1 / 35

TIL PRÓFS Í SÁLFRÆÐI 103

TIL PRÓFS Í SÁLFRÆÐI 103. Kaflar 3 – 4 og 10 í lesbók ásamt glærum sem hægt er að nálgast á vef skólans. . Kafli 3. Minniskerfin eru aðalatriði, SM, STM og LTM einkenni þeirra, skilgreiningar og eiginleikar.

dana
Download Presentation

TIL PRÓFS Í SÁLFRÆÐI 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. TIL PRÓFS Í SÁLFRÆÐI 103 Kaflar 3 – 4 og 10 í lesbók ásamt glærum sem hægt er að nálgast á vef skólans.

  2. Kafli 3 • Minniskerfin eru aðalatriði, SM, STM og LTM einkenni þeirra, skilgreiningar og eiginleikar. • Þekkja minnisþrepin og aðrar tegundir minnis (dulið, ljóst, bergmáls, sjónu, líffræðilega erft, leiftur og sjálfs minni og fl). • Kenning um úrvinnsludýpt – af hverju þríminniskerfið varð ofan á. • Skapandi minni - skemu • Minnistækni – þjálfun, sögusköpun, rím og hrynjandi

  3. SKILGREININGAR Á MINNI • Minni felur í sér móttöku eða öflun, varðveislu og endurheimt upplýsinga. Það er grundvöllur alls náms enda leiða vaxandi minnisglöp, svo sem í Alzheimerveiki, til þess að einstaklingurinn missir smám saman alla hugræna færni. • Minni er hæfileikinn til að nota eða endurvekja upplýsingar sem hafa áður verið umskráðar eða unnið úr.

  4. MINNI (Mnemosyne) • Ljóst minni = meðvitaðar minningar • Dulið minni = ómeðvitaðar minningar • Líffræðilegt erft minni geymir lærdóm forfeðranna og birtist t.d. í ótta við myrkur.

  5. A. Minnisþrepin þrjú Umskráning Úrvinnslaupplýsinga og þeim komið í það form sem hæfir hverju minniskerfi fyrir sig. Geymd Hið eiginlega minni. Getur verið með margvíslegu móti. EndurheimtFer í gang þegar leita þarf upplýsinga eftir að minnisfesting hefur orðið. Áreiti

  6. B. Minniskerfin þrjú • Skynminni (SM) • Skammtímaminni (STM) • Langtímaminni (LTM)

  7. Skynminni • Geymir nákvæma mynd þeirra áreita sem skynfærum berast. Oftast bundið við eitt skynfæri í senn (t.d. sjón eða heyrn). Það er dulvitað og varir í skamma stund, um ¼ - 3 sekúndur.

  8. Skammtímaminni • Geymir fá atriði í senn, oft hafa menn horft til töfratölunnar sjö í því sambandi. Notast helst við hljóðræna úrvinnslu. Meðvitað en varir einungis í 20 – 30 sekúndur.

  9. Langtímaminni • Geymir óhemju magn upplýsinga og varir lengi. Er ómeðvitað að mestu og notast helst við merkingarlega úrvinnslu.

  10. C. Tegundir minnis • Sjónuminni • Ljósmyndaminni • 2 – 10 % 6 – 12 ára barna búa yfir því • Sárafáir fullorðnir búa yfir því • Sjá mynd áreitis mun lengur en aðrir • Bergmálsminni • Hluti skynminnis • Snýr að heyrnarskynjun • Varir lengur en sjónuminni • Leifturminni Þegar fólk hefur tiltölulega skýra og varanlega minningu eða mynd af því hvar og hvernig því bárust upplýsingar um tiltekinn tilfinningahlaðinn atburð. • Sjálfsminni • Þekking á því hvað býr í eigin minni og á takmörkunum þess. • Tilfinningin að vita að það er eitthvað sem þeir eiga að muna en geta ómögulega komið því fyrir sig.

  11. AÐRAR KENNINGAR UM MINNI • (Vorum að ljúka við Grunnkenningar um minni þ.e. SM, STM, LTM) • Úrvinnsludýpt Craiks og Lockharts • Því meiri og flóknari úrvinnsla sem áreiti hlýtur, því minnisstæðara • Mikil úrvinnsla + greining + skipulag + sérstaða = MAN! • Já-svör munast betur vegna merkingartengsla

  12. Aðrar kenningar um minni frh. • Skemakenning Fredericks Bartletts • Skema: Skipuleg þekkingarmynstur í LTM • Notaði þjóðsögur annarra landa og prófaði svo síðar. Lét líka fólk segja öðrum frá: • Endursagnir spegluðu heim Bretanna, smáatriði sem skildu ekki duttu út, bresk komu í staðinn • Fjöldi rannsókna sýna að við fyllum inn í sögur og reynslur • Sjónarvottar að glæpum? • Ljótum er ekki treystandi!

