1 / 26

Síðmiðaldir

Síðmiðaldir. Hnignun og uppgangur 1300-1500 (bls. 154 – 174). Síðmiðaldir í Evrópu. Þegar kemur fram yfir aldamótin 1300 virðist blómatíma hámiðalda lokið

crevan
Download Presentation

Síðmiðaldir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Síðmiðaldir Hnignun og uppgangur 1300-1500 (bls. 154 – 174)

  2. Síðmiðaldir í Evrópu • Þegar kemur fram yfir aldamótin 1300 virðist blómatíma hámiðalda lokið • Hnignun verður í landbúnaði og fólki hættir að fjölga; er við bættist stríð, hungursneyð og drepsóttir varð afleiðingin sú að fólki fækkaði all nokkuð • Sumir fræðimenn telja að um 1300 hafi fólksfjöldinn náð þeim mörkum sem hægt var að fæða miðað við tækni þess tíma • Tímabilið 1300 – 1500 er nefnt síðmiðaldir Valdimar Stefánsson 2008

  3. Hundrað ára stríðið í Frakklandi • Þegar síðasti konungurinn af frönsku Capetían-konungsættinni dó, árið 1328, gerði Englandskonungur, sem átti stór lén í landinu, kröfu til konungstignar • Þegar Frakkar neituðu því hófst stríð á milli landanna sem stóð, með alllöngum hléum, í hátt á aðra öld • Stríðið fór fram í Frakklandi og kom illilega niður á alþýðu manna til sveita, þar sem hermenn beggja landa ráfuðu um með ránum og morðum Valdimar Stefánsson 2008

  4. Hundrað ára stríðið í Frakklandi • Framan af stríðinu höfðu Englendingar jafnan betur, einkum vegna langbogasveita sem þeir höfðu á að skipa og fávíslegri hernaðartækni Frakka, sem voru uppfullir af heimskulegum riddarahugsjónum • Stríðsgæfan snerist Frökkum í vil eftir nær aldalangt stríð þegar fram kom ung sveitastúlka, Jóhanna af Örk, sem fengið hafði guðlega vitrun um að leiða Frakka til sigurs • Þrátt fyrir að Englendingum tækist að handsama stúlkuna og brenna á báli blés píslarvætti hennar landsmönnum byr í brjóst og höfðu Frakkar sigur í stríðinu nokkrum árum síðar Valdimar Stefánsson 2008

  5. Svarti dauði • Um miðja 14. öld gekk einhver alræmdasta plága sögunnar yfir Evrópu; svarti dauði • Hún kom frá Austurlöndum og hófst í verslunarborginni Genúa á Ítalíu árið 1348 • Næstu tvö til þrjú árin gekk hún um alla álfuna en Ísland var eitt örfárra svæða sem slapp við hörmungarnar • Tvær tegundir virðast hafa fylgst að: kýlapest og lungnapest og virðist lungnapestin hafa verið sérstaklega banvæn Valdimar Stefánsson 2008

  6. Svarti dauði • Mannfall í plágunni er erfitt að áætla, vitað er að tölulegar upplýsingar frá miðöldum eru sérlega ónákvæmar • Algengasta ágiskunin er sú að um þriðjungur Evrópubúa hafi fallið í plágunni, um 25 til 30 milljón manna • Enn er margt á huldu um þessa plágu, þótt bakterían sem olli henni sé í dag vel þekkt og mikið rannsökuð þá eru smitleiðir hennar á miðöldum mikið ágreiningsefni meðal fræðimanna Valdimar Stefánsson 2008

  7. Svarti dauði • Plágan hafði mikil áhrif á menningu Evrópu • Helstu viðbrögðin við henni í upphafi voru tvíþætt, annars vegar sneri fólk sér til Guðs með tilheyranda iðrun og áheitum, og hins vegar leitaði það uppi sökudólga, oftast gyðinga, og níddist á þeim • Til langs tíma hafði plágan afar slæmar afleiðingar fyrir yfirstéttina, en tekjur hennar snarminnkuðu og í Noregi gekk það svo langt að yfirstéttin hvarf úr sögunni með öllu Valdimar Stefánsson 2008

