1 / 23

Litrófsgreining díóða á sýnilega og innrauða sviðinu

Litrófsgreining díóða á sýnilega og innrauða sviðinu. Höfundur fyrirlestrar: Egill Skúlason Samstarfsmaður og díóðueigandi: Benedikt Jónsson 20.03.2003 Háskóli Íslands Raunvísindadeild Efnafræðiskor Eðlisefnafræði 5. Innihald fyrirlestrar.

dakota
Download Presentation

Litrófsgreining díóða á sýnilega og innrauða sviðinu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Litrófsgreining díóða á sýnilega og innrauða sviðinu Höfundur fyrirlestrar: Egill Skúlason Samstarfsmaður og díóðueigandi: Benedikt Jónsson 20.03.2003 Háskóli Íslands Raunvísindadeild Efnafræðiskor Eðlisefnafræði 5

  2. Innihald fyrirlestrar • Tilgátur um eðli díóða og litróf þeirra • Almennt um díóður • Uppbygging • Ljós • Litur • Lögun rófa • Eilítið um mælitækið og -tæknina • Gagnameðhöndlun • Mælitækið staðlað • Litrófsgreining díóðanna • Blá díóða • Rauð díóða • Innrauð díóða • Samantekt og túlkun niðurstaða

  3. Tilgáta 1 um eðli díóða og litróf þeirra • Uppspretta hinna ýmsu lita sem díóðurnar gefa frá sér er hvítt ljós. • Hvíta ljósið er filterað með filmum til að ná fram ákveðnum litum. • Lögun litrófanna er „bjöllulaga“ eða staðalkúrfa.

  4. Tilgáta 2 um eðli díóða og litróf þeirra • Litir ljóssins sem streyma frá mismunandi díóðum eru til komnir vegna rafeindatilfærslna í málmþræði díóðunnar þegar straumur er settur á. • Mismunandi litir eru vegna mismunandi frumefna í málmþræðinum. • Litrófið hefur skarpa toppa við ákveðnar öldulengdir.

  5. Málmþráða- og hálfleiðara díóður • Díóður geta haft málmþráð á milli tveggja skauta. • Sú tegund díóða sem hér er á ferðinni (Light Emitting Diode) er aftur á móti gerð úr hálfleiðara. • Hálfleiðarar eru yfirleitt gerðir úr kísil-, germaníum- eða kolefniskristöllum en þau frumefni hafa fjórar gildisrafeindir. • Ef kristallarnir eru mjög hreinir þá eru þeir torleiðandi en hægt er að láta þá leiða með ýmsum óhreinindum. Það er kallað að dópa. • Kristallarnir eru yfirleitt dópaðir með frumefnum sem hafa þrjár gildisrafeindir (Ga) eða fimm gildisrafeindir (As, P).

  6. frh. um hálfleiðara • Ef gallíum atómum er bætt í t.d. germaníum kristal myndast holur í kristalinn (því það vantar rafeindir) og hann verður jákvæðara hlaðinn (p-týpa). • Ef hins vegar arsenic eða fosfór atómum er bætt í germaníum kristal, hefur kristallinn auka rafeindir og verður því neikvæðara hlaðinn (n-týpa). • Hálfleiðarar í Light Emitting Diode eru einmitt samsettir úr þessum tveimur týpum (mikið dópuðum) og samskeytin þar á milli virka sem einskonar „hlið“ (junction) fyrir rafeindirnar sem geta ferðast þar á milli.

  7. Ljós frá díóðum • Þegar nógu mikil spenna er sett á díóðuna og straumur flæðir í gegnum rafrásina hafa rafeindir í n-týpunni nógu mikla orku til að fara yfir samskeytin og yfir í p-týpuna. • Þegar rafeindirnar eru komnar í p-týpuna lenda þær í holunum (Coulomb hrif). • Þetta er kallað samruni (recombines) og við það breytist rafstöðuorka (electric potential energy) í rafsegulorku (electromagnetic energy). • Fyrir hvern ofangreindan samruna losnar skammtur af ljóseind (photon).

  8. Litur ljóssins • Litur ljóssins ræðst af tíðni ljóseindanna. • Tíðni ljóseindanna ræðst af efnasamsetningu hálfleiðarans, þ.e.a.s. kristallar sem eru mismikið dópaðir af gallíum, arsenic og fosfór.

  9. Lögun díóðurófa • Díóðuframleiðendur reyna að hanna ljósgjafan þannig að ljósgleypnirófin séu með „bjöllulega“ feril á tilteknu tíðnisviði. • Breidd rófs í hálfri hæð topps á að vera í kringum 30 - 50 nm.

