130 likes | 445 Views
Dýr. 6.Kafli Lífríkið. Almennt um dýr. Aðalhópar dýra eru hryggdýr og hryggleysingjar Um 95% allra dýrategunda eru hryggleysingjar Helstu hópar hryggdýra eru fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr.
E N D
Dýr 6.Kafli Lífríkið
Almennt um dýr • Aðalhópar dýra eru hryggdýr og hryggleysingjar • Um 95% allra dýrategunda eru hryggleysingjar • Helstu hópar hryggdýra eru fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr. • Helstu hópar hryggleysingja eru liðdýr (skordýr, krabbadýr, kóngulær og fjölfætlur), svampdýr, holdýr, lindýr, skrápdýr og ormar. • http://www.visindavefur.is/svar.php?id=58496
Almennt um dýr • Ytri frjóvgun: Þegar eggið og sáðfruman koma saman í vatni fyrir utan líkama dýranna. Fiskar og froskdýr fjölga sér með þessari aðferð. • Innri frjóvgun: Þegar sáðfruman frjóvgar eggið inni í líkama kvendýranna. Skriðdýr og fuglar fjölga sér á þennan hátt og verpa svo eggjum. Spendýr fjölga sér líka á þennan hátt og fæða svo lifandi afkvæmi. • Hjá sumum dýrum fylgir líkamshitinn umhverfinu. Dýr sem eru þannig gerð kallast misheit dýr eða dýr með kalt blóð. Þetta eru allir hryggleysingjar, fiskar, froskdýr og skriðdýr. • Fuglar og spendýr halda líkamshita sínum jöfnum og kallast þá jafnheit dýr eða dýr með jafnheitt blóð.
Svampdýr • Hafa mjög einfalda líkamsgerð. • Lifa í sjó eða vatni og voru áður fyrr þurrkuð upp og notuð í þvottasvampa. • Elstu fjölfrumungar sem lifa á jörðinni • Nærast með því að taka til sín agnir sem berast með sjónum inn í holrými innst í svampdýrinu. • Geta fjölgað sér bæði með kynæxlun (ytri frjóvgun) og kynlausri æxlun.
Holdýr • Holdýr eru fylking tiltölulega einfaldra dýra sem finnast aðallega í sjó. • Meðal algengra holdýra eru sæfíflar, marglyttur og kórallar. • Holdýr hafa aðeins eitt meltingarop þar sem matur fer inn og út. Umhverfis það eru griparmar og á þeim eru stingfrumur. • Holdýr skiptast í holsepa (með opið upp) og hveljur (með opið niður)
Lindýr • Hafa mjúkan líkama sem skiptist yfirleitt í höfuð, fót og bol. • Hafa flest einhvers konar skel. • Anda með ólíkum aðferðum: sum í gegnum húðina, önnur með tálknum eða einföldum lungum. • Dæmi um lindýr eru sniglar, samlokur og smokkar.
Skrápdýr • Líkami skrápdýra er umlukinn kalkplötum sem myndar harðan og göddóttan skráp, nk. ytri stoðgrind, utan um flest þeirra. • Skrápdýr lifa á sjávarbotni • Hreyfa sig með sérstökum sogfótum eða kalkbroddum. • Hafa munn á neðra borði líkamans en úrgangsop á efra borðinu. • Helstu hópar skrápdýra eru: krossfiskar, slöngustjörnur, ígulker og sæbjúgu
Ormar • Yfirleitt mjúkir, grannir og aflangir. • Hafa einfalt blóðrásarkerfi og taugakerfi • Margir ormar anda með húðinni. • Lifa í vatni eða á rökum stöðum • Eru annað hvort sundrendur eða sníklar • Helstu hóparnir eru: liðormar , flatormar og þráðormar.
Liðdýr • Líkami þeirra skiptist í nokkra liði og hver liður hefur um sig harða skurn, sem verndar innri líffærin. • Liðdýr hafa hamskipti, þ.e skipta um skurn. • Helstu hópar liðdýra eru: • Krabbadýr • Áttfætlur • Fjölfætlur • Skordýr (langflestar dýrategundir í þessum hópi)
Krabbadýr • Einkenni krabbadýra: • Hafa a.m.k. 5 fótapör og mörg með öflugar klær • Hafa 2 fálmarapör með skynjurum á • Eru með samsett augu á stilkum • Lifa flest í sjó t.d. humrar, rækjur og krabbar. • Sum örsmá krabbadýr eru hluti dýrasvifsins og éta þá plöntusvifið og smæstu dýrin í dýrasvifinu. • Sum krabbadýr lifa á landi t.d. grápöddur.
Áttfætlur og Fjölfætlur • Helstu hópar áttfætlna eru: • Kóngulær – rándýr, líkaminn skiptist í frambol með 8 fótum og afturbol. • Langfætlur – rándýr með heilan búk og langa fætur sem hlaupa bráðina uppi. • Sporðdrekar – rándýr sem lifa í heitum löndum og hafa langan og liðskiptan hala með eiturbroddi á endanum. • Mítlar – mjög litlar áttfætlur, m.a. rykmaurar sem lifa í sængurfötum manna og nærast á dauðum húðfrumum (sjaldgæfir hér á landi!), heymaurar og blóðmítlar. • Undir fjölfætlur flokkast: • Margfætlur – rándýr með eitt fótapar á hverjum lið • Þúsundfætlur – plöntuætur með tvö fótapör á hverjum lið (hafa í mesta lagi 750 fætur en aldrei 1000!)
SkordýrStærsti hópur liðdýra • Gríðarlega margar tegundir og lifa í öllum vistkerfum jarðar, nema í höfunum. • Helstu eiginleikar skordýranna sem stuðla að góðu gengi þessa dýrahóps: • Hafa skurn til verndar • Geta flogið • Fjölga sér hratt • Helstu einkenni skordýra: • Hafa 6 fætur. • Flest hafa 2 eða 4 vængi. • Líkami skiptist í höfuð, frambol og afturbol. • Anda í gegnum andop • Hafa bæði depilaugu og samsett augu • Hafa fálmara með skynjurum á til að greina snertingu, hita, raka og lykt. • Mörg hafa líka næma heyrn.
Meira um skordýr • Flest hafa innri frjóvgun og kvendýrin verpa þá eggjum. • Ganga í gegnum myndbreytingu: • Fullkomin: • Egg – lirfa – púpa – skordýr • Ófullkomin: • Egg – gyðla – skordýr • Sum skordýr eru félagsskordýr. • Skordýr geta verið nytsöm: • Flytja frjókorn og éta meindýr. • Önnur eru skaðleg: • Lifa sem sníklar og valda sjúkdómum.