90 likes | 225 Views
Evrópusambandið – ESB. Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar var mikill áhugi á samvinnu ríkja og er stofnun ýmissa fjölþjóðasamtaka eins og SÞ og ESB til marks um það. Aðdragandi og ástæður stofnunar ESB eru:
E N D
Evrópusambandið – ESB • Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar var mikill áhugi á samvinnu ríkja og er stofnun ýmissa fjölþjóðasamtaka eins og SÞ og ESB til marks um það.
Aðdragandi og ástæður stofnunar ESB eru: • Veik efnahagsleg og pólitísk staða V-Evrópuríkja í kjölfar WW2. Þessi ríki höfðu glatað fyrri valdastöðu sinni og stóðu í skugga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem voru hernaðarlega og efnahagslega miklu sterkari en ríkin í Evrópu. • Sterkur vilji Evrópumanna til að reyna að koma í veg fyrir frekari stríð, með því að skapa forsendur sem gerðu stríðsátök ómöguleg. Sameining Evrópuríkja í eina efnahagslega heild var talin mikilvægt skref í þessa átt. Þó vonuðu margir að einnig yrði um pólitíska samvinnu.
Tvær hugmyndastefnur hafa verið ríkjandi í heiminum um samstarf ríkja: • Bandalagsstefna (funktionalismi) felur í sér samstarf fullvalda ríkja þar sem sjálfsákvörðunarréttur ríkja er ekki skertur, né hægt að þvinga ríkin til að lúta meirihlutaúrskurði í slíku samstarfi. Dæmi: EFTA, sem eru viðskiptasamtök sjálfstæðra ríkja. • Sambandsríkjastefna (federalismi) felur í sér stofnun sambandsríkis þar sem einstök ríki afsala fullveldi sínu að verulegu leyti til sameiginlegra stjórnvaldsstofnana sambandsríkisins. Dæmi: Bandaríkin, þar sem hvert ríki/fylki hefur afsalað sér fullveldi sínu til t.d. þingsins og forsetans. • ESB er í raun sambland þessara tveggja hugmynda.
Helstu stofnanir ESB eru: • Ráðherraráðið, sem er aðalhandhafi löggjafarvaldsins og er skipað ráðherrum í ríkisstjórnum aðildarríkjanna. • Evrópudómstóllinn, sem hefur æðsta úrskurðarvald í ágreiningi varðandi sáttmála og lög ESB. • Framkvæmdastjórnin, sem undirbýr stefnumótun og hefur yfirumsjón með framkvæmdum og ákvörðunum þess. • Evrópuþingið, sem er ráðgefandi um löggjafarmál og fer með hluta fjárstjórnunarvalds ESB.
Aðrar stofnanir ESB • Seðlabanki Evrópu • Er í Frankfurt, Þýskalandi • Fer með peningastefnu þeirra 12 ríkja sem eiga aðild að myntbandalaginu
Réttargrunnur ESB • Rómarsáttmálinn frá 1957 • Lagði grunninn að nánu efnahagslegu samstarfi milli ríkjanna • Tollar, gjöld og kvótar á viðskiptum afnumdir • Sameiginleg landbúnaðar og samkeppnisstefna • Einingarlögin frá 1986 • Gerðu ráðherraráðinu kleift að taka ákvarðanir með bindandi meirihluta. Umhverfismál fóru á valdsvið bandalagsins
Maastrichtsáttmálinn • Efnahags- og stjórnmálabandalag og útvíkkun markaðarins • Amsterdamsáttmálinn • 1. maí, 1999 • Evrópuþing fékk meira löggjafarvald
Nicesáttmálinn, 2000 • Hvernig skipulagi stofnanna ESB skuli háttað og nýr stjórnarskrársáttmáli gengur í gildi • Nýtt atkvæðajafnvægi í ráðherraráðinu var tekin upp