130 likes | 256 Views
Foreldradagur. Kynning á skólanum. Efnisyfirlit. Hlutverk umsjónarkennara Miðannarmat Skólareglur og skólasóknarreglur Námsbrautir við skólann Stærðfræðiaðstoð. Hvert er hlutverk umsjónarkennara?.
E N D
Foreldradagur Kynning á skólanum
Efnisyfirlit • Hlutverk umsjónarkennara • Miðannarmat • Skólareglur og skólasóknarreglur • Námsbrautir við skólann • Stærðfræðiaðstoð
Hvert er hlutverk umsjónarkennara? • Umsjónarkennari er aðstoðarmaður nemandans í skólanum. Til hans geta nemendur leitað með mál sem varða námið og einnig félagsleg eða persónuleg mál. • Verksvið umsjónarkennara er m.a. að: • fylgjast með ástundun umsjónarnemenda • aðstoða við námsval • leiðbeina um vinnubrögð í námi • miðla upplýsingum frá stjórnendum • vera trúnaðar- og talsmaður sinna umsjónarnemenda
LKN 101/111 og HMN 191/192UMSJÓN • Markmið áfangans er að auðvelda nemandanum að kynnast skólanum og skólastarfinu og hafa stjórn á námi sínu. • Rædd eru ýmis atriði sem varða námstækni, forvarnir og framtíðarmarkmið nemandans. • Umsjónarkennari fylgist sérstaklega með fjarvistum og námsframvindu. • Námsmat: skyldumæting og þrjú skilaverkefni.
Miðannarmat • Um miðja önn fá nýnemar umsögn um stöðu sína frá kennurum í kjarnagreinum (ísl, stæ, dan, ens). • Nemendur fá þessar upplýsingar í umsjónartíma þann 15. október.
Skólareglur • Mæting • mæta þarf stundvíslega í alla kennslutíma • Umgengni • ganga skal snyrtilega um skólann og skólalóðina • Tillitssemi • sýna skal öðrum tillitssemi í hvívetna • Ábyrgð • nemendur bera ábyrgð á að kynna sér reglurnar
Reglur um skólasókn • Nemendur eiga alltaf að mæta stundvíslega! • Veikindi þarf að tilkynna (fyrir kl 10:00) og staðfesta með vottorði frá lækni eða heimili. • Leyfi eru ekki veitt. • Mat á fjarvistum: • of seint = 0,5 stig; fjarvera = 1,0 stig • 85% regla • Þegar skólasóknarhlutfall er 85% eða lægra, telst nemandinn hættur á önninni.
Upplýsingar um mætingar • Foreldrar geta fengið upplýsingar hjá umsjónarkennara um mætingu og námsframvindu barna sinna þar til þau ná 18 ára aldri. • Einnig geta foreldrar fengið þessar upplýsingar í Skólakerfinu INNU.
Heiti áfanga • Áfangi STÆ-203-1 • STÆ = Stærðfræði • 2 = Annar áfangi í greininni • 3 = Einingafjöldi (3 einingar) • 1 = Hópur 1 (af fleiri hópum)
Brautir skólans • Styttri brautir • Almenn námsbraut 1 og 2 • Listnámsbraut (105 einingar) • Upplýsinga- og fjölmiðlabraut (81 eining) • Viðskiptabraut (70 einingar) • Starfsnám í íþróttafræðum(24-30 einingar) má meta til kjörsviðs á bóknámsbrautum og sem val
Brautir skólans • Stúdentsbrautir • Félagsfræðabraut (140 einingar) • Málabraut (140 einingar) • Náttúrufræðibraut (140 einingar) • Viðskiptabraut – verslunarpróf með viðbótarnámi (140 einingar) • Viðbótarnám til stúdentsprófs af styttri brautum
Stærðfræðiaðstoð • Boðið er upp á stuðningskennslu í stærðfræði sem eldri nemendur sjá um undir leiðsögn kennara við skólann. Þessi aðstoð er ætluð nemendum í 100, 200 og 300 áföngum. • Kennt er á þriðjudögum kl: 16:25 • Kennslan hefst 23. september 2003 • 10 skipti kosta 4.000 kr