300 likes | 525 Views
Himinhvelfingin. Stjörnur á himni. Á dimmum næturhimni má sjá aragrúa stjarna. Flestar eru daufar og sjást ekki nema við góð skilyrði. Ljósmengun við borgir veldur því að aðeins þær björtustu sjást innan þeirra. Smelltu á neðri myndina. Ljós á jörðu. Stjörnumerkin.
E N D
Stjörnur á himni • Á dimmum næturhimni má sjá aragrúa stjarna. • Flestar eru daufar og sjást ekki nema við góð skilyrði. • Ljósmengun við borgir veldur því að aðeins þær björtustu sjást innan þeirra. • Smelltu á neðri myndina
Stjörnumerkin • Augað hefur tilhneigingu til að tengja saman nálægar stjörnur og gefa einhverja mynd. Hugmyndaflugið hjálpar til.
Stjörnumerkin • Stjörnur í ákveðnu stjörnumerki eiga það aðeins sameiginlegt að vera í ákveðnu sjónarhorni frá jörðu séð. • Fjarlægð til þessara stjarna getur verið mjög mismikil • Stjörnuhimninum er skipt upp í 88 stjörnumerki.
Hreyfingar stjarnanna • Stjörnuhimininn yfir okkur breytist/færist til bæði þegar líður á nóttina og einnig með hverjum degi sem líður. • Þessi daglega sýndarhreyfing stjarna er vegna snúnings jarðar um sjálfa sig og umhverfis sólu.
Dagleg hreyfing • Stjörnur virðast koma upp á austurhimni, hækka síðan á lofti og setjast á vesturhimni. Sérhver stjarna er alltaf hæst á lofti þegar hún er í suðri.
Árleg hreyfing • Stjörnurnar virðast færast örlítið úr stað ef fylgst er með þeim daglega á sama tíma. • Þessu veldur hreyfing jarðar umhverfis sól. • Tiltekin stjarna t.d. Síríus, rís upp fyrir sjóndeildarhringinn á ákveðnum tíma, næsta kvöld (24 klst síðar) mun hún rísa 4 mínútum fyrr, þessi tímamunur safnast upp og nær því að verða 2 klst á mánuði.
Himinhvelfingin • Til forna héldu menn að fastastjörnurnar væru í raun fastar á raunverulegri himinhvelfingu. • Þegar við skoðum stjörnurnar er gott að hugsa sér að það sé einmitt svo. • Í raun er himinhvelfingin aðeins hjálpartæki.
Himinhvelfingin • Himinhvelfingin er aðeins hjálpartæki, okkur sýnist hún raunveruleg , þar sem við náum ekki fjarvídd til fastastjarna. • Himinhvelfingunni er skipt upp í tvo hluta, norður og suðurhvel með miðbaug himins. • Hnitakerfi , lengd og breidd, er notað til að staðsetja stjörnur á himinhvelfingunni
Pólhverfar stjörnur • Pólstjarnan er innan við 1° frá norðurpól himins. • Sumar stjörnur setjast aldrei þegar himinhvelfingin snýst en aðrar sjást aldrei. • Stjörnur sem ekki setjast eru sagðar vera pólhverfar. • Hvaða stjörnur það eru, er háð staðsetningu á Jörðu.
Nokkur hugtök • Hvirfilpunktur (Zenith): Punktur beint ofan við athuganda. • Ilpunktur (Nadir): Punktur beint neðan við athuganda. • Norðurpóll himins (North Celestial pole) • Suðurpóll himins (South Celestial Pole) • Hábaugur: Hálfhringur frá norðurpól himins að suðurpól í gegnum hvirfilpunkt. Sker sjóndeildarhring í hásuðri. • Hæðarhálfhringur liggur frá hvirfilpunkti að ilpunkti gegnum stjörnu.
Sjónbaugshnit • Tvö hnit, bæði gefin í gráðum. • Fyrra hnitið mælt eftir sjónbaug (sjóndeildarhring) frá norðri í gegnum austur að þeim stað hæðarhálfhringur gegnum stjörnu sker sjónbaug. • Seinna hnitið mælt eftir hæðarhálfhringnum frá sjónbaug að stjörnu.
Sjónbaugshnit - dæmi • Stjarna í SA í 35° hæð yfir sjóndeildarhring fengi hnitin: ( 135°, +35°). • Stjarna í SV í 75° hæð yfir sjóndeildarhring fengi hnitin: (225° , +75°). • Fyrra hnitið kallast áttarhorn. • N = 0° , NA = 45° , A = 90° , SA = 135° S = 180° , SV = 225° , V = 270° , NV = 315°
Vorpunkturinn • Skurðpunktar sólbrautar og miðbaugs himins eru tveir – vorpunktur og haustpunktur. • Sól er í vorpunkti 21. mars. • Sól er í haustpunkti 21. september. • Punktarnir færist til á himni. • Vorpunktur er nú í Fiskamerkinu en mun eftir 600 ár færast í Vatnsberann.
Miðbaugshnit • Hnitakerfi sem er fast við himinhvelfinguna og snýst með henni líkt og lengdar- og breiddarbaugar gera á jörðu. • Stjörnulengd (Right Ascension): Mæld rangsælis eftir miðbaug himins frá Vorpunkti (samsvarar lengdargráðum) • Stjörnubreidd (Declination): Mæld frá miðbaug himins upp að stjörnu.
Miðbaugshnit - mælieiningar • Stjörnulengdin er mæld í tímamáli þar sem hringnum er skipt í 24 klst (hours), frá 00h00m00s upp í 23h59m59s • Stjörnubreidd er mæld í gráðum, frá 0° í 90° fyrir norðurhvel og 0° í -90° á suðurhveli. • Regulus í Ljóninu hefur hnitin: 1008+1158 : 10h08m00s og 11° og 58 min. Rigel í Orion hefur hnitin: 0514-0812 : 05h14m00s og 08° og 12 min.
Stjörnur í hágöngu • Stjörnur í hágöngu eru jafnan í hásuðri. • Hágönguhæð þeirra má finna með: hmax = 90° - β + δ þar sem β = breiddargráða athugunarstaðar δ = stjörnubreidd
Stjörnur í lággöngu • Á sama hátt má finna hæð stjörnu í lággöngu en þá verður jafnan: hmin = δ - 90° + β • Athugið að ef lággönguhæðin er neikvæð þá fer stjarnan niður fyrir sjóndeildarhringinn en ef hún er jákvæð þá sest stjarnan aldrei, þ.e. hún er pólhverf.