230 likes | 378 Views
Gerð hæfnisviðmiða á háskólastigi. Misserisþing Kennaraháskóla Íslands 1. desember 2006 Guðrún Geirdóttir. Lög um háskóla nr. 63/2006 og reglur um viðurkenningu háskóla. Menntamálaráðherra veitir háskólum viðurkenningu að
E N D
Gerð hæfnisviðmiða á háskólastigi Misserisþing Kennaraháskóla Íslands 1. desember 2006 Guðrún Geirdóttir
Lög um háskóla nr. 63/2006 og reglur um viðurkenningu háskóla Menntamálaráðherra veitir háskólum viðurkenningu að Uppfylltum skilyrðum laga og reglna. Skilyrðin lúta að eftirtöldum þáttum: • hlutverki og markmiðum háskóla, • stjórnskipan og skipulagi, • fyrirkomulagi kennslu og rannsókna, • hæfisskilyrðum starfsmanna, • inntökuskilyrðum og réttindum og skyldum nemenda, • aðstöðu kennara og nemenda og þjónustu við þá, þ.m.t. fatlaðra nemenda, • innra gæðakerfi, • lýsingu á inntaki náms út frá þekkingu, hæfni og færni við námslok, • fjárhag.
Markmið Bolognaferlisins 1. Innleiða kerfi prófgráða sem auðvelt er að lesa úr og bera saman · Sameiginleg viðmið fyrir æðri menntun og prófgráður, um þá kunnáttu, þekkingu og færni sem felst í mismunandi háskólagráðum (Qualification Framework). Hvert aðildarríki setur eigin viðmið í þessu samhengi. 2. Innleiða einingakerfi · Háskólar í öllum aðildarríkjunum taki upp einingakerfi sem byggist á vinnuframlagi stúdenta, sbr. ECTS einingakerfið. 5. Hvetja til samstarfs um þróun gæða- og eftirlitskerfis fyrir háskólanám · Þróa gæða- og eftirlitskerfi fyrir háskólanám. Stefnt er að því að samræma vinnulag og mælikvarða og að fyrir lok 2005 verði þátttökulöndin búin að móta vinnulag fyrir innra matskerfi, ytri skoðun, þátttöku nemenda og birtingu niðurstaðna sem og kerfi fyrir veitingu starfsleyfa.
Menntamálaráðherra gefur út formleg viðmið um æðri menntun og prófgráður. Viðmiðin eru kerfisbundin (almenn) lýsing á prófgráðum og lokaprófum þar sem tilgreind er sú þekking, hæfni og færni sem námsmenn eiga að ráða yfir við námslok (learning outcome). Háskólum ber að birta sambærilegar lýsingar á þekkingu, hæfni og færni sem námsmenn eiga að ráða yfir við námslok á hverri námsleið fyrir sig. Birta skal lýsingarnar á íslensku og ensku. Viðmið um æðri menntun og prófgráður á Íslandi: þrjú þrep, fyrstu tveimur skipt í tvö stig þrep eitt: stig 1 - diploma próf stig 2 - bakkalárpróf þrep tvö: stig 3 - starfstengt nám á meistarastigi stig 4 - meistaranám þrep þrjú: Doktorsnám Formleg viðmið um æðri menntun og prófgráður á Íslandi
Hæfnisviðmið • Fyrir hverja tegund prófgráðu er lýst ákveðnum þekkingar og hæfniatriðum • Þekking • Þekking og skilningur (hversu almenn eða sértæk þekking og skilningur er) • Tegund þekkingar (þekking í samhengi við fræðigrein) • Hæfni • Hagnýt hæfni • Fræðileg hæfni • Hæfni í samskiptum, upplýsingatækni og tölvulæsi • Námshæfni
Hvað eru learning outcomes? • ‘Learning outcomes are statements of what a learner is expected to know, understand and/or do as a result of a learning experience.’ (2004 ECTS Users’ Guide.) • Hæfniskröfur? • Hæfnisviðmið? • Námsmarkmið? • Námsárangur?
Megináhersla á nám og mat á námi • Áhersla á hvaða þekkingu, færni og leikni nemendur búa yfir við námslok
Fantasíur fyrir börn og fullorðna Í námskeiðinu verða lesnar fræðikenningar um hulin svið og aðra heima. Lesnar verða bækur fyrir börn sem flakka á milli raunverulegra og ímyndaðra heima frá Pétri Pan til Blíðfinns Aðhæfð merkjafræði Wiener og Kalman síur, línulegar spásíur, lágmarksferviksalgrím, endurkvæm lágmarksfervisalgrím. Athuguð verður notkun aðlögunarhæfrar merkjafræði í fjarskiptum, samstæðum skynjurum, líkanagerð og -auðkenningu og í stýrikerfum. Nokkur dæmi
Learning outcome (námsárangur- hæfniskröfur) • Nám birtist í hæfni nemenda sem hægt er að leggja mat á • Námskeið eða námseiningar settar fram í formi hæfniskrafna og matsviðmiða • Hæfniskröfur (learning outcome) segja til um lágmarksviðmið eða frammistöðu • Matsviðmið (assessment criteria)segja til um á hvaða máta og að hvaða marki nemandi þarf að sýna hæfni sína
Kostir þess að skilgreina námsárangur • auðveldar sveigjaleika og tilfærslur innan og milli kerfa • auðvelda samræmi og samvinnu milli námskeiða – til að ná heildarmarkmiðum • dregur úr skörun og endurtekningum • eru til upplýsinga og stuðnings fyrir nemendur • veita öðrum upplýsingar um námsleið (t.d. menntayfirvöldum eða atvinnulífi – sjá t.d. diploma supplement) • sýna fram á tengingu markmiða, námsverkefna og námsmats • auðvelda endurskoðun og þróun • sjálfstæði nemenda?
