210 likes | 411 Views
Stjörnufræði. Sögulegt yfirlit og þyngdarkrafturinn. Stjörnufræði fornaldar. Takmarkaðist við að skoða stjörnur með berum augum og skrá breytingar og hreyfingar á himinhvelfingunni. Hafði mikla þýðingu fyrir tímatal Má rekja mjög langt aftur Stonehenge á Bretlandi Hof Asteka, Maya og Inka
E N D
Stjörnufræði Sögulegt yfirlit og þyngdarkrafturinn
Stjörnufræði fornaldar • Takmarkaðist við að skoða stjörnur með berum augum og skrá breytingar og hreyfingar á himinhvelfingunni. • Hafði mikla þýðingu fyrir tímatal • Má rekja mjög langt aftur • Stonehenge á Bretlandi • Hof Asteka, Maya og Inka • Pýramídar Egypta
Heimsmynd Forngrikkja • Stjörnufræðingar til fornu komu sér upp hringakerfi. Þekktasta kerfi er kennt við Ptolemaeos (sérhver reikistjarna var talin hreyfast eftir hjáhring, en miðja hans hreyfðist eftir stórum hring umhverfis jörðu).
Nicolaus Copernicus • Copernicus varð fyrstur manna til að setja formlega fram sólmiðjukerfi • Mun auðveldara reyndist að gera grein fyrir hreyfingum reikistjarna í sólmiðjukerfinu. • Í sólmiðjukerfinu er jörðin ein af reikistjörnunum á braut umhverfis Sól. • Umferðartími reikistjarna er mældur miða við afstöðu þeirra til fastastjarna.
Ytri reikistjarna (t.d. Mars) virðist taka lykkju á leið sína þegar jörðin fer frammúr henni.
Tycho Brahe • Mælingar • Hvar • Hvenær
Johannes Keppler • Keppler komst að því að brautir reikistjarna eru sporbaugar með Sól í öðrum brennipunkti • Keppler notaði niðurstöður úr mælingum Tycho Brahe og setti niðurstöður sínar fram sem 3 lögmál. • Brautir reikistjarna eru sporbaugar • Hraði reikistjarna er mismikill eftir því hvar hún er á braut sinni (sjá nánar) • Umferðartími reikistjörnu P er tengdur fjarlægð hennar frá Sólu.
Galileo Galilei • Var fyrstur til að skoða stjörnurnar með sjónauka (1610) • Sá margt sem studdi sólmiðjukenninguna • Sá m.a. fasa Venusar og 4 stærstu tungl Júpíters
Fasar Venusar og stærðarbreytingar sem Galileo sá styðja sólmiðjukenninguna
Isaac Newton • Setti fram 3 lögmál um krafta auk þyngdarlögmálsins. • Þyngdarlögmálið skýrir hvernig sólkerfið gat verið eins og það var. • Sameinar himin og jörð – þ.e. sömu lögmál gilda á himnum og á jörðu
Þyngdarkrafturinn • Newton setti fram þá hugmynd að milli tveggja massa væri aðdráttarkraftur. • Sá kraftur kallast þyngdarkraftur • Hann dregur fallandi epli að Jörðu og hann heldur tunglinu á braut umhverfis jörðu. • Tunglið togar líka í jörðina (sbr. Þriðja lögmálið) og má sjá áhrif þess krafts í sjávarföllunum.
Sporbrautir • Þyngdarkrafturinn dregur alla massa að jörðu en hraði hlutarins ræður því hvort hluturinn fellur niður til jarðar eða helst á sporbraut. • Vaxandi hraði frá A til F
Þyngdarkrafturinn hefur mikil áhrif á hreyfingu stjarnanna og efnisins í alheiminum
Sjávarföll • Þyngdarkrafturinn minnkar með fjarlægð • Hlutur sem er fjarri fellur hægar en hlutur sem er nærri • Miðjukúlunni virðist hinar báðar fjarlægjast