  8. Svarti dauði • Þeir sem eftir lifðu höfðu oft möguleika á betra lífi en áður, ungt fólk fékk aðgang að jarðnæði, stofnað fjölskyldu og eignast börn • Framleiðsla óx og viðskiptin tóku við sér með endurnýjuðum krafti • Vaxtarbroddurinn var mestur í borgunum en þar dafnaði iðnaður, verslun og háskólamenning sem aldrei fyrr • Þannig varð það eitt mesta afrek miðalda, að í stað þess að menning álfunnar hyrfi á þessum hörmungatímanum, þá náði hún að rísa upp og fæða af sér nýja öld Valdimar Stefánsson 2008

  9. Ný löggjöf fyrir Ísland • Stjórnskipun landsins gjörbreyttist eftir að það gekk undir konung 1262 – 4, og þurfti að umbylta hinum gömlu lögum þjóðveldisins (Grágás) • Magnús lagabætir, sonur Hákonar gamla, lét semja nýja lögbók sem nefnd er Járnsíða og kom Sturla lögmaður Þórðarson með hana til landsins 1271 • Járnsíða þótti hroðvirknislega unnin og tíu árum síðar hafði konungur látið semja nýja lögbók fyrir Ísland; Jónsbók sem nefnd var eftir Jóni Einarssyni sem þá var orðin lögmaður • Jónsbók var illa tekið í upphafi en var þó fljótlega tekinn í sátt og gilti hér á landi öldum saman Valdimar Stefánsson 2008

  10. Breytt stjórnskipun á Íslandi • Helsta breytingin á stjórnkerfi landsins fólst í því að goðavaldið var lagt niður • Þar með sátu eingöngu bændur í lögréttu og hún var fyrst og fremst dómstóll en fjórðungsdómar og fimmtardómur voru lagðir niður • Önnur meginbreyting var sú að innleitt var þegngildi sem merkti að konungur fékk bætur fyrir hvern mann sem var drepinn og þess vegna sá konungsvaldið, en ekki ættmenn hins myrta, til þess að sakborningar yrðu sóttir til saka Valdimar Stefánsson 2008

  11. Breytt stjórnskipun á Íslandi • Konungur var æðsti stjórnandi landsins samkvæmt Jónsbók en jarl æðsti embættismaður hans innanlands • Jarlsembættið hvarf þó fljótlega úr sögunni og við tók embætti hirðstjóra og síðar höfuðsmanns • Goðorðin hurfu en sýslur og sýslumenn komu í þeirra stað, sýslumenn sáu um dómgæslu í héraði, héraðsstjórn og skattheimtu • Embætti lögsögumanns var lagt niður en þess í stað kom embætti lögmanns og brátt varð það venja að tveir lögmenn væru á landinu, annar með umdæmi norðanlands og vestan en hinn sunnanlands og austan Valdimar Stefánsson 2008

  12. Staðarmál hin fyrri • Kirkjan á Íslandi var framan af í reynd goðakirkja, því höfðingjar (goðar) áttu flestar stóru kirkjujarðirnar og réðu sjálfir presta, þannig hirtu þeir helming tíundar • Svonefndir staðir urðu til þegar bændur gáfu kirkjunni alla jörð sína gegn því að þeir og afkomendur þeirra myndu sjá um hana • Þetta gerðu þeir m. a. til að koma í veg fyrir að jörðin skiptist upp milli erfingja • En er fram liðu stundir varð kirkjan sífellt háværari í kröfum sínum um að fá full yfirráð yfir stöðunum Valdimar Stefánsson 2008

  13. Þorlákur biskup gegn Jóni Loftssyni • Á síðari hluta 12. aldar varð Þorlákur Þórhallsson biskup í Skálholti og hófst hann þegar handa um að koma stöðum undir yfirráð kirkjunnar • Varð honum nokkuð ágengt í upphafi en er hann atti kappi við Jón Loftsson Oddaverja varð hann að láta í minni pokann • Einnig barðist Þorlákur gegn frillulífi höfðingja en systir hans var einmitt frilla Jóns og hótaði Þorlákur að bannfæra Jón ef hann segði ekki skilið við hana • Þorlákur var viðurkenndur sem dýrlingur nokkrum árum eftir dauða sinn, þ. e. á Íslandi, en páfinn viðurkenndi hann ekki fyrr en Jóhannes Páll II gerði hann að fyrsta íslenska dýrlingnum árið 1984 Valdimar Stefánsson 2008

