130 likes | 263 Views
Sögur, ljóð og líf Borgarmenning í vöggu Bls. 41-51. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta.
E N D
Sögur, ljóð og lífBorgarmenning í vögguBls. 41-51 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Á tímabilinu frá 1919-1930 áttu margir íslenskir höfundar í erfiðleikum með að finna sér form, marka sér stefnu og skilgreina það þjóðfélag sem þeir skrifuðu um og fyrir. • Sjá t.d. orð Kristins E. Andréssonar um þetta tímabil íslenskra bókmennta (bls. 41).
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Lesendum fóru á þessu tímabili að birtast vísar að nýjum bókmenntum handa nýju samfélagi. • Árið 1922 sendi Jón Thoroddsen yngri (1898-1924) frá sér bókina Flugur og varð þar með fyrstur manna til að gefa frá sér heila bók með því sem kalla mætti óhefðbundin ljóð.
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Sjá t.d. fluguna „Eftir dansleik“ e. Jón Thoroddsen (bls. 43). • Hinn stutti skáldaferill Jóns var þó einungis leiftur. „ Flugur“ hans rugluðu fólk í ríminu en fáir fylgdu í kjölfarið þótt einhver skáld, s.s. Sigurður Nordal og Jakob Jóhannesson Smári gæfu fengjust reyndar við gerð prósaljóða.
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Þórbergur Þórðarson ruglaði fólk einnig verulega í ríminu með bók sinni Bréfi til Láru (1924). • Í bókinn ægði öllu saman: sendibréfi, ritgerðum um stjórnmál og trúmál, þjóðsögum og meira og minna sjálfstæðum brotum um allt milli himins og jarðar.
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Stíll bókarinnar var fjölbreytilegur enda sagðist höfundur jafnvígur á 6 stíltegundir: Kansellstíl, fræðistíl, sögustíl, þjóðsagnastíl, spámannastíl og skemmtistíl! • Deilur spruttu upp um bókina: Brynjólfi Bjarnasyni ritstjóra var stefnt fyrir guðlast í ritdómi um hana og Þórbergur taldi sig hafa verið rekinn úr a.m.k. einni kennarastöðu vegna bókarinnar.
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Fyrri bækur Þórbergs voru ljóðakver sem hann skrifaði undir dulnefninu Styr Stofuglamm: • Hálfir skósólar (1915) • Spaks manns spjarir (1917) • Þessar bækur sameinaði Þórbergur seinna í Hvítum hröfnum (1922). • Þar gerði hann miskunnarlaust grín að öllu sem áður þótti háleitast og fegurst.
Nýir tímar krefjast nýrra bókmennta • Í Eddu (1941) lét Þórbergur fylgja með ljóðum sínum skýringar og útleggingar (sjá bls. 44). • Sjá einnig rómantíska skopstælingu á bls. 44-45. • Minnir á groddakímni miðalda eða s.k. karnívalisma sem felst í að blanda saman háleitum hlutum og lágkúrulegum, andlegum og líkamlegum, að snúa öllum hefðbundnum valdahlutföllum á haus, gera hið hátíðlegasta hlálegt og hið hlálegasta merkilegt (Halldór Guðmundsson 1987:115-116).
Nútímamaður nýrrar aldar • Halldór Laxness talar árið 1924 um villuna sem nútímamaðurinn ráfar um í (sjá bls. 45). • Þessi villuráfandi nútímamaður krefst að sjálfsögðu nýrra bókmennta. • Árið 1925 birti Laxness í Eimreiðinni ljóð sitt „Únglíngurinn í skóginum “ sem hann sagði vera ort í expressjónískum stíl (sjá lýsingu hans á bls. 46). • Sjá einnig umfjöllun um expressjónisma í gráa rammanum á bls. 46.
Nútímamaður nýrrar aldar • Einnig segist Laxness sjálfur hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá bókmenntastefnu sem kallast súrrealismi, heldur því jafnvel fram að það hafi markað skil á milli lífs og dauða fyrir rithöfunda að nema af þessari stefnu (sjá bls. 46-47).
Nútímamaður nýrrar aldar • Skáldsaga Halldórs, Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) er skrifuð undir áhrifum frá súrrealisma og var mjög umdeild. • Sjá brot úr sögunni (bls. 47). Þar sjást greinileg áhrif frá súrrealisma. • Hvorki expressjónismi né súrrealismi festu þó rætur í íslenskum bókmenntum sem sjálfstæðar stefnur að þessu sinni en áhrifa þeirra átti eftir að gæta mikið síðar meir.
Nútímamaður nýrrar aldar • Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson eru sjálfkjörnir fulltrúar þess uppreisnaranda sem gætti á þriðja áratug 20. aldar. • Þórbergur talar um að skólakerfið hafi brugðist, skólarnir kenni heimskulega þulu um erfðasyndina en fræði nemendur lítið um ógnir stéttaþjóðfélagsins; mikil áhersla á hið fjarlæga en hið nálæga sniðgengið (sjá bls. 49-50).
Nútímamaður nýrrar aldar • Halldór Laxness tekur víða í sama streng en horfir þó til framtíðar með bjartsýni enda þjóðin nýbúin að öðlast sjálfstæði (sbr. bls. 50). • Halldór Laxness finnur sér fótfestu í félagslegu raunsæi. • Á sama tíma ortu þó Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson og Jóhannes úr Kötlum í ljóðrænum þjóðernisanda (aldamótaskáldin).