360 likes | 1.04k Views
TIL PRÓFS Í SÁLFRÆÐI 103. Kaflar 3 – 4 og 10 í lesbók ásamt glærum sem hægt er að nálgast á vef skólans. . Kafli 3. Minniskerfin eru aðalatriði, SM, STM og LTM einkenni þeirra, skilgreiningar og eiginleikar.
E N D
TIL PRÓFS Í SÁLFRÆÐI 103 Kaflar 3 – 4 og 10 í lesbók ásamt glærum sem hægt er að nálgast á vef skólans.
Kafli 3 • Minniskerfin eru aðalatriði, SM, STM og LTM einkenni þeirra, skilgreiningar og eiginleikar. • Þekkja minnisþrepin og aðrar tegundir minnis (dulið, ljóst, bergmáls, sjónu, líffræðilega erft, leiftur og sjálfs minni og fl). • Kenning um úrvinnsludýpt – af hverju þríminniskerfið varð ofan á. • Skapandi minni - skemu • Minnistækni – þjálfun, sögusköpun, rím og hrynjandi
SKILGREININGAR Á MINNI • Minni felur í sér móttöku eða öflun, varðveislu og endurheimt upplýsinga. Það er grundvöllur alls náms enda leiða vaxandi minnisglöp, svo sem í Alzheimerveiki, til þess að einstaklingurinn missir smám saman alla hugræna færni. • Minni er hæfileikinn til að nota eða endurvekja upplýsingar sem hafa áður verið umskráðar eða unnið úr.
MINNI (Mnemosyne) • Ljóst minni = meðvitaðar minningar • Dulið minni = ómeðvitaðar minningar • Líffræðilegt erft minni geymir lærdóm forfeðranna og birtist t.d. í ótta við myrkur.
A. Minnisþrepin þrjú Umskráning Úrvinnslaupplýsinga og þeim komið í það form sem hæfir hverju minniskerfi fyrir sig. Geymd Hið eiginlega minni. Getur verið með margvíslegu móti. EndurheimtFer í gang þegar leita þarf upplýsinga eftir að minnisfesting hefur orðið. Áreiti
B. Minniskerfin þrjú • Skynminni (SM) • Skammtímaminni (STM) • Langtímaminni (LTM)
Skynminni • Geymir nákvæma mynd þeirra áreita sem skynfærum berast. Oftast bundið við eitt skynfæri í senn (t.d. sjón eða heyrn). Það er dulvitað og varir í skamma stund, um ¼ - 3 sekúndur.
Skammtímaminni • Geymir fá atriði í senn, oft hafa menn horft til töfratölunnar sjö í því sambandi. Notast helst við hljóðræna úrvinnslu. Meðvitað en varir einungis í 20 – 30 sekúndur.
Langtímaminni • Geymir óhemju magn upplýsinga og varir lengi. Er ómeðvitað að mestu og notast helst við merkingarlega úrvinnslu.
C. Tegundir minnis • Sjónuminni • Ljósmyndaminni • 2 – 10 % 6 – 12 ára barna búa yfir því • Sárafáir fullorðnir búa yfir því • Sjá mynd áreitis mun lengur en aðrir • Bergmálsminni • Hluti skynminnis • Snýr að heyrnarskynjun • Varir lengur en sjónuminni • Leifturminni Þegar fólk hefur tiltölulega skýra og varanlega minningu eða mynd af því hvar og hvernig því bárust upplýsingar um tiltekinn tilfinningahlaðinn atburð. • Sjálfsminni • Þekking á því hvað býr í eigin minni og á takmörkunum þess. • Tilfinningin að vita að það er eitthvað sem þeir eiga að muna en geta ómögulega komið því fyrir sig.
AÐRAR KENNINGAR UM MINNI • (Vorum að ljúka við Grunnkenningar um minni þ.e. SM, STM, LTM) • Úrvinnsludýpt Craiks og Lockharts • Því meiri og flóknari úrvinnsla sem áreiti hlýtur, því minnisstæðara • Mikil úrvinnsla + greining + skipulag + sérstaða = MAN! • Já-svör munast betur vegna merkingartengsla
Aðrar kenningar um minni frh. • Skemakenning Fredericks Bartletts • Skema: Skipuleg þekkingarmynstur í LTM • Notaði þjóðsögur annarra landa og prófaði svo síðar. Lét líka fólk segja öðrum frá: • Endursagnir spegluðu heim Bretanna, smáatriði sem skildu ekki duttu út, bresk komu í staðinn • Fjöldi rannsókna sýna að við fyllum inn í sögur og reynslur • Sjónarvottar að glæpum? • Ljótum er ekki treystandi!