takmarkar frelsi erfitt að setja flókið nám í markmiðsbúning smættunaráhrif markmiða – að setja markmið fremur um það sem auðvelt er að orða en það sem er mikilvægt minnsti sameiginlegi samnefnari tímafrekt Úr rannsókn: Mjög lítil ytri inngrip og viðmiðanir Akademískt frelsi háskólakennara Lítil, almenn umræða um kennsluhætti og námskrá Sérstaða háskólagreina Skrifræðisverkefni, ytri inngrip eða skólaþróun Til umhugsunar
Viðmið um æðra nám og prófgráður Hvaða færni og leikni eiga nemendur sem útskrifast af ákveðinni námsleið að búa yfir? Námsleið Hver á að svara því? Hefð fræðigreinar Ákvæði fagfélaga Fulltrúar atvinnulífs Háskólakennarar Nemendur Einstök námskeið
Námsgrein er meira en samanlög einstök námskeið innan hennar Hvar og hver á að bera ábyrgð á að markmið greina náist? Samspil markmiða/hæfniskrafna, námsverkefna og námsmats Námsleiðir og námskeið Námsgrein Einstök námskeið
Constructive alignment (Biggs) Viðmið um æðra nám og prófgráður Hæfniskröfur ákveðinnar námsleiðar Ákvarða markmið námseiningar Skrifa hæfniskröfur (lo) námseiningar Setja fram hugmyndir að einkunnaskala Velja matsleiðir Ákvarða lágmarksviðmið fyrir námsmat Velja kennsluhætti sem auðvelda nemanda að ná settum markmiðum Skipuleggja námskeið og endurmeta
Kennslufræði H.Í. – hugsanlegt vinnulag • Umræður í skor: • Hvaða þekkingu, færni og hæfni þarf nemandi sem lýkur námi í kennsluréttindum að búa yfir að námi loknu? • Hvar má leita svara? • Finna 10-16 viðmið sem: • Sátt er um að séu lágmarksviðmið! • Eru nægilega umfangsmikil til að rúma það sem við viljum hafa með • Eru þó ekki það opin að þau segja ekki neitt • Ná til þeirra meginatriða sem okkur finnst skipta mestu
Hæfnisviðmið segja til um lágmarkshæfni nemenda Erfitt að hugsa viðmiðin út frá lágmarkshæfni Hæfniviðmið eru ekki einkunnir eða námsmatskvarði (assessment criteria) Lágmarkshæfni 100% Viðmiðum náð 50% Viðmiðum náð að hluta eða ekki 0%
Viðmið í kennslufræði (dæmi) Stefnumótun Kennsluskrá Sjálfsmatsskýrslu Námsnefnd Ytra mat ráðuneytis Kennslufræði Æfingakennarar Kennarasamband Skólameistarar Útskrifaðir nemendur Erlend viðmið
Kenningar í kennslufræði Heiti námskeiðs:Nýjungar í kennsluháttum 10.53.79 (5e)Að Markmið námskeiðs eru að: • að nemendur öðlist innsýn inn í þá kennsluhætti sem eru efstir á baugi í kennslufræðilegri umræðu. • geti grein fræðilega hugmyndir að baki ríkjandi kennslufræðilegum hugmyndum • geti tekið virkan þátt í umræðum um kenningar og nýbreytni • geti skipulagt og stjórnað málstofu um valið fræðaefni • þekki til íslenskra rannsókna á sviði kennslufræða • hafi kannað hug kennara til nýbreytni í kennslufræðum • þekki til nýrra, íslenskra rannsókna á námi og kennslu
Hæfnisviðmið (lo) sett fram í samræmi við ákveðið þrep í viðmiðum um æðri menntun. Þau þurfa að falla að þeirri tegund þekkingar og færni sem þar er tilgreind. Vísa til lágmarkskunnáttu eða færni (svo má gera kröfu um meira) Allt nám má skilgreina í formi námsmarkmiða – en það er miserfitt! Að finna það orðalag sem nær yfir hugsun okkar Vanda orðalag (erfitt að forðast túlkun) Meta að hvaða marki nemendum gefst kostur á að öðlast þekkingu og þjálfa hæfni innan námsleiðar (kortleggja námskeið). Til þess að það sé hægt þar að ligga skýrt fyrir hvaða þekkingu og hæfni nemendur tileinka sér í einsökum námskeiðum Samantekt
Biggs, J. 2003. Teaching for Quality Learning at University. Berkshire: SRHE & Open University Press • Gosling, D. & Moon, J. 2002. How to Use Learning Outcomes and Assessment Criteria. London: SEEC • Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Að mörgu er að hyggja: handbók um undirbúning kennslu. Reykjavík: Æskan • Tuning: Educational Structures in Europe: Vefslóð: http://www.tuning.unideusto.org/tuningeu/index.php?option=com_frontpage&Itemid=1 • Háskólinn í Essex http://www.essex.ac.uk/programmespecs/fouryear.asp?prog=BA++T708++06