  14. Guðmundur biskup góði • Guðmundur Arason Hólabiskup (1201 – 1237) var fyrstur til að taka upp baráttu fyrir því að kirkjan fengi dómsvald í eigin málum • Ásbirningurinn Kolbeinn Tumason stóð harður gegn því og lauk deilunum í Víðinesbardaga þar sem Kolbeinn fékk stein í höfuðið og lést • Ekki varð það til að lausn yrði á málinu og mátti Guðmundur biskup þola miklar hrakningar víða um land af völdum flestra höfðingja landsins • Með kristnirétti Árna Þorlákssonar náðist síðan fram réttur kirkjunnar til að dæma í eigin málum Valdimar Stefánsson 2008

  15. Staðarmál hin síðari • Á síðari hluta 13. aldar, tæpri öld eftir baráttu þeirra Þorláks og Jóns, tók Árni biskup Þorláksson staðarmálin upp á nýjan leik • Varð úr harðvítug barátta milli höfðingja og biskups en lauk að lokum með sættargerð árið 1297 sem kennd er við Ögvaldsnes • Samkvæmt sættinni skyldi biskup ráða yfir stöðum sem voru meira en helmingur í eign kirkjunnar en bændur yfir þeim sem þeir áttu helming í eða meira • Þessi niðurstaða var nærri fullnaðarsigur fyrir kirkjuna og hurfu gömlu höfðingjaættirnar flestar af vettvangi næstu áratugina Valdimar Stefánsson 2008

  16. Síðmiðaldir á Íslandi • Með því að Noregskonungur varð æðsta stjórnvald landsins má segja að ríkisvald hafi í fyrsta sinn komið til Íslands • Næsta stóra breyting í stjórnun landsins varð ekki fyrr en með siðaskiptum um miðja 16. öld • Því er hentugt að nota þessa atburði til að afmarka síðmiðaldir á Íslandi; 1262 – 1550 • Þetta tímabil hefur um margt gleymst í sögu þjóðarinnar enda heimildir um það öllu fátæklegri en heimildir um þjóðveldistímann Valdimar Stefánsson 2008

  17. Fiskútflutningur hefst á Íslandi • Á fyrri hluta 14. aldar verða mikil umskipti í utanríkisverslun landsins • Fram til þess tíma höfðu ullarvörur (vaðmál og vararfeldir) verið aðalútflutningsörurnar en eftir lok þjóðveldis tekur þetta að breytast • Fiskútflutningur (skreið og lýsi) tekur þá að verða æ fyrirferðameiri og hefur brátt velt ullarvörunum af stalli sem mikilvægasta útflutningsvaran • Meginástæðan var sú að markaður fyrir fisk fór sístækkandi á meginlandinu Valdimar Stefánsson 2008

  18. Fiskútflutningur hefst á Íslandi • Hin aukna fiskneysla á meginlandinu var mest megnis útbreiðslu kristninnar að þakka en kirkjan bannaði kjötneyslu á föstum • Skreiðarútflutningurinn hafði mikil áhrif á Íslandi því jarðir inn til landsins með góða sauðfjárbeit, sem áður þóttu eftirsóknarverðastar, urðu að þoka fyrir stórbýlum við sjó • Á 14. og 15. öld bjuggu auðugustu höfðingjarnir á jörðum við Ísafjarðardjúp, við Breiðafjörðinn og á Suðurnesjum en áður hafði varla nokkur höfðingi hafst þar við Valdimar Stefánsson 2008

  19. Breytingar á eignarhaldi jarða • Eignarhald á jörðum breyttist einnig mikið á síðmiðöldum en sjálfseignarbændur virðast hafa verið fjölmennir hér á þjóðveldistíma • Kirkjustofnanir urðu nú stórlandeigendur, biskupsstólarnir og klaustrin fengu fjölda jarða í arf eða áheit og leigðu síðan út • Einnig komust helstu höfðingjar landsins yfir aragrúa jarða og dæmi eru um að einn höfðingi hafi átt yfir 300 meðalstórar jarðir • Á sama tíma fjölgar leiguliðum og skattbændum fækkar frá þjóðveldistíma Valdimar Stefánsson 2008

