1 / 42

Nótnaritun

Nótnaritun. Hvernig varð nótnaritun til?. Áður en við komum að því skulum við skoða hvernig var umhorfs áður en maðurinn fóra að skrifa tónlist niður. Rómverska heimsveldið. Miðpunktur Rómverska heimsveldisins var á sínum tíma þar sem nú er Ítalía og höfuðborgin var Róm.

Download Presentation

Nótnaritun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nótnaritun Hvernig varð nótnaritun til?

  2. Áður en við komum að því skulum við skoða hvernig var umhorfs áður en maðurinn fóra að skrifa tónlist niður.

  3. Rómverska heimsveldið • Miðpunktur Rómverska heimsveldisins var á sínum tíma þar sem nú er Ítalía og höfuðborgin var Róm.

  4. Tónlist var mikið iðkuð í rómsverska heimsveldinu. Þar mátti heyra ýmis hljóðfæri eins og lýru og flautur gerðar úr tré eða beini.

  5. En það sem er athyglisvert er hvernig menn geymdu tónlistina sín á milli. Ef þú vildir læra lag þá varðst þú að læra það eftir eyranu. Það þýðir að þú varðst að hlusta á lagið og leggja það á minnið.

  6. Af hverju ekki bara skrifa tónana niður? • Af hverju skrifuðu menn ekki tónlistina bara niður? Jafnvel þó að búið var að finna upp pappír þá var vandasamt að framleiða hann og svo var pappír sjaldgæfur og mjög dýr.

  7. Allt í lagi, en hvenær fóru menn þá að skrifa niður tónana? Um fimmtu öld eftir Krist þá var gerð innrás í Róm af Húnum sem voru undir stjórn hins alræmda grimmdarsegg: Attila Húnakonungs.

  8. Rómverjar óttuðust Attila og borguðu honum mikið af gulli svo hann myndi ekki ráðast á þá. En þrátt fyrir það réðist Attila Húnakonungur inn í Róm og brenndi þar allt til kaldra kola, eins og hann hafði gert svo víða annars staðar.

  9. Ein leið til að íbúar gætu verið öruggir var að reisa múrveggi, og síðar kastala.

  10. Attila var vanur að sitja um borgir með heri sína fyrir utan. Enginn fór inn og enginn fór út.

  11. Stundum varði þetta í marga mánuði, jafnvel ár. Fólkið í virkinu gat ekki farið út til þess að endurnýja matar- og vatnsbirgðir sínar.

  12. Stundum átti fólkið nógan mat og vistir til að bíða Attila Húnakongung af sér, stundum ekki

  13. En hvað hefur þetta eiginlega að gera með tónlist?

  14. Næstu aldir eftir þetta eru nefndar miðaldir. Stundum er talað um hinar myrku miðaldir. Sumir telja að mannkyninu hafi ekki farið fram þennan tíma, jafnvel farið aftur.

  15. Mikil vitneskja glataðist á þessum tíma. Og hvernig getur maður glatað vitneskju?

  16. Það eru nokkrar kenningar uppi um hvers vegna svo fór. Sumir telja jafnvel að hálfgerð ísöld hafi gengið yfir sem hafði í för með sér mikla hungursneyð og vosbúð.

  17. Mikið var um farsóttir, svokallaðar plágur.

  18. Þetta ól á tortryggni milli manna, það dró úr samskiptum manna og verlsun.

  19. En hvað hefur þetta eiginlega að gera með tónlist? Jú, á þessum tíma verður kirkja aðal samkomustaður fólksins. Sumir sóttu messu á hverjum degi, sumir jafnvel tvisvar á dag. Dæmi voru um að messur væru haldnar á klukkustunda fresti.

  20. Þessi mikla uppsveifla hjá kirkjunni varð til þess að hún tók að reisa miklar byggingar sem kallaðar voru dómirkjur. Ein frægasta kirkjan frá þessum tíma er Dómkirkjan í Notre Dam sem enn stendur í París, Frakklandi.

  21. Nokkrar dómkirkjur

  22. Þegar allir voru að sækja messur vantaði að sjálfsögðu tónlist í messurnar.Til að heyrast í stóru kirkjunum þurfti fleiri en eina rödd til að syngja.