Minnistækni • Áður fyrr var allt í munnmælum • Íslendingasögurnar varðveittust í 200-400 ár áður en þær voru ritaðar • Í dag notum við reiknivélar, tölvur, rafrænar símaskrár - EN • Þurfum að muna alls konar lykilorð! • Ath. Lurias S. Kerfi: Myndskreyttar sögur • Rajan Mahadevan, talnarunur, 31.811 pí, ætlar í 100.000 • Met slegið af Japana með 42.000 • ET með 500 • Þjálfun skiptir máli, sumir einfaldlega betri í þessu
Kafli 4 • Þetta er aðal kaflinn - LESA HANN MJÖG VEL! • Eftir hann áttu að geta lýst vel viðbragðsskilyrðingu - Pavlov • Helstu hugtök: skilyrt/óskilyrt áreiti/svörun, alhæfing, sundurgreining, slokknun, óbeitarskilyrðing (bls 186), merkingarskilyrðing, sjálfkvæm endurheimt, fælni, • Skinner - Virk skilyrðing! Jákvæð styrking, refsing, neikvæð skilyrðing og brottnámsskilyrðing. • Atferlismeðferð • Heildarnámsmaður – afmörkunarnámsmaður
Nám • Nám og minni nátengd • Nám = lærum af reynslunni • Atferlisstefnan frumkvöðull í rannsóknum á námi • Viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing • Vonir um breytt samfélag • Nú hugræn sálfræði og líffræði • Orðabók: að tileinka sér, læra, lærdómur.
Pavlov og viðbragðsskilyrðingin • Meltingarstarfsemi hunda rannsökuð og tók eftir slefi við að sjá mat eða mann • Forþjálfun dýrsins • Matur + bjalla = slef (tengslanám) • Festingarskeið • Ath bls. 152 efst: ÓA, ÓS, SÁ, SS • Skilyrt = lært • Slokknun, sjálfkvæm endurheimt • Alhæfing, sundurgreining, raðskilyrðing, Albert l. • Hræðsla skilyrt • Fælni - fólki hjálpað með lögm. skilyrðingar
Skinner og virk skilyrðing • Ath: Viðbragðsskilyrðing: • Áreiti > meðfædd viðbrögð • Hegðunin er sjálfsprottin • Ekki ný og breytt hegðun • Virk skilyrðing: • Lærir af afleiðingum svarana/atferlis • Jákvæðar/neikvæðar afleiðingar breyta tíðni = árangurslögmál Thordike • B.F Skinner faðir virkrar skilyrðingar • Bókmenntir, Watson og Pavlov, sálfræði, Walden Two, búr, gagnsemi v.s., ómetnalegt framlag.
Atferlism. og 4 afbrigði v.s. – frh. • 1. Jákvæð styrking: Svörun veitir umbun • 2. Refsing: Dregur úr svörun • 3. Neikvæð styrking: Neikvætt áreiti kemur ekki (ekki sama og refsing) • 4. Brottnámsskilyrðing: Svörun orsakar að jákvætt áreiti er fjarlægt. Hegðun borgar sig ekki.
Slokknun • V.s. snýst um sjálfsprottna hegðun, líkar svaranir eru styrktar = atferlismótun • Slokknun misjöfn eftir styrkingarsniðum • Hvað ef þú hittir aldrei í körfuna?
