40 likes | 176 Views
The Beatles. Bítlarnir. Bítlarnir voru áhrifamikil popphljómsveit sem var stofnuð árið 1960. Hljómsveitin er í hópi þeirra vinsælustu sem uppi hafa verið. Meðlimir sveitarinnar komu frá Liverpool í Englandi.
E N D
Bítlarnir • Bítlarnir voru áhrifamikil popphljómsveit sem var stofnuð árið 1960. • Hljómsveitin er í hópi þeirra vinsælustu sem uppi hafa verið. • Meðlimir sveitarinnar komu frá Liverpool í Englandi. • Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til hljómsveitarinnar The Quarry Men, sem var stofnuð af John Lennon árið 1956.
Meðlimir hljómsveitarinnar • Allt frá því fyrsta platan kom út árið 1963 og þar til sú síðasta kom út árið 1970 samanstóð hljómsveitin af fjórum meðlimum: • John Lennon, sem spilaði á gítar og söng. • Paul McCartney, sem spilaði á bassa og söng. • George Harrison sem spilaði á gítar og söng stöku sinnum. • Ringo Starr var trommuleikari hljómsveitarinnar. Hann söng örfá lög. • Margir telja að Bítlarnir marki þáttaskil í menningu 20. aldar. Lífshættir og hugsunarháttur hafi um margt breyst á þessum árum og þeir hafi verið meðal fyrstu fulltrúa þessara breytinga. • Enn í dag hljómar tónlist Bítlanna víða þó að þeir hafi síðast spilað saman í janúar 1969.