  23. Þessar raddir sem sungu einradda saman virkuðu eins og þær væru með hljóðnema í kirkjunni.

  24. Söngvar þeir sem voru sungnir þá voru kallaðir tónsöngvar (chant.) Einnig verið kallað gregóríanskur söngur, eftir Gregory páfa I.

  25. Smám saman varð þörf fyrir nýja tónlist til að syngja. Á þessum tíma þurfti að leggja tónlistina á minnið, og eftir því sem lögin urðu fleiri, því erfiðara varð að muna allt saman.

  26. Á tólftu öld fann munkur að nafni Guido D’azarro upp leið til að skrá niður tóna.

  27. Hann bent á ákveðna staði á hönd sinni. Hver staður þýddi ákveðinn tón. Þetta var þekkt sem ,,handaraðferð” Guido

  28. Þessi aðferð hentaði fyrir hæg og einföld lög. Yfirboðarar Guidos urðu svo forviða þegar þeir urðu vitni að þessari aðferð að þeir töldu að þetta kæmi frá kölska og vísuðu Guido greyinu á dyr!

  29. Guido komst fljótt inn hjá öðru klaustri, og fljótt hætti hann með handaraðferð sína þegar tónlistin varð flóknari og erfiðari að muna.

  30. Guido var kunnugt um að tónlistarmenn þeirra tíma notuðu aðferð til að skrá niður tóna. Þessar frumstæðu nótur voru nefndar: naumur. naumur voru kassalaga nótur sem gáfu yfirleitt til kynna hvort tóninn væri að fara upp eða niður. Söngvarinn kunni lagið og þessar nótur voru eins konar minnisatriði fyrir hann.

  31. Guido fór að bæta inn rauðri línu þar sem raddsvið ákveðinna radda átti að vera. Hér að ofan er mynd af gömlu handriti Guidos.

  32. Því næst bætti Guido inn fleiri línum fyrir fleiri raddir

  33. Þetta er handrit frá miðöldum þar sem rauðu línurnar sjást. Sérðu rauðu línurnar?

  34. Fyrir bassa og tenór raddir bætti hann við fleiri línum og merkti tenórinn með gulum lit og þar sem upphafstónn var “f”.

  35. Eitt vandamál við þetta fyrirkomulag var að Guido vantaði lykil fremst á nótnastrenginn. Tónar byrjuðu hvar sem er á strengnum og það gerði nótnalesturinn ákaflega erfiðan.

  36. Þannig fór að á næstu öldum bættu eftirmenn Guidos inn línum og prófuðu sig áfram með nýjungar. Getur þú komið auga á hvar einn strengur endar og annar byrjar?

  37. Eftir nokkrar aldir eru við svo komin með þessa strengi sem við notum enn í dag.

  38. Ef þú skoðar lyklana vandlega þá sérðu að G lykillinn líkist skrautskrifuðum G staf, og F lykillinn líkist skrautskrifuðu F.

  39. Og hvað varð um Guido? Guido sýndi yfirmanni sínum verk sín og í stað þess að vera vísað á dyr þá var honum hrósað og hækkaður í tign.

  40. Klausturábóti (yfirmaður klaustursins) líkaði þetta svo vel að hann sendi Guido til Rómar að hitta páfann. Páfinn hreifst svo að verkum Guidos að hann sendi Guido út um allt land að kenna öðrum munkum og prestum þessi nýju fræði, hvernig hægt er að lesa tónlist af nótum!

  41. Þó fór svo að lokum að Guido endaði í gamla klaustrinu sínu og þar var hann boðinn velkominn og var hann beðinn fyrirgefningar á því að þeir höfðu efast um verk hans.

  42. Endir • http://encarta.msn.com/encnet/refpages/refarticle.aspx?refid=761552863 • http://www.hyperhistory.net/apwh/bios/b3atilla_p1dz.htm • http://www.realm-of-shade.com/zarathustra/attila.html • http://www.newadvent.org/cathen/02061b.htm • http://www.boglewood.com/timeline/attila.html • http://www.stanford.edu/~moore/HistoryEcon.html • http://www.propheticwitness.org/gregory_the_great.htm • http://guidoshandrocks.com/historyofname/ • www.tonmennt.is • 2005

More Related