  13. Minnistækni • Áður fyrr var allt í munnmælum • Íslendingasögurnar varðveittust í 200-400 ár áður en þær voru ritaðar • Í dag notum við reiknivélar, tölvur, rafrænar símaskrár - EN • Þurfum að muna alls konar lykilorð! • Ath. Lurias S. Kerfi: Myndskreyttar sögur • Rajan Mahadevan, talnarunur, 31.811 pí, ætlar í 100.000 • Met slegið af Japana með 42.000 • ET með 500 • Þjálfun skiptir máli, sumir einfaldlega betri í þessu

  14. Kafli 4 • Þetta er aðal kaflinn - LESA HANN MJÖG VEL! • Eftir hann áttu að geta lýst vel viðbragðsskilyrðingu - Pavlov • Helstu hugtök: skilyrt/óskilyrt áreiti/svörun, alhæfing, sundurgreining, slokknun, óbeitarskilyrðing (bls 186), merkingarskilyrðing, sjálfkvæm endurheimt, fælni, • Skinner - Virk skilyrðing! Jákvæð styrking, refsing, neikvæð skilyrðing og brottnámsskilyrðing. • Atferlismeðferð • Heildarnámsmaður – afmörkunarnámsmaður

  15. Nám • Nám og minni nátengd • Nám = lærum af reynslunni • Atferlisstefnan frumkvöðull í rannsóknum á námi • Viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing • Vonir um breytt samfélag • Nú hugræn sálfræði og líffræði • Orðabók: að tileinka sér, læra, lærdómur.

  16. Pavlov og viðbragðsskilyrðingin • Meltingarstarfsemi hunda rannsökuð og tók eftir slefi við að sjá mat eða mann • Forþjálfun dýrsins • Matur + bjalla = slef (tengslanám) • Festingarskeið • Ath bls. 152 efst: ÓA, ÓS, SÁ, SS • Skilyrt = lært • Slokknun, sjálfkvæm endurheimt • Alhæfing, sundurgreining, raðskilyrðing, Albert l. • Hræðsla skilyrt • Fælni - fólki hjálpað með lögm. skilyrðingar

  17. Skinner og virk skilyrðing • Ath: Viðbragðsskilyrðing: • Áreiti > meðfædd viðbrögð • Hegðunin er sjálfsprottin • Ekki ný og breytt hegðun • Virk skilyrðing: • Lærir af afleiðingum svarana/atferlis • Jákvæðar/neikvæðar afleiðingar breyta tíðni = árangurslögmál Thordike • B.F Skinner faðir virkrar skilyrðingar • Bókmenntir, Watson og Pavlov, sálfræði, Walden Two, búr, gagnsemi v.s., ómetnalegt framlag.

  18. Atferlism. og 4 afbrigði v.s. – frh. • 1. Jákvæð styrking: Svörun veitir umbun • 2. Refsing: Dregur úr svörun • 3. Neikvæð styrking: Neikvætt áreiti kemur ekki (ekki sama og refsing) • 4. Brottnámsskilyrðing: Svörun orsakar að jákvætt áreiti er fjarlægt. Hegðun borgar sig ekki.

  19. Slokknun • V.s. snýst um sjálfsprottna hegðun, líkar svaranir eru styrktar = atferlismótun • Slokknun misjöfn eftir styrkingarsniðum • Hvað ef þú hittir aldrei í körfuna?