Atferlismeðferð • Sálgreiningin kafaði í liðinn tíma • Atferlismeðferðin um hér og nú • Grunnlína fundin, skilgreiningar • Hugræn atferlismeðferð (Beck og Ellis) • Hugsanir, tilfinningar og atferli nátengd
frh. • Atferlismeðferð: • Viðbragðsskilyrðing • Kvíðaflæði – fælni, kvíði. Ímynd, kljást við • Óbeitarmeðferð – áfengissýki, antabus • Kerfisbundin ónæming – fælni, kvíði. Þrepalíkan • Virk skilyrðing – bæta afbrigðilega hegðun • Táknameðferð – geðklofi • Valkvæð styrking • Mótun hegðunar
frh. • Æðra nám • Hvað gerist milli áreitis og svörunar? • Skynjun, minni, hugsun, tungumál • Innsæi Köhlers • Apinn Sóldán sýnir yfirfærslu náms (líkist alhæfingu í skilyrðingu) • Krummi beygir krókinn • Hugræn kort – rottur og völundarhúsin • Skólanám – nemandi, námsefni, kennari • Hvað hefur áhrif á nám? Listi í hópum • Heildarnámsmenn og afmörkunarnámsmenn
Kafli 10 • Þú átt að þekkja helstu rannsóknaraðferðirnar: • Tilraun,athugun, hálftilraun, tímarofsaðferð, fylgniaðferð • Helstu hugtök þarftu að geta útskýrt eins og : breytur/frumbreytur/fylgibreytur, tilrauna/samanburðarhópa, handahófsskiptingu/val, inngrip, innra réttmæti, stjórn, samsláttarbreytur, ytra réttmæti, tilraunasnið, innan/millihópa-snið, þjálfunarhrif, niðurjöfnun, fylgispekt, lyfleysa, fjölbreytu snið, samvirkni, fylgni, fylgnitala, • Siðferði í rannsóknum – til hvers?
RANNSÓKNIR HEFJAST OFT Á ATHUGUN • Athugun = reynt að fylgjast með atferli manna og dýra í náttúrulegu umhverfi þeirra. • Atferlisathugun - atferlisfræði • Charles Darwin beitti atferlisathugun í rannsóknum á tilfinningum. • Kostir = hægt að skoða atferli í heild • Tilgátum varpað fram og prófað í tilraunum • How monkeys see the world 1990 • Cheney og Seyfarth • Hlutverk hljóðmerkja við ólíkar aðstæður • Viðbrögð apa ólík eftir hljóðmerkjum
TILRAUNIN ER ÖRUGGASTA RANNSÓKNARAÐFERÐIN • Þáttaskil í vísindasögunni á 16. öld – farið að beita kerfisbundnum tilraunum við rannsóknir. • Galíleó Galílei (1564 – 1642) ruddi tilraunavísindum braut. • Tilraun á skakka turninum í Písa. • Fólki boðið að horfa á til vitnis • Tilraun = rannsakað samband milli frumbreytu og fylgibreytu. • Frumbreyta = rannsóknarþáttur sem veldur áhrifum, sú breyta sem talin er hafa áhrif á aðra breytu. Hún er oft táknuð með gildinu X • Fylgibreyta = rannsóknarþáttur sem verður fyrir áhrifum, sú breyta sem aðrar breytur hafa áhrif á. Hún er oft táknuð með gildinu Y.
FRH. • Tilraun er kerfisbundin aðferð til að grípa inn í, eða koma af stað, atburðarrás svo álykta megi af öryggi um orsök hverju sinni, hvað valdi hverju. • Megineinkenni tilraunar er að hún felur í sér inngrip rannsakandans þar sem hann meðhöndlar frumbreytuna. Rannsakanandi hefur stjórn á atburðarrásinni.
Með tilraunum má tryggja innra réttmæti rannsóknar • Innra réttmæti = vísar til þess hversu örugglega rannsakandinn getur ályktað um orsakasamband milli frum- og fylgibreytu. • Stjórnbreytur = breytur sem haldið er föstum í tilraun og rannsakandi verður að gæta þess að þær hafi ekki áhrif á útkomuna. • Samsláttarbreytur = hefur áhrif á samband frumbreytu og fylgibreytu eða mælingar á því. Hún er oft táknuð með gildinu Z. • Í rannsóknum er reynt að hafa stjórn á slíkum breytum svo hægt sé að kanna tengsl á milli X og Y án truflandi áhrifa hennar. • Pepsi – auglýsing – athugun – endurtekin af Coca-cola
Ytra réttmæti tilrauna er stundum takmarkað • Ytra réttmæti = Má alhæfa um niðurstöðuna? • Skortur á ytra réttmæti = Rannsóknarstofa – þátttakendum kippt úr raunveruleikanum • Rannsókn Hermanns Ebbinghaus á minni • Merkingarlausar samstöfur. • Krafa um nákvæma stjórn setur þröngar skorður. • Rannsóknir skynjunarsálfræði gerðar á tilraunastofum.
