsli í ríkjum og sumum Heklugosum líkur sem hreinum flæðigosum, eins og gosinu 1947-1948
Endir • Nú er komið að lokun í hóp 1 • Aron,Gísli,Helga og Sigrún