1 / 20

Hringrásarkerfið

Hringrásarkerfið. Hringrásarkerfið er hjartað og æðar líkamans. Hjartað er vöðvi sem slær c.a 70 slög á mínutu. Hjartað skiptist í fjögur hólf. Tvær gáttir sem taka við blóði og tvö hvolf sem dæla frá sér blóði. Æðarnar. Í hringrásinni eru þrjár gerðir af æðum.

dai
Download Presentation

Hringrásarkerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hringrásarkerfið • Hringrásarkerfið er hjartað og æðar líkamans. • Hjartað er vöðvi sem slær c.a 70 slög á mínutu. • Hjartað skiptist í fjögur hólf. • Tvær gáttir sem taka við blóði og tvö hvolf sem dæla frá sér blóði.

  2. Æðarnar • Í hringrásinni eru þrjár gerðir af æðum. • Slagæðar sem liggja frá hjartanu og bera allar súrefnisríkt blóð nema ein. • Bláæðar sem liggja til hjartans og bera allar súrefnissnautt blóð nema ein. • Háræðar en þær eru á milli bláæða og slagæða en þar fara fram efnaskipti.

  3. HJARTASJÚKDÓMAR • Hjarta dælir ca 5 lítrum/mín í hvíld • Gangráður • Kransæðasjúkdómur • Hjartaöng - hjartaverkur • Kransæðastífla • Hjartsláttartruflanir • Hjartastopp • Hjartabilun • Lungnabjúgur

  4. ÁhættuþættirHjarta- og æðasjúkdóma • Mikil blóðfita (kólesteról) • Háþrýstingur • Reykingar • Sykursýki • Erfðir • Offita/hreyfingarleysi • Streita

  5. Æðakölkun • Æðakölkun er útfellingarsjúkdómur í slagæðum. Kólesteról fellur út í slagæðaveggjunum sem síðan myndar kalkskellur innan á þeim. Því meiri sem útfellingin er því minna holrúm er í æðinni. Æðaveggurinn verður þykkari og stífari.

  6. Háþrýstingur • Hvað er eðlilegur blóðþrýstingur? • Greining Bþ. fer fram með einfaldri blóðþrýstingsmælingu • Eðlileg mörk: • 110-140/70-90 eðlilegur Bþ. • 140-160/90-95 jaðar þrýstingur • 160/95 háþrýstingur

  7. Háþrýstingur • Hverjar eru orsakir háþrýstings? • Í flestum tilfellum óþekktar. Getur komið í kjölfar nýrnasjúkdóma og innkirtlatruflana. Getnaðarvarnarpillan getur valdið háþrýstingi sem og meðganga. • Erfðir, umhverfi, reykingar, hreyfingarleysi, saltneysla, neysla feitmetis og streita eru nefndir sem orsakavaldar háþrýstings

  8. Háþrýstingur • Hver eru einkenni háþrýstings? • Höfuðverkur, þreyta, svimi, blóðnasir, sjóntruflanir, hjartsláttur og fl. • Meðferð við háþrýstingi felst í: • Sjálfshjálp • Sérhæfðri lyfjameðferð • Meðhöndlun undirliggjandi sjúkdóms

  9. Hjartaöng • Slæmur þyngslaverkur fyrir brjósti • Dreyfður verkur eða ónot, mæði • Leiðir oft út í vi handlegg, upp í kjálka. • Getur verið öðrum eða báðum megin • Kemur oftast við áreynslu, þunga máltíð, í kulda og trekki • Lagast í hvíld • Kaldur sviti, ógleði, fölvi • Hræðslutilfinning • Áhættuþættir: reykingar, hár blóðþrýstingur, sykursýki, ættarsaga, háar blóðfitur

  10. Meðferð • Hættumerki ef einkenni koma í hvíld eða ef ekki lagast á 10-15 mín. • Yfirvofandi kransæðastífla. • Hvíld, halda ró • Forðast kulda, áfengi, tóbak • Gefa nitroglycerin úr lyfjakistu, 1-3 töflur með nokkurra mínútna millibili. Víkkar kransæðar. • Gefa súrefni • Ef ekki dugar getur þurft að gefa morfín • Etv róandi lyf