  10. Eilítið um mælitækið og -tæknina • Litrófsgreinisamstæðan samanstendur af ljósgreiðu (monochromator), ljósskynjara (afl- eða spennugjafi), heimasmíðuðum púlsasmala og gagnasöfnunartölvu. • Ljósgreiða er tæki sem þáttar innsent ljós í frumliti sína. • Megin uppistaða ljósgreiðunnar eru linsur, speglar og raufagler en það skannar litróf ljóssins. • Ljósgreiðan er tengd við spennugjafa þannig að þegar ljós er skannað yfir ákveðið svið myndast útslag eða spennubreyting þegar ákveðin tíðni ljóss er til staðar. • Ef tiltekin tíðni af ljósi er ekki til staðar þegar raufaglerið er staðsett fyrir þá tíðni fæst ekkert útslag. • Magn útslags fer því eftir magni ljóseinda af tiltekinni tíðni.

  11. Gagnameðhöndlun • Gögnum er safnað með hugbúnaðinum Lab-View. • Um er að ræða langar runur af tíma- og spennugildum. • Tímagildunum (mín) er breytt í öldulengdargildi með því að margfalda þau við skannhraðann (nm/mín) og leggja það saman við upphafsstað mælingar (nm). • Spennugildunum er breytt í afstætt útslag (%) með því að finna prósentuhlut gildanna af því gildi sem mældist með mesta útslagið.

  12. Mælitækið staðlað • Ljósgreiðan er stöðluð með því að mæla litróf útgeislunar frá kvikasilfurslampa. • Öldulengdir mældra kvikasilfurslína eru bornar saman við fræðileg gildi þeirra og venslin þar á milli eru notuð til að leiðrétta mæliniðurstöður.

  13. Litróf kvikasilfurslampaMælisvið: 300-600 nmSkannhraði: 15 nm/mínTími mælingar: 20 mín

  14. Litrófsgildi kvikasilfursmælingar borin saman við handbókargildi

  15. Handbókargildi teiknuð á móti litrófsgildum kvikasilfursmælingar

  16. Mælingar á litrófum díóðanna • Í fyrstu var hlaupið yfir breytt litrófssvið á hundavaði til að kanna hvar skildi þrengja bilið og nota minni skannhraða. • Sú varð aftur á móti raunin að mæla þurfti litrófin yfir breytt svið. • Vegna tímafrekra mælinga var skannhraðinn því ekki minnkaður eins mikið og ætlunin var og færri díóður voru mældar.

  17. Litróf blárrar díóðuMælisvið: 350-550 nmSkannhraði: 10 nm/mínTími mælingar: 20 mín Skilgreining á bláum lit: 450-520 nm Breidd í hálfum toppi: 33 nm Frá 454 nm til 487 nm Miðja topps: 470 nm

  18. Litróf rauðrar díóðuMælisvið: 450-750 nmSkannhraði: 10 nm/mínTími mælingar: 30 mín Skilgreining á rauðum lit: 625-700 nm Skilgreining á grænum lit: 520-560 nm Kvikasilfurslína við 546,35 nm Fræðilegt gildi 546,07 nm

  19. Lagfært litróf rauðrar díóðu Hágildi topps: 655 nm Breidd í hálfum toppi: 40 nm Frá 625 nm til 665 nm

  20. Innrauð geislun • Innrauð (IR) geislun getur náð frá 700 nm til 1 mm. • Í tilrauninni var byrjað á að skanna yfir allt sviðið sem mælibúnaðurinn eða stilling náði yfir eða frá 800-3000 nm með skannhraðanum 300 nm/mín. • Síðan var mælisviðið þrengt niður í 1100-1900 nm á skannhraða 20 nm/mín.

  21. Litróf innrauðrar díóðuMælisvið: 1100-1900 nmSkannhraði: 20 nm/mínTími mælingar: 40 mín

  22. Samantekt og túlkun niðurstaða • Ljóst er að við höfum lært heilmikið um heim díóða og hálfleiðara þeirra. • Mælingar gengu hins vegar mis vel. • Litróf blárrar díóðu var vel útlítandi og féll eins og flís við rass að fræðilegum rófum. • Litróf rauðrar díóðu var mengað af umhverfislýsingu en eftir smá lagfæringar má ætla að ágætis mynd hafi náðst af raunveruleikanum. • Innrauð litrófsgreining var vægast sagt misheppnuð. • Ef mælingarnar yrðu framkvæmdar aftur þá væri hugsanlega hægt að halda lýtalausan fyrirlestur.

  23. Ég þakka áheyrnina og vonast til að fá nóg af svaranlegum spurningum eða forvitnilegum vangaveltum.

More Related