Allar rannsóknir byggjast á samanburði • Samanburður – komið á með því að hafa tvo hópa í tilraun • Tilraunahópur • Samanburðarhópur • Tilraunasnið • Innahópasnið – sömu einstaklingar prófaðir oftar en einu sinni • Millihópasnið – prófaðir eru ólíkir hópar fólks • Lyfleysa – pilla sem inniheldur óvirk efni. • Rannsókn á lestrarnámi og lestrarerfiðleikum.
Þátttakendum í tilraun er skipt í hópa af handahófi • Þátttakendum í tilraunum er skipað í tilrauna- og samanburðarhópa með handahófsvali. • Hver þátttakandi fær númer og síðan raðar tölva þátttakendum niður af handahófi í • tilraunahóp og samanburðarhóp • Með handahófsröðun eru mestar líkur á að hóparnir verði sambærilegir. • Fólkter ólíkt og munur manna hefur áhrif á frammistöðu þeirra og hegðun í tilraunum. • Dreift handahófskennt – minni áhrif á niðurstöður
Milli- og innanhópasnið í tilraunum • Millihópasnið = ólíkir einstaklingar í tilrauna- og samanburðarhópi. • Innanhópasnið = sömu einstaklingarnir eru prófaðir oftar en einu sinni. Einn hópur gegnir bæði hlutverki tilrauna- og samanburðarhóps. • Þjálfunarhrif = þátttakendur þjálfast í því að taka tilraun ef þeir taka hana oftar en einu sinni (völundarhús). • Niðurjöfnun = er leið til að koma í veg fyrir þjálfunarhrif.
Tilraunir verða oft hvati frekari rannsókna • Rannsókn Solomon Asch – ein þekktasta rannsókn félagssálfræðinnar. • Rannsóknin snérist um fylgispekt • Niðurstöður = í 35% tilvika að meðaltali létu þátttakendur undan áliti meirhlutans þótt augljóst ætti að vera að það var rangt. • Hvati fjölda annarra rannsókna. • Athuga punkta bls. 431.
AÐRAR RANNSÓKNARAÐFERÐIR • Tilraunasnið hentar ekki við allar aðstæður. Þá er hægt að fara aðrar leiðir: • Hálftilraunir • Tímarofsaðferðir • Fylgnirannsóknir • Fylgnitala: þegar kannað er samband tveggja breytna er oftast reiknuð fylgnitala sem gefur til kynna hversu sterkt samband breytnanna er. r liggur á bilinu -1 til +1 • Fylgni er jákvæð ef fylgnitalan er hærri en 0, neikvæð ef hún er lægri en 0, ef fylgnitalan er 0 er engin fylgni. (tafla 10.3 bls. 435) • Aðhvarf að miðju: tölfræðileg eigind sem kemur alltaf fram þegar fylgni tveggja breytna er minni en 1.
SIÐFERÐI Í SÁLFRÆÐIRANNSÓKNUM • Viðfangsefni sálfræði eru mannleg hegðun og hugarstarfsemi sem er flókið og viðkvæmt rannsóknarefni. • Sálfræðingur beitir hlutlægum og vísindalegum vinnubrögðum eins og hægt er. • Fara þarf að með gát þegar börn eða ósjálfráða fólk á í hlut. • Virða þarf siðareglur og hafa ríkjandi gildismat í huga. • Siðareglur sálfræðinga • BNA 1992 • Bretland 1993 • Í nákvæmri skoðun hér á landi á síðustu árum
Hvers vegna siðareglur í rannsóknum? • Núgildandi vísindasiðareglur má rekja til umræðu eftir tilraunir nasista á fólki. • Hin meintu illmenni “venjulegt fólk” • Heilbrigðir fangar – eitur, ýktur kuldi og hiti, áraun – dauði o.fl. • Grein 10.1. Nürnberg-reglurnar • BNA • Tilraunir á áhrifum geislavirkra efna á fólk, sprautað í fólk • Áhrif sýfilis eða sárasóttar til lengri tíma án meðferðar • Fangelsistilraun Philip Zimbardo • Kvikmyndin Das Experiment • Heimasíða tilraunarinnar: • Hlýðnitilraun Milgrams