  11. Kransæðastífla • Kransæð lokast og drep kemur í hjartavöðvann • Lífshættulegt ástand, hætt a á hjartsláttartruflunum • Einkenni geta komið í hvíld, jafnvel um miðja nótt • Slæmur þyngslaverkur sem ekki hverfur með nitróglýceríni en lagast etv stutta stund • Algjör rúmlega • Gefa súrefni • Gefa sterk verkjalyf • Flytja í land eins fljótt og kostur er

  12. Kransæðastífla – Hjartaáfall • Skilgreining: • Við kransæðastíflu lokast kransæð með þeim afleiðingum að blóðflæði stöðvast til hluta hjartavöðvans. Valdi stíflan súrefnisskorti í 30 mín. eða lengur, skemmist hjartavöðvinn og sár myndast. Slíkt sár grær með örvefsmyndun á 2-3 mán. Staðsetning sársins á hjartavöðvanum fer eftir því hvaða kransæð lokast. • Örvefur  bandvefur (eins og ör á húð).

  13. Kransæðastífla • Einkenni: • Verkur sem líkist hjartakveisu en er yfirleitt mun sterkari og lætur ekki undan hvíld eða Sprenigtöflu (Nítróglyceríni). Algengt er að verkurinn standi í 15-30 mín. • Ógleði, uppköst og svitakóf • Truflun á lífsmörkum, fölvi • Óróleiki, hræðsla, meðvitundarleysi

  14. Kransæðastífla • Mögulegar afleiðingar: • Hjartsláttartruflanir: Þær algengustu eiga upptök sín við svæðið í hjartavöðvanum sem liðið hefur súrefnisskort • Hjartabilun: Útfall hjarta minnkar, samdráttarkraftur hjartavöðvans minnkar og hjartað megnar ekki að sjá vefjum fyrir nægilegu blóðflæði. Getur þróast í hjartalost

  15. Hjartabilun • Hjarta dælir illa í kjölfar kransæðastíflu eða kransæðasjúkdóms • Vökvi safnast í lungu • Mikil mæði og blámi á vörum og nöglum • Froðukenndur uppgangur, jafnvel blóðugur • Talsverður hósti • Vill helst sitja uppi • Mikil slappleika og vanlíðunartilfinning • Gefa súrefni og þvagræsilyf

  16. Hjartsláttartruflanir • Margs konar takttruflanir • Hraðataktur • Óreglulegur hjartsláttur • Aukaslög • Hjartastopp • Gáttatif - hraður og óreglulegur púls, stundum hjá yngra fólki • Tíð aukaslög geta verið hættumerki en oftar saklaus • Viðkomandi þarf að fara í rannsókn

  17. Lost • Skilgreining: • Blóðrásartruflun sem er svo alvarleg og langvarandi að hún leiðir til anaerob bruna og truflunar á frumustarfsemi • Í kjölfarið – hætta á drepi (necrosis) í vefjum. • Heili, hjarta og nýru eru sérlega viðkvæm fyrir súrefnisskorti (hypoxiu)

  18. Lost – helstu einkenni • Blóðþrýstingur fellur: < 100 mm Hg í systolu • Púls: veikur > 100/mín. • Húð: Köld og þvöl • Öndun: Hröð • ógleði, uppköst og þorsti. • Þvagmagn: < 30 ml/klst.

  19. Lost - orsök • Dælubilun: Hjartað dælir ekki nógu blóði. • Leiðslubilun: Æðarnar vikka svo að blóðið nær ekki að fylla þær. • Vökvatap: Missir verulegs magns blóðs.

  20. Lost – meðferð • Gera að lífshættulegum áverkum. • Leggðu einstaklinginn á bakið. • Lyftu fótum viðkomandi. Við það streymir blóðið til hjartans og höfuðið fær meira súrefni.

More Related