  20. Atferlismeðferð • Sálgreiningin kafaði í liðinn tíma • Atferlismeðferðin um hér og nú • Grunnlína fundin, skilgreiningar • Hugræn atferlismeðferð (Beck og Ellis) • Hugsanir, tilfinningar og atferli nátengd

  21. frh. • Atferlismeðferð: • Viðbragðsskilyrðing • Kvíðaflæði – fælni, kvíði. Ímynd, kljást við • Óbeitarmeðferð – áfengissýki, antabus • Kerfisbundin ónæming – fælni, kvíði. Þrepalíkan • Virk skilyrðing – bæta afbrigðilega hegðun • Táknameðferð – geðklofi • Valkvæð styrking • Mótun hegðunar

  22. frh. • Æðra nám • Hvað gerist milli áreitis og svörunar? • Skynjun, minni, hugsun, tungumál • Innsæi Köhlers • Apinn Sóldán sýnir yfirfærslu náms (líkist alhæfingu í skilyrðingu) • Krummi beygir krókinn • Hugræn kort – rottur og völundarhúsin • Skólanám – nemandi, námsefni, kennari • Hvað hefur áhrif á nám? Listi í hópum • Heildarnámsmenn og afmörkunarnámsmenn

  23. Kafli 10 • Þú átt að þekkja helstu rannsóknaraðferðirnar: • Tilraun,athugun, hálftilraun, tímarofsaðferð, fylgniaðferð • Helstu hugtök þarftu að geta útskýrt eins og : breytur/frumbreytur/fylgibreytur, tilrauna/samanburðarhópa, handahófsskiptingu/val, inngrip, innra réttmæti, stjórn, samsláttarbreytur, ytra réttmæti, tilraunasnið, innan/millihópa-snið, þjálfunarhrif, niðurjöfnun, fylgispekt, lyfleysa, fjölbreytu snið, samvirkni, fylgni, fylgnitala, • Siðferði í rannsóknum – til hvers?

  24. RANNSÓKNIR HEFJAST OFT Á ATHUGUN • Athugun = reynt að fylgjast með atferli manna og dýra í náttúrulegu umhverfi þeirra. • Atferlisathugun - atferlisfræði • Charles Darwin beitti atferlisathugun í rannsóknum á tilfinningum. • Kostir = hægt að skoða atferli í heild • Tilgátum varpað fram og prófað í tilraunum • How monkeys see the world 1990 • Cheney og Seyfarth • Hlutverk hljóðmerkja við ólíkar aðstæður • Viðbrögð apa ólík eftir hljóðmerkjum

  25. TILRAUNIN ER ÖRUGGASTA RANNSÓKNARAÐFERÐIN • Þáttaskil í vísindasögunni á 16. öld – farið að beita kerfisbundnum tilraunum við rannsóknir. • Galíleó Galílei (1564 – 1642) ruddi tilraunavísindum braut. • Tilraun á skakka turninum í Písa. • Fólki boðið að horfa á til vitnis • Tilraun = rannsakað samband milli frumbreytu og fylgibreytu. • Frumbreyta = rannsóknarþáttur sem veldur áhrifum, sú breyta sem talin er hafa áhrif á aðra breytu. Hún er oft táknuð með gildinu X • Fylgibreyta = rannsóknarþáttur sem verður fyrir áhrifum, sú breyta sem aðrar breytur hafa áhrif á. Hún er oft táknuð með gildinu Y.

  26. FRH. • Tilraun er kerfisbundin aðferð til að grípa inn í, eða koma af stað, atburðarrás svo álykta megi af öryggi um orsök hverju sinni, hvað valdi hverju. • Megineinkenni tilraunar er að hún felur í sér inngrip rannsakandans þar sem hann meðhöndlar frumbreytuna. Rannsakanandi hefur stjórn á atburðarrásinni.

  27. Með tilraunum má tryggja innra réttmæti rannsóknar • Innra réttmæti = vísar til þess hversu örugglega rannsakandinn getur ályktað um orsakasamband milli frum- og fylgibreytu. • Stjórnbreytur = breytur sem haldið er föstum í tilraun og rannsakandi verður að gæta þess að þær hafi ekki áhrif á útkomuna. • Samsláttarbreytur = hefur áhrif á samband frumbreytu og fylgibreytu eða mælingar á því. Hún er oft táknuð með gildinu Z. • Í rannsóknum er reynt að hafa stjórn á slíkum breytum svo hægt sé að kanna tengsl á milli X og Y án truflandi áhrifa hennar. • Pepsi – auglýsing – athugun – endurtekin af Coca-cola

  28. Ytra réttmæti tilrauna er stundum takmarkað • Ytra réttmæti = Má alhæfa um niðurstöðuna? • Skortur á ytra réttmæti = Rannsóknarstofa – þátttakendum kippt úr raunveruleikanum • Rannsókn Hermanns Ebbinghaus á minni • Merkingarlausar samstöfur. • Krafa um nákvæma stjórn setur þröngar skorður. • Rannsóknir skynjunarsálfræði gerðar á tilraunastofum.