  20. Svarti dauði á Íslandi • Eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur orðið fyrir er án efa plágurnar tvær sem gengu yfir landið á 15. öld • Þótt Ísland hafi sloppið við stóra faraldurinn í Evrópu um miðja 14. öldina, var við því að búasta að plágan næði landi hér, þar sem hún varð landlæg víða á meginlandinu • Plágan fyrri, 1402 – 4 gekk um allt landið en í þeirri síðari 1494 – 5 sluppu Vestfirðingar með skrekkinn Valdimar Stefánsson 2008

  21. Svarti dauði á Íslandi • Erfitt hefur reynst að áætla mannfall í plágunum tveimur en miðað við annálaheimildir má ætla að hátt í 2/3 þjóðarinnar hafi fallið • Útreikningar fræðimanna á umfangi eyðibýla nokkrum áratugum eftir pláguna fyrri benda til allt að 50% mannfalls en eitthvað minna í plágunni síðari • Líklegt má telja að þetta mikla mannfall hafi m. a. leitt til þess að samfélagsgerðin hélst hér óbreytt mun lengur en annars hefði verið Valdimar Stefánsson 2008

  22. Kalmarsambandið • Þegar Íslendingar gengu til sambands við Noregskonung stóð Noregur á hátindi veldis síns en einni öld síðar, eftir hörmungar plágunnar, var staða Noregs allt önnur og verri • Vegna innbyrðis skyldleika og mægða konungsætta Norðurlanda var svo komið, undir lok 14. aldar, að einn konungur sat yfir löndunum þremur og Noregur rann þá inn í Danaveldi • Þar með var Kalmarsambandið hafið og Ísland í raun gengið undir stjórn Danmerkur Valdimar Stefánsson 2008

  23. Kalmarsambandið • Konungar Kalmarsambandsins sátu í Danmörku og stýrðu jafnan öllum Norðurlöndunum, þótt Svíþjóð væri þar tregust í taumi og sliti sig loks endanlega frá sambandinu á fyrri hluta 16. aldar • Danakonungar höfðu minni áhuga á Íslandi en Norðmenn höfðu haft og einangraðist landið því meira en áður og réðu höfðingjar yfirleitt því sem þeir vildu hér á landi • Í upphafi 15. aldar hófu svo Englendingar fiskveiðar við landið og hefur öldin verið við þá kennd og nefnd enska öldin Valdimar Stefánsson 2008

  24. Enska öldin • Englendingar voru hér umsvifamiklir alla 15. öldina og afar uppvöðslusamir • Árið 1425 handtóku þeir æðsta embættismann landsins, Hannes Pálsson hirðstjóra, og fluttu nauðugan til Englands • Árið 1433 var Jóni Gerrekssyni Skálholtsbiskupi drekkt en ekki er ljóst hvernig Englendingar tengdust þeim málum • Árið 1467 drápu Englendingar síðan Björn Þorleifsson hirðstjóra Danakonungs og var þá óöldin í hámarki hér á landi Valdimar Stefánsson 2008

  25. Enska öldin • Undir lok 15. aldar tóku Þjóðverjar, einkum Hamborgarmenn, að blandast inn í málin • Danakonungur breytti þeirri stefnu sinni að banna alla verslun við landið og ákvað að opna það fyrir útlendingum • Íslendingar brugðust við á Alþingi með því að samþykkja svo kallaðan Píningsdóm, en það voru lög sem bönnuðu vetursetu útlendinga á Íslandi, og voru lögin kennd við Diðrik Pining hirstjóra konungs Valdimar Stefánsson 2008

  26. Lok ensku aldarinnar • Á fyrri hluta 16. aldar börðust Englendingar og Þjóðverjar stundum heiftarlega um bestu verslunarhafnirnar hér á landi • Árið 1532 fór um 200 manna lið Þjóðverja, konungsmanna og Íslendinga að Englendingum í Grindavík, drápu nokkra þeirra og hröktu hina á haf út • Upp úr því er stórveldistíma Englendinga á Íslandi lokið en næsta verkefni konungsvaldið var að losa sig við Þjóðverjana Valdimar Stefánsson 2008

More Related