  29. Allar rannsóknir byggjast á samanburði • Samanburður – komið á með því að hafa tvo hópa í tilraun • Tilraunahópur • Samanburðarhópur • Tilraunasnið • Innahópasnið – sömu einstaklingar prófaðir oftar en einu sinni • Millihópasnið – prófaðir eru ólíkir hópar fólks • Lyfleysa – pilla sem inniheldur óvirk efni. • Rannsókn á lestrarnámi og lestrarerfiðleikum.

  30. Þátttakendum í tilraun er skipt í hópa af handahófi • Þátttakendum í tilraunum er skipað í tilrauna- og samanburðarhópa með handahófsvali. • Hver þátttakandi fær númer og síðan raðar tölva þátttakendum niður af handahófi í • tilraunahóp og samanburðarhóp • Með handahófsröðun eru mestar líkur á að hóparnir verði sambærilegir. • Fólkter ólíkt og munur manna hefur áhrif á frammistöðu þeirra og hegðun í tilraunum. • Dreift handahófskennt – minni áhrif á niðurstöður

  31. Milli- og innanhópasnið í tilraunum • Millihópasnið = ólíkir einstaklingar í tilrauna- og samanburðarhópi. • Innanhópasnið = sömu einstaklingarnir eru prófaðir oftar en einu sinni. Einn hópur gegnir bæði hlutverki tilrauna- og samanburðarhóps. • Þjálfunarhrif = þátttakendur þjálfast í því að taka tilraun ef þeir taka hana oftar en einu sinni (völundarhús). • Niðurjöfnun = er leið til að koma í veg fyrir þjálfunarhrif.

  32. Tilraunir verða oft hvati frekari rannsókna • Rannsókn Solomon Asch – ein þekktasta rannsókn félagssálfræðinnar. • Rannsóknin snérist um fylgispekt • Niðurstöður = í 35% tilvika að meðaltali létu þátttakendur undan áliti meirhlutans þótt augljóst ætti að vera að það var rangt. • Hvati fjölda annarra rannsókna. • Athuga punkta bls. 431.

  33. AÐRAR RANNSÓKNARAÐFERÐIR • Tilraunasnið hentar ekki við allar aðstæður. Þá er hægt að fara aðrar leiðir: • Hálftilraunir • Tímarofsaðferðir • Fylgnirannsóknir • Fylgnitala: þegar kannað er samband tveggja breytna er oftast reiknuð fylgnitala sem gefur til kynna hversu sterkt samband breytnanna er. r liggur á bilinu -1 til +1 • Fylgni er jákvæð ef fylgnitalan er hærri en 0, neikvæð ef hún er lægri en 0, ef fylgnitalan er 0 er engin fylgni. (tafla 10.3 bls. 435) • Aðhvarf að miðju: tölfræðileg eigind sem kemur alltaf fram þegar fylgni tveggja breytna er minni en 1.

  34. SIÐFERÐI Í SÁLFRÆÐIRANNSÓKNUM • Viðfangsefni sálfræði eru mannleg hegðun og hugarstarfsemi sem er flókið og viðkvæmt rannsóknarefni. • Sálfræðingur beitir hlutlægum og vísindalegum vinnubrögðum eins og hægt er. • Fara þarf að með gát þegar börn eða ósjálfráða fólk á í hlut. • Virða þarf siðareglur og hafa ríkjandi gildismat í huga. • Siðareglur sálfræðinga • BNA 1992 • Bretland 1993 • Í nákvæmri skoðun hér á landi á síðustu árum

  35. Hvers vegna siðareglur í rannsóknum? • Núgildandi vísindasiðareglur má rekja til umræðu eftir tilraunir nasista á fólki. • Hin meintu illmenni “venjulegt fólk” • Heilbrigðir fangar – eitur, ýktur kuldi og hiti, áraun – dauði o.fl. • Grein 10.1. Nürnberg-reglurnar • BNA • Tilraunir á áhrifum geislavirkra efna á fólk, sprautað í fólk • Áhrif sýfilis eða sárasóttar til lengri tíma án meðferðar • Fangelsistilraun Philip Zimbardo • Kvikmyndin Das Experiment • Heimasíða tilraunarinnar: • Hlýðnitilraun Milgrams

More Related